Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.07.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Ríkustu A LLT ER í heiminum hverfult. /Jft Á öldinni, sem leið, voru A ensku aðalsmennirnir mest- ir auðmenn allra þjóða og bárust mikið á. Þeir bjuggu í höllum í borgunum og áttu óðalssetur úti í sveitum, sum stærri en heila hreppa hér á landi. Þeir höfðu fjölda fátækra landseta, en notuðu mest af landi sínu sem veiðilend- ur. Þetta er nú breytt. Skattarn- ir eru orðnir svo miklir á stór- eignum í Englandi, að enginn auð- maður hefir bolmagn til þess að reka stóra búgarða, án þess að þeir gefi eftirtekju. Þess vegna hefir fjöldi hinna gömlu óðala verið bútaður niður í smábýli. Og stóru hallirnar hafa verið leigðar fyrir skóla, sjúkrahús og ýmsar menningarstofnanir, Eig- endurnir búa í sumum þeirra, en hafa þá aðeins fá herbergi til afnota en leigja mest af húsnæð- inu. I Bandaríkjunum söfnuðust ó- grynni fjár á einstakra manna hendur, einkum þeirra, sem höfðu eignast olíulindir og stálnámur eða tókst að skara fram úr öðrum í einhverri stóriðju. En þaðan er sömu sögu að segja og frá Bret- landi. Skattarnir valda því, að auðsöfnun er ekki sami hægðar- leikurinn nú eins og áður. Stundum hafa indverskir furst- ar verið taldir ríkustu menn ver- aldar. En það er vandgert að bera auð þeirra saman við auð vest- rænna manna. Auður Austur- landafurstanna var í rauninni tryggari eign, því að gull og gim- steinar falla ekki í verði þó að illa ári, en það gera hlutabréfin á kauphöllunum í City og Wall Street. Hins vegar gefa dýrgripir Austurlandafurstanna enga vexti. Þeir eru dauð eign. En furstarnir hafa safnað sívaxandi auði samt. Því að þegnar þeirra greiða þeim skatta, án þess að ganga eftir því, til hvers sköttunum er varið. — Nú er að verða nokkur breyting á þessu og aðstaða furstanna verð- ur nokkru erfiðari en áður var, eftir að Indland og Pakistan eru orðin sjálfstæð ríki og vestræn menning ryður sér til rúms. Á síðari árum hefir risið upp ný gróðamannastétt, sem farið er að gefa gaum. Nú lifa tekjumestu menn veraldarinnar í útskæklum eyðumerkur Arabíu. Soldán og menn nútímans sheikar Arabiu hafa til þessa haft lítið 'handa á milli, og engar sög- ur farið af auðlegð þeirra. En nú er öldin önnur. Hinir virðulegu þeldökku höfðingjar, með kónga- nef og svart hökuskegg, eru nú orðnir fjáraflamenn, sem vert er að taka eftir. Á síðustu sautján árum hafa þeir selt „kynstrin af sandi, hita og flugum“ eða öllu heldur olíurétt- indin. Og nú sitja þessir fyrr- verandi rottublönku synir eyði- merkurinnar í dýrindis höllum, og þurfa ekki um annað að hugsa, en að taka á móti endurgjald- inu .... bandarískum dollurum og enskum sterlingspundum, sem berast til þeirra í sístækkandi fúlgum, sem nema mörgum mill- jónum á hverju ári. Ahmad as-Suban sheik í Ku- wait seldi ensk-ameríska olíu- félagi sérleyfi til olíuvinnslu skömmu áður en striðið hófst. Um stund varð hann að bíða eftir því að framkvæmdir hæfust. Borg 'hans var umgirt görðum úr leir- klíningi og umferð var lítil nema af geitum og úlföldum. Ríki þessa hö'fðingja er aðeins 3000 ferkm. að stærð. En fyrir fjórum árum var farið að vinna olíuna í Kuwait. Ahmad sheik fékk of háan blóðþrýsting og dó, eftir að ríkistekjur hans voru nýbyrjaðar að vaxa. En frændi hans og arftaki, sem er 55 ára og heitir Abdullah hefir nú tekið við fjárhaldinu og nú eru olíutekjur hans komnar upp í 4 milljón sterlingspund á ári. Á hverjum mánuði streyma 1.150 þús. smálestir af olíu úr jörðinni í landareign hans. Hann fær 5 shill- ina gjald af hverri smálest og á þessu ári getur hann gert ráð fyrir að framleiðslan verði tvöfalt meiri en hún