Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN ^UANMRIWR^) Barnasaga. m • • £ r • H Tofraurio — Eg er hrœddur um að þú haf- ir látið fullmikið í koffortið þitt. Tvær i sumarfríi. — Heyrðu mamma. — Þetta er frá honum pabba — kassinn er full- ur af óþvegnum postulínsbollum, — og hann biður okkur um að þvo allt saman og senda sér það heim. — ... Hann lítur alltaf eftir þvi fyrst hvort klukkan gangi rétt ... Einu sinni var auðugur maður, cr átti þrjá sonu. Þegar synirnir voru komnir af bernskuskeiði, þá sendi faðirinn elsta soninn að heim- an til þess að honum gæfist kostur á að skoða sig um í veröldinni. Þrjú ár liðu þangað til fjölskylda hans sá hann aftur. Þá kom hann heim til föðurhúsanna, skrautlega klædd- ur, og faðir lians sló upp mikilli veislu honum til heiðurs. Til veisl- unnar bauð hann öllum frændum þeirra og vinum. Þegar fagnaðarlátunum linnti baðst næstelsti sonurinn leyfis föð- ur sins til þess að mega fara að heiman og skoða sig um í veröld- inni. Faðir hans var hrifinn af frama löngun sonar síns og lét honum þeg- ar i té ríkulegan farareyri. Að skilnaði mælti hann við son sinn: „Ef þér farnast eins vel og bróður þinum, mun ég heiðra þig við heim- komuna alveg eins og ég heiðraði hann.“ Ungi maðurinn lofaði að gera sitt hið besta og þau þrjú ár, sem hann var fjarverandi frá heim- ili sinu, var ferill hans með öllu flekklaus og framkoma hans alveg lýtalaus. Því næst sneri hann heim- leiðis, og faðir hans varð svo á- nægður með árangurinn af för hans, að fagnaðarveislan, sem lialdin var honum til heiðurs, varð jafnvel enn- þá íburðarmeiri lieldur en veislan sem á sínum tima var lialdin til þess að fagna heimkomu elsta son- arins. Þriðji bróðirinn, er hét Jenik eða Jonni, var álitinn fremur vitgrann- ur. Hann gerði aldrei neitt annað heima hjá sér en að sitja andspæn- is glóðunum og góna í glóðina. Hann baðst nú leyfis föður síns til þess að mega ferðast um heiminn i þrjú ár. „Farðu ef þér sýnist. En hvað heldurðu að þú hafir upp úr þvi?“ Ungi maðurin skeytti ekki um að svara spurningu föður síns. Hon- um var nóg að hafa fengið fararleyf- ið. Faðirinn horfði á hann halda ánægðan af stað og gaf lionum ríflegan farareyri að skilnaði. Eitt sinn kom Jenik að runna nokkrum þar sem smalamenn voru i þann veginn að drepa hund. Jenik fór þess á leit við þá, að þeir þyrmdu lifi hundsins og gæfu sér hann i stað þess að stúta honum. Það gerðu smalamennirnir með glöðu geði og hélt nú Jenik leiðar sinar en liundurinn rölti á eftir lionum. Skömmu síðar hitti Jenik mann einn, er liafði kött meðferðis og ætlaði maðurinn að bana kettin- um þar í grenndinni. Jenik bað kett- um griða og köttinn fékk hann. Að lokum bjargaði Jenik höggormi og liöggormurinn slóst í fylgd hans í þakklætisskyni. Og nú var þarna á ferðinni einkennileg fylking, sem taldi fjóra meðlimi: Jenik fyrstan, hundinn á eftir Jenik, köttinn á eftir hundinum og höggorminn á eftir kettinum. Svo sagði höggormurinn við Jen- ik: „Þú skalt láta mig ráða för þinni.“ Á haustin, þegar allir högg- ormar leita afdreps i liolum sín- um, var þessi höggormur vanur að leggja upp í leit að konugi sínum, Hann bætti við: „Konungur minn mun ávita mig fyrir að hafa verið svona lengi fjarvistum. Allir aðrir höggormar hafa þegar tekið sér vetursetu en ég er mjög seinn fyrir. Eg verð að segja honum frá þeim raunum, sem ég hefi ratað i, og ennfremur mun ég tjá honum, að án þinnar hjálpar, myndi ég ábyggilega liafa farist. Konungurinn mun spyrja þig hverra launa þú æskir fyrir að hafa bjarg- að lífi minu og þá skaltu hiklaust biðja um úrið, sem hangir á veggn- urn. Það býr yfir margháttuðum töfrum og þú þarft ekki annað en draga það upp, og þá mun þér veitast allt, sem hugur þinn girnist." Naumast fyrr sagt en gjört. Jenik eignaðist úrið og samstundis ákvað hann að reyna töframátt þess. Hann var svangur. Það myndi vera dá- samlegt að fá sér hleif af nýju brauði og ilmandi nautasteik, og skola því niður með ljúffengu víni. Hann dró þvi úrið upp og i sömu andránni stóð allt hnossgætið fyrir Frh. á bls. 11. — Mikil unun er að sjá yður klædda i rautt, ungfrú Laxbleiks. — Æ, drottinn minn — þarna— sprakk .... tannkvoðuskálpurinn! ---------Meðan hrært er i pottin- um er bætt í hann þremur skófl- u?n af sandi .... Adamson HÁ ^ ^ Hérna eiga dyrnar að vera. Nú er bara að saga Mér fannst sögin vera svo skram

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.