Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 unni minni undir koddanum, því að mér var vel ljóst hversu auð- veldlega maður getur komist inn í eilífðina í borg eins og Bir el Abd, en þá heyrði ég bliða kven- rödd segja hvíslandi: — Skjótið ekki, herra! Þarna stóð þá kvenmaður. Hún sveif fislétt yfir að rúminu mínu. Eg rétti höndina fram og snerti á henni. Hún var nakin. Eg teyg- aði anganina af ilmvatninu henn- ar. Eg þekkti hana aftur. Sama anganin og af Yala, Fatíma og Salóme. — Hver ert þú? Eg fékk ekkert svar. I stað þess heyrði ég hana snökta. Eg strauk með hendinni niður eftir berum hryggnum á henni. — Af hverju ertu að gráta? Eg reis upp. Hún kom alveg að mér, stóð á tánum og hjúfraði sig upp að mér. — Hadji el Hamar ætlar að gefa mig bókhaldaranum sínum, hon- um Molok, herra, hvíslaði hún, — og ég hata hann. — Hræðilegt, sagði ég. — Hann er ljótur, hvíslaði hún, og ég fann titringinn af mjúku brjósti hennar strjúkast upp að mér. — Eg hata hann, hélt hún áfram, — og ég elska yður, herra. Ef ég nú hefði verið einhver skáldsöguhetja, þá myndi ég auð- vitað fyrst og fremst hafa hugsað til bókhaldarans og ýtt þessu yndisfagra sýnishorni sköpunar- verksins frá mér og farið með hana aftur til herbergis míns, en nú var þetta engin skáldsaga, held- ur ómengaður raunveruleikinn og ég var blátt áfram landkönnuður- inn Johansen — vissulega vanur við sitt af hverju, en svo sannar- legu engu jafn töfrandi og þessu. — Yndið mitt, sagði ég og þrýsti henni upp að mér, og á meðan tunglið varpaði silfurljóma sínum yfir borgina, vafði hún mjúkum örmunum um háls mér og litlu gullbjöllunnar um ökla hennar hringluðu — og varir okk- ar mættust í glóandi algleymis- kossi, sem var brennandi sem hita- beltisdagurinn. — Hver ert þú? hvíslaði ég í dáleiðslu, — Yala — Fatíma — eða Salóme? Hún hjúfraði sig bara upp að mér eins og lítill hænuungi að móður sinni. — Spurðu ekki, herra, — kysstu mig heldur — hitabeltisnóttin er stutt. Og rétt er það, hitabeltisnóttin er stutt. Klukkustundirnar liðu frá okkur eins og mínútur, og þegar fyrsta skíma morgunsins sýndi sig út við sjóndeildarrhing- inn, þá renndi hún sér úr faðm- lögum mínum og sagði hvíslandi um leið: — Elskulegi Arkibald . . megi Allah aldrei láta þig gleyma mér. Á næsta augnabliki var hún horfin. Eg fann enn þá kossa hennar á vörum mér, fann enn þá ilminn af nöktum líkama hennar og ást- aratlotin í unaðslegum faðmi hennar, þegar ég gekk inn til vin- ar míns, stórvezírsins, seinna um morguninn til þess að snæða morgunverð með honum. Hún hafði ekki viljað segja mér nafn sitt, hugsaði ég með mér, en karl- mennirnir eru stundum kænni en kvenfólkið. Eg hafði hugsað mér að spyrja vin minn, stórvezírinn, hverja hinna þriggja dansmeyja hann hefði ákveðið að gefa bók- haldaranum sínum, honum Molok. — Eg vona að þér hafi liðið vel í nótt, vinur minn, sagði hann við mig um leið og við heilsuðumst. — Þakka þér fyrir, Hajje, svar- aði ég, — nóttin hefir verið fyrir mig sem óslitinn sæludraumur. Síðan snæddum við morgun- verð. Yfir kaffinu leit ég á vin minn, stórvezírinn. — Hajje, vinur minn, sagði ég, — hverja þeirra þriggja: Yala, Fatíma og Salóme hefir þú hugs- að þér að gefa bókhaldaranum þínum, honum Molok? Vinur minn Hajje boraði úr tönnunum í sér með tannstöngli úr gulli. — Allar þrjár, sagði hann syfju- lega. Nokkrum dögum seinna yfirgaf ég vin min, stórvezírinn, og hélt för minni áfram lengra inn í land- ið. Þegar ég tók úlfaldann minn í hallargarðinum, sátu þær Yala, Fatíma og Salóme uppi á svölun- um og veifuðu til mín, og augu þeirra leiftruðu og varirnar ljóm- uðu rauðar og heillandi, en enn þann dag í dag er ég ekki viss um hver þeirra hún var. IIÚN VAR SÝKNUÐ. í hánnbœnum Knoxville er strang- lega bannað að liafa brennivín undir höndum. Fyrir nokkru var allroskin kona þar kölluð fyrir rétt, sökuð um brot á bannlögunum. Þótti sann- anlegt að hún hefði átt brennivin i fórum sínum. — En ákærða kvað þetta rangt. Að visu hefði hún kom- ist yfir flösku af brennivíni, en til þess að brjóta ekki lög kvaðst hún ekki hafa viljað geyma liana lieldur drukkið iiana undir eins. „Þess vegna er ekki hægt að segja, að ég liafi haft brennivin undir höndum,“ sagði sú gamla. Dómarinn féllst á þetta og sýknaði lcerlinguna. ÞAD TÓKST. Gamall franskur umrenningur, Réne Premier, stal fyrir nokkru reiðhjóli, ók því til næstu lögreglustöðvar og spurði hvort hann þyrfti að gera rneira fyrir sér til þess að fá húsa- skjól fyrir næsta vetur. Hann væri orðinn svo kulvís að liann þyldi ekki að liggja úti á nóttinni. — Og með tilliti til þess, að liann „átti inni“ nokkra skilorðsbundna dóma fékk liann liúsaskjólið. TISKUMYNDIR ÞaÖ er ótrúlegt að liœgt sé að hreyfa sig mikið í þessum kjól. Hann er frá Jacques Griffes og er úr svörtu og hítu tweed. — Flauelskraginn, breiða leðurbélt- ið og stóru tréhnapparnir er állt svart en iumskarnir eru rauðir. Jacques Fath, sem keppir við C. Dior um æðsta sæti meðál tísku- húsa Parísar, hefir sótt hugmynd sína að þessum kjól aftur i tísku ömmu okkar. Þetta er grár úllar- tauskjóll, kragálaus og sléttur á bölinn. Tvöföld hnapparöð nær niður fyrir mitti og á ermunum eru þrisettar breiðar flysjur. — Rúskinshanskar og lítill hattur með slöri fara vel við kjólinn. — HVAD TYGGJA KÍNVERJARNIR? Særðir amerískir hermenn í Kóreu segja að kinversku hermennirnir fjörgi sig á æsingalyfjum, sem þeir hafa í smáöskjum í malnum sinum. Allir hermennrnir liafa þetta og tyggja það á líkan liátt og tuggu- gúmmí, en áhrifin eru meiri en af þessu vcnjulega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.