Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 30

Fálkinn - 12.12.1952, Side 30
26 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 CitU drmgurinn í iólagleði hiá Oíristí ÍTILL drengur, sex ára, eða ekki einu sinni það, vaknaði einn morg- unn í rökum, köldum kjallara. Hann var í eins konar fótsíðum slopp og skalf af kulda. Þegar hann andaði írá sér sást hvít gufa, og þarna sem hann sat a koffortinu í horninu og lét sér leiðast, hafði hann það sér til dægrastyttingar að horfa á gufuna úr munninum á sér. En hann langaði mest í eitthvað að eta. Hvað eftir annað gekk hann að fletinu, sem móðir hans lá í, á næfur- þunnri rýju og með drusluböggul undir höfð- inu í stað kodda. — Hvernig stóð á því að þau voru þarna? — Ef til vill var hún komin úr ókunnum bæ með drenginn sinn og hafði svo orðið veik, allt í einu? Fólkið þarna á horninu var farið út til að halda jólin. Aðeins einn hafði legið eftir, — hann hafði verið dauðadrukkinn í sólarhring og haldið jólin fyrir sig fram. Drengurinn fann sér eitthvað að drekka frammi í ganginum, en hvergi gat hann fundið brauðbita, og nú kom hann, að minnsta kosti í tíunda sinn, til að vekja mömmu sina. Hann var farinn að verða hræddur í þessum dimma klefa, það var kom- ið kvöld og enn hafði enginn kveikt upp. Þeg- ar hann snerti við andlitinu á mömmu sinni þótti honum einkennilegt að það hreyfðist ekki, og var eins kalt viðkomu og þilið. „Það er ósköp kalt hérna,“ sagði hann og studdi hendinni á öxlina á líkinu, svo blés hann i klóna, því að hann var loppinn, og fór svo að leita í fletinu og fann húfugarminn sinn. Svo fór hann hljóðlega út úr kjallaranum. Hann þorði ekki upp stíginn strax, hann var hrædd- ur um að hundur væri við dyrnar, því að heima í þorpinu stóðu hundar daglangt við allar dyr. En þarna var enginn hundur, og hann herti upp hugann og fór út. Drottinn minn, hvílík borg! Aldrei hafði hann séð annað eins. Þar sem hann átti heima hafði verið ósköp dimmt á nóttunni, aðeins eitt ljósker í allri götunni. Lítil og ljót timb- urhús með hlerum fyrir gluggunum. Undir eins og fór að skyggja sást ekki nokkur mann- eskja á götunni, allir læstu sig inni, en nú byrjuðu hundarnir að spangóla og gelta, og héldu því áfram alla nóttina. En heima var þó hlýtt og gott, og þar var honum gefið að borða! Og þar var alltaf eitthvað að gerast! Nei, þarna kemur önnur gata — sú er nú breið! Og svo margt fólk, — sumir hlupu, sumir óku í vagni — og öll þessi ljósadýrð! Og hvað er nú þetta? Stóreflis rúða, og stofa fyrir innan rúðuna, og á miðju gólfi tré; það er grenitré og á því eru logandi kerti og gull- pappír og epli, og í kring eru litlir hestar; og börn eru á hlaupum inn stofuna. Og þarna er söngur, sem heyrist gegnum rúðuna. Dreng- urinn starir undrandi gegnum rúðuna og hlær, en hann svíður í fingurna og fæturnir og litlu hendurnar eru blárauðar, hann getur ekki kreppt hnefana því að hann verkjar í hend- urnar hve lítið sem hann hreyfir þær. Og allt í einu fer drengurinn að hugsa um roðann í fingrinum og hann fer að gráta og hleypur lengra auðar göturnar, og aftur sér hann gegnum glugga inn í stofu og þar er líka jólatré, en á hurðinni eru kökur, — með rauðum og gulum möndlum, og þar sitja fjór- ar ríkar konur, og þær gefa öllum kökur, sem inn koma, og alltaf eru dyrnar að opnast og fjöldi manna kemur til þeirra inn af götunni. Litli drengurinn læddist að dyrunum, opn- aði og fór inn. Og undir eins er farið að kalla til hans og benda honum. Ein konan kemur til hans, stingur köku í lófa hans og opnar sjálf dyrnar út að götunni fyrir honum. Hann verður