Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 34

Fálkinn - 12.12.1952, Qupperneq 34
30 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 Töfrabragð. iSetjið vatnsglös á borðið og barma- fyllið ]>að. Spyrjið svo félagana livort þeir geti sett pening ofan i giasið án þess að dropi fljóti út af. Ef iþeir geta það ekki þá sýnið þeim að vandinn er ekki annar en að láta peninginn upp á rönd i vatnið og svo sleppa honum bægt. © © © © © © © © c Lítill leikur. Strikið 25 reiti á blað, eins og mynd- in sýnir og leggið einn 5-eyring og átta 1-eyringa á miðreitina. Nú er galdurinn að fjarlægja alla 1-eyring- ana og láta 5-eyringinn einan verða eftir. Maður lætur hvern þeirra um sig boppa yfir nágranna sinn og á auðan reit, ýmist upp eða niður, til hægri eða vinstri, eða skáhalt. Og hver sá peningur sem stokkið er yfir verður að fara burt af pappírnum. Maður má bvort heldur vill láta sama peninginn hlaupa hvað eftir annað eða skipta um pening. Hnetuveiðar. f leiknúm „linetuveiðar dýranna“ er þátttakendunum skipt í tvo flokka. Allir nema tveir fá pappírsmiða, sem nældur er á brjóstið. Á miðunum eru alls konar dýranöfn: hupdur, köttur, kýr, Ijón, páfagaukur, spói o. s. frv. Þeir tveir, sem ekki fá neinn miða eiga að vera eigendur dýranna. Áður en leikurinn byrjar eiga dýrin að fara út, en cigendurnir fela hneturnar hér og hvar á gólfinu. Svo er dýrunum hleypt inn. Þau leita að hnetunum og í bvert sinn sem þau finna eina eiga þau að stíga fætinum ofan á :hana og kalla á eigandann með þvi að gelta, mjálma, baula, öskra, babla, vella o. s. frv. Dýrin mega ekki snerta hnetuna með hendinni heldur bíða þangað til eigandinn kemur og hirðir hana. Sá flokkur vinnur sein finnur flestar bncturnar. Hérna skal ég sýna ykkur tivernig þið búið til tening úr þykku pappírs- blaði. Mátulegt að hafa það 18 cm. á hVorn veg. 1) Leggðu blaðið á borðið og brjóttu það eftir linunni A-C, breiddu svo úr þvi aftur og brjóttu það eftir línunni B-D. Breiddu svo úr blaðinu og láttu l)á liliðina snúa niður, sem áður sneri upp. Brjóttu blaðið svo eftir línunum E-G og F-H. Snúðu svo blaðinu við aftur og taktu í l)að við E og G og teggðu þessa punkta saman. Þá kem ur fram mynd 2. — Leggðu svo tvöfatda þri'hyrninginn (2) á borðið, taktu efsta lagið af liorn- unum tveimur að neðan og brjóttu þau upp að oddinum á þríhyrningnum (mynd 3), brjóttu svo tvö nýj.u horn- in (I og K) inn að miðbrotinu (mynd 4). Oddarnir tveir, sem vita upp að efsta horninu, eru fyrst beygðir út (5). Þegar brotið er orðið skarpt eru þeir beygðir inn á við aftur svo að þeir nái að miðbrotinu (G). Litli ferfaldi þríhyriningurinn, sem nú er kominn báðum meginn, er nú beygður fram í vasann, sem er beint fyrir neðan þá (7). — Snúðu nii stóra þríhyrningn- um við og gerðu alveg sams konar brot hinu megin. Þá keniur fram mynd 8. Þrýstu vel á svo að ölt brot verði skörp. Blástu svo inn í opnu rifuna við örina og þá verður blaðið að teningi (9). ^ /+'/+//+> □ ■aHBB 8 o niu □ □ 2 2 5 5 1 2 3 2 2 Dægradvöl og gáfnapróf um leið. Hérna sjáið þið fjölda af ferhyrn- ingum. Hver stóri ferhyrningurinn er settur saman úr níu smáum. Nú er vandinn að segja til um úr hvaða smá- ferhyrningum liver stóri ferhyrning- urinn B, C og D séu gerðir. Þið megið ekki klippa þá sundur, heldur