Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. tJRDRÁTTUR. Hinn ungi verkjræðingur, Ib Oldentoft, er kominn til fram- andi borgar, þar scm á að op- inbera trúlofun hans og Ölmu Stuck. Af tilviljun kemst hann að því, að hún ann honum ekki, og slitur þess vegna trúlofuninni. Hann hittir Aage Torring, vin sinn og skólabróður á gistihús- inu, sem hann býr í. Aage er á heimleið frá Afríku eftir 3 ára dvöl þar við járnbrautarlagningu. Ib segir honum ekki frá funcli sínum og ungrar Stúlku Evu Malte sem hann hafði hitt aðframkomna af hungri. Ilann liafði hjálpað henni, og skömmu eftir, að fund- um þeirra hafði borið saman, hafði hún fengið vinnu sem fiðlu- leikari á kaffihúsi. Um það veit Ib ekki. Eva hefir komið á eina morgunæfingu oð Schröder for- stjóra og Runge pítnóleikara finnst mikið til leiks hennar koma og eru hinir stimamýkstu við hana. herra Scliröder upp og gekk til morgunverðar, sem var jafnan stærð armáltíð. Hann heimtaði alltaf krydd sild til þess að vega á móti köku- lyktinni, sem jafnan angaði þarna um allt. Eva og herra Runge sett- ust við eitt smáborðanna í salnuin og þangað var þeim fært smurt brauð og kaffi. Áður en Eva hafði hellt í bollann hjá sér hafði lierra Runge skellt í sig brauðskammti beggja. Þjónustustúlkan virtist þekkja hina veiku hlið lians, þvi að litlu siðar kom hún með viðbót og sagði við hann með höstugum svip. „Þetta er cinungis handa ungfrú Malte. Þér liafið fengið yðar skammt.“ Píanóleikarinn lagði sig ekki nið- ur við að svara henni, en rcyndi að lialda virðuleik sínum með því að horfa á hana með lítilsvirðingarsvip. Síðan sneri hann sér að Evu og sagði eins ljúfmannlega og honum var auðið. „Fyrirgefið, ef ég hefi verið of frekur á brauðinu. Eg hlý,t að hafa gert það í leiðslu, því að efniskennd gæði eru mér svo ákaflega lítils virði.“ „Ó, blessaðir verið þér. Það er feykinóg eftir handa mér,“ svaraði Eva kurteislega. En hún gladdist þó ósegjanlega yfir því, að þjónustu- stúlkan hafði fært lienni viðbótar- skammt. Er hún hafði lokið máltiðinni, liefði liún eiginlega getað farið, þar sem hún átti ekki að mæta í vinnu fyrr en klukkan tvö. En hún átti ótalað við herra Schröder um mikil- vægt málefni, og hún varð að bíða þangað til honum þóknaðist að koma fram aftur. Hún bað hann um að fá 70 franka greidda fyrirfram, þó að hún hefði varla einurð í sér til þess. Hún bauðst til að láta fiðlun vera eftir á veitingahúsinu sem veð. Hún bað hann að reiðast ekki, því að hún hefði svo brýna þörf fyrir þessa peninga. Glaðlegt andlit lierra Schröders varð dálítið svipþungt. „Fyrirframgreiðslu? Það er nú nokkuð, scm við leggjum ekki í vana okkar hérna. En engin regla er án undantekninga. Þér skuluð fá hana í þetta skipti, en með þvi skilyrði að þér minnist ekki einu orði á það við Runge. Þá mundi hann koma lika og heimta fyrirfram greiðslu, og ég mundi aldrei hafa frið fyrir honum. Hérna hafið þér pcningana! En hvað viðvikur fiðl- unni þá verðið þér að hafa hana lijá yður til þess að æfa yður á. Hafið hana bara með yður lieim. Eg treysti yður það vel.“ Eva þakkaði lionum fyrir með tárin í augunum. Hcnni fannst sem þungu fargi væri af sér létt. Nú gæti hún greitt Ib Oldentoft skuld sína. Glöð í hjarta flýtti hún sér til pósthússins og sendi 100 frankana til hans. Með þeiin skrifaði hún: „Hér með sendi ég yður peningana, sem þér lánuðuð mér, því að ég hefi fengið nokkuð af kaupi mínu greitt fyrirfram. Eg er glöð yfir því að þurfa ekki að láta þetta dragast leng- ur og sendi yður bestu þakkir minar fyrir alla hjálpsemina. Eva Malte.