Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Litla sagan: m Robmvon Gamansaga. A ritstjórnarskrifstofu vikublaðs- ins „ÆvintýriS“ voru þeir farn- ir að finna til vöntunar á listrænu efni, sem gæti gert ungu lesendurna hugfangna. Að vísu barst blaðinu fjöldinn allur af bandritum, en þó ekki nein, sem talist gátu hentug. Þau voru flest svo angurblið. Sann- ast að segja gerðu þau ungu lesend- urna rugláða, i staðinn fyrir að grípa þá og lieilla. Það sem fyrir ritstjórninni vakti var einmitt að gefa æskunni það, sem kallað er spenningur. Loks var ákveðið að fá mann til að skrifa skáldsögu — frum samda — sem framhaldssögu i blað- ið. Sendiboði ritstjórans hljóp sem fætur toguðu til skáldsins Molda- vantsevs, og daginn eftir sat þessi höfðingi i sófanum inni i þvi allra helgasta — skrifstofu ritstjórans. — Þér skiljið, lióf ritstjórinn máls — að þetta verður að vera afar hressandi og heillandi saga, barmafull af spennandi viðburð- um. I stuttu máli, það á að vera sovjetrússneskur Robinson Crusoe — svo að lesendurnir geti ekki slit- ið sig frá blaðinu. — Robinson, svaraði skáldið stutt — jú, það ætti að vera hægt. — Já, en ekki eintómur Robinson, heldur sovjetrússneskur Robinson. —< Júhú, það er auðvitað að hann má ekki vera rúmenskur............. Skáldið var afar orðspart — þeg- ar það sagði citthvað á annað borð. Það var auðvitað mál að hann var starfsins maður. Og .... skáldsag- an var tilbúin á tilsettum tima. Moldavantsev hafði ekki hætt sér langt burt frá fyrirmyndinni, Ro- binson .... þetta var Robinson. Sovjetrússneskur æskumaður lend- ir i skipbroti og öldurnar fleygja honum upp á óbyggða ey. Þarna stendur hann — einmana og vina- laus — einn gegn náttúruöflunum. Hættur steðja að lionum úr öllum áttum — villidýr, flækjugrös og ógnandi stórrigningatíðin. En rúss- neski æskumaðurinn er enginn auk- visi, en þrunginn af þrótti og yfir- Imgar alla erfiðleika, sem honum virtust ósigranlegir i fyrstu. Eftir þrjú ár finnur sovjetrússneskur leið- andur hann lifandi og í besta gengi í hinu litla ríki sínu. Hann hefir sigrast á náttúrunni, reist sér dá- litið hús og gert garð kringum það. Hann hefir rekið kanínubú, saumað sér skyrtu úr aparófum og kennt páfagauk að vekja sig á morgnana með þessiun orðum: — Nú hoppum við fram úr bælinu og byrjum á morgunleikfiminni! — Ekki afleitt, sagði ritstjórinn. Þetta með kaninurnar er ágætt — það er í anda nútímans. En eigin- lega skil ég ekki fyllilega hvar fisk- ur liggur undir steini hjá yður .... — Barátta manitsins við náttúr- una, svaraði Moldavntsev, stutt eins og venjulega. — Já, en — það er ekkert sovjet- rússneskt í þessu. En páfagaukurínn þá? Eg tek hann sem tákn útvarpsins. — Páfagaukurinn, já, hann er býsna góður. Og garðurinn líka. En maður finnur ekki sovjetrússneska andrúmsloftið, ef maður gctur orð- að það svo. Og hver er t. .d. ráð- stjórnin í hreppnum. Og stéttarfé- lögin? Nú varð Moldavantsev ergilegur. — Hvaðan ætti þetta að koma. Þetta er eyðiey. —■ Alveg rétt, vitanlega er þetta eyðiey, en það verður að veta hreppsráðstjórn þar. Eg er enginn málsnillingur, en væri ég í yðar sporum mundi ég smclla þarna inn ráðstjórnarfulltrúa. — En sagan byggist öll á því, að eyjan er óbyggð ......... Nú tók skáldið allt í einu eftir glensi i augunum á ritstjóranurfi og þagnaði. Þau voru köld og tóm, eins og náblátt tungl í marsmánuði. Hann afréð að reyna að komast að sáttum. — Jú, þér hafið rétt að mæla, sagði hann og rétti upp vísifingur- inn. Vitanlega. Að ég skyldi ekki sjá þetta undir eins! Það eru tveir skipbrotsmenn sem komast af, Ro- binson og sveitarráðsstjórinn........ •— Ok auk þess bjargast tveir úr ráðstjórninni, bætti ritstjórinn við. — Æ, æ, kveinaði Moldavantsev. — Það er ástæðulaust að stynja. Tveir ráðsmenn, sem komast af, og svo stúlka, féhirðir, sem innheimt- ir félagsgjöldin. — Hvers vegna féhirðir lika? Hverja á hann að rukka? — Vitanlega Robinson. — Ætli formaðurinn geti ekki gert það. Hann hefir ekki annað þarf- ara að gera. — Nei, nú skjátlast yður, féélagi Moldavantsev. Það á alls ekki við. Formaðurinn í ráðinu á alls ekki að þurfa að skipta sér af slikum smá- munum, að þeytast í milli og inn- heimta félagsgjöld lijá meðlimunum. Við erum eindregið á móti því. Hann á að hugsa um hin alvarlegu, skap- andi störf. — Jæja, ég skal bæta féliirðinum við, sagði skáldið. Það getur meira að segja jafnvel orðið hentugt .... liún giftist formanninum — eða það sem betra er: hún giftist Ro- binson. Það cr að minnsta kosti dá- litið lif í því....... — Nei, ekki dugar það. Þér verð- ið að forðast alla úrkynjaða róm- antik og ólieilbrigðar ástamálalýs- ingar. Látið hana stunda sitt starf, innheimta gjöldin og geyma þau i eldtryggum peningaskáp. Moldavantsev fór að ókyrrast i sætinu. — Afsakið þér, cn það er ekki venjulegt að finna peninga- skápa á eyðieyjum. Ritstjórinn hugsaði sig um. — Nú sé ég hvernig á að hafa það, sagði hann. í fyrsta kaflanum er ágætur staður, þar sem hægt er að koma skápnum að. Auk Robinson og með- alanna skolar sjórinn ýmsu dóti upp í fjöruna ........ — Öxi, byssu, kompás, roinm- tunnu og flösku með meðali gegn skyrbjúg .... þylur skáldið hátíð- lega upp úr sér. — Strikið þér yfir ronunið, svar- aði ritstjórinn undireins. Og hvað eiga þau að gera við skyrbjúgsmeð- alið? Takið þér lieldur flösku af bleki — og svo endilega peninga- skápinn. — Þér haldið honum til streitu. Væri ekki hægt að geyma félags- gjöldin í bolum trébol? Hvcr mundi birða um að stela þeim? — Hver? En liann Robinson? Og ráðsformaðurinn. Og meðlimirnir. Og viðskiptanefndin. — Bjargaðist liún líka? spurði Moldavantsev auðmjúkur. — Já. —--------Nú varð hljótt. — Ivannske það liafi rekið fund- arboð i land lika? — Já, auðvitað, svaraði ritstjór- inn. Það verður að skapa vinnu- skilyrði — — svo sem vatnsflösku, litla bjöllu, borðdúk .... það gildir cinu hvort það cr rautt eða grænt - ég vil ekki trufla skáldgáfu yðar með þvi .... En, sjáið þér, góði vinur, það riður mest á því að upp- lýsa fjöldann — allan almenning. — Sjórinn skolar þó ekki fjöldan- um í land þarna, sagði Moldavant- sev. Hugsið þér yður ef sjórinn fer að fleygja tuttugu -—■ þrjátíu þús. verkamönnum í land þarna — það •,-æri hlægilegt! — Það skaðar ekki þótt fólk fái citthvað að brosa að. — Þetta blutverk ræð ég ekki við, svaraði skáldið. — Hvers vegna einmitt sjórinn spurði ritstjórinn hissa á þvi. Þetta er Ijóst fyrir mér. Þarna er eyja •— eða öllu heldur skagi, jiað er betra, og þar gerist margt spennandi. Flokksstarfið gengur sinn gang, en ekki að óskum. Starfandi meðlim- ur uppgötvar misfellur á innheimt- unni. Fjöldinn hjálpar honum. Loks má halda aðalfund. Það er áhrifa- mikið, frá listrænu sjónarmiði .... — Og Robinson þá? stamaði Moldavantsev. — Já, það var gott að þér minnt- uð mig á bann. Mér er illa við liann ■— hann á alls ekki heima i sög- unni. Sleppið honum. —- Já nú er þetta allt ljóst fyrir mér. Eg verð búinn á morgun — með handritið. Ágætt féélagi. Til hamingju.. Og meðan ég man. Það verður skipsbrot í byrjun sögu yðar. Það cr alls ekki nauðsynlegt. Strikið það út, þá verð- ur sagan meira spennandi. Finnst yður það ekki líka? — JÚ, einmitt. Verið þér sælir! — Heyrðu — Benedikt — hvernig á að segja á frönsku: „Konan mín hef- ir alltaf misskilið mig.“ FRAMKVÆMUM: Allar viðgerðir á rafmagnsvélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksmiðjur og hús. Viðgerðir á rafkerfi bíla. Raivélaverkst. Halldórs Ólaissonar Rauðarárstíg 20 — Sími J/775 — Njálsgötu 112

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.