Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 24
20 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952
hliðina á ínínu. Læknirinn kom chnþá
á hverjum degi og talaði eins og það
væri aðeins tímaspursmál, 'hvenær ég
gæti farið að lifa eðlilegu lífi aftilr.
En ég hafði ekki stigið í fæturna síð-
an ég kom heim og grét mig í svefn
á liverju kvöldi í faðmi Phil.
Fjölskyldan sparaði ekkert við
mig. Bækur, blöð og blóm. Nóg af
öllu. Náttkjólar og náttjakkar af fal-
Iegustu gerð og rúmfötin hin feg-
urstu. Herbergið 'hafði verið prýtt
með fegurstu litum, sem ég hefði get-
að kosið. En allt nýtt, sem þau færðu
mér, 'hver breyting, sem var gerð,
færði mig nær uppgjöf og örvílnun.
Eg sá, að þau voru að gera mér skraut-
legt iireiður til að hýrast í til ævi-
loka.
Það var þyrnihreiður, sem mér
hafði verið búið. Eg fann það vel
bæði dag og nótt, einkum á nóttunni.
Þær voru liræðilegar. Þá upplifði ég
alltaf sömu skelfinguna og hafði grip-
ið mig, þegar ég lagði í örlagaferðina
út í sársaukann og dimmuna. Eg ósk-
aði þess, að ég gæti æpt mér til frið-
þægingar, en það var eins og radd-
böndin væru læst að næturlagi.
En ég hætti það upp á daginn. Að
vísu var ég þægur og góður sjúkl-
ingur fyrst í stað. En þegar frá leið,
fór ég að verða óþolinmóð og upp-
stökk. Eg rauk upp á nef mér og
hellti mér yfir loreldra mína, Phil
og Andy út af hreinustu smámunum.
Eg vildi ekki lesa bækurnar og blöðin,
sem þau færðu mér og neitaði að
opna útvarpið mér til dægrastytting-
ar. Eg lá grafkyrr og starði fram fyr-
ir mig, reiðubúin til að nota hvert
tækifæri til að svala reiði minni, ef
einhver yrti á mig.
Brátt fóru að sjást mörk á þeim.
Andy stundaði mig án þess að mæla
orð frá nmnni að óþörfu. Mamfna fór
jafnan að hágráta, þegar 'liún fór út
frá mér, og það komu alvörudrættir
kringum munninn á pabba og Phil í
hvert skipti, sem þeir komu inn til
mín.
„Andy segir, að þú- sért Iiætt að
láta nudda þig,“ sagði læknirinn. „Þú
ert kjáni, Katherine. Margir, sem líkt
hefir verið ástatt með og þig, hafa
lilotið 'fulla bót. Þú ert alltaf að fá
aukinn mátt. Þú getur farið að nota
hjólastól úr þessu, og svo geturðu
farið að nota hækjur. Hver veit, hvað
svo tekur við! En um fram allt, ]iá
verðum við að iialda áfram nuddað-
gerðunum.“
„Hjólastól! Hækjur!“ hrópaði ég.
„Ahlrei, aldrei, segi ég!“ Eg fól and-
litið i liöndum mér.
Hann stóð kyrr og horfði á mig.
„Margt fólk hefir lifað hamingjusömu
ilifi á þennan veg,“ sagði liann lióg-
værlega.
„Það mun ég ekki gera, ef ég á að
hýrast í þessu rúmi til níutíu ára ald-
urs.“
Þegar Phil kom inn til mín síðar
um daginn, virti ég hann vandlega
fyrir mér. Það var ekki andlit sama
mannsins, sem ég hafði gifst nokkr-
um mánuðum áður. Það var eldra og
líflausara. Gleðina og gáskann var
nú hvergi að sjá í svip hans.
Hann settist á rúmstokkinn og tók
um báðar hendur mínar. „Kathie,“
sagði hann, „dr. Murpby hefir sagt
mér, að 'þú getir farið að aka í hjóla-
stól. Eg hefi pantað einn og fæ hann
sendan hingað í dag. Þá getum við far-
ið í gönguferð."
Eg kippti höndunum að mér.
„Hvað gengur að þér?“ spurði hann
forviða.
„Ekkert, Phil,“ sagði ég rólega. „Að-
eins það, að ég held, að við förum
livorki í gönguferð i kvöld né nokkurt
annað kvöld.“
Hann yppti öxlum og fór von bráð-
ar út úr herberginu.
HJÓLASTÓLLINN kom þennan dag.
