Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN LI SUNG strauk fingrunum um jade-hálsfestina, og lagði hana svo í öskjuna, sem fóðruð var með hvítu silki. Á morgun mundi stóra ameríska skipið, sem. var á siglingu kringum hnöttinn koma inn á liöfnina í Hongkong. Li Sung var að velta því fyrir sér hvort nokkur far- þeganna mundi kaupa festina fögru. Að vissu leyti var hann fús til að selja hana — en á liinn hóginn fann liann að hann mundi sjá mikið eftir henni, því að honum þótti vænst um hana af öllu því sem hann átti. En livað sem öðru leið, hugsaði hann með scr um leið og hann setti öskjuna inn í peningaskáp- inn (sem liann svo læsti vand- lega), hvað sem öðru leið þá léti hann festina aldrei fara fyr- ir ininna en fimm þúsund doll- ara. Er liann hafði gengið úr skugga um að skápurinn væri tryggilega læstur og dýrgripur hans öruggur, lyfti hann tröll- þungum búknum af kollustóln- JADE-HÁLSFESTIN — Ástarsaga með óvæntum úrslitum — um sem liann sat á og rambaði fram að dyrunum. Sing Kong, þjónn lians, stóð þar og beið eins og hann var vanur. Hann var niðurlútur, hugsandi og undirgefinn, langleitur og skin- horaður, og hélt á lyklunum að dyrunum og gluggagrindun- um í sinaberum höndunum. Hann hafði séð þessa sýningu endurtekna á hverju kvöldi í mörg ár — hann þekkti hverja einustu hreyfingu húsbónda sins. Hann þurfti ekki að horfa á hann þess vegna. Li Sung nam staðar við dyrn- ar og leit að endingu yfir litla og þrönga búðarholuna. Renndi augunum um postulinið á hill- unni, stóru diskana sem hengu á veggjunum, silfurgripina og fílabeinsmunina í glerskápun- um. Allt var í reglu. Li Sung gekk liægt út og Sing læsti. Li Sung tók í hurðina til að ganga úr skugga um að hún væri læst og eins á grindinni. Svo tók hann við lyklunum og gekk hægt upp stigann utan á hús- inu í herbergi sín á efri hæð- inni. Eftir kvöldverðinn sat hann og reykti, og hugurinn hvarfl- aðið aftur í tímann — til ár- anna áður en hann eignaðist jade-festina. HANN hafði byrjað sem varn- ingsmaður gengið milli húsa með ódýrt glingur frá Shanghai útsaumuð nærföt frá Shanghai og varning frá Canton. Vöru- birgðir sínar geymdi hann í tveim stórum pinklum, bar sjálf ur annan þeirra en Sing Kong hinn. Stundum sátu þeir með varning sinn á dyraþrepum gistihúsa eða skrifstofubygg- inga. Arðurinn óx hægt og hægt og þegar Li Sung hafði safnað nægu fé fór hann á jade-mark- aðinn í Canton og keypti þar einn steinn enn i hálsfestina sem liann hafði dreymt um. Hann var mörg ár að safna fé fyrir þessa úrvals steina því að liann vildi ekki annað en fyrsta flokks tegund — fallega, dökk- græna, gagnsæja og glæra jade- steina. Þegar jadefesbn var loks orðin öll sparaði hann enn pen- inga og keypti litlu búðina. Li Sung brosti ánægjulega er honum varð hugsað til þess er hann setti jadefestina — glitr- andi; í silkifóðraða liylkinu — í gluggakytruna með járngrind- unum. Smáhlutirnir úr fíla- beini, ódýru hringirnir með steinum úr jade og malakíti, leirmunirnir frá Canton eða nælurnar með fuglavængjunum — allt þetta fannst honum einsk- isvirði í samanburði við jade- festina. Hún átti að gera hann ríkan. Hann hafði virt hana á fimm þúsund dollara. Skipta- vinirnar gátu prúttað og ginnt hann til að gefa afslátt á öðru — en jadefestinni, nei, ónei! Og svo lá hún