Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN WITIÐ ÞÉR . . .? hvers vegna svo mörg þefdýr (skunks) drepast á þjóðveg- um Bandaríkjanna? Skúnkurinn er illræmdasta þefdýr Norður-Ameríku og hefir vanist því að engin skepna þori að koma nærri hon- um fyrir ólyktinni, er hann getur spúð frá sér úr kirtli sínum. Þess vegna dettur honúm ekki í hug að hreyfa sig þó að bifreið komi brunandi að honum. — Hér er mynd af þessari skepnu með stóru rófuna og fallega skinnið, sem kvenfólkinu þykir svo gaman að eignast loðkápur úr. að olíuleiðslurnar í heimin- um eru orðnar svo langar, að þær mundu ná sex sinnum kringum hnöttinn á miðbaug? Þó að ieiðslurnar séu dýrar borgar sig margfalt að dæla olíunni í pípum, heldur en að flytja hana á annan liátt til útskipunarhafna frá olíulindunum. Alls eru þessar olíuleiðslur 244 þús- und ldlómetra langar. hvers vegna rangar blaðafréttir eru oft kallaðar „endur“? Síðan blöðin fengu síma, ioftskeyti og fjarritara til þess að þjóna sér er hægt að leiðrétta fljótt mis- sagnir, sem verða í fréttaflutningi. En þetta var öðruvísi áður. Og af því að ritstjórunum þótti illt að geyma góða frétt þangað til hún fengist staðfest, settu þeir fyrir- vara með greinni, — N. T. sem er lat- ina og þýðir „óstaðfest“ (non testat- um). En þetta var líkt þýska orðinu „Ente“, sem þýðir önd. Þannig komst þetta orð inn í blaðamálið. 'T’IL BIR EL ABD komum við á áttunda degi. — Þegar lang- þreyttar úlfaldalestirnar okkar drögnuðust inn um borgarhliðin, komum við auga á gullglitrandi höll stórvezírsins, Hadji el Ham- ars, en hún stóð í útjaðri borgar- innar. Eftir að ég hafði komið leið- sögumönnum mínum og burðar- körlum fyrir, klæddist ég hvítu frá hvirfli til ilja og gekk á fund vinar míns, stórvezírsins. Við vor- um gamlir vinir frá skólaárun- um í París. Sjálfur hafði ég lagt stund á þjóðfræði, en stórvezír- inn hafði aðallega gefið sig að gaumgæfilegum athugunum á — París, tautaði vinur minn eftir að hafa tæmt sjöunda kampavínsglasið. — Hugsa sér, París! Bon Dieu, gamli vinur! Manstu eftir Germaine? Hvílík- ur vöxtur! Eða Loulou! Hvílíkar mjaðmir, Arkibald! Hvílík brjóst! — Eða Lucienne, bætti ég við. — Ah-ha, stundi stórvezírinn upp yfir sig. — En konurnar þínar, Hajje? spurði ég forvitnislega. — Þú nýt- ur guðdómlegrar tilveru, það veit sá, sem allt veit. Tuttugu og fimm stykki. — Fjörutíu, leiðrétti Hajje súr á svipinn. — En það er ekkert gaman að þeim. Chanson Hindou! Yiilo, ffltímn 09 Solóme — Úr endurminningum Arkibald Joliansens, landkönnuðar. — hinu velþekkta næturlífi Parísar- borgar. Minn gamli vinur, stórvezírinn, tók á móti mér í bláa salnum, en gluggar hans sneru út að fljót- inu. Hann var sjálfum sér líkur eins og í gamla daga. Ef til vill var hann þó orðinn ofurlítið feit- ari. — Tjing, tjing, gamli vinur! heilsaði ég honum á fullkominni Bir el Abd-mállýsku. Minn gamli vinur, stórvezírinn, varð allur eitt skínandi bros, kyssti mig f jórum sinnum á hvorn vanga og sagði: — Er þetta þá ekki gamli vin- ur minn, Johansen — eða ætti mér að geta missýnst! — Nei, aldeilis ekki, sagði ég, — hér er gamli vinurinn þinn kominn, landkönnuðurinn Johan- sen. — Arkibald! hrópaði stórvezír- inn. — Halló, kæri vinur! svaraði ég. Að afloknum þessum inngangs- kveðjum, ýttu tíu svartir þrælar miðdegisverðarborðinu á undan sér inn í salinn. Þetta er rikulegt matborð — skömmtunarmiða- laust. Steiktir fasanar, lax í may- onnaise, rússnesk styrkjuhrogn, kampavín og annað góðgæti. — Vertu eins og heima hjá þér, Arkibald, sagði stórvezírinn og sló á herðarnar á mér. Það var leiðinlegur óvani, sem hann hafði einu sinni lært í Ameríku. Per- sónulega er ég því afar mótfall- in, að vera barinn á herðarnar, nema því aðeins, að það standi bein fast í hálsinum á mér. — Mér finnst nákvæmlega eins og ég sé 'heima hjá mér, kæri vinur, sagði ég og réðst á laxinn. Persneski markaðurinn! Aldrei hælarnir upp í loftið eins og í París.