Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 26

Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 26
22 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 „Séra Carl Henderson, sem hefir samkomur, sem aðallega eru œtlaðar sjúklingum, í stóru rauðu hlöðunni ivans Wentleys gamla, segist hafa snú- ið fast að 100 manns til trúar og veitt mörgum sjúkum heilsubót með því að gefa þeini trúna aftur á þessum tveim- ur vikum, sem hann liefir dvalist í Shawport. Á liverju kvöldi hiýða á hann 4 til 500 manns, og hann hefir lýst yfir því, að Iiann muni dveljast hér um óákveðinn tíma.“ Blaðið rann úr máttlausum fingrun- um og ég faldi andlitið í höndum mér. Hugurinn komst í uppnám. Allar sög- urnar, sem ég hafði lesið um krafta- verk og lækningamátt trúarinnar, leiftruðu um huga minn. Vonarneisti kviknaði i brjósti mér: „Andy, Andy, komdu hingað!“ kailaði ég. Hún kom hlaupandi: „Hvað er að?“ spurði hún undrandi. Eg rétti blaðið í áttina til hennar: „Sjáðu! Hérna stcndur, að séra Hend- erson lækni fólk úr allri borginni. Ó, Andy —“ Eg hætti skyndilega. Vonbrigðasvip- urinn á hjúkrunarkonunni dró úr mér allan kjark. „Uss“, sagði hún, „er það allt og sumt?“ Samt róaðist ég við orð hennar. Æsingin, sem í fyrstu liafði náð tök- um á mér, hvarf alvcg. „Setstu hérna lijá mér og talaðu við mig,“ sagði ég. „Vissirðu um þennan trúarlækni?" „Eg gæti ekki hafa komist hjá því að heyra talað um hann,“ sagði hún. „Enginn virðist tala um annað lvér i borginni. Að minnsta kosti heyrði ég ekki á annað minnst á markaðinum i morgun.“ „Ætlarðu að segja mér, að þú hafir vitað um þetta og ekki sagt mér frá því? Vildirðu kannske ekki, að ég yrði heilbrigð aftur? Varstu hrædd um að missa hina þægilegu stöðu, sem þú hefir, ef svo færi?“ Hún spratt upp af stólnum og rétti úr sér. „Eg þarf ekki að vera 'hér stundinni lengur. Svo að það er hug- mynd þín, að það sé þægilegt starf að stjana við óþekka og spillta stúlku, sem er orðin það gömul, að hún ætti að vita betur! Eg segi starfinu lausu þegar i stað. Eg sagði þeim það líka á markaðinum í dag með líkum orð- um.“ Mér fannst sem köldu vatni væri skvett framan í mig, svo reið var hún. „Hvað átt þú við?“ „Fójkið var að kjafta um þennan prédikara á markaðinum í morgun og einliver kom með þá at'liugasemd, að þú ifærir ekki þangað eins og aðr- ir, enda mundi ég víst kæra mig lítið um það, svo að ég missti ekki starfið. Sama athugasemdin og þú komst með núna áðan. Þægilegt starf! Uss, ég vildi gjarna sjá aðra þurfa að ganga gegnum það, sem ég hefi orðið að sætta mig við upp á síðkastið!" Eg reyndi að sefa hana. „Sestu nið- ur, Andy,“ sagði ég rólega. „Segðu mér, hvað þú heldur um manninn. Hvað veistu um hann?“ Hún settist niður. „Eg hcfi verið trúuð alla mína ævi, farið í kirkju á hverjum sunnudegi, þegar ég liefi ekki verið veik. Þannig er trúin fyrir mig. Eg þekki ekki aðrar hliðar á henni. Mér finnst það ekki sýna ein- læga trú að lirópa og kalla hástöfum og verða móðursjúkur i cinliverri gamalli hlöðu einhvers staðar og ein- hvers staðar.“ „En heldurðu, að þú mundir sami vilja koma með mér þangað?“ spurði ég eins róHega og ég gat. Eg sá, að hún átti í miklu sálar- stríði. Loksins sagði lnin: „Hvað viltu, að ég geri, Kathie?" „Eg vil, að þú komir mér einlivern veginn þangað út eftir. Enginn má vita af því, ekki cinu sinni Phil. Eg verð að fara, Andy. Eg get ekki látið þetta tækifæri fara fram lijá mér, skilurðu það ekki? Þetta er síðasta von mín.“ „Fyrst þú lítur þannig á málið, hvernig get ég þá sagt nei?“ Það brá fyrir brosi á andliti hennar. „Auðvitað er þetta miklu auðveldara, þegar for- eldrar þinir eru ekki heima. En hvað eigum við að gera við Phil?“ „Mér dettur áreiðanlega eitthvað i hug. Eg verð að finna ráð. En hvernig á ég að komast þangað? Ilver á að bera mig niður? Og hvernig á ég að koma mér á framfæri, þegar komið er á áfangastaðinn?“ Hún greiddi úr þeim vanda. „Það er auðvelt. Eg hringi á Bremer bíla- stöðina og bið þá að senda Ed Hamön, systurson minn, hingað. Hann er bif- reiðarstjóri hjá þeim. Þú getur reitt þig á hann. Hann ekur okkur báðar leiðir.“ „Báðar leiðir! Ó, Andy, hefirðu ekki ihugsað út í það, að ég mun ekki þurfa að láta aka mér nema aðra leið, ef þetta heppnast.“ „Yeslings barn!