Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1952, Qupperneq 4

Fálkinn - 28.03.1952, Qupperneq 4
4 FÁLKINN RIS«R JO\l\ ern g'ömnl fæðntegnnd Aðalfæða Austurlandabúa og etin í öllum menn- ingarlöndum. Japönsk húsmóðir frajnreiðir risgrjón fgrir fjölskyldiina. TGAMALLI kínverslcri fræði bók segir frá áveitum, sem Jao keisari liafi gert við Jang-tse-kiang árið 2356 f. Kr. til 'þe&s að auka rísgrjóna- i-æktina. Síðan þetta var skrif- að eru með öðrum orðum rúm 4300 ár, og má þvi ganga að þvi vísu, að rísgrjónin séu með allra elstu jurtum, sem ræktað- ar lrafa verið lit manneldis. Og i indverskum bókmenntum kem ur orðið wrihi, sem þýðir ris, "yrir um 500 árum f. Kr. Er talið að í fyrstu hafi rísgrjóna- rækt verið stunduð á tveimur stöðum í heiminum en dreifst þaðan út uin veröldina. Það er kunnugt að Arabar kenndu Egyptum, Spánverjum og ítöl- um rísgrjónarækt og að Tyrkir kenndu hana þjóðunum á Balk- an. Það er ekki nema sjálfsagt að ýmsir trúsiðir séu til í sam- bandi við rætkun elstu nytja- jurtanna á jörðinni. 1 Japan eru lialdnar hátiðir bæði þegar sáð er og uppskorið. Og á Bali er rísgyðjan, Dewi Sri, vinsælasta goðið. Áður en plantað er reisir fólkið dálítið altari við akurinn og þar færa konurnar Dewi Sri fórnir, svo að hún gefi ríkulega uppskeru. Ríshálmurinn er notaður líka, sérstaklega í Japan. Japanar gera sér skó, sópa og mottur úr honum, og enda fleira. En auk þess er hálmurinn notaður til fóðurs handa kúm og lika er hann ágætur til að gera úr hon- um vindlingapappír. Þannig nýtist jurtin öll. I Evrópu nota menn korn i hrennda drykki, en i Asiu eru ýmiss konar drykkir gerðir úr rísgrjónum. í Suðaustur-Asíu er öl úr rís mjög ahnennur drykkur. I Japan er drykkur- inn kallaður eagi, en í Kína samsju. I Indlandi og á Java er gert arak úr rísgrjónum, mjög sterkur drykkur, sem fæst við að gerjað er saman rís og pálma- safi eða ris og sykur og safi úi' kókospálmablómum settur saman við til smekkbætis. Starfsfrek atvinna. Það kostar afarmikla vinnu að rækta rís. En engin þjóð hef- ir jafnmikið vinnuafl og millj- ónaþjóðin í Kína. Og Kínverjar eru iðnir, en eftir tímanuin í flestri tækni. Við jarðyrkjuna nota þeir sömu áliöldin og for- feðui’ þeirra liafa gert- í mörg hundruð ár: haka, bamhushrifu og plóg, sem ristir ekki nema 5—6 cm. niður i moldina, sigð og heimasmíðaða þreskivél. I Bandarkjunum eru auðvit- að notaðar nýtísku vélar við rís- ræktina og þar sá menn rís- grjónunum í stað þess að planta út smáplöntunum. Áveiturnar eru gerðai’ með vélum og vélar notaðar við uppskeruna. Banda- ríkjamenn geta því selt rísgrjón in ódýrar en Kínverjar, þrátt fyrir lága kaupið i Kína. En kinverski rísinn þykir betri, og uppskeran af hverjum liektara er minni hjá Bandaríkjamönn- um en hjá Kínverjum. Austurlandabúar liafa lært að rækta rís af þúsund ára reynslu. Regntíminn, sem siglir í kjölfar inonsúnvindanna, er grundvöll- ui’ rísræktunarinnar. En þetta regn kemur ekki alltaf á sama tíma og stundum rignir ekki nóg. Ef vel á að vera þarf að rigna minnst 1000 millimetra á 3—5 mánuðum. Þess vegna þarf að hafa áveitur til að sjá fyrir vætunni ef rigningin bregst. En ef áveiturnar eru í lagi er hægt að sá og uppskera tvisvar á ári. Frjósemi möldarinnar er ekki alls staðar jafn mikil og víða, t. d. i Japan verður moldin ó- frjó af ofyrkju nema því meira sé nótað af áburði! Japanar nota pottösku og köfnunarefn- issambönd er þó mest liúsdýra- áburð og for. Á Bali væri það hins vegar óhugsandi því að það væri móðgun við Dewi Sri að bjóða henni þess konar „trakteringar“ lianda rísplönt- unni. Kínverjar verða líka að nota áburð á rísekrur sínar, en miklu íninni en Japanar. í Kína, Japan og Java eru rísgrjónin ræktuð í stöllóttum beðum í halla, sem liægt er að láta vatn flæða yfir. Rennur vatnið þá beð af beði. 1 Japan eru lág garðbrot milli beðanna, og göt á, svo að hæg er að stífla Er vatnið látið liggja á hverju beði dálitla stund og síðan hleypt á það næsta. Þar sem þurrlent er í Kína og Japan er vatninu safnað i uppistöður fyrir ofan rísekrurnar, og þess- ar uppistöður notaðar til að klekja út fiski. En fiskur er aðalfæða þessara þjóða, næst á eftir risgrjónunum. í ferðasögu frá Java, sem Ronal Stuart Kain skrifaði 1948, segist hann liafa séð bændur standa í vatni úti á rísekrunum, með veiði- stengur í hendinni. — í Pódaln- um eru fullkomnustu rísáveit- ur í heimi (eða voru að minnsta kosti fyrir flóðin miklu í haust). Þeir sem hafa séð kvikmyndina „Bitter Rice“ muna kannske hvernig þessar áveitur líta út. — Sama mynd ber með sér live erfið vinnan er á rísekrunum. I Austur-Asíu er jarðvegurinn búinn undir plöntun meðan liann er undir vatni, en plönt- urnar ekki settar niður fyrr en þær eru orðnar 30 cm. háar. Þegar þær hafa náð festu í moldinni er borið á og arfinn reyttur um leið. Á Borneo og Sumatra er vandvirkni minni. Þar er kornunum sáð beint í leðjuna og náttúran svo látin sjá fyrir gróðrinum. t>egar strá- in gulna eru þau skorin eins og annað korn og þreskt og gula hýðið ysta tekið utan af korninu. Þessi rísgrjón eru lcöll- uð paddy og í þeirri mynd eru þau aðallega flutt út. En siðan eru grjónin „póleruð“ og seld í þeirri mynd — rænd ýmsum þeim efnum, sem líkamanum eru nauðsynlegust. Lífsskilyrði Auturlanda. Kínverjar eru bændaþjóð og menning þeirra vaxin upp úr jörðinni. Jarðyrkjan er grund- völlur tilveru þjóðarinnar, því að hún veitir margfalt fleiri mönnum atvinnu en allar aðrar atvinnugreinar til samans. Þó að rísræktin sé aðallega í á- kveðnum, afmörkuðum lands- hlutum þá er hún lil alla leið norður í Mandsjúriu. Meðal- stærð jarðanna þar er um 3 hektarar en suður í Kína, þar sem landþrengslin eru meiri eru jarðirnar aðeins * 0.8 ha. enda kemst einyrkinn ekki yf- ir að rækta meira. Stærstu jarð-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.