Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag Reykjavíkur: „Dorothy eignast son“ ÞaÖ er tíf i tuskunum í gamanleiknum „Dorothy eignast son“, eins og þessi mgnd ber meö sér. Ih'in er af Tong Rigi og Mgrtle. r Einar• Pálsson sem Tong Rige. Erna Sigurleifsdóltir sem Mgrtle og Einar Pálsson sem Tong. Fyrsta verkefni Leikfélags Reykja- víkur á þessu ári er gamanleikur- inn Dorothy eignast son. Höfundur þess, Roger MacDougall, er skoskur að ætt. Hefir liann samið nokkur leikrit á undan þessu, cn frægð hlaut hann fyrst i fyrra, þegar „Dor- otliy“ liiaut sérstaklega góðar við- tölcur í London. Hefir það verið sýnt yfir 300 sinnum þar í borg siðan í nóvcmber í fyrra. Hefir höfundin- um nú verið skipað á bekk með hestu gamanleikritahöfundum Breta og leikritið komist i safn „bestu leikrita ársins.“ „Dorothy eignast son“ er bráð- skemmtilegt og fyndið leikrit, og jafn stígandi er í því, þannig að síðasti þátturinn er einna skemmti- legastur. Leikurinn er borinn uppi af þrem ur hlutverkum, Tony Rigi, sem Ein- ar Pálsson leikur, Dorothy Rigi, sem Minna Breiðfjörð Thorberg leikur, og Myrtlc, sem Erna Sigurleifsdóttir leikur. Dorothy Rigi sést aldrei á sviðinu, en þeim mun meira heyr- ist í henni. Á öllum þessum hlut- verkum er mjög skemmtilega haldið. Með lítil hlutverk fara Árni Tryggvason, Guðjón Einarsson, Gunn ar Bjarnason og Margrét Magnús- dóttir. Auk þess heyrast simaraddir. — Leikurinn gerist í sveitaþorpi i Englandi i og er i tveimur þáttum (fimm atriðum). Leikstjóri er Rúrik Haraldsson, en Einar Pálsson hefir snúið leik- ritinu á islensku. 105 ára. Ameríska listakonan Adelaide John- son, sem varð fræg fyrir „suffragettu" styttuna í Capitolium í Wasliington, varð nýlega 105 ára. Haldið var upp á afmælið með veislu við stytluna. Á myndinni sést Rauða kross systir hjálpa afmælisbarninu að skera af- mælistertuna. Frægt skegg hverfur. Myndin er tekin á liinu sögulega augnabliki, þegar eitt frægasta skegg heimsins fellur fyrir rakvélinni. Það er kvikmyndaleikarinn Adolph Menjou, sem hefir borið það í 40 át-, en nú varð það að hverfa, því að leik- arinn á að koma slcegglaus fram i kvikmynd. Menjou þótti fyrir þessu, en það er huggun fyrir hann, að kvikmyndafélagið greiðir honum 10 þúsund dollara í skaðabætur og liann fær gerviskegg til þess að ganga með á götum úti. Hún skrifaði kónginum. George Bretakonungur fékk bréf frá þessari 8 ára gömlu skólatelpu, meðan hann lá allþungt haldinn. Hún lieitir Jill Stebbings og sami skurðlæknirinn og skar konunginn upp liefir einnig tekið liluta af öðru lunganu i henni. Bréfið var svona: Kæri konungur! Mér þykir leiðinlegt að heyra, að þú sért veikur. Eg vona, að þér batni fljótlega. Pabbi liefir sagt mér, að hcrra Prince sé einn af læknum þin- um og þess vegna skrifa ég þér til þess að segja þér, að þú skulir vera hughraustur, þvi að hann hefir fram- kvæmt mikinn lungnauppskurð á mér. Nú er ég hraust og heilbrigð. Hann er góður og duglcgur maður. Kær kveðja. Jill Stebbings.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.