Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Hér sjást bresk börn vera að koma úr skóla einum nálægt Ismaila við Suesskurðinn í fylgd með enskum hermönnum. Hervörður er við skólann allan daginn til öryggis börnunum og kennurum. Um leið og kosningunum í Englandi lauk gerði Attlee ráðstafanir til pess að flytja úr forsætis- ráðherrabústaðnum Downing Street 10. Hér sjást flutningamennirnir að verki. Næstu daga mun Churchill taka sig til og flytja inn. En hann hefir átt parna heima áður, eins og kunnugt er. — in var að hefjast, og Eva komst þar í ineiri glaum og gleði en nokkru sinni fyrr ó ævinni. Faðir liennar hitti þar lika margt gamalla kunn- ingja. Vöktu þau hvarvetna hina mestu athygli, og ekki leið á löngu, uns Eva var umkringd af stórum hóp aðdáenda. En engum tókst að ná varanlegri hylli hennar. Faðir hennar fór þá að veita þvi athygli, að hún var farin að liugsa meira og meira um þennan mann, sem hafði unnið hug Iiennar og hjarta í Sviss. Þau töluðu aldrei um hann, en end- urminningarnar um hann höfðu allt- af vakað i meðvitund hcnnar. Hún gat ekki gleymt honum, þótt hún gerði ráð fyrir, að liann væri gift- ur fyrir löngu. Meðan glaumurinn og gleðin á ferðalaginu stóð sem liæst, skaut upp í liuga hennar sterkri þrá eftir kyrrlátu heimili. Hún fann það, að lieiinsmanneskja gæti hún aldrei orðið, og hlakkaði til þess tima, ,er hún og faðir hennar mundu eign- ast heimili, þar sem þau gætu búið saman í friði og ró. Sjálfur var Henrik Malte fyrir löngu orðinn þreyttur á ferðalögum. Hann liafði aðeins óskað þess, að dóttir sín fengi að sjá með eigin augum ýmsa af merkustu stöðum álfunnar, þar sem lnin hefði ekki haft tækifæri til þess að ferðast neitt fyrr. Þau fóru aftur til Sviss frá Ri- viera-ströndinni, en sneiddu hjá stórborgunum. í nokkrar vikur dvöldust þau i matsöluhúsi i Ilá- ölpunum, þar sem þau nutu fjalla- loftsins og hins stórkostlega um- hvcrfis. Þau gerðust ekki fifldjarf- ir fjallgöngumenn, cn þau fóru samt í margar gönguferðir um nágrennið. Þegar hausta tók, skrifaði Henrik Malte til æskuvinar síns, Gunnars Brobcrg og tjáði honum, að Iiann hefði í hyggju að fara til fæðingar- bæjar síns í byrjun október og dvelj- ast þar um hrið, svo að það væri við búið, að hann gerði alvöru úr því loforði sínu að heimsækja hann. „Eg verð að sýna þér dóttur mína, kæri Gunnar,“ skrifaði hann. „Eg er mjög hrcykinn fe.ðir og mér finnst lífið unaðslegt. Eins og þú munt hafa séð af kortum þeim, sem við liöfum sent þér öðru liverju, þá höfum við skoðað okkur dálítið um í Evrópu, en erum nú orðin jireytt á ferðalögum. Við höfum hugsað okkur að dveljast í höfuð- borginni um lengri eða skemmri tíma, það er að segja, þangað til við höfum ákveðið, hvar við ætl- um að setjast að fyrir fullt og allt. Eiginlega var það ætlun min að halda hljómleika i Hljómleikahöll- inni, en það er nú svo, að ég hefi alveg glatað lönguninni til þess. Sennilega er það af því, að ég læt mér nægja að iðka tónlistina heima Iijá mér. Þar sem dóttir mín leikur einnig á fiðlu, og það svo vel, að mér er unun að þvi að hlusta á hana, þá getum við skipst á að vera flytjendur og hlustendur." Er liann hafði lokið við að skrifa þetta bréf, leitaði liann Evu uppi, en hún sat úti á stétt. Hún var djúpt niðursokkin í hugsanir sinar og starði fjarrænu augnaráði upp til snjóglitrandi fjalltoppanna. Hann settist við hlið hennar. „Eg var rétt i þessu að skrifa bréf til Brobergs vinar míns, og þar til- kynnti ég honum, að við mundum koma til höfuðborgarinnar í byrj- un október.“ Hún rétti úr sér og brosti til hans. „Það eru þrjár vikur þangað til pabbi.“ „Já. Eg held að við ættum að vera liérna viku cnnþá, en halda siðan norður til Múnchen yfir Bod- en-vatnið. Þar þarf ég að sýna þér ýmislegt, en svo hugsa ég, að þú hafir fengið nég af ferðalögum í bráð. Hún lagði liönd sina á liönd lians. „Mér finnst ég hafa séð allan heiminn!“ „Það er nú aðeins lítill hluti heimsins, sem þú hefir séð. En í Evrópu hefir þú séð ýmsa fcgurstu bleltina, og þegar við höfum lokið ferðalaginu, hefir þú úr nógu að velja, þegar þú kýst þér endanlegan dvalarstað. „Já, en elsku pabhi, ekki fer ég að ráða þvi, hvar við sctjumst að. Það vcrður þú að gera.“ „Já, en ég vil gjarnan heyra á- lit þitt. En áður en við tökum nokkra ákvörðun, langar mig til þess að vita, hvort þú liefir nokkra löng- un til þess að fara i ferðalag með mér til Argentínu. Eg held varla, að þú getir hugsað þér að setjast þar að. Allar aðstæður eru aðrar cn þær, sem liú hefir vanist, og mér er sjálfum þannig farið að ég lield, að ýmsir staðir hérna i gamla heiminum væru ákjósanlegri aðset- ursstaður fyrir okkur. Búgarðurinn minn i Argentinu er að visu dásam- lega fallegur, en það er aðeins fyrir fólk, sem vill lifa algerlega út af fyrir sig, að búa þar. — Nýi sjúklingurinn á C-ganginum er ljómandi laglegur, sagði hjúkrun- arkonan við yfirlijúkrunarkonuna. — Já, það segið þér satt, svarar yfir- hjúkrunarkonan. — En þér megið ó- mögulega þvo honum í framan. Það eru fjórar hjúkrunarkonur búnar að gera það i morgun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.