Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
Nýtt tímarit - sænskt
auk flugvallaleigunnar greiðir
hver einasta flugvél sem lendir í
landi hans honum gjald.
Þá er að nefna dularfulla per-
sónu, konunginn af Yemen, eða
emirinn A'hmed, sem ríkir yfir
landi á stærð við Island. Þetta
land var í rauninni, þangað til
fyrir tveimur árum, jáfn lokað
og Tíbet. Þar var hvorki talsími,
vatnsleiðsla eða ein einasta raf-
magnspera, og ekki einu sinni
nokkur læknir, og eru landsbúar
þó 3,5 milljónir. Þjóðin var svo fá-
tæk, að meyjarnar í kvennabúri
konungs voru látnar sauma ein-
kennisbúningana á hemiennina.
Konungurinn, sem vitanlega var
Múhameðstrúar, var orðinn 77
ára og hataði allt, sem nokkuð
átti skylt við nútímamenningu.
En svo dó karlfauskurinn og þá
tók við völdum 34 ára gamall
maður, sem hafði hirð um sig á
gistihúsunum í New York, og
kunni að nota sér að Yemen hafði
ekki selt nein olíuleyfi.
Hann varð fljótur til að gera
það. Verðinu var haldið leyndu en
Yemen hefir gert vináttusamning
við Bandaríkin og keypt vélar
fyrir verksmiðjur, rafstöðvar og
vegagerð, og gengið í UNO. Gisk-
að er á að sérleyfin, sem þegar
hafa verið veitt, gefi af sér um 6
milljón sterlingspunda árstekjur.
Að þessu stóð núverandi konung-
ur, en þess má geta að faðir hans
og þrír bræður, voru allir myrtir
á laun áður en hann hlaut tignina.
Það gerist margt dularfullt í Asiu
ennþá.
Enginn hefir þó riðið jafn feit-
um hesti frá skiptum sínum við
Breta og Bandaríkjamenn og Ibn
Saud, yfirkonungur Arabíu hefir
gert. Hann hefir í sannleika sýnt,
að Austurlandafurstarnir eru
kænir kaupsýslumenn.
Árið 1933, þegar Ibn Saud gerði
fyrsta samninginn um sérleyfi til
olíuvinnslu í Arabíu, fóru margir
niðrandi orðum um Arabíu sem
olíuland. Ibn Saud heimtaði 50
milljón sterlingspund á borðið og
auk þess einn shilling af hverri
olíutunnu, sem framleidd væri.
Nú nemur þetta afgjald 22.000
sterlingspundum á dag — 8 mill-
jón pundum á ári. Fyrir leyfi til
að leggja olíuleiðslu til hafnar
fékk hann 6.250.000 pund og fyrir
ofurlitla rýmkun á sérleyfinu
fékk hann 300.000 pund. Fyrir þá
peninga er hann að byggja höll og
hefir pantað flest til hennar frá
Ameríku og vitanlega af fullkomn-
ustu gerð. 1 lyftunum eru t. d.
svellþykkir dúkar á gólfunum og
öll húsgögn eru eins og eftir-
manni Harun-al-Raschid sómir.
Samkvæmt lögum Islams má
konungurinn ekki eiga nema fjór-
ar konur. Ibn Saud, sem nú er
orðinn sjötugur, er með gömul
meiðsl, sem hann fékk einu sinni
í hernaði, og á bágt með að ganga
upp stiga. Þess vegna hefir hann
látið hækkandi veg kringum
kvennabúr sitt, þannig að hann
getur ekið upp á hvaða hæð sem
vill, þegar hann er að heimsækja
yndismeyjar sínar, sem eru marg-
ar. — Og þegar höllin er fullgerð
notar hann lyfturnar.
Félag sænskra vina íslendinga:
„Samfundet Sverige-ísland", sem er
ávöxtur af bræðraþeli á þjóðhátíð
vorri 1930. Það hefir nú i janúar sl.
hafið útgáfu tímarits með nafni félags-
ins: „Tidskrift för Samfundet Sverige
—ísland". — „Pris kr. 1,50“. Heftið er
41 bls. (og auglýsingar) í 4to broti
stóru, með mörgum myndum ágætum
og prýðilegt að frágangi öllum. Mynd-
irnar eru flestallar frá íslandi og ies-
málið að miklu leyti islenskt efni.
