Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. 15 JANET TAMAN Afarspennandi ástarsaga, viðburöarík oc iularfull. ir hefðu tekið sig saman um að koma lienni þangað sem fyrst aftur. Fyrst Jason, síðan þessi viðurstyggilegi Henderson og nú loks þessi fasteignamiðlari. En hvað vildi hún sjálf í raun ag veru. Vildi hún fara strax heim til Englands aftur? —Fram til þessa hafði hún í raun og veru viljað það? En nú varð hún fráhverf því allt í einu. Henni stóð alveg á sama þótt Jason væri þarna til þess að ýfa upp harma hennar. Hvers vegna skyldi hún láta reka sig heim frá þessari fögru eyju með vélhrögðum og samblæstri? Hvers vegna gæti hún ekki komið þeirri hugmynd sinni í framkvæmd að fara til Taman House sjálf og líta á eignina? Ilann var staðinn upp. — Ef þér vilj- ið afsaka mig, þá ætla ég að fara heim og liringja undir eins. Ef til vill heppnast mér að koma þessu í lag. Það yrðu góð- ar lyktir fyrir báða aðila meira að segja. Þetta tekur kannske dálítinn tíma, því að samband fæst aldrei fyrr en eftir nokkra bið. En þér setjið yður vonandi ekki á móti þessu af þeir orsökum. „Hamra skal járnið meðan heitt er“, það eru orð að sönnu hér sem endranær. Og hann var á halc og burt eftir andartak. JANET sat dálitla stund kyrr og liélt á- fram að drekka sítrónusafann og hlusta á Calypso-hljómsveitina, en hún hlustaði þó varla nema með öðru eyranu. Hún varð gripinn þeirri tilfinningu, að hún væri ekki lengur sjálfráð gerða sinna. Ýmsir ókunnugir menn blönduðu sér í lif henn- ar og fyrirætlanir og reyndu að hafa áhrif á gerðir hennar á alla lund. Hún reyndi að hrista þessar hugleiðingar af sér. Hún skyldi ekki láta aðra stjórna gerðum sínum, og það bláókunnuga menn. Janet sá nú afgreiðslumanninn á gisti- húsinu allt í cinu axla sig fram milli borðanna. Hún kallaði til hans, því að hún vildi þakka honuin fyrir, hve fljótt liann liefði afgreitt bón liennar með að biðja forstjóra gistihússins um að setja hana í samband við fasteignasala. IJann nam staðar og horfði á liana með undrunarsvip, en þó dálítið skömmustu- legur. — Já, já, ungfrú Wood, eg man þelta núna. En satt að segja þá liefi ég ekki haft tíma til þess í dag. En ég skal gera það strax á morgun. Janet horfði á liann forviða. — Hafið þér þá kannske ekki sent neinn fasteigna- sala til min? Iiann sagði þó, að þér liefð- uð gert það. — Þetta hlýtur að vera einliver mis- skilningur, ungfrú Wood. Hann strauk hendinni um hár sér. ■— Viljið þér afsaka mig, ungfrú Wood? Eg er að leita að Sir John Falkland. Eg liefi mikilvæg skila- boð til hans. Ilún hafði ekki náð sér til fulls eftir þetta óvænta áfall, þegar Freddie Clin- ton settist allt í einu við borðið hjá henni. — Halló! Eg vona að ég hafi ekki látið yður biða? Það var ýmislegt frétt- næmt, sem lá fyrir mér á skrifstofunni, sem ég þurfti að koma inn í dálkinn minn, áður en ég fór. En meðal annarra orða, vissuð þér, að Sir Jolin Harcourt Graliam var hér? — Já, vitanlega. Við vorum samskipa hingað. Mér fellur mjög vel við hann. — Það er sagt að peningar fylgi alls staðar í kjölfar hans. Það er líka altalað, að liann ætli að leggja fé í eitthvert ferða- mannafyrirtæki hérna. En livar? Um það spyrja allii. — Ilann minntist á Salt Harbour, rétt þar iijá, sem eign mín er. Hún iðraðist þess strax, að hún skyldi hafa sagt þetta, En hún minntist þess þó ekki, að Sir John hefði beðið neitt yrir þfetta. Þetta gat ekki verið neitt