Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 22 HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. 1 Las Vegas í Nevada hafa Banda- ríkjamenn nú í fyrsta sinn reynt atómsyrengjur við heræfingar. — Hér sést hluti af herdeild horfa á þegar atómsprengja springur. Donald Olsen, 15 ára, var viður- kenndur besti blaðasalinn í öllum Bandaríkjunum vestanverðum, og fyrir það fékk hann ókeypis far kringum linöttinn, en það fylgdi með að hann átti að afhenda ýms- um frægum mönnum blað á leið- inni. Hér afhendir hann borgar- stjóranum í London blaðið. „Eg lield að þetta sé líka heppi- lega gert af þér, Dolly mín. Eg óska þér hjartanlega til hamingju. Hjá Aage verður þú i góðum höndum, veit ég. Má ég taka í höndina á þér Aage! En nú tölum við ekki frekar um þetta, fyrr en viS erum orðin ein. Þú kemur svo með okk- ur hcim, Aage, er það ekki?“ Litlu síðar lcvöddu systkinin og Aage Torring. Það var reynt að fá þau til að vera eitthvað lengur, en það tókst ekki. Aage og Dolly sátu hlið við hlið í bifreiðinni og héldust í hendur. Ib horfði á þau angurblíður á svip. Nú mundi systir hans bráðum yfirgefa hann og liann yrði að þoka úr fyrsta sessinum í lífi hennar. Bitr- ar og kveljandi tilfinningar læddust inn í huga hans. Eva var komin til Parísar með hinum fræga föður sínum, og nú byrjað nýtt lif fyrir liana. Faðir hennar lét sér mjög annt um, að hún væri jafnan klædd sem tiginni stúlku sæmdi, og sá um, að hún ætti töluvert saman við tigið fólk að sælda. Allt þetta ruglaði Evu dálítið i ríminu fyrst í stað. í Paris komst hún fyrst að raun um, live faðir hennar var ciginlega þekktur listamaður, því að hann liafði oft haldið hljómleika i höfuðborg Frakk lands áður fyrr og þá kynnst ýms- um merkum mönnuin, sem dáðust að snilli lians. Eva varð þess einnig vör, að margar konur gáfu honum liýrt auga, en hann varð ekki upp- næmur út af því. Hann gaf þeim lít- inn gaum, þvi að athygli hans beindist öll að dótturinni. Henni hafði hann helgað allan sinn áhuga. Hann gladdist yfir því, hve auðvelt henni reyndist að samlagast um- hverfinu, og stundum fannst lion- um, að liún yæri mjög þroskuð stúlka. En hin miklu stakkaskipti, sem hún hafði tekið blinduðu hon- um sýn, og það hafði að ýmsu leyti reynst rétt með liana eins og svo marga aðra, að „fötin skapa mann- inn.“ Sambandið milli föður og dóttur var innilegt, eins og það getur best verið milli barns og foreldra. Bæði voru öll af vilja gerð til þess að brúa bilið yfir hið inikla djúp for- fortíðarinnar og fjarvistanna livort frá öðru. Samvistirnar voru báðum aðiluri til gleði og ráku minning arnar frá einveruárunum út i myrkr ið. Hversu ólíkt sem líf þeirra hafði verið til þessa, þá komust þau að því, að þau áttu margar sameiginlegar skoðanir á ýmsum málum og viðhorf þeirra til lífsins var mjög svipað. Eva kynntist nú lifnaðarliáttum heldra fólkið í París, En það breytti ekki hugarfari hennar. Hún tók aðeins upp ýmsa siði þess og venjur, en hún var áfram sama lát- lausa og nægjlisama stúlkan sem áður. Hún tamdi sér aðeins á- kveðna og virðulega framkomu, þar sem hún vissi, að faðir sinn óskaði þess. Henrik Malte fannst það vera hlutverk sitt að reyna að vikka hinn andlega sjóndeildarhring dótt- ur sinnar, og honurn var það mikið ánægjuefni live vel menntuð hún var fyrir. Sameiginlega reyndu þau að ausa af brunnuin fegurðar og list- verðmæta i borginni, en af slíku er hún auðug. Þau eyddu löngum tima í að skoða Louvre og gerðu sér ferð til Versala og út i skóginn. Allt