þarna í búð- inni ár eftir ár — því að fólk, sem hafði efni á að kaupa sér jadefesti fór í aðrar verslanir, þar sem úrvalið var meira, og verslaði þar. Festin lá i glugg- anum á daginn — og á nóttinni var hún vandlega læst inni í peningaskápnum. Li Sung var tregur til að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann vildi helst ekki selja hana, — að það yrði sorgardagur er festin hyrfi úr búðinni. Því að hann liagnaðist svo vel á versluninni að hann og fjölskylda hans hafði nóg að bíta og brenna og gat jafnan lagt nokkra dollara til hliðar á hverri viku. En dollarar gátu aldrei veit honum sömu gleði og jadefestin gerði, úr steinunum sem hann hafði safnað sjálfur. Ah Ching, elsta dóttir hans stóð kvíðandi og beið í dimma ganginum fyrir utan dyrnar þangað til liann var búinn að reykja úr pípunni; þessi granna stúlka titraði af eftirvæntingu og kreppti granna fingurna vegna óvissunnar. Þegar hún sá hann brosa i kampinn brosti hún líka því að henni var áríð- andi að hann yrði i góðu skapi í kvöld. Li Sung lagði pípuna varlega af sér á litla borðið sem liann sat við. Ah Cliing gekk hljóðlega inn i stofuna og kraup á kné hjá föður sínum. — Pabbi! hvíslaði hún. — Jæja barnið gott, er það eitthvað viðvíkjandi giftingunni þinni, sem þér liggur á hjarta? Li Sung brosti góðlátlega, þvi að hann var afarhreykinn af elstu dóttur sinni. Hafði hann ekki sent hana á klausturskóla fyrst og síðan á háskólann, eins og þeir voru farnir að tíðka núna? Li Sung hló hugur í brjósti er hann liugsaði til dótt- urinnar á háskólanum — hann, fátæki varningsmaðurinn, sem liafði byrjað með fáeina dollara. — Er eittlivað að? spurði liann lágt, því að Ching svar- aði ekki. HANN liafði ekki fest dóttur sína meðan hún var barn. því að hann hafði vonast eftir að hún fengi tigið gjaforð, mann sem væri ríkur og gæti séð henni betur borgið en þeir, sem hann liafði þekkt meðan hann var fátækur varningsmað- ur. Þess vegna hafði hann séð lienni fyrir háskólamenntun, þar umgengust ungar konur og menn frjálslega og gátu sjálf ráðið vali sínu. En að sonur Chung Ping hins ríka skyldi hiðja hennar — það fór fram úr hans glæstustu vonum. Cliung Ping var ekki aðeins ríkur lcaup maður, en Ah Ching átti að vera eina kona sonar hans, eins og farið var að tíðkast núna. Og Chun Ki hafði beðið henn- ar sjálfur, eins og þeir voru farn ir að gera hin síðari ár, og nú var ekki annað eftir en að gera ýmsar smávegis ráðstafanir. Li Sung átti dálítið bágt með að átta sig á öllu þessu nýja. Honum varð órótt er hún þagði áfram, og spurði nú tals- vert hvassar: — Er eitthvað að? — Já, faðir minn. Chun Ki ætlar að verða læknir, eins og þú veist. En .. Nú hrást henni röddin. Svo herti hún upp liug- -ann og hélt áfram: — Faðir hans hefir ekkert á móti því að hann giftist mér — ég liefi hitt hann og honum fellur vel við mig — það er bara þetta að . . Hún þagnaði aftur. — Haltu áfram, barnið gott. — Hann liefir sagt Cliun Ki — að brúðurin lians verði að liafa að minnsta kosti þrjú þús- und dollara heimanmund. Ann- ars vill hann ekki samþykkja ráðahaginn. — Þrjú þúsund dollara! Li Sung tókst á loft. Hann rétti úr sér og leit alvarlega á dóttur sína. — Þrjú þúsund dollara. Það er ómögulegt! Það var þetta sem Ah Ching

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.