Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 14
1» X*»*«*S^*!í®«>!Í*l®*»*!í®*«^*!«fe*4»*l«*4£í»!«« JÖLABLAÐ FÁLKANS 1952 Það getur verið auðveldara að komast y$ir þvcri 'Ósland um miðjan vetur - m upp í Skorradal að haustlagi. Guðmundur Jónasson, við snjóbílinn sinn, gáir til veðurs uppi á fjöllum. AÐ gera jörðina undirgefna sér hefir verið kjörorð mannkyns- ins síðan á dögum Adams og Evu. Þjóðunum liefir tekist þetta misjafn- lega. Sumar lifa enn á sama stigi og fyrir þúsundum ára, en lijá öðrum eru framfarirnar svo hraðstígar og fólkið Iiefir varla tima til að átta sig á þeim. Og þær þjóðir iþykja nú mest- ar, sem mesta hafa vélamenninguna. Þó að Islendingar hafi með fullum rétti getað talið sig til menningar- þjóða alla þá tíð sem þeir hafa borið þjóðarnafn, er hin verklega menning þeirra yngri en allra þeirra þjóða sem henni eru skyidar á meginlandi álfunnar. Eftir þúsund ára hjakk í sama farinu, framför og afturför á víxl, hefjast verklegar, raunhæfar framfarir ekki fyrr en á þessari öld, er vélin er tekin í þjónustu manns- in — fyrst í sjávarútvegi og síðan i landbúnaði og samgöngum um landið. Enginn gat þá séð það fyrir, að vélin ætti eftir að vinna þau afrek í sam- göngum, sem nú eru orðin. Hver spáði þvi fyrir 40 árum, er eigi var önnur reynsla fengin um bílferðir á íslandi en af Thomsensbílnum, að hægt yrði að aka þjóðleiðina kringum mestan hluta landsins* eftir 25 ár? Og hver spáði þvi þá, að eftir fjörutiu ár færu bifreiðar yfir þvert landið og upp á sjálfan Vatnajökul eftir 40 ár? Að maður ekki minnist á flugið, sem nú er orðinn svo mikill og sívaxandi þáttur í samgöngum á Isiandi. Vetrarferðir um fjöll og firnindi fara nú að gerasl svö almennar, að hætt verður að telja þær til stórtíð- inda, gönguferðir á jökla og jafnvel bílferðir líka. En á árinu sem nú er að kveðja og árið 1951 gerist upphaf bílferða að vetrarlagi með því sam- göngutæki sem allir kannast við und- ir nafninu snjóbíilinn, en heitir víst réttu nafni Snowmobile og er frá Bombardier-verksmiðjunum í Kana- da. Áður — fyrir 20 árum — hafði vegamálastjórnin keypt snjóbíla til að halda uppi vetrarsamgöngum á fjallvegum, einkum Iloltavörðu- og Hellisheiði, en þeir reyndust vilja bila. Það er Ilúnvetningurinn Guðmund- ur Jónasson frá Múla, sem öllum öðr- um fremur kemur við sögu öræfa- ferðalaga og snjóbíia hér á landi. Hann byrjaði að aka á snjó á venju- legum híl (Nýja Ford svokölluðum) vorið 1931 og fór þá suður yfir Holta- vörðuheiði og beitti þeim brögðum gegn snjónum þar sem kafhlaup voru í lionum, að liann hafði með sér nokkra langa og mjóa borðfleka og lagði þá á snjóinn og ók áfram lengd þeirra í einu og flutti svo þá flekana fram fyrir sig, sem hann liafði farið Seinlegt mundi þykja að fara langa leið jiannig, en bótin var að Iiægt var að spretta úr spori á milli ófæru- kaf’lanna. Næsta vetur stjórnaði Guð- mundur snjóbil vegamálaskrifstof- unnar, en skammgóður vermir varð að því tæki. En síðan hefir margt á dagana drifið fyrir Guðmundi. Hann hefir verið býsna sækinn á ótroðnar slóðir, fyrstur manna hefir hann ekið hifreið- um sínum ýmsar leiðir byggða og þó einkum óbyggða, hann hefir farið yfir fljót og ár i ótrúlega miklum vatnselg og kunni fljótt að hagnýta sér kosti bifreiða þeirra, sem hafa drif á öllum hjólum og komast þess vegna leiðir sem venjulegum bifreið- um eru ófærar. Nú fer hann á hverju sumri margar ferðir með skemmti- ferðafólk á hina ólíklegustu staði inni á hálendinu og léetur ekkert hamla sér. Og aldrei hefir slys orðið í þess- um ferðum hjá Guðmundi. Það út af fyrir sig er nokkur sönnun þess, að hann undirbúi ferðir sínar vel og stjórni þeim með fyrirhyggju og gætni. Enda hefir hann kunnað að færa sér í nyt þá reynslu er liann hefir fengið af bílaakstri i rúm 30 ár undanfarin. Fálkinn hitti Guðmund að máli fyrir nokkru, og erindið var fyrst og fremst það að spyrja hann um vetrarferðir lians á snjóbilnum. En svo vildi til að blaðið liafði fengið ferðasögukorn úr reynsluför snjóbíls- ins yfir þvert ísland i vetur sem leið, sem gerð var til að reyna þetta tæki við erfiðustu skilyrði. Áður hafði þessi sami bíll unnið ógleymanleg af- rek við heyflutninga lil harðinda- sveitanna á Austurlandi og iaúk liann jieirri ferð með þvi að fara lieimleiðis yfir sjálfan Vatnajökul og aðstoða við björgun varnings úr flugvélinni „Geysi“. Um þann leiðangur hefir svo mikið verið skrifað, að óþarfi er að rekja það hér. Og í seinni hluta þess- arar greinar birtist ferðasagan norður í land í febr.—mars síðastliðinn, eftir heimildum Sigurðar Helgasonar for- stjóra. Þess vegna varð það að í viðtalinu við Guðmund Jónasson sagði tiann frá öðru ferðalagi fyrst og fremst. Þegar ég spurði hann um snjóbíla- ferðirnar og erfiðleikana á þeim, vildi hann sem minnst úr þeim gera, en sagði mér í staðinn sögukorn af Þátttakendurnir í förinni. Frá vinstri: Guðmundur, Árni Oddsson, Sig- urður Helgason og Magnús Jóhannsson. Undir Hlöðufelli. í miðju sést Skjaldbreið og lengst til vinstri Súlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.