Fálkinn - 28.03.1952, Page 13
FÁLKINN
13
t
Rosa-perlurnar í nótt, herra Mannering, sagði
Lee og yppti öxlum.
Mannering fitjaði upp á trýnið og brýndi
röddina.
— Ef ég á að skilja þetta sem viðskipta-
brellu, herra Lee, þá hefir yður eiginlega
skjátlast ef þér haldið að ég sé flón. Eg er
mjög vonsvikinn yfir yður, herra Lee.
Gyðingurinn brosti og Mannering gat ekki
annað en dáðst að honum.
— Mér finnst mjög eðlilegt að þér séuð
hissa, og ég áfellist yður ekki fyrir að þér
grunið mig um græsku. En af því að það er nú
einu sinni svo að ég get ekki sýnt yður Rosa-
perlurnar núna, þá getur ekkert orðið af kaup-
unum í dag, og þýðingariaust að halda samtal-
inu áfram.
Mannering skildi að það þýddi ekki að halda
leiknum áfram lengur, en freistaðist þó til að
gera eina atlöguna enn.
— Heyrið þér — hver veit nema ég væri til
í að hækka boð mitt dálitið. Eigum við að
segja þrettán þúsund pund?
— Eg skil vel að þér séuð áf jáður í perlurn-
ar, herra Mannering. Þér eruð safnari og vilj-
ið gjarna komast yfir sjaldgæfa gripi. En við
þessu er ekkert hægt að gera. Það er satt sem
ég segi — perlunum hefir verið stolið.
Mannering sat um stund og horfði á hann.
— Hvaða vandræði. Eg fer að halda að þér
segið satt. En góði herra Lee. Þér og ég og
kannske einn maður til vitum að perlurnar eru
í Englandi. Þess vegna er ótrúlegt að . . . .
— Það er einmitt það sem mér finnst,
svaraði Gyðingurinn mjúkt. Og það var eitt-
hvað í röddinni, sem Mannering gat ekki ráð-
ið. — Vitanlega geta fleiri hafa heyrt sama
orðróminn sem þér heyrðuð, en .... Jæja,
þér verðið að afsaka mig ....
Hann hringdi og skrifarinn kom inn. Og svo
kinkaði hann kolli fremur kuldalega og
kvaddi.
Mannering var ekki viss um hvort Lee grun-
aði nokkuð eða ekki. Honum datt kannske í
hug að hann grunaði eitthvað, þó að hann léti
ekki bera á því.
En á stuttri stund gerðist tvennt, sem olli
því að hann þurfti ekki að brjóta heilann leng-
ur um þetta.
— Nýjustu hádegisblöðin! orgaði blaðasali
í eyrað á honum.
— Miðdegisblöð! heyrðist hrópað úr annarri
átt.
Það var áberandi hve taddirnar voru ólík-
ar. Mannering leit á blaðasalana tvo. Annar
var gamall og tötralegur til fara. Hinn yngri,
með gáfulegt andlit —: fötin voru hrein þó ekki
værii þau ný.
Raddirnar voru jafn ólíkar og mennirnir
sjálfir, hugsaði Mannering með sér. Hann gat
ekki annað en hugsað um hve ólíkar raddirn-
ar voru.
FELUMYND
Ilvav er hinn reiðmaðurinn?
Og einmitt þetta sama var tílfellið með
Septímus Lee. Hann hafði haft allt aðra rödd
núna en í fyrra skiptið sem Mannering talaði
við hann. Gyðingahreimurinn sem hafði verið
svo áberandi í fyrra skiptið, var alveg horfinn.
Hann breytir um róm, eftir því sem honum
býður við að horfa, hugsaði Mannering með
sér. Það er talsvert einkennilegt.
Hálftíma síðar sat Mannering heima sjá
sér og var að skoða Rosa-perlurnar. Hann
hugleiddi hvernig hann gæti best komið þeim
í peninga, og hvort þær mundu nú vera ekta
eða ekki. Gæti hann fundið góðan kaupanda
eða þjófsnaut, þá mundi sá hinn sami geta
sagt um hvort perlurnar væru ekta eða gervi-
perlur.