svo hræddur að hann missir kök- una og hún dettur niður tröppurnar, hann gat ekki haldið henni milli blárauðu fingr- anna sinna. Drengurinn hljóp og gekk, en hann vissi ekki hvert. Hann langaði til að gráta, en hijóp og hljóp og var alltaf að klóra í kaun. Og hann var hryggur og örvæntandi yfir því að vera svona einmana — en — hvað var nú þetta? Þarna stendur hópur af fólki og gónir. Fyrir innan stóru rúðuna þarna eru þrjár brúður, þær eru litlar og klæddar í rauða og græna kjóla, en þær voru bráðlifandi! Lítill karl situr og lætur eins og hann sé að spila á fiðlu og vaggar hausnum í takt við lagið, og þau horfa hvert á annað og varirnar hreyfast — þau tala, en hann heyrir ekki hvað þau segja. Nú fór drengurinn að halda að þetta væri lifandi smáfólk, en þetta voru samt brúður. Aldrei hafði hann séð svona brúður fyrr, hann hafði ekki einu sinni vitað að þær væru til. Hann langaði til að fara að gráta, en það var meira gaman að horfa á brúð- urnar. Allt í einu var þrifið í sloppinn hans að aftan. Stór, vondur strákur stóð hjá hon- um og sló hann bylmingshögg í höfuðið, þreif af honum húfuna og sparkaði í hann. Dreng- urinn datt, fólk hljóðaði. Það leið snöggvast yfir hann en hann raknaði úr rotinu, stóð á fætur og hljóp burt eins og fætur toguðu, hann komst einhvers staðar í skjól — undir dyrapall við hús — og settist á viðarkubb og hugsaði: hér heyrir enginn til mín og hér er dimmt. Hann hnipraði sig og þorði varla að draga andann af hræðslu, en allt í einu, — já, það gerðist allt í einu — fór honum að líða svo vel, sviðinn í höndum og fótum hvarf ger- samlega og honum fannst svo heitt og hlýtt, rétt eins og hann sæti hjá stórum ofni. En hvað hann var orðinn syfjaður! Hérna væri gott að sofna? „Hérna ætla ég að sitja og svo fer ég aftur og skoða brúðúrnar," hugs- aði drengurinn og brosti; „þær voru alveg eins og lifandi. Og svo fann hann að mamma hans stóð yfir honum, hún söng vísuna sem hún var vön að syngja þegar hann var að hátta. „Komdu með mér á jóltréshátíð!" — hvísl- aði önnur vingjarnleg rödd hjá honum. Hann hélt fyrst að þetta væri hún mamma hans, en, nei, það var ekki hún, — hver var það sem kallaði á hann?- Hann sá ekkert, en einhver beygði sig niður að honum og faðmaði hann. Nei, sjáið þið nú hve bjart varð allt í einu? Og hvílíkt jólatré! Þetta var ekki grenitré, hann hafði aldrei séð .svona tré fyrr! Hvar var hann núna? Allt var skín- andi og ljómandi, og allt í kring var fjöldi af brúðum — nei, það voru ekki brúður, heldur lifandi börn, en þau voru öll svo björt yfir- litum. Þau gátu flogið. Svo taka þau hann og fara með hann með sér. Og hann getur flogið líka, og nú sér hann mömmu sína, sem horfir til hans og brosir. — Mamma, mamma! En hvað er yndislegt að vera hérna! Hverjir eru þetta? spyr hann og brosir til barnanna. „Þetta er jólatréshátíð Krists. Hann heldur alltaf hátíð hérna fyrir börnin sem ekki hafa jólatré heima.“ Og svo fékk hann að vita að allir dreng- irnir og telpurnar væru svona börn eins og hann sjálfur, en sum höfðu helfrosið nýfædd í körfunum, sem mæður þeirra settu þau í, við húsdyr embættismannanna í St. Péturs- borg. Hin höfðu verið kæfð, önnur sálast við brjóst soltinnar móður. En nú væru þau öll samankomin hérna og orðin englar og væru hjá Kristi, og hann var mitt á meðal þeirra og hlustaði á þau og mæður þeirra. En þær eru hér allar, ofurlítið afsíðis og gráta, þær þekkja allar drenginn sinn eða telpuna. En niðri á jörðinni fann þjónn í húsinu litla líkið af drengnum undir stigapallinum. *

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.