Verður hér nú aðeins lauslega rakið
efni heftisins, þjóðræknum mönnum
til athugunar, en ekki háðtir ritdómur.
Fyrst er markmið og starfsreglur
félagsins í 8 greinum: Með sameining
Svia um „ópólitiska“ samvinnu og
fræðslu um andlega og efnalega inenn-
ingu íslendinga fyrr og síðar. Heimil-
ið í Stokkhólmi. Ársgreiðsla 5 kr., ævi-
tillag 100 kr. (sænskar að sjálfsögðu).
Þar með fylgja nöfn 13 stjórnarmanna
félagsins. Formaður er prófessor Sven
Tunberg og meðal stjórnenda er próf.
Sigurður Þórarinsson. Formaður segir
frá fyrri starfsháttum félagsins og
formönnum þess litið eitt. Þá kemur
ávarp forseta ís'lands, herra Sveins
Björnssonar (með mynd). Þakkar
hann Svium alla vinsenmd þeirra við
íslendinga fyrrifarandi, ásamt heim-
sóknum sínuin til þeirra, og framtið-
arárnaðaróskir, lílca um timaritið
væntanlega.
Næsta grein er eftir fyrsta formann
félagsins, prófessor Elias Wessén,
(með mynd), um stofnun og starfsemi
félagsins. Helstu afrek þess voru árin
1931—’36, með árlegri útgáfu rita
þessara: 1. Myndir frá íslandi, gaml-
ar og nýjar, 2. Þýðing af ísl. nútima
skáldsögum, 3. Bréf um Island, 4. ís-
land fyrir 100 árum, 5. „Stockholms-
rclla“ Hannesar biskups Finnssonar
og 6. Um forn handrit islensk, eftir
Einar Munkgaard.
Þá kemur lengsta greinin (9 bls. með
mynd höf., uppdrætti íslands o. f 1.),
eftir Helga P. Briem sendiherra, er
hann nefnir „Uppkomsten av namnet
ísland,“ en er lika að miklu leyti um
landnám Hrafna-Flóka. (Sbr. atlis.
litla hér á eftir). Næsta greinin:
Kulturglimtar frán Island, með mörg-
um myndum og stórum, er eftir próf.
Sigurð Þórarinsson. — Þó að í þessu
efni verði sennilega flestum að hugsa
til gamalla og nýrra bókmennta, sem
til eru meðal þessarar litlu 140.000
manna þjóðar má nefna Listasamband
6 tegunda (rith., málara og mynd-
höggvara, tónlistarmanna, mannvirkja
fræðinga o. fl.). Fjölmennast sé rit-
höfundafélagið (um 80 og málarar um
50). Frásagnir fylgja og myndir af
þjóðleikhúsinu og háskólanum o. fl.
Þá eru enn þrjár greinar ( og mynd
af núv. formanni), eftir sænska höf.
um ísl. efni, verslun, skólamál o. fl.
og verður það ekki rakið nánar hér.
Að siðustu eru nöfn 120 félagsmanna.
Þar af eru 3 heiðursfélagar: Hertogi
Bertel prins og sendiherrarnir Vil-
hjálmur Finsen og Helgi P. Briem.
Margt er þar lærðra manna og hátt
settra. Nær því allir Sviar. Og hálf
furðulegt, að í því félagi er, auk áður-
nefndra, aðeins einn íslendingur, Pét-
ur Guðmundsson „Direktör“ í Reykja-
vík.
Þá má geta þess að á aðalfundi fé-
lagsins í des. sl. flutti Helgi P. Briem
fyrirlestur um Jón biskup Arason og
Sigurður Þórarinsson sýndi og skil-
greindi myndir frá Öræfa- og Vatna-
jökli.
Lítils háttar athugasemd við grein
Helga P. Briem sendiherra.
