Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N O INGER-saumavélin, tægið sem húsmóðirin mat meira á sínum tíma en hún metur nú kæliskáp og þvottavél, er aldar- gömul í ár. Engin ellimörk eru á tienni þvi að hún hefir kastað ellihelgnum livað eftir annað og er alltaf að þroskast, eins og unglingur væri. En hér skal rúminu ekki eytt í að lýsa saumavélinni, því að hana þekkja allir, hæði svertingjar í Afríku og Eskimóar í Græn- landi, heldur skal sagt dálítið frá manni, sem liét Isaac Singer og fæddist í örbirgð í þorpinu Pitlsdown skammt frá New ó ork árið 1811. Hann smíðaði fyrstu Singervélina. Allir misheppnaðir liugvits- menn ættu að láta liuggast er þeir lieyra söguna af Isaac, því að hann þótti í alla staði mesti vandræðagripur og höfuðhleyp- ingur þangað til hann var kom- inn um fertugt. En þá sló hug- myndinni niður í honum eins og eldingu, saumavélin vax-ð til og olli lieimsbyltingu, millj- ónirnar flæddu yfir hann og siðan hafa sex Singerskynslóðir haldið áfram að auðgast meira og meira á uppgötvuninni. Foreldrar Singers voru blá- fátækir þýskir innflytjendur, en töggur liafa samt verið í þeim því að faðir Singers varð 102 ára. Isaac var snemma gjöi-vilegur og rnikill vexti — mesta kvennagull. Ekki er ó- sennilegt að hann hefði getað oi’ðið duglegur handverksmaður, því að liann lxafði mikinn áliuga á ýmiss konar vélfi’æði. En það varð honum til óláns að hann x-anglaði eitt sinn á leiksýningu, sem umferðaflokkur hélt í þorp inu. Það er svo að sjá, sem hann hafi orðið ástfanginn af öllum leikkonunum og nú braut hann allar handverksbrýr að haki sér og gerðist leikari. Hann var tvímælalaust einn af lélegustu leikurum veraldar, en ekki linnti hann látum fyrr en hann fékk að leika Shakespeare-hlut- vei’k og það stórt. Leikur hans í Richard III. kvað hafa verið lieimsmet í lélegum leik og svo gífurlega klaufalegur að hann varð frægur að endemum og vakti athygli. Hann hékk samt lengi við leiklistina og stundaði jafnframt önnur störf hjá leikflokknum. Ilann dró upp tjaldið og lét það falla, hann var ljósameist- ari og hann seldi aðgöngumið- ana. Og þess á milli svalt hann heilu hungri, þó að liann væri jafnframt alltaf að gera upp- götvanir og smíða vélar. Þær reyndust ávallt einskis nýtar. Ýmsar ástæður urðu til þess að fóllc hafði ekki samúð með honum. Skiphrotsævi lians var bi’úuð sviknum lofoi’ðum og í kjölfari lians urðu eftir marg- ar konur sem liann hafði brugð- ist og mikið af börnum, sem hann gat ekki gefið með. Einn góðan veðurdag þegar hann gaf sér tíma til að lita yfir liðna ævi og gera upp reikn- inga, taldist lionum svo til að hann væri orðinn 24 harna fað- ir. Þar af var réttur helmingur utan hjónahands. Þá var litið strangari augum á slíkt en síðar gei-ðist, og ekki cr of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé að eiiikalíf Singers hafi hneykslað tvær heimsálfur. Iiann var ákaflega liégóma- gjarn og átti alltaf í ei’jum við einhverja, uppstökkur og hefni- gjarn og hafði það til að liafa í hótunum við fólk. Einn .lánar- drottinn hans (sem var að rulcka hann, með fulluin rétti), fór fi’á lionum flóandi í tárum og með taugaáfall, sem liann var lengi að ná sér eftir. Hógvær stai’fs- maður sem stakk upp á ein- hyerri smáhreytingu á sauma- vélinni, fékk kjaftshögg og Singer öskraði eins og naut í flagi: „Hver er liugvitsinaður- inn — þú eða ég?