Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 von á ofbeldi og ruddaskap. En hætturn- ar eru til. Hitabeltið er klakstöð lasta og spillingar. Loftslagið spillir siðgæðishug- myndum manna og eitrar ástríður þeirra. Já, það eru einkum ástríðurnar, sem magnast. Hann liælti skyndilega við þetta umræðuefni og sneri yfir í annað. — Eigum við ekki að fá okkur að borða og fara svo í í Glass Bucket á eftir? Það er negrasýning þar í kvöld. Hún svipaðist um. — Skyldi Hankin ekki ætla að koma aftur? Aftur tók hún eftir liinu undarlega hrosi á vörum hans. — Eg held að liann komi tæplega aftur. Mér segir svo hugur um, að liann hafi scð mig hjá yður og ekki viljað koma. — Hvers vegna? — Máttur pennans, og sú staðreynd, að ég þekki í raun og veru alla liérna, sagði hann. 9. KAFLI. ÞAÐ VAR margt fólk í The Glass Bucket, einum hinna mörgu skemmtilegu nætur- klúbha í Kingston, þetta kvöld. Janet og Freddie höfðu neytt kvöldverðar í næði, og um 11-leytið voru þau komin niður í The Glass Bucket og sátu þar við eitt hinna litlu horða og horfðu upp á dansgólfið fyr- ir ofan, sem var lika eins konar sýningar- svið fyrir dansendur. Það var aðeins þak yfir dansgólfinu og hljómsveitarpallinum, en þar sem fólkið sat við borðin gat það liorft upp í stjörnu- liimininp. Ef það kærði sig um, gat það gengið upp tröppuna, sem lá upp á dans- gólfið og fengið sér snúning. En þá varð það að vera við því búið, að ótal augu fylgdust með þeim, því að þau voru kom- in upp á sýningarsvið. — Það er negrasýning í kvöld, sagði Freddie. — Þá fyllist allt hér á svipstundu. Það er ekki orðið áliðið ennþá, svo að það líður nokkur stund, þangað til þeir koma. — Það verður gaman, sagði Janet. En í rauninni hafði hún liugann við allt annað: Mundu Jason og ljóshærða stúlkan koma þangað lilca? — Svo að þér eruð í alvöru að hugsa um að tfara til Taman Great House? spurði Freddie í hléinu. — Er nokkurt gistihús í Salt Harbour, þar sem ég get húið? — Já, eitt. The Tropical. Það er að vísu ekki gott gistihús, því að Salt Harhour er ekki komin í hrennipunktinn ennþá. — Það er nógu gott handa mér. — Hver veit nema við liittumst þar, sagði hann og hallaði sér aftur á hak. — Ætlið þér þangað líka? — Já, fyrst þér farið, þá hlýt ég að fara þangað líka. Finnst yður þetta óeðlilegt svar? Hún hefði mjög gjarna viljað trúa því, að svarið væri eðlilegt, a ðþessi ungi og laglegi blaðamaður væri svo hrifinn af henni, að hann væri fús til þess að elta hana til Salt Harhour. En liún gat ekki trúað því. Það hlaut að vera einhver veiga- meiri orsök til þess, að hann tækist slíka ferð á hendur. Sú liugsun hvíldi óþægi- lega á lienni, að athugasemd liennar varð- andi Sir John og Salt • Harbour ætti ekki svo lítinn ])átt i þessari fyrirætlun Freddies. Það var vafalaust tilviljun, en í sömu svifum sá hún Sir John, frú Heathson og Sonju koma inn úr dyrununp Sonja var í nýjum kvöldkjól með livítu piqué, sá Janet strax. Hún leit mjög vel út og fötin klæddu hana vel, enda fer ljóshærðu kvenfólki livítt mjög vel, þótt flestir haldi hið gagn- stæða að óreyndu. Hún virtist mjög glöð í bragði, en þegar liún kom auga á liana — kom auga á Janet —, þá var eins og allt líf og allur litur hyrfi úr ásjónu hennar. Janet minntist ónotalega athurðanna um borð, þegar Sonja hafði látið ýmsar sneið- ar falla í liennar garð og verið hin önug- asta. Hvað gat legið á bak við þetta? En eftir augnahlik var Sonja liorfin úr liuga liennar. Það var í raun og veru hræði- legt, að hugur hennar skyldi vera svona bundinn hjá Jason, að hún gat ekki liugs- að neitt til hlítar vegna þess. Þegar liún hafði komið auga á Jason og ljósliærðu stúlkuna í hinum enda skálans, þá gat hún ekki hugsað um annað eða horft á annað. — Vitið þér, liver Ijóshærða stúlkan, sem þarna situr, er? Hún gat ekki á sér setið með að spyrja. — Hvort ég veit? svaraði hann. — Eruð þér að skopast að mér, spurði hann rudda- legp. — Nei —--------nei, ég spurði hara af því, að mér finnst hún óvenjulega fallegur kvenmaður. Hún fann að hún stamaði á orðunum, þar sem svar hans hafði verið svo undarlegt. — Þér verðið að fyrirgefa mér. Þetta liitti viðkvæman stað. Við —Heather Wy- man og ég ■— vorum nefnilega trúlofuð eða svo gott sem. — Ó, það þykir mér mjög