Hann minntist þess, sem Flick Leverson
hafði sagt. — Eg get alla jafna tekið við smá-
vegis dóti, en ef það er eitthvað verðmætt
sem þér hafið þá verðið þér að fara til Levy
Schmidt.
Þetta þótti honum einkennilegt, því að hann
hafði heyrt úr annarri átt að Levy Schmidt
væri í makki við lögregluna. En það mundi
þá vera þegar smáþjófarnir ættu í hlut. Þeim
stóru mundi hann vera tryggur. Og þegar
Mannering fór til Levy með Kentonnæluna,
varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Það voru
samantekin ráð hans og Mannerings að leika
þennan gamanleik með Bristow í veðlána-
búðinni, og Levy hafði leikið sitt hlutverk vel.
Mannering afréð að fara til Levy með Rosa-
perlurnar. Levy mundi ekki vilja borga meira
en fimm þúsund pund fyrir þær. En það varð
að hafa það. Mannering lá á peningum til að
laga fjárhaginn.
Um klukkan átta um kvöldið stóð hann í
einum gervibúningnum sínum neðst niðri í
Mile End Road og beið eftir því að Levy kæmi
út úr búðinni sinni. Hann hafði komist að
þeirri niðurstöðu, að það væri vissast að sitja
um hann fyrir utan — það var aldrei að vita
hver væri staddur inni í búðinni. Eftir dálitla
stund sá hann Gyðinginn koma út, lítinn og
boginn, og eigra í áttina að næstu vagnbiðstöð.
Mannering fór upp í vagninn á eftir honum.
Við Aldgate steig Levy út, og þegar Manner-
ing fór á eftir honum sá hann hann hverfa
inn í Oriem-böðin tyrknesku.
Mannering kom sér fyrir í horni beint á
móti baðhúsinu, þaðan sem hann gat séð til
beggja innganganna. Svo liðu tíu mínútur en
þá kom Daimier-bifreið með digrum manni í
hláum einkennisbúningi við stýrið og nam
staðar við baðhúsdyrnar. Enn liðu fimm min-
útur og þá kom Septimus Lee út úr baðhús-
inu. Hann steig inn í bifreiðina og hún hvarf
brátt í umferðarþvöguna.
— Jæja, strákar hafa stærsta lukku, hugs-
aði Mannering með sér. — Hefði ég verið dá-
lítið glöggskyggnari þá hefði ég átt að vera
búinn að sjá að Septimus Lee og Levy Schmidt
eru einn og sami maðurinn.
Mannering hafði ‘búið til skrá yfir fólk, sem
keypti stolna muni. Hún var einkum byggð
á upplýsingum frá Flick Leverson sem þóttist
verða að hafa um marga að velja, ef hann yrði
klófestur — og það kom líka á daginn. Lever-
son hafði ekki viljað ábyrgjast að allir þessir
þjófsnautar væru öruggir. Það voru ýmissir
„hákallar“ innanum og saman við, og margir
sem lögreglan sýndi talsvert nærgöngulan á-
huga. Levy Schmidt var talinn sá vissasti —
að minnsta kosti þegar um verðmæta hluti var
að ræða. En eftir að Mannering var kominn
að raun um að Gyðingurinn lifði í tvenns konar
gervi, var ekki hægt að notast við hann. Sem
þjófsnauturinn Levy Schmith mundi hann bíða
átekta þangað til þjófurinr. að Rosa-perlunum
kæmi til hans og seldi honum perlurnar aftur.
Og sem Septimus Lee forstjóri í Severell Trust
mundi hann vafalaust hafa gát á Mannering.
Leverson hafði gefið Mannering ávísun á
mann, sem hét Grayson. Hann átti nokkur
smáskip, sem hann notaði til strandferða og
stundum í skotferðir til Hollands. Hann mundi
geta tekið að sér að smygla verðmætum grip-
um úr landi. Leverson hafði sagt Mannering
að Grayson væri vís til þess að hafa brögð í
frammi, en þó mætti vist treysta honum.
Þremur dögum eftir innbrotið hjá Septimus
Lee kom dökkhærður og útlimastór maður
inn í skrifstofu Graysons og spurði eftir for-
stjóranum. Eftir að skrifstofufólkið hafði at-
hugað gestinn talsvert ítarlega var honum
sleppt inn.