aðeins horfa á myndirnar. Svo skrifið þið tölustafinn á litlu ferhyrningunum í auðu reitina jafnóðum, eins og gert liefir verið við A. Ef þið eruð dugleg eigið þið að geta gert þetta á tveim- ur mínútum. Smájólasveinn úr öfugu kramarhúsi. Það er fljótlegt að búa til þennan jólasvein. Þú ferð svona að þvi: Teiknaðu hring á þunnt pappaspjald kringum disk, sem þú hvolfir á papp- irinn. Klipptu svo pappahringinn í fjóra jafna parta. Hver þeirra á að vera eins og þú sérð á teikningu 1. Rifurnar, merktar með svörtum strik- um eiga að vera fyrir ermar. And- litið er málað í hring, sem þið teikn- ið utan um tvícyring, á ljósgulan gljá- pappír. — Á mynd 3 sjáið þið kramar- húsið limt saman. Handleggirnir eru úr papparæmu (4), sem er stungið gegnum ermaopin. Og andlitið er limt á sinn stað. Munnur, nef og augu eru gerð með svörtum blýanl. — Loks er sveinninn dubbaður upp með vatt- skeggi og vattlegging límd neðst á jað- arinn og þá er sveinninn fullgerður (sjá 5). FJÓRBURAR. — í Changsha í Mið- Kína hafa fæðst fjórburar, þrjár mcyj- ar og einn sveinn. Þeim lieilsast öll- um vel. — Hnetu-kapphlaupið. Hérna eru nokkrir leikir handa ykk- ur sem þið getið reynt þegar jóla- heimsóknirnar eru byrjaðar. Skiptið gestunum i tvo flokka og látið þá setjast i röð og raðirnar snúa livora að annarri. Lánið fjórar litlar skálar í eldhúsinu og setjið þær við sinn hvorn enda á röðunum. Svo þurfið þið 10 thnetur. Leggið fimm í aðra skál hvors flokks. Þegar kallað er „byrjið!" skulu þeir, sem sitja næst hnetuskálinni, sinn voru megin, taka eina hnetu og rétta þeim, sem situr næstur honum, og hann svo aftur þeim næsta og þannig alla röðina. Þegar fyrsta hnetan er látin í tómu skálina við hinn endann, tekur sá fyrsti aft- ur hnetu og lætur hana ganga á sama hátt. Þannig er haldið áfram og hnet- urnar nú látnar ganga í hina áttina. Vitanlega er uín að gera að láta þetta ganga sem fljótlegast, því að sá flokk- urinn sem fyrstur verður að koma öllum hnetunum fram og til baka hefir unnið. Ef einhver missir hnetu verður hann að taka hana upp sjálfur áður en hann getur haldið áfram. JUUUIJULI'L b Eldspýtnaþraut. Leggið 9 eldspýtur í röð á borðið eins og myndin sýnir. Látið þið svo einhvern spreyta sig á að búa til þrjár tylftir í rómverskum tölum, úr eld- spýtunum. Það má ekki brjóta þær. * /+//+//+/ Skemmtilegt spil. Tveir eða fleiri geta spilað saman, en liver spilamaður verður að hafa heilan spilastokk, sem hann leggur í bunka fyrir framan sig með bakinu upp. Svo segir hann til um hvers konar atvinnu hann vilji stunda. Tumi vill t. d. verða bakari, Beta kaupmað- ur og Nonni vill reka vefnaðarvöru- verslun. Þegar spilið byrjar snúa allir efstu spilinu sinu í einu. í hvert sinn sem það kemur fyrir að tveir spilarar fái jafnhátt spil upp ( það gildir einu um litinn) eiga þeir að flýta sér að nefna einhvern ihlut, sem fáist í versl- un hins. Tökum dæmi: Ef Beta og Tumi fá samtimis tvær áttur, segir Beta t. d. kringlur, en Tumi hrópar kaffi. Sá, sem verður fyrri til skilar öllum spilunum sem hann hefir snúið. Þegar spilari er laus við öll spilin sin hefir hann unnið. Þegar maður er bú- inn að snúa öllum bunkanum án þess að komast úr leik, livolfir maður snúnu spilunum og byrjar á ný.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.