Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 VANSKAPAÐUR. Hansie heitir aust- urrískur kálfur, er fæddist fyrir 10 mánuðum með sex fætur. Hann hefir nú verið á sýning- arferð og er kom- inn heim i fjósið sitt aftur, skammt frá Vínarborg, og dafnar ágætlega. - bæinn án þess að hleypa þyrfti af skoti. Bæjarbúar voru gripn- ir skelfingu og gáfust upp skil- yrðislaust. Með þeirri sjálfsfórn- fýsn, sem annars er ekki sjald- gæf á Byernskaga, vildu morð- ingjar Frakklands sjálfir gefa sig fram við hershöfðingjann, því að þeir þekktu hann og voru hrædd- ir um, að annars mundi hann láta strádrepa alla bæjarbúa. — Hershöfðinginn tók því boði, en setti það skilyrði að allt heima- fólk í höllinni frá markgreifan- um og til lægstsetta þjóns skyldi framselt sér. Þegar uppgjafar- samningurinn var fullgerður lof- aði hann að náða það fólk, sem ekkert hafði aðhafst og sjá um að bærinn yrði ekki brenndur til ösku. Þung fégjöld voru lögð á bæinn og bestu menn bæjarins voru teknir sem gíslar til trygg- ingar því að féð yrði greitt innan sólarhrings. Hershöfðinginn gerði allar varúðarráðstafanir til að tryggja öryggi hermanna sinna og verja héraðið, og hann vildi ekki láta hermennina setjast að á heim- ilum fólksins. Þegar hann hafði tjaldað herbúðir fór hann upp í höllina og bjó um sig þar. Lega- nesfjölskyldan og annað heimil- isfólk var í strangri gæslu, hlekkjað og læst inni í • stóra danssalnum. Úr gluggum þessa sals mátti hafa útsýni yfir all- an bæinn. Herforingjaráðið kom sér fyrir í stofu, sem var áföst við salinn og þar hélt hershöfð- inginn herráðsfund um hvað gera skyldi til að verjast landgöngu- tilraun frá Englendingum. Eftir að hafa sent fulltrúa til Ney mar- skálks tók svo herráðið að ráð- stafa föngunum. — Tvö hundruð Spánverjar, sem bæjarbúar höfðu afhent, voru þegar skotnir á pallinum fyrir framan höllina. Síðan skipaði hershöfðinginn að reisa jafn marga gálga og fang- arnir voru í danssalnum og láta sækja böðul bæjarins. Victor MarChand hafði fyrir miðdegis- verð farið inn til fanganna og talað við þá. Þegar hann kom aftur var honum mikið niðri fyr- ir og hann sagði við hershöfð- ingjann: — Ég þarf að biðja yður bón- ar. — Þér? sagði hershöfðinginn og glotti kuldalega. — Já, svaraði Marohand, en það er ofur lítilsvert, sem ég ætla að biðja yður um. Markgreifinn hefir séð að búið er að reisa gálgana, en hann segist vona að þér breytið refsingunni þannig að fjölskylda hans verði háls- höggvin, því að það sæmi betur aðalsmönnum. — Það skal leyft, sagði hers- höfðinginn. — Þau biðja líka um að fá að tala við skriftaföður og fá að losna úr hlekkjunum og lofa að þau reyni ekki að flýja. — Það skal líka leyft, sagði hershöfðinginn, — en þér berið þá ábyrgð á þeim. — Gamli maðurinn býður líka allar eignir sínar, ef þér viljið náða yngsta son hans. — Virkilega? sagði hershöfð- inginn. — Eignir hans eru þeg- ar orðnar eign Jósefs konungs. Hann þagnaði, hleypti brúnum við að fyrirlitleg hugsun fór um hann, og svo bætti hann við: — Ég skal gera meira en upp- fylla þessa ósk. Ég finn hve mik- ilsvert þetta er fyrir þau. Þau skulu fá þá ánægju að nafnið varðveitist, en Spánn skal alltaf muna drottinssvik þeirra og hegn- inguna fyrir þau. Eg gef líf og eignina þeim syni, markgreifans, sem fremur böðulsverkið.... Farðu nú og talaðu ekki meira við mig um þetta. Miðdegisverðurinn var tilbúinn. Foringjarnir settust kringum borðið og átu með bestu lyst eft- ir erfiðan vinnudag. Aðeins einn þeirra vantaði við borðið. Victor Marchand. Eftir langa umhugsun fór hann inn í salinn, þar sem hin göfuga Leganes-fjölskylda beið örlaga sinna. Þessi salur, þar sem hann kvöldið áður hafði séð dæturnar tvær og synina þrjá svífa í dansinn, var nú ömurlegur, og það var eins og kalt vatn rynni honum milli skinns og hörunds er hann hugsaði til höfðanna, sem bráðum áttu að fjúka fyrir sverði böðulsins. Foreldrarnir og börn- in