Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN StáðB 3 Kantötukór Akureyrar. Landssamband blandaðra kóra fíjörgvin GuÖmundsson, tónskáld. Áskell Jónsson, söngstjóri. Landssamband blandaðra kóra var stofna'ð fyrir um það bil 11 árum af fimm blönduðum kórum viðs- vegar af landinu. Nú eru kórarn- 'ir 11. Edvald D. Malmquist, form. samb. Aðaltilgangur sambands stofnunar- innar var að styrkja starfsemi blönd- uðu kóranna, beita sér fyrir söng- kennslunámskeiðum fyrir söngstjóra og útgáfu innlendra og erlendra kórverka. Tiltölulega vel hefir gengið að ná þessu takmarki. Söngkennsla befir nú verið látin kórunum í té árlega um nokkra ára bil með góðum árangri. Einnig hélt L.B.K. námsskeið fyrir söngstjóra haustið 1945 og náðist góður á- rangur með því námskeiði, en vegna fjárhagslegra örðugleika hefir ekki verið hægt að efna til annars sliks námskeiðs. Stærsti liðurinn i starfsemi L.B.K. hefir verið útgáfustarfsemin. Á und- anförnum árum liefir sambandið gefið út 4 mjög myndarleg hefti með sönglögum fyrir hlandaða kóra, og hefir það gert kórunum kleift að eiga val á miklu fjölbreyttara efnisvali til flutnings. Á næstunni kemur út 5. heftið. Verður það mun stærra en hin fyrri og margt tóhverka í þvi, sem ekki hafa birst áður opinberlega. Til söngmóta liefir enn ekki tek- ist að cfna til. Ágveðið er að söng- mót blönduðu kóranna verði lialdið í Reykjavik í lok maímánaðar næsta sumar og verður mjög til þess móts vandáð. Þrír sambandkórar hafa farið í söngferðir til annarra landa. Söng- félgið Harpa 1946 til Kaupmanna- Hörmulegt slys Það hörmulega slys varð á Ós- hliðarveginum milli ’Bolungavíkur og Hnífsdal s.l. sunnudag, að bjarg losn aði úr snarbrattri fjallshliðinni og lenti af heljarafli á stórri fólksflutn- ingabifreið með þeim afleiðingum, að tveir ungir piltar biðu bana sam- stundis, 2 aðrir slösuðust mikið og 1 lítils háttar. í bifreiðinni var flokkur íþrótta- manna frá Akureyri, sem hafði kom- ið til þess að keppa við ísfirðinga í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Brugðu íþróttamennirnir sér til Bolungavíkur og voru á heimleið úr þeirri ferð, er slysið varð. Steinninn lenti á öðru afturhorni bifreiðarinnar og urðu þeir, sem sátu i aftasta sætinu fyrir honum, er hann fór gegnum hús bifreiðarinn- ar. Þeir liristján Kristjánsson og Þórarinn Jónsson, báðir Akureyr- ingar um tvítugt, biðu bana sam- stundis, en Þorsteinn Svanlaugsson, fararstóri iþróttamannanna, og Ilall- dór Árnason, slösuðust mikið. Bifreiðarstjórinn þykir hafa sýnt bið mesta snarræði að afstýra þarna frekara slysi með þvi að auka hrað- ann mikið, er til steinsins sást, og lialda bilnum á veginum. hafnar, Tónlistarfélagskórinn 1948 einnig til Kaupmannahafnar og nú í vor Katöntukór Akureyrar er fór til Svijjjóðar. Allir þessir kórar hafa tekið þátt í Norðurlandasöngmótum, með mjög góðum árangri fyrir ís- leska tónlist og þjóðina í heild. Kantötukór Akureyrar sem nú cr nýkominn heim úr för sinni tók einnig þátt i þjóðlagasamkeppni Norðurlandanna. Varð liann annar í þeirri samkeppni. í för sinni söng hann á mörgum stöðum i Svíþjóð, einnig fór hann til Noregs og hélt þar konscrta. Alls staðar hlaut lcór- inn mjög lofsamlega dóma og sér- staklega góðar móttökur. L.B.K. efnir nú um þessar mundir til happdrættis til ágóða fyrir starf- semi sina. Stærsti vinningurinn er ný flugvél af gerð Piper Cub. Aðrir vinningar eru flugferð til Norður- landanna, ferð til Akureyrar og málverk eftir Kristin Pétursson. Sala miðanna er i fullum gangi og vcrður dregið mjög bráðlega. ís- lcnska þjóðin ætti að styrkja liapp- drætti þetta og með þvi vinna að því að efla íslenska tónlistarmenn- ingu í framtíðinni. Stjórn sambandsins skipa nú Ed- vald B. Malmquist, formaður, Ágúst H. Pétursson gjaldkeri og Steindór Björnsson, ritari. Á ÓshlíÖarvegi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.