Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 32
28 Jölablað fálkans 1952
Þegar Bagga bjargaði jólunum
1. Einn morguninn þrem vfkum fyrir
jól vaknaði Bagga við hringinguna í
vekjaraklukkunni við rúmið hennar
mömmu sinnar. Móðir hennar var vön
að fara fyrst á fætur til þess að hita
á katlinum. „Eg get víst legið tíu
mínútur enn,“ hugsaði Bagga með sér
3. „Eg má til með að segja þér nokk-
uð, áður en ég fer á spítalann,“ sagði
mamma Böggu. — „Við eigum sama og
enga peninga. Það, sem hann pabbi
þinn lét eftir sig nær skammt núna,
þegar allt er orðið svona dýrt. Eg
vissi ekki hvernig við ættum að halda
5. Heitt loft og góða lykt lagði á
móti Böggu, þegar hún kom inn úr
dyrunum á stóru versluninni. Þarna
var mikið skraut að sjó. Ungu stúlk-
urnar sem hjálpuðu afgreiðslufólk-
inu voru allar klæddar eins og jóla-
sveinar. En Böggu langaði ekkert til
og sneri sér á hina hliðina. En þegar
hún hafði legið dálitla stund fannst
henni að eitthvað mundi öðruvísi en
það átti að vera. Allt var svo kyrrt,
og hún heyrði ekki fótatak mömmu
sinnar og ekki heyrði hún hana raula
hcldur, eins og hún var vön.— Bagga
varð hrædd. Var mamma veik. Hún
flýtti sér fram úr og hljóp berfætt að
rúmi mömmu sinnar.
2. Mamma sat uppi í rúminu og
þrýsti höndunum að hægri mjöðm-
inni á sér. Hún brosti til Böggu.
„Vertu ekki hrædd,“ sagði hún, „en
það gengur víst eitthvað að mér, ég
hefi verið með kvalir í alla nótt. Og
svo er ég víst með hita.“ — Hún var
með hita, og meira að segja mikinn
hita, svo að Bagga fór undir eins til
nágrannanna til þess að fá lánaðan
síma og ná í lækninn. — „Þér verðið
að fara á spitalann undir eins, sagði
hann er hann hafði hlustað hana.
„Það er botnlanginn. — En vonandi
kemur mamma þín heim aftur fyrir
jól,“ sagði hann við Böggu, sem varð
hrædd. — „Það er ergilegt, að ég
skyldi verða veik einmitt núna,“ sagði
mamma Böggu, meðan þær voru að
bíða eftir sjúkrabílnum.
jólin í úr. Mig langaði svo til að gera
þau svolítið hátíðleg og svo fékk ég
mér vinnu í Bergs-verslun, meðan jóla-
ösin væri sem mest. Eg átti að byrja
þar í fyrramálið, en nú er úti um það.
Þegar þú kemur úr skólanum í dag,
verðurðu að fara þangað og segja að
ég geti ekki komið.“ - Svo kom sjúkra-
bifreiðin eftir dálitla stund. Bagga tók
skólatöskuna og varð samferða að
spítaladyrunum. „Þú getur komið
hingað klukkan sjö í kvöld,“ sagði
hjúkrunarkonan við hana.
4. Bagga hafði lítið gagn af skóla-
tímanum þann daginn. Þeir voru svo
skelfing lengi að líða og hún var alltaf
að hugsa um mömmu sína. Hin börnin
hugguðu hana eins og þau gátu og
Jóa, besta vinstúlka hennar bauð henni
að koma heim mcð sér eftir skóla-
timann. — Mamma Jóu var ósköp góð
við Böggu. „Þegar við crum búin að
borða skreppum við hcim til þín eftir
rúmfötunum þínum og svo skaltu vera
hérna þangað til hún mamma þín
kernst á fætur aftur,“ sagði hún. Bagga
þakkaði fyrir það og það fór sem
snöggvast að liggja betur á henni, en
svo mundi hún að hún hafði lofað að
fara í Bergs-verslun með skilaboðin
frá mömmu sinni. Bara að það væri
nú ekki orðið of seint í dag. Hún
flýtti sér í kápuna sína og flýtti sér
að komast til Bergs fyrir lokunartíma.
að sjá jólasýningarnar. Hún flýtti sér
inn marmaragólfið að lyftunni til þess
að ljúka erindinu eins fljótt og hún
gæti. Hún tók ekkert eftir jólastúlk-
unni, sem kom varlega með stóran
hlaða af öskjum í fanginu. Þær rák-
ust á og duttu báðar á glerhálu gólf-
inu og öskjurnar tættust í allar áttir.