leitt. er það húið að vera núna? — Hún sleit því. Eg veit ekki hvers vegna. Okkur virtist lynda ágætlega. Ef til vill hefir það allt saman verið úr föður hennar. Honum hefir. ekki fundist að ég væri nógu ríkur. Samt veður hann í pen- ingum sjálfur. — Svo að hún er rík, sagði Janet. — Rík? Já, það skyldu menn ætla. Að minnsta kosti er faðir hennar það. Hann á helminginn af plantekrunum hérna á eynni. Og það vill einmitt svo vel til að hann á næstu planterkru við eign yðar í Salt Harbour. The Blue River Estate. Henni fylgir yndislegt hús uppi á hæð. — En hvaða máli skiptu peningar þá, þegar hún virðist eiga nóg af öllu? — Föður hennar finnst það ef til vill skipta máli, sagði hann biturt. Hann byrj- aði sjálfur se hóklialdari, giftist ríkri ekkju og keypti flestar landeignir sínar fyrir hreinustu smámuni. Það var hægt fyrir tuttugu árum. Samuel Wyman er eins kon- er ókrýndur konungur hér á fjármálasvið- inu. En gaman væri að vita, livers vegna þessi maður er með lienni? Janét hrosti út í annað munnvikið. — Eg þekki að vísu ekki alla hérna á eynni, en ég veit, hver þessi maður er. Hann heit- ir Jason Brown, Jason Winther Brown. Freddie hnyklaði hrýnnar. — Það er eins og nafnið kippi í bjöllustreng í hausnum á mér, en mér er ómöguegt að munal hvers vegna, þó að ætti að hengja mig. — Hver er hann? Iivað gerir hann? Hvað er liann að gera hingað? — Hann varpaði öllum spurningunum fram í einu og heið síðan eftir svari. Janet svaraði eftir dálitla þögn. — I hreinskilni sagt þá veit ég það ekki. Eg veit ekki hver hann er — hurtséð frá nafninu —, hvað hann gerir eða hvert erindi hans liingað er. — Svo að þér þekkið hann þá eklci? — Nei, ég verð að játa það, sagði hún. Og hún hekkti hann heldur ekki neitt. Hún hafði komist að þeirci niðurstöðu, að það sé hægt að elska mann án þess að þekkja hann hætishót. — Haldið þér að hann sé hara ferða- maður, sem er kominn hingað til þess að sleikja sólskinið í vikutima eða svo? -— Getur verið. En svo minntist liún þess að hann hefði verið á einhverju næturbrölti um horð, hegar liann kom inn í klefann til liennar. Hann liafði heldur ekki farið í land i Bermudaeyjum. Hann hafði sagst hafa störfum að sinna. — Þér virðist vera í vafa. Hefir liann minnst á nokkurt starf við yður? — Nei, ég veit, að Sir John hefir gert honum tilboð um atvinnu. — I samhandi við fyrirætlanir hans hinu megin á eynni? — Já. — Hann fer þá til Salt Harbour lika. Hann leit ennþá einu sinni yfir að horðinu, þar sem Ileather og Jason sátu og hrukk- aði ennið dálítið. Þau virðast vera góðir vinir. Hann býr kannske hjá Wymans- fólkinu. Þau eiga yndislegt liús eins og ég liefi áður sagt yður. Það mun áreiðanlega fara vel um hann þar. — Já, vafalaust. Sýningin var byrjuð. Ljósin liöfðu verið dejrfð og kyrrð var komin á gestahópinn. Hljómsveitin fór að leika, en viðfangsefn- in og hljóðfærin voru af annarri gerð en áður. Það voru liljóðfæri hinna frumstæð- ustu eyjaskeggja, Tom-tom-trumba, sem var barin með þurrkuðum hrossleggjum, fiautur, pípur og annað slíkt. Og svo komu dansarnir. Dökkir likamarnir gljáðu og liprar holsveigjurnar og léttur fótahurður- inn bar vott um gífurlega leikni og fimi. Sýningin átti að tákna þrælavinnu á plant- ekru Þrælaeigandinn vr þ.arna og pskaði þá áfram undir einrænu hljóðfalli kórsins á hak við. Þetta var fráhrotið og frum- stætt í eðli sinu, en eigi að siður var sýn- ingin stórkosteg •— ekki fyrst og fremst fyrir augað heldur fyrir hina sálrænu hlið. Hún var áhrifamikil. Það var ekki svo mik- ið, sem sást á sviðinu, en í hugum áliorf- endanna opnuðust hlið þrælabúgarðanna með ógnum sínum. I hugarheimum þeirra hirtist sveitaþorp liinna innfæddu, dauf- lýst af tunglskininu og skuggsælt vegna pálmatrjánna. Þar dönsuðu þrælarnir, uns þeir sigu niður máttvana af þreytu. Janet fann lil undarlegrar löngunar til að hlæja. Það var eins konar sjálfsvörn, því að ann- ars hefði hún orðið hrædd. Tilfinningarn- ar, sem slikur dans vekur meðal fólks eru hlátt áfram óhugnanlegar. Það var eins og öll siðmenning væri víðs fjarri — eins og hún hefði aldrei verið lil nema á yfirhorð- inu. Fólluð þarna hélt vafalaust, að það væri siðmenntað, en það þurfti ekki nema V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.