“ andvarpaði Andy. Hún stóð upp, beygði sig niður að mér og kyssti mig, en flýði svo bók- staflega út úr herberginu. Nokkru síðar kom hún aftur með glas af vatni og pillu. „Þú ætlir að taka þetta,“ sagði hún blíðlega. „Þér veitir ekki af því. Ef þú ætlar að leggja út i þetta, þá held ég, að best sé að gera það i kvöld. En þú munt þurfa á öllum þinum styrk að halda.“ Hún klappaði mér varlega. „Farðu nú að sofa.“ Geðslhræring morgunsins hafði gert mig þreytta. Eg fór að ráðum hennar og sofnaði brátt værum svefni. KLUKKAN var nærri ])vi orðin fimm, þegar ég vaknaði. Strax og ég áttaði mig, varð ég kvíðin út af kvöldinu. „Andy, Andy!“ kallaði ég. „Eg gct þetta ekki!“ Það hefði ef til vill mátt ætla, að Andy hefði orðið fegin, eftir því að dæma, hvernig hún tók tillögu minni fyrst um morguninn. En lnin er nú ekki þannig gerð, að 'hún vilji hætta við það, sem búið er að ákveða. „Allt er undirbúið. Bifreiðin kemur klukk- an 7.15, og Ed hefir lofað að vera okkur hjálplegur. Eg hringdi í Phil og bað liann um að ónáða þig ekki, ef hann kæmi snemma heim. Hann kvaðst hafa liugsað sér að verða heima við, en fyrst svona væri, þá ætlaði hann að vinna til kl. 11, svo að hann væri laus við kvöldvinnu það, sem eftir væri vikunnar.“ Eg liafði róast við traust handtak hennar. „Þú mundir sjá mikið eftir þvi, ef þú hættir við að fara, Kathie. Eg ætia að færa þér ofurlítinn anatarbita, en svo skúlum við ætla okkur nægan tíma til að undirbúa ferðina. Eg held, að þú ættir að nota hjólastólinn. Það væri alltof áberandi, ef Ed bæri þig inn á fundinn." Eg 'borðaði matinn óafvitandi og einhvern veginn komst ég i fötin með hjálp Andy. Hún valdi bláan kjól, lítinn, bláan hatt og sandala. Síðan bar hún mig upp í hjólastólinn. Mig svimaði fyrst i stað, en jafnaði mig þó smátt og smátt, er Andy fór að aka mér í stólnum um herbergið. Þetta var eiginlega fyrsta verulega hreyfingin, síðan ég var borin i rúmið 9 mánuðum áður. Við vorum tilbúnar, þegar bifreiðin kom. Ed var stór og karlmannlegur og vakti strax traust mitt. Hann lyfti mér með sterkum örmum sínum og kallaði ti! Andy. „Geturðu komist með stólinn niður stigann?" „Já, já,“ svaraði liún og fylgdi fast á eftir okkur með hjólastólinn. Ed setti mig í framsætið, en Andy settist aftur i við liliðina á hjóla- stólnum. Eg vissi, að hann ók ekki hratt. Hraðamælirinn sýndi ekki yfir 30 milur, en samt kvaldist ég af hræðslu. Eg gleymdi tilgangi ferðarinnar um stund, og eftir það, sem mér fannst vera lieil eilífð, nam bifreiðin sta|Sar við innganginn að hlöðunni. Stórum, uppljómuðum krossi hafði verið kom- ið þar fyrir. „Ætlarðu að sækja okkur aftur eft- ir guðþjónustuna," sagði Andy. Rödd- in var óstyrk og ljóstraði upp um kviða hennar. „Eg hefi heyrt talað um þennan séra Henderson og hefi alltaf ætlað mér að sækja fund hjá honum,“ svar- aði hann. „Úr þvi að ég er hingað kominn, hcld ég, að ég verði kyrr. Forstjórinn sagði, að ég mætti nota bifreiðina eins og ég vildi i kvöld.“ Okkur Andy létti báðum, þegar Ed tók í bríkina á hjólastólnum og liélt af stað með okkur til hlöðunnar. Hann lægði taugaspenning okkar og fyrir- kviða. Margir ráku upp stór augu af undr- un, þegar þeir sáu, að ég var komin. Ed fór með mig fram í miðjan sal, þar sem hann fann auðan stól, en fór svo aftur út með hjólastólinn. Lítið hafði verið gert til þess að bæta útlit hlöðunnar. I innri endan- um hafði verið gerður upphækkaður pallur. Á honum var prédikunarstóll og pianó. Aftast voru stólar fyrir söngfólkið. í salnum sjálfum voru alls konar stólar, eldhússtólar, mál- aðir og ómálaðir, stólar, sein hægt var að leggja saman, gamlir kirkju- bekkir o. fl. Eg var vön (hinni virðulegu, gotn- esku St. Albans kirkju eins og Andy. Þegar ég svipaðist um á þessum stað, þar sem ekkert minnti á kirkjulega fegurð, bliknuðu þær vonir, sem ég liafði tengt við ferðina. „Andy hafði rétt fyrir sér í morgun,“ hugsaði ég. „Við hefðum ekki átt að koma hingað. Hvað getur slikur staður haft að bjóða mér?“ Eg lokaði augunum, full ör- væntingar. En það var aðeins augnablik. Brátt hljómaði undursamleg rödd um hlöð- una. Eg opnaði augun og sá lítinn mann, sem leit út eins og unglingur, standa í prédikunarstólnum og flytja inngangsorð. Kórinn tók við af honum og sam- komugestir risu úr sætum sínum og sungu með. Þeir skyggðu á manninn i prédikunarstólnum, svo að ég sá hann ekki. Eg brann í skinninu af ó- þolinmæði í að sjá hann aftur. Þegar sálmurinn var búinn, settist söfnuðurinn. Eg festi augun á séra Framhald á bls. 27,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.