„Klaufinn þinn!“ sagði jólastúlkan í
hálfkæringi .... en svo fóru þær báð-
ar að hlæja.
6. Fóikið þyrptist saman kringum
þær og gerði að gamni sínu og telp-
urnar flýttu sér að taka saman öskj-
urnar. „Þú verður að afsaka þetta,“
sagði Bagga við jólatclpuna. — „Það
gerir ekkert til,“ sagði jólatelpan, „en
flýtir þú þér alltaf svona rnikið?"
Bagga mundi í hvaða erindum hún var
og henni var ekki gleði í hug, en svo
datt henni nokkuð í hug! „Hve gömul
ertu?“ spurði hún jólatelpuna. „Á
fimmtánda árinu.“ „Og ég varð fimm-
tán í síðasta mánuði,“ sagði Bagga.
Hún hljóp upp stigann og beið ekki
eftir lyftunni. Hún var lafmóð, þegar
hún kom til yfirmannsins. „Mér þyk-
ir leitt að hún mamma þín er veik,“
sagði hann, en viltu skila til hennar,
að hún sé velkominn eftir nýárið,
þegar við höldum útsölurnar."
7. Vertu sæl, væna min, sagði deild-
arstjórinn. En Bagga fór ekki, hún
stóð og tvísteig: „Já, en ég meina —
þurfið þér ekki eina jólatelpu í við-
bót?“ Deildarstjórinn leit á hana og
brosti. „Komdu þegar skólinn er úti
ú morgun,“ sagði hann, „hún ungfrú
Petersen skal þá hafa tilbúin jóla-
telpuföt handa þér, og segja þér hvað
þú átt að gera.“ Hún þakkaði fyrir sig
og flýtti sér heim til Jóu. Hún var svo
upp með sér, er hún sagði frá atvinn-
unni, sem hún hafði fengið. Og svo
flýtti hún sér ú spítalann til mömmu
sinnar. — Uppskurðurinn hafði tek-
ist vel. „Eg kem heim eftir hálfan
mánuð, sagði mamma hennar.“ Bagga
mátti ekki vera þarna nema tíu mín-
útur en gat þó sagt frá hve góð mamma
Jóu væri við sig og að deildarstjór-
inn í versluninni hefði sagt að mamma
hennar gæti komið eftir nýár ef hún
vildi. En hún minntist ekkert ’á at-
vinnuna sína. Mamma hennar átti ekki
að frétta um hana fyrr en heim kæmi.
8. Mamma Böggu hresstist dag frá
degi og tíminn flaug áfram hjá Böggu,
eftir að hún hafði fengið atvinnuna.
Áður en hún vissi af var það „ekki
á morgun, heldur hinn“, sem mamma
átti að koma heim. Sunnudaginn hjálp-
uðust þær Jóa og hún að gera ibúðina
hreina og mánudag sótti hún miimmu
sína. Hún hafði keypt blóm og kóti-
lettur og kökur með kaffinu. „Þetta
er nú ofrausn,“ sagði mamma hennar,
„við höfum ekki efni ú því. Huddan
mín hlýtur að vera tóm!“ — „Já, það
er víst um það — réttar tvær krónur
eftir,“ sagði Bagga. En svo dró hún
upp budduna sína: „Hérna eru fyrstu
vikulaunin mín, og annað eins fæ ég
í næstu viku. Og svo sagði hún mömmu
sinni alla söguna um það hvernig hún
hefði unnið sér inn peningana. *