Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1953, Page 4

Fálkinn - 19.06.1953, Page 4
4 FÁLKINN I íl»ítt | i | * j | * 'i ; j Krýningin í London — Glæsilegasti sjónleikur veraldarsögunnar ÞÓ voldugustu kvikmyndafélög Ame- riku og frægustu leikstjórar veraldar væru öll af vilja gerð gæti þeim ekki tekist að búa til mynd, s’em kæmist í námunda við þann sjónleik, sem sýndur var í London 2. júní. Þvi að í krýningunni tóku þátt um tvær mill- jónir „statista“ — þ. e. áhorfendur, sem lögðu til húrrahróp, fagnaðaróp og geðshræringar — nokkur þúsund, sem höfðu æðri hlutverk og urðu að klæðast dýrum viðhafnarklæðum, og loks voru aðalhlutverkin tvö og þau hvíldu á dr. Fischer erkibiskupi af Kantaraborg og Elízabetli II. drottn- ingu. Hertoginn af Norfolk gegndi hlutverki leikstjórans, og svo allt færi vel úr hendi hafði hann æfingar á öll- um atriðum athafnarinnar, og sum at- riðin voru æfð hvað eftir annað. Enda bar ekki á neinum misfellum þó að athöfnin í kirkjunni stæði 3 tíma og skrúðgangan til kirkjunnar og frá, álikan tíma. Drottningin lét þernu sína, Margar- et MacDonald, sem venjulega er köll- uð Bobo, vekja sig klukkan 0 um morguninn, fékk tebolla í rúmið og klæddi sig, borðaði svo morgunverð með manni sinum, en meðan þau voru að borða byrjuðu blómasendingarnar að koma i höllina, þar á meðal krýn- ingarblómvöndurinn, sem drottningin bar er hún ók um borgina, og var úr hvítum rósum, iiljukonvell og neilikum. En fyrir utan höllina liéldu 50.000 hermenn úr öllum löndiun breska samveldisins heiðursvörð og meðfram leiðinni sem drotningin átti að fara. Meðan kirkjugestirnir voru að tín- ast í Westminster Abbey — þeir voru Elizabeth II. 7.300 alls — var verið að skrýða drottninguna í höllinni. Kjóll hennar var livítur en með ívafi úr gulli, gerð- Frá krýningarathöfninni í Westminster Abbey. IJrottningin ásamt nánasta föruneyti sést á miðri myndinni en uppi á svölunum sjást drottningarmóðirin ásamt Margaret prinsessu. ur af tískukónginum Norman Iíart- nell, en yfir kjólnum var hún í skikkju úr rauðu flaueli með hermilínfaldi og á höfðinu hafði hún koffur með dem- antakrossi úr kórónu Mary ömmu sinnar. Svo sýndi hún börnunum, Charles og Önnu, sig i öllu stássinu og síðan fékk starfsfólkið í höllinni að sjá hana og taka af henni myndir. Oharles prins, sem er 4. ára fékk að fara í kirkjuna dálitla stund meðan á krýningunni stóð. Um tvær milljónir manna höfðu safnast sáman meðfram leiðinni sem drottningin fór til kirkjunnar og frá, og við kirkjuna. Sumt af því fólki hafði farið á stúfana daginn fyrir, til að Iryggja sér pláss, og sat eða lá í svefnpokum á gangstéttinni alla nótt- ina, og hafði með sér nesti. Þegar heiðursvörður hermannanna fór að skipa sér meðfraim götunum í aftur- eldingu byrjuðu gleðiópin og héidust allan daginn, svo að ýmsir voru rám- ir niorguninn oftir. Víða var áhonf- andahópurinn um 30 raðir, svo að lágt fólk sá lítið ef það lenti aftariega, nema þar sem staðið var á hækkandi pöllum. En ]>ar voru sölustæði, sem eigendurnir þurftu ekki að koma í fyrr en á síðustu stundu. — Á Traf- algar-torgi einu, en þar fór fylkingin um tvisvar, stóðu um 50 þúsund manns en um 250.000 á The Mall, aðalgöt- unni sem liggur að konungshöllinni. Aldrei hefir jafnmargt fólk verið samankomið i iijarta Lundúnaborgar og þennan dag, og þó var veðrið leið- iniegt og gekk á skúrum mestan hluta dagsins, og ekki nema 7 stiga hiti, svo að fólik hoppaði þar sem það stóð tii að lialda á sér liita, því að ekki var olnbogarúm til að berja sér. — Kringum 25.000 lögregluþjónar höfðu stjórn á umferðinni og læknaverðir Krynimg EMzaTbetlhar IL drottmlmgar

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.