Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 upp spil eða fá sér lánað taflborð og tala um íþróttir, ketverðið eða önnur „hlutlaus“ efni. En ef útlend- ingur ávarpar gest á kaffihúsi og spyr hann beint hvaða skoðun hann hafi á konungsdeilunni, er eins og maður taki stíflu úr uppistöðu. Þá talar hann með höndum og fótum og axlaypptingum auk orðanna, sem koma eins og flaumur, sem ekki er hægt að stöðva. EN þó að maður verði konungdeil- unnar ekki svo mjög var á yfirborð- inu finnur maður liana betur þegar komið er á vígstöðvar stjórnmála- flokkanna. Þar er varla um annað hugsað en þetta eina og þar ber andrúmsloftið merki hinnar bitru deilu, sem háð liefir verið síðustu mánuðina. Yfir dyrunum á Maison du Peuple —■ miðstjórnarbústað belgiska alþýðuflokksins stendur með stórum stöfum: „Stöðvið Beels“ (konu Leopolds) og með stöðvunar- merkinu er vafalaust átt við mann- inn hennar líka, Leopold III. Það liggur í lilutarins eðli að maður fær talsvcrt ólikar upplýs- ingar um tildrög konungsdeilunnar er maður talar við forustumenn flokkanna. En þegar maður hefir heyrt málið túlkað frá öllum hlið- um verða hliðarnar á því sjálfu lika margar. í konungdeilunni eru nfl. innifaldar: þjóðernisdeila, mál- streita, stjórnmáladeila, trúmála- deila og persónuleg deila. Til þess að geta botnað nokkuð í þessu verður maður fyrst og fremst að gera sér ljóst að Belgía er mjög sundurleitt ríki, maður gæti freistast til að kalla það gerviríki, og að þar búa tvær þjóðir, frönskumælandi Vallónar og hollenskumælandi Flæm ingjar. Milli þessara þjóða hafa jafn- an verið deilumál sem stundum hafa lileypt ofsa og liatri i fólk. Þegar Belgiuriki var stofnað 1830, voru það Vallónar sem urðu ráð- andi i stjórninni, þvi að þeir voru ríkari, áttu eldri menningu og voru vanari stjórnmálum. Franskan varð hið opinbera mál. Flæmingjar, sem voru aðeins í minnihluta, töldu sig kúgaða — og ekki að ástæðulausu. En þeir hjuggust til varnar, Flæm- ingjar liófu sjálfstæðisbaráttu sina og stefndu jafnvel að fullum skiln- aði. Þeim tókst von bráðar að fá viðurkennt jafnrétti tungu sinnar við frönskuna og smám saman hafa þeir fengið aukin iiólitisk á- lirif, þó að Vallónar hafi verið meiru ráðandi allt fram á vora daga. En vegna þess að viðkoman er miklu meiri lijá Flæmingjum en Vallónum þá eru þeir nú orðnir fleiri í land- inu og Vallónar liorfa með kvíða til þeirrar stundar er þeir verði að missa völdin i liendur Flæmingja. Þess vegna hafa Vallónar nú á síð- ustu timum gerst talsmenn skilnað- arhreyfingar eins og Flæmingjar forðum, þó að eigi hafi hún enn náð miklu fylgi í þeirra hóp. En skilnaðarmönnum er kærlcomið að fá konungsdeiluna, því að þeir telja hana geta stutt sig i baráttunni. Vegna þess að tungurnar eru tvær hefir þjóðin einnig orðið tviskipt að menningu. Flæmingjar hafa orðið fyrir álirifum af germanskri menn- ingu en Vallónar þýskri. Á hernáms- árunum beggja styrjaldanna reyndu Þjóðverjar að gera Flæmingja sér fylgispaka með þvi að hlynna að þeim á kostnað Vallóna, og það tókst að nokkru leyti. Deilan um konunginn skiptir þjóðinni að nokkru leyti á sama hátt og tungurnar gera, en þó ekki að öllu leyti. Flæmingjar eru talsvert konung- hollari en þeir Vallónar, sem ekki eru vinveittir kirkjunni. Ivristilegi flokkurinn í Belgiu hef- ir tvívegis eftir strið gengið til kosn- inga með þá kröfu efst á dagskrá að konungurinn komi lieim, og hon- um tókst við þjóðaratkvæðið i mars að koma jáunum við því upp í nær 58%. Þetta var að þakka duglegum áróðri og ekki siður kaþólsku kirkj- unni. Æðsti maður belgisku kirkjunnar, van Rocy kardínáli, persónulegur vinur konungs, maðurinn scm gaf liann og prinsessuna af Réthy sam- an og einn af bestu stjórnmálaráðu- nautum Leopolds, sendi áður en þjóð- aratkvæðið fór fram út liirðisbréf þess efnis að það væri skylda allra sannkaþólskra manna að greiða at- kvæði með Leopold. Það var sam- band altaris og hásætis, sem skaut upp kollinum, eins og svo oft áður í mannkynssögunni. — Áskorun kardínálans bergmálaði úr hverjum einasta kaþólska prédikunarstól i landinu — og þeir eru margir. Sósí- alistar eru ekki í vafa um að það sé þessi kirkjuáróður, sem reið bagga- muninn. Þvi að margur einfaldur kjósandi lætur sér segjast þegar hon- um er liótað helviti og eilífri for- dæmingu. En það eru þessar að- farir, sem einkum lileyptu ofsanum í fólk. Eg sagði formanni kaþólska flokksins, barón van der Straten- Waillet frá þessum ákærum og spurði hverju hann iiefði til að svara. Hon- um virtist spurningin vera ókurteis, kippti upp röndóttu buxnaskálmun- um, sem hann liafði verið í meðan liann var i áheyrn lijá rikisstjór- anuin rétt áður og sagði stutt: „Við i okkar flokki álítum að kirkjan eigi að standa fyrir utan þessa deilu.