Eftir lýsingu lians á ferföldum nafn-
giftum Islands, m. m. þar að lútandi,
fyigir hann svo að segja Hrafna-
Flóka Vilgerðarsyni, í landnámsferð
hans frá Austfjörðum, suðvestur um til
Vestfjarða, hliðhallt við alla stærstu
jökla landsins, i nálægð við Vatna-,
Mýrdals- og Snæfellsjökla. Þykir lík-
legt að jöklar landsins hafi vakið hjá
honum hið kuldalega nafn landsins,
eigi síður en hafísinn. — En kynnin
hefðu orðið ögn hlýlegri, ef Flóki
hefði valið sér bústað á hverasvæði.
Höf. getur þess að Flóki liafi siglt
með fram Meðallandi, þ. e. a. s. land-
inu milii jöklanna. Nafn þetta er í
Landnámu, og er þá land það keypt
sem bújörð. Hefir þvi varla verið
miklu stærra land, en þessi litla byggð
er nú, þvi lönd eru þegar um líkt
leyti numinn á báðar hliðar. Þetta litla
land er svo langt frá jöklum, Vatna-
jökli að austan og Mýrdalsjökli að
vestan að meðal þeirra verður þvi
varla gefið nafn. Sveinn Pálsson getur
þess (Ferðabók 1945, bls. 262), að
ágreiningur sé um Meðallandsnafnið.
Sumir lialdi það „lífsmeðal", aðrir
„meðalmáta“ (að gæðuin), og virðist
höf. Landnámu liafa skilið það þannig,
eftir orðalaginu: „ok kvað vera meðal-
lönd“ (Ln. 1924, 144). En Sveinn telur
það, sem líklegt er, að nafnið kæmi
af þvi, að landið var meðal (milli)
stórvatnanna, Skaptáróss gamla (nú
Eldvatns?) að austan og Kúðafljóts
að vestan.
Um Eyjafjallajökul getur höf. þess,
að liann muni draga nafn af Vest-
mannaeyjum. Mun þó varla minna en
12—15 'km. þar á milli og er þá „langt
seilst til lokunnar". Ekki finn ég eða
man neitt um nafngift þessa, t. d. i
Landnánm, hjá E. Ól. eða Þorv. Thor.
En Sveinn Pálsson segir (bls. 504),
að jökullinn „hefur dregið nafn af
hinum svo nefndu Eyjafjöllum, sem
liann hvilir á.“ Og liggur nær að bæði
fjöllin og jökullinn dragi nafn sitt
frá Landeyjum, sem Markarfljót að-
eins skilur frá Eyjafjallasveit, og lítill
spölur er þar á milli að sjálfri fjalla-
hliðinni.
Um Vatnsfjörð á Barðaströnd, fyrsta
bústað Flóka, gerir liöf margar at-
hyglisverðar atlis. Telur útilokað að
Flóki hafi haft þar svo mikið sem eina
vetursetu. Heldur jafnvel að i land-
námu kunni að vera ruglað saman
Vatnsfirði á Barðaströnd og Vatns-
firði við ísafjarðardjúp. Þar væri lik-
legri bústaður Flóka, þegar ó næsta
voru. Hins vegar efar höf., ekki öðr-
um fremur, fyrstu byggingu Flóka á
Barðaströndinni. Eru og rústirnar þar
óræk sönnun. Skipshrófið telur liann
um 20 metra langt og 5% m. á breidd,
en íbúðarskálann, þar fast samhliða
17x5 m. Sýna rústirnar eftir þessu
bæði stórt skip og mannmargan land-
námshöfðingja. Er hér mikið og
Frh. á bls. l'h
EGYPTSKAR KVENRÉTTINDAKONUR — og meðlimir kven-
réttindahreyfingarinnar Bent El Nil, fóru nýlega i kröfugöngu til
þinghússins í Kaíró og kröfðust þess að þingið gerði þegar ráðstaf-
anir til að létta ánauðarokinu af kvenþjóðinni. Forseti hlýddi á
kvartanir kvennanna, eins og vera ber, og lofaði að „atliuga málið.“