Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. Janet Taman Spennandi áslarsaga, viðbnrðarík og dularfull. — — Það var nú fremur lítið. FVeddie fann að hún hikaði. -— En það kom eitthvað fyrir? Hún gat ekki sagt lionum frá samtalinu, sem hún hafði heyrt úti á veröndinni, en það fannst henni hafa verið það eina mark- verða, sem kom fyrir eftir að Freddi'e fór þaðan. — Auðvitað kom ýmislegt fyrir. Yið drukkum og röbbuðum um allt milli him- ins og jarðar og svo — svo fylgdi Jason mér heim. Þau voru komin niður að þrepinu, sem höggvin voru í klettinn niður að bað- ströndinni. Janet gekk á undan. — Þér getið afklætt yður þarna, cn ég klæði mig úr þarna fyrir handan. Hún benti á tvö skýli, sem voru þarna á ströndinni. Janet var fegin að sleppa þannig frá þessu um- ræðuefni og vonaði, að Freddie hefði al- veg gleymt því, þegar þau fæyu að busla saman í sjónum. En Freddie var greini- lega iðinn við kolann. Ilann hafði augsýni- lega ætlað sér að fá fréttir hjá henni. — Enn hafið þér ekki sagt mér, hvað kom fyrir hjá Wyman i gærkvöldi eftir að ég var farinn, sagði Freddie, er þau hittust aftur úti á sandinum, sem var svo heitur, að það lá við að hann brenndi iljarnar. — Eg hefi þegar sagt yður frá öllu, sem skiptir máli og ég man. — Eg er ekki leynilögreglumaður. Mig skortir meira að segja flesta hæfileika í þá átt. Og þetta er heldur ekki þriðja stigs jfirheyrsla, en mér fannst þér verða svo undarlegar, þegar ég varpaði spurning- unni fram í fyrstu. En — hann hikaði augnablik, og Janet fannst rödd hans bera þess merki, að liann væri taugaóstyrkur — það, sem ég á við með því að vera að spyrja yður svona í þaula, er það, hvernig Heather var, eftir að ég fór. Tók hún þessu öllu kæruleysislega og með hlátri og flissi eða virtist það fá á hana? Janet tók eftir því að hann gerði sér upp kæruleysi -— jafnvel hlátur. En hún vor- kenndi honum — vorkenndi bæði Heather og honum, því að henni fannst framkoma beggja bera þess vott, að þau elskuðu hvort annað ennþá, þó að þau gerðu sér far um öð dylja það að öllum jafnaði af illri nauðsyn. , í — Mér fannst hún vera hálfgert úti á þekju það, sem eftir var kvöldsins. Þetla virtist hafa liaft töluverð áhrif á hana. Já, ég er reyndar viss um það, að henni þótti þetta mjög leiðinlcgt. Hugur hcnnar var í uppnámi. — — Eg geri ráð fyrir, að þér hafið orðið að skrifa þessa grein — og þó þegar litið er á það, að þér skylduð vera trúlofaður Heather, þá finnst mér það skammarlegt. — Þér eigið við, að þetta hafi verið bjánaleg hugmynd? Hégómalegar duttling- ar! Aftur greindi hún biturleika í rödd lians. — Nei, ég á ekki við það. Eg á við, að þér hljótið að liafa vitað, livaða afleiðing- ar þessi skrif mundu hafa. Þér hljóið að hafa vitað, livoð þér vaoruð að gera.----- Annars veit ég ósköjj lítið um þetta, aðeins það sem Iiún sagði mér. — Sagði hún yður eitthvað? Talaði liún við yður um okhur? — Já, svaraði Janet. — Þau voru nú komin niður að sjávarmálinu, þar sem smábylgjurnar kældu heitan sandinn. Janet rak tána ofan í, eins og til þess að inæla sjávarliitann. — Já, liún sagði mér sitt af hverju og hvers vegna hún hefði neyðst til þess að slita trúlofuninni. — Hún var alls ekki neydd til þess að slíta trúlofuninni. — Nei, ekki ef málið er skoðað af yðar sjónarhóli. — — En séð frá hennar hlið, þá var hún neydd til þess. Að öðrum kosti liefði það þýtt, að fullkominn fjandskap- ur hefði orðið milli liennar og föður henn- ar. — Já, auðvitað hefði það kostað óvin- áttu þeirra á milli — um stundarsakir að minnsta kosti. Wyman gamli er fantur í peningamálum. Auk þess er liann svo ó- þolinmóður, að engu tauti er komandi við liann. Allt verður að falla honum í skaut þegar honum þóknast. Og tillitslaus er hann úr hófi fram; þegar peningar eru ann- ars