Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.11.1951, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Tu.nglsskinseyja.rL Spennandi unglingasaga mcð myndum Ilill og Joe hafa bjargað Norton. Nú segir frá ráðagerðum óvina þeirra þörf vœri á að mœta bófunum vopn- aður! Þeir leituðu hátt og iágt i fursta- liúsinu til að finna uppdráttinn, sem Lobo hafði stolið frá Bill, en árang- urslaust. Loks varð Norton að biðja drengina að liafa sig á burt áður en Skeat og bófar hans kæmu. Bill liljóp á undan en Norton og Joc á eftir, en allt í einu datt Bill nokkuð í hug. Án þess að segja nokk- uð við liina, sem flýttu sér til fylgsn- is síns í skóginum, sneri Bill aftur að húsinu, þar sem Skeat geymdi bæði matvæli og púður. Þar stóð kassi, sem lokaður var mcð sérstöku móti og Bill langaði til að vita hvað í honum væri. Hann var að opna kassann þegar hann fann að gripið var um ökkl- ann á honum. Það var Lobo, sem stakk hausn- um upp um gat í gólfinu, og áður en Bill áttaði sig kippti malajinn honum kyllifötum á gólfið. Bill missti meðvitundina i fallinu og það leið góð stund þangað til hann rankaði við sér. Skeat og Lobo töluðu saman i ákafa en tveir Kin- verjar sátu eins og múmíur og gættu fanga síns, sem var fjötraður á höndum og fótum. „Þú ert meiri klaufinn!“ urraði Skeat. „Eg sendi þig til að sækja skipstjórann, og í stað þcss að hann komi heim sem fangi, finn ég hann liérna í eyjunni, eftir a ðhann hefir náð strákunum tveimur úr haldi. Hvar er „Örin“? Hvers vegna sigldir þú henni ekki inn á leguna?“ „Það voru strákarnir, sem björg- uðu honum,“ svaraði Lobo urrandi af vonsku. „Þeir rændu „Örinni“ frá mér og mönnum mínum — komu okkur að óvörum — og svo hafa þeir siglt skipinu liingað. En við' komum i báti innfæddra manna. Það var heppni að ég hafði falið mig hérna og gat náð i strákhvolp- inn.“ „Það bjargaði þér!“ svaraði Skeat ógnandi. „Þú ert okkur að litlu gagni, Lobo, og ef þú gætir ekki að þér þá skaltu ekki eiga von á góðu.“ Skeat var bálvondur. Þegar liann leit við sá Bill að andlitið á lionum var blátt og bólgið og stórt sár á annarri kinninni, og annað augað nærri því lokað og blár hringur í kring. Þetta voru meiðsli eftir skriðu fallið. „En hér er annar peyinn, og með hans hjálp ættum við að geta náð í hina!“ sagði hann og glotti. „Við verðum að ná i skútuna,“ sagði hann svo og sneri sér að Lobo. „Hafðu með þér nokkra menn og gakktu út fjörurnar þangað til þú finnur „Örina“ og komdu svo sem fljótast aftur. En hinir verða að fara og leita að Norton og svarta stráknum. Hvar eru þeir?“ spurði hann snúðugt og hvessti augun á Bill. En liann svaraði engu heldur lok- aði augunum og lést vera i yfirliði. Skeat góndi á liann um stund, sendi mennina á burt og hvarf svo burt, til að binda um sár sín. — Ýmsir hinir mennirnir voru lika stórmeidd ir, þeir urðu að hvilast og jafna sig. En enginn þeirra hafði drepist eða særst til ólífis. Skipstjórinn og Joe höfðu flúið inn í skóginn og vonuðu að hitta Bill jiar, en þeim varð ekki að því. Loks sagði Norton: „Eg er hræddur um að eitthvað alvarlegt hafi skeð — bara að þorp- ararnir hafi ekki náð i hann Bill?“ Joe hristi höfuðið: „Bágt á ég með að trúa þvi,“ sagði hann. Nú komu þeir upp á hól og svip- uðust um. Allt i einu sagði Norton: „Hvað er þetta? Er „Örin“ komin á siglingu eða missýnist mér svona?“ Joe liorfði líka! Jú, ekki bar á öðru. Skútan, sem þeir höfðu skilið við fyrir akkerum norðan við eyj- una, rann nú suður á bóginn fyrir hægum byr. Með öðrum orðum hlaut fólk að vera komið um borð. „Eg er hræddur um að Lobo og lians menn séu komnir aftur og liafi tekið skipið. Og ef þeir hafa náð í Bill líka fara þeir með liann út í einhvcrja eyjuna til vina sinna,“ sagði Norton angurvær. „Þá verðum við að bjarga honum,“ sagði Joe. „Bara að ég gæti náð i Belamba og beðið liann um að ráð,ast á Skeat í nótt,“ hélt Norton skipstjóri á- fram. „Nú eru bófarnir liræddir, síðan þeir urfðu fyrir skriðunni. Það væri kannske hentugt að ráð- ast á þá núna.