“ — Chica, chica bom chic, áttu við? — Einmitt! Chica, chica bom chic — Carmen Míranda eða Rós- íta Serrano! Það var kvenfóik, vinur kær! Ah-ha, hvílikt kven- fólk! Minn gamli vinur, stórvezírinn, þagði lengi og tuggði kjúklinginn sinn og skólpaði kampavíninu í sig eins og væri það vatn. Þegar máltíðin var á enda, báru fimmtán þrælar okkur inn í flau- elssalinn, þar sem kaffið og líkjör- inn beið okkar, og hljómsveitin tók til við að leika ærandi lag, sem af og til var bætt upp með heljarmiklum trumbuslætti. — Eg hefi reynt að kenna þeim þessa góðu, gömlu dansa, en það heppnast ekki, sagði vinur minn, stórvezírinn. — Það var leiðinlegt, sagði ég. — Þetta á víst að tákna „Lime- house Blues,“ útskýrði stórvezír- inn. — Hræðilegt, sagði ég og drakk sterkt kaffi. Stórvezírinn strauk skeggið, sem nú er orðið dálítið fitugt eftir allan matinn. — Það er eins gott að við fengj- um dans í staðinn, sagði hann og klappaði saman lófunum. Hljómsveitin þagnaði. Hinir sveittu hljómsveitarmenn spýttu í lófana og byrjuðu á ný. Fagur- rautt fortjaldið var dregið til hlið- ar og þrjár þokkagyðjur komu dansandi inn á gólfið. Þrjár und- urfagrar þokkagyðjur. Ein þeirra Ijóshærð eins og sumardagurinn, önnur dökk sem hitabeltisnóttin og sú þriðja með hár, sem minnti á kopar. Klæðnaður þeirra var fólginn í mittislinda úr hreinu gulli, og um öklana báru þær glymjandi bjöllur. Líkamar þeirra voru eins og steyptir í bronz, grannir, naktir og freistandi, en augu þeirra voru eins og leiftrandi stjörnur um nótt. Þær svifu nokkrum sinnum í hringi, beygðu sig síðan niður og dönsuðu svo léttilega á tánum fram hjá mér, svo að ég fann ilm- inn af hinum sterku, eggjandi ilm- vötnum þeirra. — Yala, þessi ljóshærða, sagði vinur minn, stórvezírinn, geisp- andi. — Fatíma, þessi dökkhærða, hélt hann áfram, — og Salóme, þessi rauðhærða. Eg svaraði engu, því að ég var gjörsamlega uppnuminn af hinni guðdómlegu fegurð kvennanna þriggja. Svo þagnaði hljómsveit- in og dansmeyjarnar létu sig falla á gólfið. Eins og þrjár liðugar ljónynjur skriðu þær í áttina til okkar, og allt í einu hvíldu þrenn, ástleitin augu á mér samtímis því, að þrenn þrýstileg brjóst lyftust og hnigu fyrir augum mér. Anganin af nekt þeirra gerði mig ölvaðan, því að ég var þó ekki nema landkönnuðurinn Johan- sen, — og berar axlir Yala, ljós- hærðu dísarinnar strukust við höndina á mér. Vinur minn, stórvezírinn, geisp- aði. — Hvernig líst þér á, Arkibald? spurði hann. — Eg er stórhrifinn, Hajje, sagði ég. — Þið megið fara, dúfurnar mínar, sagði stórvezírinn og gaf bendingu með hendinni. Dansmeyjarnar þrjár liðu á burt og skildu eftir ilmvatnsangan í salnum. — Eg keypti þær á uppboði, sagði stórvezírinn þreytulega. Eg var enn þá undir áhrifunum frá tilliti freistandi, sindrandi augna. Að hugsa sér, að hægt skuli að kaupa nokkuð svona dá- samlegt á uppboði, hugsaði ég með sjálfum mér. Skömmu síðar féll vinur minn, stórvezírinn, í svefn og var borinn út af tíu Núbíunegrum. Eg dró mig í hlé til herbergis míns, sem var í vinstri álmu hall- arinnar, og á meðan ég hægt og gætilega færði mig í náttfötin mín, þá hugsaði ég óaflátanlega um Yala, Fatíma og Salóme, og á meðan vinur minn, stórvezír- inn, dreymdi um Carmen Miranda og Rósíta Serrano, þá dreymdi mig um Yala, Fatíma og Salóme. Eg vaknaði skyndilega við létt fótatak í herberginu mínu. Eg gat séð einhverja veru í myrkrinu. Eg þreifaði ósjálfrátt eftir byss-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.