vegar. Hann skeytir hvorki um afkomu annarra né almennt velsæmi, þegar fé er i tafli. En hann er bráðskemmtilegur mað- ur og liðlegur á ýmsan Iiátt, þegar fjármál eru ekki á dagskrá, þótt undarlegt kunni að virðast. Þetta fannst Janet mjög sennilegt, því að hún hafði séð á honum tvær hliðar kvöldið áður. — Jæja, sagði hann og yppti öxlunum, um leið og hörkusvipur færðist yfir andlit hans. — Við þessu er ekkert liægt að gera Allt verður að hafa sinn gang. Eg er nefni- lega smeykur um, að Heather liafi of mikl- ar fjármálataugar eins og faðir hennar. -----En eigum við annars ekki að fara að koma okkur út í? Þau stungu sér bæði í öldurnar og syntu frá ströndinni. Allt var svo kjTrrt og friðsamlegt þarna. Enginn hál- ur til þess að rjúfa friðinn og jafnvel eng- inn maður til þess að ónáða þau. Allt svo dásamlega friðsælt!------En hún gat ekki jannað en látið sér til hugar koma orð, sem hann hafði viðhaft, þegar þau hittust í Kingston í fyrsta skipti. Hann liafði sagt, að undir hinum hvíta og friðsæla hjúp eyj- arinnar og lífsins þar, fælist hættan. Henni varð hugsað til bátsins, sem flutti sjúkling- ana til dr. Kurtz og hún minntist liksins á skurðarborðinu. Er þau höfðu synt nokkra stund, lögð- ust þau í sandinn og þurrlcuðu sig. Vel- líðan lagði um Janet og hún fór að líta hjartari augum á atburði# kvöldsins og til- veruna yfirleitt. Hið eina, sem gerði hana kannske dálitið órólega var fjarvera föð- ur hennar. — Það er svo scm ágætt að liggja hérna og njóta hins þægilega morgunsvala, sagði Freddie, cn satt að segja, þá er ég orðinn hanhungraður. Ilafið þér horðað morgun- verð ? — Eg er ekki svöng, en kaffisopi mundi vera mér kærkominn. — Kaffi, egg og flesk er nú svei mér gott að fá, þegar maður hefir orðið svefn- vana. — Ilafið þér eklti getað sofið vegna at- burðanna i gærkvöldi? spurði hún og liorfði framan i harin. Hann var einkennilegur á svipinn, er hann sagði: Nei, auðvitað ekki! ÞAU klæddu sig í fötin og lögðu af stað upp klettaþrepin í áttina til Taman Great House. Þá skaut kviðanum allt í einu upp í huga Janet á ný. Skyldi ekki eitthvað hafa komið fyrir á meðan þau voru í burtu? Væri óhætt fyrir þau að fara lieim að húsinu? Hún sneri sér allt í einu að Freddie. — Það var fallega gert af yður að taka mig með yður--------og ég vona að ég sjái yður bráðléga aftur. — Bráðlega! Eg er nú ekki búinn að yf- irgefa yður strax, sagði Freddie og hló. Ilún taldi víst, að hann væri að gera að gamni sínu og hló líka. — Já, það var reglulega fallega gert af yður að taka mig með. Það er alltaf gaman að vera í skemmtilegum félagsskap. En maginn kall- ar núna. Eg verð að fara inn og borða morgunverð. Eg þykist vita að yður sé eins íarið. Eg vona að þér fáið góðan mat á gisiliúsinu. — Eg er viss um að ég fæ miklu betri mat hjá yður, sagði hann. — Kærar þakk- ir fyrir boðið. Ennþá taldi hún víst að hann væri að gera að gamni sínu, og ef allt liefði vei-ið méð felldu, þá liefði liún tekið því sem hverju öðru gamni og annað hvort boðið honum inn eða sagt honum að það væri ekki hægt án þess að roðna. En nú varð hún vandræðaleg og vissi tæplega, hvað hún átli að segja. — Mér þykir það mjög leitt, en — — en það er ekki hægt. E — ég veit ekki, hvort nokkur matur er til svona seint. Og svo — svo er ég líka gestur hérna sjálf. Sem sagt, mér þykir þetta mjög leiðinlegt, því að ég hefði svo gjarna viljað bjóða yður að horða með mér, en það er ekki hægt. Hún fann það sjálf, að hún hæði stamaði og fórst afsökunin yfirleitt mjög illa úr liendi. — Blessaðar verið þér, það gerir ekkert til, þó að lítill matur sé til. Eg er ekki hanhungraður. — Annað sögðuð þér niðri á baðströnd- inni áðan. Þér sögðuð, að yður langaði í egg, flesk og lcaffi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.