Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Konungborið fólk giftist. — Nýlega gengu í heilagt hjónaband i Saint-Pierre de Chaillon kirkjunni i París þau Michael prins af Bourbon-Parma, bróðir Anne, konu Michaels fgrrum Rúm- tnakonungs, og Yolande de. Broglie prinsessa. Fjöldi konun- hor.ins fólks var viðstatt, enda er margt slíkt flóttafók í Frakk- landi. — Hér sjást brúðhjónin koma úr kirkju eftir vígsluna. VITI» ÞÉR . . .? aö laxinn leitar alltaf þngaö sem honum er hrygnt? Þetta er alkunna um allar laxár og á því byggist klakið. í Japan hafa menn gert stórar klakþrær og þegar laxinn leitar í þær aftur eftir göng- urnar um sjóinn, má lieita að hægt sé að ausa lionum upp með hönd- unum. í bæði Bandaríkjunum og Iíanada er verið að gera tilraunir með svona klakþrær til þess að auka laxveiðina, enda veitir ekki af til þess áð vinna á móti laxveiðun- um í sjónum, sem hindra að laxinn komist upp í ósalt vatn til að lirygna. aö fuglar hætta fljótt að óttast gömlu hrœðurnar? Þess vegna hefir ensk flugelda- gerð búið til nýja tegund af hræð- um, sem eyrað en ekki augað verð- ur fyrir áhrifum frá. Álialdið, sem er sjálfvikt i 9 tíma í einu, gefur frá sér skarpan hvell 45. hverja mínútu, og um leið fara armar úr málmi að skellast saman og gera mikinn hávaða, svo að allir fuglar lé'ggja á flótta. — Hér á myndinni sjást þessir „hrossabrestar“ fugla- ríkisins. BÖÐULL EINTN DAG. Frh. af bls. 9. Marquita, yngsta dóttirin, lá á hnjánum og faðmaði móður sína grönnum örmum, hún grét í sí- fellu, og nú fór Manuel litli að setja ofan í við hana. 1 sama bili kom hallarpresturinn og f jölskyld- an flykktist kringum hann og fór með hann til Juanitos. Victor gat varla afborið að horfa á þetta lengur og benti Clöru og flýtti sér svo inn til hershöfðingjans, til þess að gera nýja tilraun til þess að hafa áhrif á hann. Hershöfðinginn sat yfir borðum. Hann var í góðu skapi og drakk með foringjum sínum, sem voru farnir að verða góðglað- ir. Klukkutíma siðar voru hundrað helstu borgararnir í Menda leidd- ir upp í höllina, samkvæmt skipun hershöfðingjans. Þeir áttu að vera vitni að aftöku Leganes-f jölskyld- unnar. Hermennirnir mynduðu röð til að hafa gát á Spánverjun- um og létu þá standa undir gálg- unum, þar sem lík greifaþjónanna hengu. Það lá við að borgararn- ir rækju höfuðin í líkin. Höggpall- urinn stóð um þrjátíu skref frá og það blikaði á sverðið. Böðull- inn stóð viðbúinn, ef svo færi að Juanito neitaði. Og brátt heyrð- ist í þögninni fótatak margra manna, taktviss ganga hermann- anna og glamur í byssum. Þessi hljóð blönduðust hávaðanum frá veislu foringjanna, alveg eins og danslögin höfðu kvöldið áður yfir- gnæft viðbúnaðinn til uppreisnar- innar. Nú varð öllum litið til hall- arinnar og fjölskyldan sást koma. Yfir andlitunum hvíldi óbifandi ró. Aðeins einn — sá sem átti að lifa — var náfölur og titrandi og presturinn studdi hann og reyndi að hugga hann. Böðullinn þóttist skilja, eins og allir aðrir, að Juan- ito hefði látið undan og ætlaði að annast verkið. Gamli greifinn, kona hans, Clara, Marquita og bræðurnir tveir féllu á hné nokk- ur skref frá