voru fjötruð niður í gullinleð- urstólanna og hreyfðu hvorki legg né lið. Átta þjónar stóðu kringum þau, með hendurnar bundnar á bak aftur. Þessar fimmtán manneskjur horfðu alvarlega hverjar á aðra, en aug- un sýndu ekki hvað þeim var inn- anbrjósts. Á sumum andlitunum mátti lesa raunasvip og sorg yfir því, að tilraunin hefði mistekist. Hermennirnir, sem héldu vörð sýndu þeim samúð í raununum. Það var eins og vonarneisti kvikn- aði í andlitunum þegar Victor kom inn. Hann skipaði að leysa fjötr- ana af hinum dauðadæmdu og fór sjálfur að leysa böndin af Clöru. Hún brosti raunalega. For- inginn gat ekki varist að snerta handlegg hennar, hann dáði líka svarta hárið og hin fagra vöxt. Hún var ekta Spánarmær með löng augnahár og augasteinarn- ir svartari en hrafn. — Varstu heppinn? spurði hún og brosti raunalega. Hann gat ekki varist að and- varpa. Hann leit af Clöru til bræðranna þriggja. Sá elsti var þrítugur, lítill vexti, fremur lítill fyrir mann að sjá og stoltur og drembinn. Það var eitthvað tign- arlegt við framkomu hans. Hann hét Juanito. Næstur var Felipe, um tvítugt. Hann var líkur Clöru. Manuel, sá yngsti, var átta ára. Gamli markgreifinn með silfur- hvítt hárið, var alveg eins og hann hefði stigið bráðlifandi út úr mál- verki eftir Murillo. Þegar Marchand horfði á bræð- urna á víxl hristi hann höfuðið: Enginn þeirra mundi vilja sinna tilboði hershöfðingjans og gerast böðull foreldra sinna og systkina. Samt sagði hann Clöru frá þessu. Það var eins og hrollur færi um hana fyrst í stað, en svo kom sama róin yfir andlitið aftur, og hún gekk til föður síns og lagðist á hné fyrir framan hann. — Láttu Juanito svara að hann muni trúlega hlýða þeirri skipun, sem þú gefur honum, og þá erum við öll ánægð. Greifafrúin titraði. Það var neisti af von í henni, en þegar hún laut að manni sínum, og fékk að 'heyra beiskan sannleikann hné hún út af meðvitundarlaus. Juan- ito skyldi allt og brann af heift eins og ljón í búri. Victor lét, upp á eigin ábyrgð, senda hermennina á burt, eftir að markgreifinn hafði heitið að 'hlýða honum í öllu. Þjónarnir voru leiddir út og afhentir böðlin- um, sem hengdi þá. Nú var það Victor einn, sem hélt vörð inni í salnum og greifinn stóð upp. — Juanito! sagði hann. Sonurinn svaraði með því einu að 'hreyfa höfuðið, en það þýddi neitun, og hneig svo niður í stól- inn og horfði á foreldra sína brennandi angistaraugum. Clara fór til hans og settist á hnén á honum. — Kæri Juanito, sagði hún og tók hendinni um hálsinn á honum og kyssti augnalok hans. — Ef þú vissir hve léttbær dauðinn verður, ef það ert þú, sem gefur mér hann. Eg slepp við þetta öm- urlega: að láta böðulshönd snerta mig. Þú átt að bjarga mér frá ó- gæfunni, sem bíður mín, og — kæri Juanito, ekki langar þig víst til þess að ég eigi eftir að tilheyra nokkrum öðrum manni. Með flauelssvörtum augunum leit hún á Victor, eins og hún vildi auka þann viðbjóð, sem hún hafði á Frökkunum. — Vertu nú hugrakkur, sagði Felipe bróðir hans. — Annars er okkar nær konunglega ætt al- dauða að eilífu. Svo stóð Clara upp og hópurinn kringum Juanito dreifðist og Ju- anito sá að faðir hans stóð fyrir framan hann. — Juanito, ég skipa þér, hróp- aði markgreifinn hátíðlega. En þegar ungi greifinn sat á- fram hreyfingarlaus féll faðir hans á hné fyrir framan hann. Og Clara, Felipe og Manuel gerðu eins. öll réttu þau fram hendurn- ar til hans um að hann yrði að varðveita ættina frá því að verða aldauða, og það var eins og þau tækju öll undir orð föður hans: — Sonur minn, skortir þig hinn sanna anda og kraft Spánverjans? Er þér alvara að láta mig liggja á 'hnjánum frammi fyrir þér. Hugs- ar þú aðeins um sjálfan þig, og þínar eigin þjáningar? — Er þetta sonur minn? sagði markgreifinn og sneri sér að konu sinni. — Hann gerir það, hrópaði greifafrúin í angist, er hún sá Juanito hleypa brúnum. Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.