var síðasta ár. Abdullah, sem er viðlesinn mað- ur, sanntrúaður Múhameðsþjónn og velþenkjandi, sér fram á að hann geti verið orðinn eigandi að 100 milljón sterlingspundum um það leyti sem hann deyr, ef hann nær sjötugs aldri. I Kuwait er meira af steinolíu en af vatni, og líklega meira af olíu en á nokkrum öðrum landsskika jafnstórum í veröldinni. Á síðustu þremur ár- um hefir uppdrátturinn af Kuwait gerbreyst. Þar sem foksandurinn er minnstur og rakinn í jörðinni mestur, hafa risið upp bæir úr steinsteypu fyrir olíufólkið. Þar vantar ekkert, hvorki golfvelli, verslanir né leikhús. Þar eru hreinsunarstöðvar, sem vinna drykkjarvatn úr sjó, nægilegt fyrir 20.000 manns. Abdullah sheik reykir hvorki né drekkur sjálfur og honum er ekki vel við, hve mjög þegnar hans sækjast eftir kvikmyndunum. Hann hefir reist sjúkra'hús og skóla — og keypt saumavélar handa öllum konunum sínum! Nýlega lét hann flytja inn 5.000 reiðhjól, sem vafalaust renna vel á nýju malbikuðu aðalgötunni í höfuðborginni í Kuwait. Ibúarnir í Kuwait voru áður hirðingjar og höfðust við í tjöld- um. Nú er olían að gera þá að kaupstaðabúum. 1 gamla daga var drykkjarvatnið til almennings- þarfa flutt í geitaskinnsbelgjum. Nú eru verslanirnar í Kuwait farnar að auglýsa radíógrammó- fóna og klæiskápa og nota neon- ljósaauglýsingar. Kuwait er aðeins eitt af þeim sjö eða átta Arabaríkjum, sem hafa eignast allsnægtir síðan far- ið var að kaupa olíusérleyfi í Arabíu. Lengra austur með Persa- flóa hittum vér Sulman sheik af Bahrein akandi í dýrum straum- línubíl á skrifstofuna sina. Þar situr hann við að gera áætlanir um nýja vegi, skóla og endurbæt- ur á heilbrigðisástandinu í hinu agnarsmáa eyríki sínu. Bróðursonur hans er fyrsti mað- urinn frá Bahrein, sem stundað hefir nám við háskóla í Banda- ríkjunum. Sheikinn sjálfur var einu sinni í Lundúnum með föður sínum, og kom þá á hundaveð- hlaup í White City. Þá benti hann á sex hunda í hópnum og sagði að þeir mundu vinna. Það kom fram. — „Hvernig farið þér að. þessu? spurði einhver hann. „Eg sé það á vaxtarlaginu, bógunum, hreyfingunum og vöðvunum,“ svaraði sheikinn, eins og þetta mætti vera öllum augljóst. Heima hjá sér hefir hann alið upp sér- stakt kyn hvítra asna, sem hann er ákaflega hreykinn af. En það verður kannske erfiðara en áður, að halda áhuganum fyrir hvítu ösnunum lifandi, síðan sheikinn fór að fá 900.000 sterlingspunda afgjald af olíu á hverju ári. Enn lengra austur með flóan- um býr soldáninn af Muscat og Oman, sem hefir 700.000 punda árstekjur af olíusérleyfum. Það er að vísu ekki mikið á móts,við það, sem sumir aðrir fá, en þó stórfé í augum þessa fertuga fursta, sem áður varð að versla með fíkjur, döðlur og epli til þess að hafa ofan í sig. Margt bendir líka á að þessi fursti hafi aukið tekjur sínar ríflega með því að braska á kauphöllum erlendis og verið dæmalaust heppinn þar. — Hins vegar er nágranni hans, sheikinn af Sharjah kannske enn slyngari kaupsýslumaður, því að hann hefir stórtekjur á hverju ári fyrir að leyfa Englendingum að leita að olíu. Hvað mun þá ef þeir finna hana nokkra? Ennþá hefir olíunnar orðið lítið vart, en sheikinn mokar saman peningum, sem hann tekur fyrir leigu á flugvöllum, fyrir leyfi til perluveiða, auk skattanna, sem 50 þúsund þegnar hans greiða. Og SÚ ER KÖLD! Mary Ann Silver- mann læknir sést hér vera að athuga svertingjastúlkuna Doroth.y Mae Ste- vcns, sem er 24. ára og hefir gert alla lækna forviða með því að faalda lifi, þó að líkams- hitinn sé kominn niður i 18 stig. — Lægsti hiti, sem læknar vita um að nokkur manneskja liafi lifað með áð- ur, er 24 stig. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.