“ LEYNIGÖNGIN. Meðan þeir voru að tala saman var Skeat í rauninni að áforma að flýja burt úr eyjunni. Hann var hræddari við Norton og Belamba en hann vildi láta á sér sjá. Hann fór með Bill niður í fjöru og nú sá Bill hvar Lobo var að róa í land úr „Örinni“ og síðan fóru einhverjir að ber.a ýmsan varning, tunnur og kassa, um borð i bátinn og reru honum út í skipið. En nú varð Skeat hræddur um að Bill mund ganga sér úr greipum, og skipaði nú að fara með hann í varðhaldið, sem hann liafði verið x fyrst. Á leiðinni sá Bill hníf liggja urðinni, líklega hafði einhver mað-- urinn týnt lionum. Hann lét sem hann hrasaði oð tókst að detta þannig að hann gat gripið hnifinn um leið, með bundnum höndunum, og stinga honum upp í ermina sína. Malajarnir þrír sem voru með hon- uin voru hálfsyfjaðir og tóku ekki eftir neinu. Þegar Bill var orðinn einn í kof- anurn var hann fljótur að skera af sér böndin. En liann þorði ekki að fara úr kofanum vegna þess að menn Skeats mundu vera þar á fei’li i kring. Þá kom hann auga á hlemminn og hugsaði með sér: „Skyldi ég ekki geta flúið þessa leiðina?" Á næsta augnabliki var hann kom- inn ofan og lét lilemminn lokast yfir sig. En í sömu svifum voru kofa dyrnar opnaðar og Bill heyrði bölv og ragn: „Strákskrattinn f,arinn!“ Vitanlega beið liann ekki eftir að heyra meira, cn hljóp inn i leyni- göng undir liúsinu, langa leið burt. Bill vissi ekki hvert. Meðan óvinir hans voru að leita og skömmuðu hver annan fyrir skeyt ingaleysi flýtti Bill sér áfram þang- að til hann sá Ijós. Gegnum opið í göngunum sá hann stjörnur endur- speglast í vatni, en Ijósið sem hann sá var ef til vill sjö metra inni í göngnunum og kom frá Ijóskeri. Bill þrýsti sér varlega upp að hruf- óttum klettaveggnum og horfði á það sem gerðist skammt frá honum. Skeat stóð við rifu í klettinum og var að troða einhverju inn í liana. Bill datt í hug að þarna væri aðal- geymslustaður þorparans. Skeat tautaði eitthvað og dró nú smápoka út úr rifunni. En i sömu svifum sneri hann sér við svo að birta frá ljóskcrinu féll beint á Bill. Skeat varð hamslaus er liann sá að sést liafði til hans og tók undir sig stökk og ætlaði að hramsa dreng- inn, en rak þá tána í stein og lirasaði. En Bill sveif á hann áður en hann gat staðið upp og nú börð- ust þeir þarna i dimmunni, því að slokknað hafði á ljóskerinu. Skeat var að vísu margfalt sterk- ari en Bill, en Bill var liðugri og tókst að snúa sig af lionum. Skeat reyndi að ná til hans aftur en missti þá litla pokann, sem Bill greip og stakk í vasann. Svo hljóp hann sem fætur toguðu út um hellismunnann en Skeat rcyndi að elta hann uppi. Enginn maður sást niður við sjó- inn þegar Bill kom út í dagsbirtuna og þess vegna hljóp liann niður í fjöruna og ætlaði að synda á burt og reyna að komast i felur. Skeat skimaði í kringum sig eftir Bill en gat livergi séð hann, því að Bill liafði kafað eins mikið og hann gat. En allt í einu brá lionum i brún er hann fann að liann var kom- in í þungan straum, sem þegar hafði borið á burt mcð sér bátinn. Nú gerði liann sér ljóst að hann mundi ekki geta komist til baka í Tunglsskinsey á sundi — það þurfti meira til. Lengi reyndi hann að streytast á móti, en loks þreyttist hann; lion- um fannst eyjan færast lengra og legra burt. Og loks sökk hann, full- viss um að hann mundi aldrei sjá pabba sinn og Joe framar. (Nœst segir frá fleiri furðutíö- indum á Tiinglsskinseyjunni). Vinn þú dyggilega átta tíma á dag og vertu áhyggjlaus. Þá kcmur sá tími að þú getur orið yfirmaður og unnið tólf tíma á dag og hafir allar áhyggjurnar. — Það sem þú sáir munt þú upp- skera. Þetta sannast á öllum ncma lélcgum garðyrkjumönnum. — Eg er ekki að kvarta, en íbúarn- ir sem búa fyrir neðan mig geta ekki þolað hávaðann þegar loftið fellur á gólfið. Fjölskyldan hagsýna. — Þetta tekur engan tíma, elskan, ég hefi skorið hjörtu í tré svo hundr- uðum skiptir. — Jú, í fjarveru yðar náðar, komu nokkrir herrar frá slökkviliðinu, en þeir kynntu sig ekki nánar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.