‘ Maðurinn flýði, eh vitanlega tók Singer tillöguna til greina -—- og eign- aði sjálfum sér Iiana. Krossgöturnar í ævi Singers urðu til fyrir einbera tilviljun. í fátækt sinni og umkomuleysi hafði hann fengið lxúsaskjól hjá manni, sem vann hjá tveim- ur vei’kfræðingum. er töldu sig hafa smiðað nothæfa sauma- vél. Maður þessi, sem hét Phelps, var í öngum sínum, því að hon- um var ljóst að þessi saumavél var ónýt. Sífeldar kvartanir frá þeim sem keyptu. Þó að Singer liefði aldrei fyrr á ævi sinni séð saumavél sá hann gallann undir eins og sagði: — Það er vitleysa að láta nál- ina hreyfast lái’étt. Hún á að hi’eyfast upp og niður. Phelps lók mark á þessu en sá fljótt að hann mundi ómögu- lega geta endurbætt saumavél- ina einn. Þess vegna hauð hann Singer að gerast samvei’kamað- ur. Nú vann Singer sleitulaust í 11 daga. Loks gátu þeir félag- arnir sett vélina saman og svo þræddu þeir nálina. Vélin gat ekki saumað. Singer segir sjálf- ur að þeir hafi gefist upp. Þeir ráfuðu vonlausir um i rigning- unni og settust svo á timhur- hlaða til að hugsa málið. Þá sá hann loksins úrlausnina og nú lilupu þeir heim eins og fætur toguðu, breyttu einhvei’ju í vél- inni — og nú fór hún að sauina. Fram að þessu hafði saga saumavélarinnar veiáð óslitin röð af vonbrigðum. Sextán Am- eríkumenn og þrír Evrópumenn höfðu eytt ævi sinni og pen- ingum í að smíða ónýtar sauma- vélai’, en aðeins einum manni, franska ldæðskeranum Thim- monnier liafði oi’ðið eitthvað ágengt. Hann komst svo langt að franski herinn keypti af hon um áltatiu vélar og fól liugvits- manninum efirlilið með þeim, og svo var fai’ið að nota þær til að sauma einkennisbúninga handa hernum. Frönsku klæð- skerarnir urðu svo hræddir við að þessi nýju gjörningatæki inundu ej’ðilcggja fyrir þeim alvinnuna, að þeir söfnuðust saman, gerðu árás á hersauma- stofnun og eyðilögðu vélarnar. Thimmonnier ryndi að smíða nýjar vélar og belri og striddi við það í fimmtán ár, en tókst það ekki. Enginn neitar því að Singer hafi verið sá maður, sem gerði saumavélina raunverulega not- hæfa — en auðvitað hefði það ekki vei’ið nema sanngjarnt þó cinhver af fyrirrennurum hans hcfði fengið eitthvað af öllum auðnum, sem liann rakaði sam- an fyrir uppgötvunina, eklci síst Elias IIow. enda var saumavél Singers ekki fyrr komin á mark aðinn en haráttan gegn Iionum hófst, af hálfu þeirra, sem reynt höfðu að smíða saumavél á undan honum. En Singer og Phelps létu það ekkert á sig fá og voru hjart- sýnir. I fyrstu höfðu þeir ætlað sér að láta vélina lieita í liöf- uðið á frægustu söngkonu þeirra tíma og kalla liana „Jenny Lind“, en Singer var nógu hé- gómlegur og framsýnn til að hafna því nafni. „Vélin min mun verða til löngu eftir að Jenny Lind er gleymd“, sagði Iiann. Og þar við sat. Maöurinn meö allar oröurnar heitir Raghéb Pasha El-Nashashibi og ber tignarheitiö „verndari hinna heilögu staöa.“ Þeir staöir, sem viö er átt eru helgistaöirnir í þeim hluta Jerúsálem, sem eru und- ir yfirráöum Araba. Tilnefningin skeði viö athöfn, þar sem viöstadd- ir voru fulltrúar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Tyrklandi. En hins vegar mætti enginn fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar, sem ekki vill að Arabar ráöi nokkru i Jerúsalem, heldur sé borgin undir al- þjóöayfirráöum. — Ragheb er fyrsti múhameössinninn, sem oröið hefir „verndari“ í Jerúsálem, síöan Bretar tóku borgina af Tyrkj- um í fyrri heimsstyrjöldinni. — ÆVINTÍ RIÐ U M saumavéla - SINGE R sem fæddist í fátækt, en drukknaði í gulli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.