leyndarmál. Freddie blístraði lágt. — Þér segið ekki? Þetta eru svei mér fréttir! — En þér farið þó ekki að setja það á prent. Það er ekki víst að Sir Þohn kæri sig um, að þetta vitnist. Hann hló dálítið kynduglega. — Nei, ég skal svo sannarlega ekki láta prenta það'. Annars ætti þetta eftir öllum sólar- merkjum að dæma að gera Taman Great Ilouse mildu meira virði fyrir yður, það er að segja, ef þér komið austurríska lækninum út. Hún sagði honum um fasteignasalann, sem hefði talið möguleika á því, að dr. Kurtz vildi kaupa það. Þegar liún nefndi nafn'ið á fasleignasalanum, varð blaða- mðurinn dálítið einkennilegur á svip- inn. — Hankin? Hankin? Hans hefi ég al- drei heyrt getið. — Eg hélt, að þér hefðuð sagst þekkja alla í Kingston, sagði hún storkandi. '— Já, það er salt, og samt v.eit ég ekki, liver Hankin er. — Þér vissuð heldur ekki, hver Jeber- son, lögfræðingur minn var, sagði liún. Hann horfði á hana með undarlega íhugandi augnaráði. — Hafið þér kannske fundið einhverja lausn á því? — Já, ég hefi komist að því, að liann hefir farið eitthvað burt. Og Hankin — jæja, Jiarna kemur hann annars. Hankin var kominn á móts við barinn og tók stefnuna að borðinu, þar sem Jan- et sat. En allt í einu sneri hann snögg- lega við, eins og liann hefði gleymt ein- liverju, og gekk út úr salnum. Freddie hafði snúið sér við. —- Hvar cr hann? — Hann sneri við. Hann hefir vafa- laust gleymt einhverju. Hann hlýtur að koma aftur. Freddie þagði við uns liann sagði: — Ilafið þér ennþá í liyggju að selja eign yðar? — Já, ég liefi liugsað mér að fara þang- að sjálf og tala við austurríska lækninn. — Það verður erfitt fyrir yður að ná fundum lians. Hann liefir sérstakan mann til að annast allt slíkt fyrir sig. Lawton heitir hann. Hann er eins konar ráða- maður þar — eða réttara sagt útkastari. — Hann er þreklegur maður liðlega fimmtugur. — Hankin talaði um hann ........ — Hann er dularfullur maður, því að enginn veit neitt um liann. Og það fær enginn neitt að vita um liann. Eg liefi nú þótst liafa mín eigin góðu ráð til þess að fá lólk til að tala, en þau brugðust algjörlega gagnvart honum. Hann er þög- ull sem gröfin. Eg hefi aldrei átt við nokkurn verri. Það er liægt að eyða á hann heilli whiskyflösku eina kvöldstund án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut upp úr honum. Eg hefi gert það, en þó veit ég ekkert um liann, og þar sem ég veit ekkert um liann, þá vita aðrir lieldur ekkert. Á það getið þér reitt yður. En ég hefi mínar hugmyndir. Eg gæti einna best trúað því, að hann væri upp- gjafa skipstjóri eða eitthvað þess háttar. Hann hefir þetta ruggandi göngulag, eins og allir sjómenn. Hann virðist vera einn af þessum mönnum, sem er gott að liafa mcð sér, en liættulegt að liafa á móti sér. — 'JÞetta er ekki í fyrsta skiptið í dag, sem ég heyri orðið hættulegt eða að menn séu hættulegir. Það virðist vera uppáhaldslýsingarorð allra liérna. Einn sagði mér meðal annars, að þér væruð hættulegur. Freddie hrosti. — Einmitt það. Það er líklega vegna þess, að nú á dögum er máttur pennans meiri en sverðsins. Atóm- sprengjan hverfur jafnvel í skugga penn- ans. Svo varð liann allt í einu alvarlegur. Þér megið ekki ganga frain hjá þeirri staðreynd, kæra ungfrú Wood, að liérna á þessari sakleysislegu eyju er margt hættulegt. Og það er miklu hættulegra þess vegna, að hérna eiga menn sér ekki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.