Eg tók mér hók í hönd og liafði augun
á henni en ekki hjólastólnum, þegar
Andy ók honum inn. Þegar luin spurði
mig, hvort ég vildi ekki reyna hann,
hristi ég höfuðið. Og svo stóð liann
þarna framvegis og enginn nefndi
hann á nafn.
Brátt kom þar að, að dauð flatneskja
virtist framundan. Allir voru hættir að
láta sig dreyma um framfarir hjá mér.
Þó að það væri mér óbærilegt lif og
óskemmtileg til'hugsun, þá var það
sannarlega ekki betra fyrir fjölskyldu
rnína. Eg gerði ekki svo mikið til þess
að varpa birtu yfir hið hversdagslega
líf.
Það var Sigrid Ericson, sem kom
á nokkurri breytingu.
Hún hafði skrifað mér skömmu eft-
ir að ég fór heim. Hún tjáði mér samúð i
sína, en minntist ekkert á fyrirætlan-
ir sinar. Þess vegna kom það okkur á
óvænt, þegar við lásum það í blöð- ,
unum, að 'hún ætti að syngja á hljóm-
leikum í borginni okkar á föstudags-
kvöldið.
Phil stakk upp á þvi, að við færum
á hljómleikana, en ég vildi ekki heyra
á það minnst. í þess stað skrifaði ég
Sigrid á lítinn bréfmiða og sendi hann
til samkomuhússins. Símanúmer mitt
fylgdi, ef liún skyldi ekki geta heim-
sótt mig sjálif.
Hún kom skömmu eftir hádegi á
föstudaginn. Hún var rauð í kinnum
og 'bláu augun voru tárvot er hún tók
i hönd mér. „Kathie, Ivathie,“ sagði
luin með kæfðri röddu. „Allan þennan
tima hefi ég haft svo mikið samvisku-
bit.“
„Já, en hvers vegna, Sigrid?" spurði
ég. „Ekki var það þér að kenna.“
Hún gekk út að glugganum. „Eg
öfundaði þig, skal ég. segja þér.“
„Öfundaðir þú mig? Eg gat varla
trúað minum eigin eyrum.“
„Hvernig get ég skýrt það?“ sagði
hún. „Eg 'hefi eytt allri ævinni í að
læra. Fyrir þig var liíið skemmtilegt.
Þú þurftir ekki að verða neinn meist-
ari. Enginn rak þig miskunnarlaust
áfram að því marki. En allt mil lif
hefir mótast af ofurkappi fólksins,
se.m hefir rekið mig áfram.“
„Já, lífið hefir verið öðru visi hjá
mér en þér. Strax í bernsku þótti ég
góð á skíðum. Foreldrar rnínir, kenn-
ararnir og nágrannarnir — já, allir
sögðu, að ég yrði að verða meistari.
Eg var þess vegna öllum stundum við
skiðaæfingar í brekkunum. — Síðar
komst fólkið að þvi, að ég gæti sung-
ið. Þá var ekki að sökum að spyrja.
Sama tóbakið upp aftur. Æfingar!
Æfingar! Hjá mér varð ekkert leikur.
Vinir úr jafnaldra hópi engir. Að
vísu þykir mér gaman að renna mér <
á skiðum og syngja, en ég hefi orðið
að borga kunnáttu mína dýru verði.“
„Eg skildi vel, livað ég hafði farið 1
á mis við, þegar þið Phil konmð til
Pine Lodge. Þið voruð svo hamingju-
söm. Fyrirgefðu mér, Kathie,“ sagði
hún. „Það er ljótt áð öfunda. Þú getur
ef til vill skilið, hvernig mér leið, þeg-
ar þú meiddir þig? Mér fannst öfund
mín næstum því vera orsök óhapps-
ins.“
Eg svaraði ekki. Hugur minn var
bundinn við það, sem hún hafði sagt
um okkur Phil í Pine Lodge. En hví-
lík breyting var ekki orðin á sam-
bandi okkar Pbil frá því þá!
Eg fór að gráta. Eg grét það líf, sem
nú var horfið — glatað. Sigrid strauk
hár mitt blíðlega. „Eg hefði ekki átt
að tala svona, Kathie,“ sagði lnin i
iðrunartón. ,,Eg 'hefi snert viðkvæma
strengi.“
Eg reyndi að stöðva táraflóðið. „Mér
er einni um það að kenna, að ég ligg
hér. Það var þrái minn og sjálfsbyrg-
ingsháttur." Eg áttaði mig strax á því,
að ég hafði viðurkennt þetta i fyrsta