Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1952, Side 28

Fálkinn - 12.12.1952, Side 28
24 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 zfólaboðskapurinn í íúlkun gamallar listar GIOTTO DI BONDONE (1267—1337) hefir málað myndirnar trær hér að ofan. Til vinstri:- „Vitringarnir frá Austurlöndum tilbiðja Jesúbarnið" og til hægri: „Flóttinn til Egyptalands“. Giotto var mesti málari ítala á gotneska list-tímabilinu og einn af mestu endursköpurum málaralistarinnar. Drættir hans voru mýkri og eðlilegri en fyrirrennara hans og myndir hans höfðu meiri dýpt en áður tíðkaðist. Freskomyndirnar í Scrovegnikapellunni (Arena- kapellunni) í Padua eru frægasta verk hans. Þar hefir hann málað 37 reiti með biblíumyndum. Litirnir eru hreinir og skærir: gult, blátt og rautt, ásamt mildari lit af fjólubláu, bleiku og brúnu. Það er hreyfing og líf í öllum myndum Giottos, þær eru ekki stirðnaðar eins og bysantisku myndirnar. GENTILE DA FABRIANO (fyrir 1370—1428) var frá bænum Fabriano í Mið-Italíu eins og nafnið bendir á og var faðir hans ríkur kaupmaður. Hann var um skeið í þjónustu páfans og ýmissa fursta, uns hann settist að í Firense 1422. Fékk Strossi-fjölskyldan, sem þar bjó, hann til að mála myndina „Tilbeiðsla vitringanna", sem hér er sýnd. Efnið er það sama og í mynd Giottos hér að ofan, en meðferðin býsna ólík. Hjá Giotto eru engar „umbúðir", en tilbeiðslan skín úr andlitunum, en Gentile málar skrautlegt umhverfi, sem vel gæti verið af austurlenskri hirð, þar er lit- skrúð, íburður, silki, flauel og gimsteinar. En þrátt fyrir allt glysið ber þó mest á Maríu mey í blárri skikkju og Jesúbarninu. En myndin er prýðilega >.byggð“ og hátíðleg ró yfir henni. — Hún hangir nú í Uffizi-myndasafninu í Firenze. SASSETTA var uppi 1392 til 1450 og hét réttu nafni Stefano di Giovanni. Hann taUlist til hins svonefnda sieniska skóla, en það var málaraklíka sem hafði sest að í bænum Siena fyrir norðan Róm. Sassetta var lengi lítt kunnur, en nú er hann talinn einna fremstur af Siena-meisturunum. Það er annar blær yfir myndum hans en samtíðarmanna hans hans, minni íburður og skrautgirni. Á myndinni sem hér sést og heitir „För vitringanna" ber meira á landslaginu en venjulegt var, og kemur mönnum saman um að myndin gæti eins vel verið af itöl.skum riddaraliðum eins og af vitringun- um. Betlehemsstjarnan er fremst á myndinni, niðri við jörð, en gæsa- hópur flýgur í beinni línu yfir höfðum vitringanna og sýnir stefnuna sem þeir eiga að fara. Línurnar í myndinni eru glöggar og hreinar og litirnir lifandi og skarpir og riddararnir skera sig vel úr umhverfinu. — Myndin er nú á listasafni í New York.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.