þetta minnti á forna frægð og forna menningu. Þau hlýddu á nokkra hljómleika, og faðirinn styrktist i þeirri trú, að Eva byggi yfir miklum tónlistarhæfileikum. Þau ákváðu að þau skyldu siðan æva sig i að leika saman, en á ferðalaginu sjálfu léku þau oft hvert fyrir ann- að. Þegar faðirinn lék á fiðluna, hlustaði dóttirin með athygli og reyndi að læra af lionum, og þegar dóttirin lék, þá leiðbeindi faðirinn lienni og benti henni á það, sem betur mætti fara, en dró ekki dul á, að hann væri hrifinn af leik hennar. „Þú leggur mikla alúð í leik þinn, Eva,“ sagði hann einu sinni. „Það má sjá, að þú leggur sál þína alla í liann. Þó að þú eigir margt ólært tæknilega séð, þá e* leikur jiinn þegar gæddur þeim tilfinningum, sem munu liræra livern þann, er á þig hlustar.“ Hún var glöð yfir hrósi lians. Það gat ekki verið skilið á annan veg en þann, að hennar biði glæsi- legur ferill á listamannabrautinni ef hún kærði sig um. En hvers virði voru slíkir framtíðarmögulcikar fyr- ir liana? Gæti lnin liugsað sér að helga líf sitt þvi starfi? Hún horfði á föður sinn döpru augnaráði og hristi höfuðið. Af svari hennar mátti ráða, að lnin var ekki metorðagjörn. Það mun alltaf verða mér fjötur um fót, að ég fyllist kviða í hvert sinn, sem ég þarf að koma fram opinberberlega. Þegar ég leik fyrir þig einan, þá get ég lagt mig alla fram, en kvíðinn og hræðslan mun alltaf spilla leik mínum i viðurvist margra. Mér fellur það ekki að þurfa að leika, þegar fjöldi augna beinast að mér.“ Hann kinkaði kolli. „Það þekki ég frá sjálfum mér. Karhnenn eiga vafalaust betra með að yfirvinna slíka kvíðakennd en kvenfólk. Mér tókst að vinna bug á lienni með því að reyna að gleyma umhverfinu al- veg eða hafa augun ekki af konu minni, svo að mér fyndist ég að- eins leika fyrir hana. Þegar kvíð- inn var yfirunnin, gat ég lagt mig miklu betur fram en áður við leik minn.“ Þannig töluðu þau oft saman og treystu bönd skilnings á milli sin. Um þessar mundir hafði mynd Ibs Oldentoft orðið nokkuð óskýrari í Iiuga Evu. Henni fannst að hann væri horfinn fyrir fullt og allt úr lífi sinu. Auk þess veittu samvist- irnar við föðurinn henni þá lífs- gleði, að annað komst ekki að í huga hcnnar. Hið hrcytilega um- hverfi á ferðalaginu veitti lienni líka alltaf ný og ný umhugsunar- efrii. Eftir dvölina í París kom ferð til Ítalíu. Af þeirri ferð hafði hún liina mestu ánægju, því að bæði höfðu þau, hún og faðir bennar, svo þroskaðan listasmekk, að fcrð til lands sem er eins auðugt af lista- vcrkum, hlaut að verða þeim báð- um til mikillar gleði. Þau dvöldust nokkra hríð í Genua, Florens, Róin og Neapél á suðurferðinni, cn þau komust alla leið til Sikileyjar. Á norðurleiðinni komu þau við í Fen- eyjum, sem Eva hreifst mest af. Siðan fóru þau til vatnanna á Norð- ur-ítaliu, þar sem þau nutu hinnar stórkostlegu náttúrufegurðar. Þaðan fóru þau til Milano og skoðuðu liina fögru dómkirkju og frægu óperu, en þaðan var haldið til Riviera á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Til Riviera-strandarinnar komu þau um það leyti, sem blómahátíð- Elisábeth Englandsprinsessa og maður hennar, hertoginn af Edinborg hafa undanfarið verið í heim- sókn í Kanada og Bandaríkunum. 1 Montreál var þeim tekið með kostum og kynjum. M. a. voru hin- ir frægu fimmburar meðál þeirra, sem tóku á móti þeim þar og sjást þeir hér á myndinni og for- eldrar þeirra. Elisábeth og hertoginn sjást fremst á myndinni. til hægri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.