“ Síðan flýtti hún sé upp á litla her- bergið sitt á gistihúsinu. Þar skildi hún eftir fiðluna sína, en síðan lagði hún enn af stað í flýti, og í þetta skipti til þess að leita sér að herbcrgi með húsgögnum lijá einhverri fjöl- skyldu. Hún fann fljótlega það, sem hún leitaði að, litla stofu, sem hún gat fengið leigða fyrir 40 franka á mán- uði. Hún mundi sem sé eiga 60 franka eftir af mánaðarkaupi sínu, þegar húsaleigan væri borguð. Það mundi nægja 'henni fyrir öðrum útgjöldum. Að vísu mundi það verða naumt fyrsta mánuðinn. Konan, sem hún fékk her- bergið hjá vildi fá einhverja fyrir- framgreiðslu og Eva lét hana hafa 10 franka. Frú Möller hafði hún skuld- að 53 franka og dvölin á gistihúsinu liafði kostað hana 5 franka. Eva reikn- aði þannig út, að þegar hún fengi 30 franka greidda hjá herra Schröder um næstu mánaðamót, þá ætti hún rétt fyrir húsaleigunni, sem þá yrði 30 frankar, og 2 franka umfram til þess að nota til allra annarra útgjalda í mánuðinum. En það mundi líklega nægja. Mat fcngi liún á veitingaliús- inu. Hún sótti dótið sitt á gistihúsið og fór í eina góða kjólinn, sem liún átti, svartan silkikjól. Þvi miður var liann þó mikið notaður, og hún hafði miklar áhyggjur út af því, að hann mundi ekki endast, þangað til hún hefði ráð á að kaupa sér annan. Hún yrði að fara eins vel með hann og henni væri unnt. Þess vegna gætti hún þess vel að hafa púðann, sem fiðlan var látin hvíla á, með fiðlukassanum. Að svo búnu lagði hún af stað til veitinga- hússins til þess að taka við liinni nýju stöðu. Henni til mikillar ánægju, var borinn fram ágætis miðdegisverður fyrir hana. En leiðinlegt var að þurfa að njóta hans ásamt herra Runge, sem litla mannasiði kunni, þó að návist hennar drægi úr liinum grófu siðum hans. Þegar þau höfðu lokið snæðingi, gengu til til starfs síns. Herra Sch- röder leit snöggt á Evu og virtist á- nægður með útlit hennar. Hún hefði vafalaust dregið að sér fóllc vegna út- litsins eins, alveg burt séð frá því, að hún spilaði yndislega. Frammi í eld- liúsinu gaf herra Schröder fyrirskip- anir um að gera vel við ungfrú Malte í mat. Það mætti hefldur ekki gleyma því að láta hana hafa nóg af kökum lieim með sér á kvöldin. „Hún verður að braggast svolítið. Þá verður hún fallegri,“fsagði hann við konu sina, sem brosti til sam- þykkis. Þannig stóð á því að Eva dafnaði nú ákaflega vel, næstum þvi eins og í gamla daga heima hjá stjúpforeldrum sinum—þó ð hún stæði með fiðluna til miðnættis hvert kvöld. Að vísu var það ýmislegt, sem henni féll ekki við starfið, t. d. varð liún ávallt tauga- óstyrk í hvert skipti, sem hún sté upp á pallinn. Það hjálpaði ekki, þó að hún fengi jafnan mikið lófatak gestanna. Hún hneigði sig feimnislega og yfir- lætislaust, og það var einmitt þetta, ásamt æsku hennar og fégurð, sem ávann henni marga aðdáendur. Herra Sohröder hafði fullkomna á- stæðu til þess að vera ánægður. Eva Malte dró stöðugt fleiri gesti til veit- ingahússins, þó að hún kynntist þeim okki frekar. Til allrar hamingju krafð- ist herra Schröder þess ekki, að hún væri mjög stimamjúk við gestina. Hon- um var það nóg, að hún leit vel út og lék vel á fiðluna. Sjálfur var hann stórhrifinn af hvorutveggja. Þrátt fyrir heldur léleg kjör gat Eva verið ánægð með tilveruna, og það var liún líka, þó að hún hugsaði stund- um lengra fram í tímann, full af ó- Ijósri þrá, sem hún sá litla möguleika á að fá fullnægt. Hugsanir hennar hvörfluðu til Ib Oldentofts, velgerð- armanns hennar. Skyldi liann vera í bænum ennþá? Hún vissi, að hann var ekki búsettur þar. En hann mundi áreiðanlega koma aftur, þegar brúð- kaup hans færi fram. Þegar hugsana- þráðurinn var kominn á þennan rek- spöl varð henni alltaf þungt um hjartaræturnar. Þegar Ib Oldentoft opnaði augun næsta morgun, sá hann sér til mikill- ar skelfingar, að klukkan var orðin níu. Hann ætlaði að sækja systur sína á járnbrautarstöðina