“ En þetta verður ekki skilið öðru- vísi en sem viðurkenning á því að ákærur andstæðinganna væru á rök- um byggðar. En þegar ég spurði hann um hvern ig úrslit liinna væntanlegu kosninga mundu verða yppti hann öxlum og rétti fram lófana, og það þýðir sama sem: það veit sá sem allt veit! Og sama svarið var lijá öllum flokksforingjum. Enginn vildi spá neinu um úrslit kosninganna. Kristilegi flokkurinn tjaldar öllu sem til er og notar mikið af peningum lika til þess að ná hreinum meiri hluta við kosningarnar 4. júni. Flokk- urinn liefir meiri hluta í efri deild, en vantar 2 atkvæði til að fá meiri hlutaí neðri deild. Ef hann fæst verða báðar þingdeildir kvaddar saman á sameiginlegan fund og samþykkt að fella ríkisstjóralögin úr gildi. Og svo verður Leopold sóttur. Annað getur flokkurinn ekki gert, því að liann hefir sett sjálfan sig í veð fyrir því að konungurinn fái ríkið aftur. í kosningabaráttunni fær flokkurinn enn stuðning kirkjunnar og stóriðn- arins, sem 12. mars lagði flokknum til margar milljónir og vill vist gjarnan leggja fleiri fram — og svo flokk manna, sem flokkurinn vill ekki kannast við opinberlega, en það eru þeir, sem höfðu samvinnu við Þjóð- verja á striðsárunum og auðguðust á henni. Þjóðaratkvæðið 12. mars féll ekki saman við flokkalínurnar. Konung- urinn fékk 700.000 fleiri atkvæði en kaþólski flokkurinn fékk við næstu kosningar á undan. Þessi atkvæði muriu einkum hafa komið frá frjáls- lynda flokknum þó að hann sé i orði kveðnu á móti þvi að taka Leopold í sátt. En nú vonar _ka- þólski flokkurinn að fá drjúgan hluta af þessum atkvaiðum við næstu kosn— ingar. BELGISKA þingið var leyst upp 30. apríl og þá fyrst fór ég að taka eft- ir konungsdeilunni á götum úti. Á kaffihúsum og ölknæpum var málið rætt yfir blöðum og fór stundum í hart. Þá leit gestgjafinn með van- þóknun á gestinum: Þetta á ekki við á kaffihúsi. Ölbelgjandi istrubelgur á lítilli knæpu valdi mig til að lesa yfir, en varð himinlifandi þegar hann heyrði að ég var útlendingur og átti erfitt með málið. Hann greip í jakkaliornið mitt og sagði: „Þessi andskotans ríkisstjóri. Hann von- ast til að geta lialdið tigninni að eilifu, úr þvi að hann vill ekki láta kaþólska flokkinn fá völdin.“ Einn af starfsmönnum SABENA- flugfélagsins, sem ég talaði við, sagði að ástæðan til konungsdeil- unnar væri sú, að stórveldin vildu hafa Belgíu tvístraða svo að þau gætu komið ár sinni betur fyrir borð þar. Og það væri nokkuð sem allir vissu, að konungdæmið væri traustasta stjórnarfyrirkomulagið og mest sameinandi. Þess vegna væri það áreiðanlegt að áróðurinn gegn Leopold væri aðallega af erlendum uppruna. HINN 1. april skeði dálítið skritið í Bryssel. Verkamennirnir liöfðu aug- lýst kröfugöngu að vanda og var henni heitið á sama stað og vant var, Place Rogier. En kaþólski borg- arstjórinn bannaði fundinn. Með þessu banni kveikti hann þann heift areld, sem brunið hefir síðan. Frá þvi snemma morguns fyrsta maí var krökkh af fólki með fram öllum götum, s'em kröfugangan átti að fara um. En nokkrum tímum áður en fund urinn á Place Rogier átti að byrja, Frli. á bls. 7t. Prinsessa Réthy, seinni kona Leopolds, á sinn þátt í því, að helmingur belgisku þjóðarinnar vill ekki hafa Leopold fyrir konung. Konungur kynntist henni 1938 og þau giftust 194-1, en faðir hennar var stríðs- gróðamaður og handgenginti Þjóðverjum. — Leopold sendi dóttur sina til Belgiu til að taka þátt i atkvœða greiðslunni 4. mars. Var það sterkur leikur, þvi að Josephine Charlotte prinsessa er afarvinsæl i Belgiu, fremur þó vegna Ástríðar móður sinnar en vegna föður sins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.