Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 29

Fálkinn - 12.12.1952, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 ^#^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*.^*^#.^*^ 25 NN í dag sækja listamenn efni í Biblíuna, þó að ekki sé það eins altítt nú og fyrr meðan kirkjulistin var í algleymingi, og kirkjan var bæði andlegt og ver- aldlegt stórveldi. Þá helguðu listamennirnir guði starf sitt og gáfu listina fyrir sálu sinni um leið þeir unnu sér daglegt brauð með þvi að skreyta kirkjur og hallir kirkjuhöfðingjanna. Það voru einkum myndir úr lífi Krists sem þeir máluðu og ekki síst af fæðingu hans og lista- verkin voru fram eftir miðöldum eingöngu trúarlegs efnis, enda réð kirkjan þá ein öllu. En eftir 1400 voru furstarnir farnir að efl- ast svo að auð og völdum að þeir gátu tekið listamenn í þjónustu sína og látið þá gera myndir — einkum andlitsmyndir af sér og venslafólki sinu. Veggir og loft hinna gömlu kirkna og kapellna geyma sæg af mynd- um frá miðöldum. Fæstar þeirra eru hreinar raunverumyndir, heldur kemur þar fram hið yfirnáttúrulega, sem talið var tilheyra guð- dóminum. Mikið af þessum myndum var málað á sjálfan steininn — freskomyndir — og hafa margar þeirra eyðilagst og í siðaskipta- löndunum var stundum málað yfir þær, því að þær þóttu ekki hæfa lúterskunni. Nú virðist freskómyndin vera að vinna hylli á ný, þar sem hún hafði verið gleymd öldum saman. En altaristöfl- urnar hafa ekki fallið úr tísku síðan fyrst var farið að nota þær. Fæðing Jesú var það efni sem flestir völdu sér, María með Jesú- barnið, vitringarnir frá Austurlöndum og því um líkt. Mestu meist- ara miðaldanna hafa málað fjölda slíkra mynda, og margar þeirra hafa varðveitst, sumar í kirkjunum en aðrar í söfnum. Hér birtast nokkur sýnishorn af þessum gömlu myndum af fæðingu Jesú. HUGO van der GOES. „Tilbeiðsla hirðanna" heitir myndin. Höfundur hennar er Hollendingur og var uppi 1430—1482. Tomaso Portinari, sendi- herra Plorenz-Medici-anna í Briigge fékk Goes til að mála þessa mynd og þess vegna er hún oft kölluð Portinari-altaristaflan. Það sem hér er sýnt er ekki nema nokkur hluti töflunnar, og sýnir hirðana, er þeir koma og kasta sér á kné fyrir Jesúbarninu. Myndin er sambland raun- sæis og raunveruleika. Myndirnar af hirðunum sjálfum eru í fyllsta máta raunverulegar, bæði andlitin, hendurnar og fatnaðurinn, en neðst á mynd- inni sjást lítil englaandlit af allt annarri gerð. Altaristafla þessi var í fyrstu í kirkjunni Santa Maria Nuova í Firenze en er nú í Uffizi-myndasafninu. BOTTICELLI. — Stóra myndin sem er hér að ofan heitir „Fæðing Krists“ er eftir Botticelli (1344—1410) einn af frægustu málurum florentiska skól- ans svonel'nda. Hann tamdi sér sérstakan stíl er hann málaði mannlegar verur, þær voru loftkenndar, óáþreifanlegar, langar, með gullið hár og í víðum flögrandi skikkjum. „Fæðing Venusar" er frægasta mynd Botticellis. Á efri árum varð hann fyrir vakningu munksins Savonarola og brenndi þá ýmsum þeim myndum sínum, sem honum þóttu of veraldlegs efnis. Stóra myndin sem hér sést er máluð árið 1500 og talin síðasta myndin sem hann málaði. Þar sést María og Jesúbarnið en yfir þeim svífa dansandi englar í hring. Neðar sjást fólk og englar kringum fæðingarstaðinh en neðst Savonar- ola og prestarnir tveir sem voru brenndir á bálinu með honum, er þeir koma til himnaríkis og englar taka fagnandi á móti þeim. Myndin er í National Gallery í London. BOTTICELLI. „Tilbeiðsla vitringanna" heitir þessi mynd, sem líka er eftir Botticelli og sennilega máluð í Róm árið 1482. — Botticelli er skyggn og raunsæismaður í senn. Hér lætur hann Maríu og Jósef sjást undir rúst klassisks musteris, bak við eru grænar hæðir en fremst fólk í lit- skrúðugum skikkjum. Mynd þessi er „veraldlegri“ en hin fyrri enda gerð áður en Botticelli tók sinnaskiptum. Hún er í National Gallery of Art i Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.