á ellefta timan- um, svo að hann varð að hafa hrað- ann á. * í borðsalnum hitti hann Aage Torr- ing, vin sinn, við morgunverð og hann settist hjá honum. Litlu síðar kom þjónninn með bréf til hans, sem hann varð hissa á að fá. Það var okki við- skiþtabréf og skriftina þekkti liann ekki. Hann reif bréfið upp í snatri og bað afsökunar á því. Er hann hafði litið á undirskriftina, vissi hann hvers kyns var. „Eva Malte“ stóð undir bréfinu. Falleg og mótuð rithönd. Hann las bréfið línu fyrir línu með mikilli ákefð, og honum fannst það miður, er hann sá, að hún mundi liverfa úr lífi hans, þar sem hún hafði fengið atvinnu. Hann sá nú, að það liafði ekki verið nein ævintýramann- eskja, sem hann hafði komist i kast við, og það jók áhuga lians á lienni. Hann yrði að reyna að liafa upp á henni. Það gæti varla verið erfitt. Ilann mundi fyrst leita upplýsinga hjá frú Möller, þegar honum ynnist timi til. Aage Torring tók eftir því, hve við- utan hann var og alvarlegur á svip- inn. „Vonandi hefir þú ekki fengið slæm- ar fréttir?" Ib hrökk við og stakk bréfinu í brjóstvasann. „Nei, nei. Þetta er alls ekkert, sem skiptir máli,“ flýtti hann sér að segja. Honum var ómögulegt að skýra frá fundum þeirra Evu Malte að svo komnu máli. Samt livarf hún honum aldrei algjörlega úr huga, meðan hann ræddi við Torring yfir morgunverð- inum. Hann var áhyggjufullur og for- vitinn út af því hvers konar vinnu hún mundi liafa fengið og hvernig lienni mundi vegna. Eftir morgunverðinn skildi Ib við Torring, eins og umsamið var, þar sem hann ætlaði einn á járnbrautar- stöðina. Aage Torring ætlaði að sigla úti á vatninu á meðan, en siðan ætl- uðu þeir að hittast við næstu máltíð. Ib leit á úrið og sá, að það var dá- lítilfl tími þangað til lestin kæmi. Það væri rétt að nota hann til að heim- sækja frú Möller. Rifreið hans stóð tilbúin fyrir utan. „Haldið þér, að þér getið fundið aftur húsið, sem þér fóruð með stúlk- una til i gærkvöldi?“ spurði hann bílstjórann. „Eg vil gjarna komast að því, hvernig henni hefir rcitt af. „Það get ég auðveldlega, herra verk- fræðingur. Húsið er hérna rétt hjá.“ „Ágætt. Akið mér þangað fljótt.“ Eftir nokkrar mínútur voru þeir komnir að húsinu. Ib fór inn og stað- næmdist fyrir framan dyrnar með messingplötu, sem nafnið Möller var letrað á. Frú Möller opnaði fyrir hon- um. Hann hneigði sig og sagði: „Get ég fengið að tala við ungfrú Malte?“ Konan horfði undrandi á hann. Hvaða erindi gat þessi fíni maður átt við stúlkuna, sem hafði leigt hjá henni? „Nei, þér getið ekki náð tali af henni hér. Hún er flutt.“ Ib tók eftir tortryggnislegum glampa í augnaráði hennar. „Það var mjög leitt,“ sagði liann. „Hún hefir sótt um stöðu á skrifstofu minni (,tilgangurinn helgar meðalið*, hugsaði liann með sér). Getið þér sagt mér, hvar liana er að finna?“ Þar sem frú Möller vissi, að ungfrú Malte hafði sótt um hvert starfið eftir annað, lét hún af tortryggni sinni. Hún varð vingjarnlegri og sagði: „Mér þykir það sannarlega leitt, að þér skulið koma of seint. Eg veit aðeins, að hún kom í gærkvöldi og sótti dótið sitt. Hún ætlaði að leita sér að öðru herbergi, þar sem búið var að leigja herbergið hérna ’öðrum. Mig grunar líka, að hún hafi fengið atvinnutil- boð í gær, þvi að það beið hennar bréf hérna. Hún er einstæðingur og fær ekki bréf frá neinum ættingjum eða vinum. Annars las liún ekki bréfið hérna í gærkvöldi. Hún virtist hafa öðrum hnöppum að hneppa.“ „Þér vitið kannske ekki, hver sendi bréfið? Var ekkert nafn á umslaginu, sem gaf það til kynna?“ „Jú, það var það. Eg las það, en nú er ég búin að gleyma því. Hvað var það annars? Nei, mér er ómögulegt að muna það. Eg hefi ekki gott minni.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.