aftökupallinum. Ju- anito fór með prestinum þangað. Þegar hann kom að höggstokkn- um tók böðullinn í handlegginn á honum og vék honum til hliðar til að gefa honum ieiðbeiningar. Skriftafaðírinn lét hina dauða- dæmdu snúa sér undan til þess að þurfa ekki að horfa á aftök- urnar. En þau voru öll ekta Spán- verjar og létu ekki bilbug á sér finna. Clara flýtti sér til böðuls síns. — Juanito, vorkenndu mér að ég er svo huglaus, og byrjaðu á mér. 1 sama bili heyrðist fótatak og Victor kom. Clara hafði þegar lagst á hné við höggstokkinn og nakinn, hvítur hálsinn beið eftir böðulssverðinu. Victor Marchand fölnaði, en herti upp hugann og fór til hennar. — Her9höfðinginn vill gefa þér líf ef þú giftist mér, sagði hann hljóðlega. Spánarmærinn horfði á hann með stolti og fyrirlitningu. — Svona, Juanito, sagði hún með djúpri rödd. Höfuð hennar valt fyrir fætur Victors. Greifafrúin gat ekki stillt sig er hún heyrði hljóðið, það fór krampakippur um hana — það var eíni sársaukavotturinn. — Ligg ég rétt svona, kæri bróðir? sagði Manuel litli. — Þú grætur, Marquita, sagði Juanito við systur sína þegar að henni kom. — Já, víst geri ég það. Eg er að hugsa um þig, elsku Juanito. Hvað þú syrgir okkur mikið, þeg- ar við erum farin. Svo kom markgreifinn, tíguleg- ur og háreistur. Hann horfði á blóð barna sinna, sneri sér að þöglum áhorfendunum, rétti höndina til Juanito og sagði með sterkri rödd: — Spánverjar, ég gef syni mín- um föðurblessunina. Og þú, mark- greifi, högg þú ódeigur, því að þú ert án sakar. En þegar Juanito sá greifafrúna nálgast, hrópaði hann: — Þetta er móðir mín! Útikjóllinn — Nú er tími til að sgna sig í útikjólnum. Hér er beigelitur kjóll með fallegu sniði. Kjóllinn er sléttur með vösum á mjöðmum. Skgrtu- bhissa með % ermum og breið- um líningum. Silkiklút er bund- ið sem slifsi um hálsinn og stungið undir beltið og niður í vasann. Svart belti, hattur og hanskar. Og nú heyrðist skelfingaróp frá áhorfendunum. Veisluglaumurinn og hláturssköll foringjanna þögn- uðu. En greifafrúin skildi að nú var þróttur Juanitos þrotinn. Hún sveiflaði sér yfir brjóstvarnar- garðinn og hrapaði til bana í klettunum. Nú heyrðist aðdáun- aróp, en Juanito féll i ómegin. — Hershöfðingi, sagði einn svinkaði foringinn. — Marchand var einmitt núna að segja mér svolítið af aftökunni. Eg þori að veðja um, að þetta hefir farið fram eins og áskilið var ........ — Herrar mínir, svaraði hers- höfðinginn, eftir einn mánuð verða fimm hundruð franskar fjölskyldur yfirbugaðar af sorg og flóandi í tárum. Gleymið þið að við erum á Spáni? Viljið þið láta eftir dauð beinin í ykkur hérna? Eftir þessi orð var ekki einn einasti maður í hópnum, sem vildi drekka úr glasinu sínu. Þrátt fyrir þá virðinu, sem markgreifinn de Leganes nýtur, og þrátt fyrir heiðurstitilinn el Verdugo (böðullinn), örmagnast hann af sorg, lifir í einveru og sést sjaldan. Beygður maður undir byrði síns aðdáunarverða illvirkis, virðist hann bíða þess óþolinmóð- ur að honum fæðist sonur, svo að hann öðlist rétt til að sameinast skuggum þeim, sem fylgja honum hvar sem hann fer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.