Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1953, Side 13

Fálkinn - 19.06.1953, Side 13
FÁLKINN 13 — Þér hafið engan rétt til að spyrja um það, en ég get sagt yður það samt. Mér hefir aldrei dottið í hug að giftast Billy. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess að ég hitti annan mann áður en ég hitti hann, kalífi. — Hvers konar maður er það? — Hann er námuverkfræðingur, líka. — Hafið þér þekkt hann lengi? — Nei, ekki lengi. Hún þagði um stund og horfði glettnisiega á hann. — Langar yður til að vita hvaða mann mig langar til að eiga? — Já, víst langar mig til þess. Eg hefði gaman af að óska honum til hamingju. — Þá skal ég segja yður dálitið frá honum, kalífi. ,Eg hitti -hann fyrst í járnbrautarlest í Dauðadal í Kaliforníu. Hann var skeggjað- ur og skítugur, en það var enginn vafi á að hann var göfugmenni samt. Og ég fékk sönn- un fyrir því iþegar hann lúbarði dóna, sem hafði troðið mig um tær. — Guð blessi þig, Dolores, hvislaði hann og þrýsti að hendinni á henni. — Eg elska þig .... ég elska 'þig .... — Ö, elsku Jöhn! Skelfing þurftir þú lang- an tíma til að koma þessu út úr þér! En mér þykir vænt um það, því að ég skil hvers vegna þú beiðst svona lengi. Hvað þú ert hjartagóð- ur, stóri, gamli drengurinn minn. Þú vildir heldur fórna ást þinni en vera óærlegur gagn- vart vini þínum. Þú vildir ekki sýna Billy marglyndi. Það er yndislegt, 'því að sá sem er heill yini sínum er líka heill konunni sinni. Hann þrýsti henni að sér, lengi. — Elskan mín, hefir þú ekkert að segja við mig? — Eg elska þig, John, hvíslaði hún og kyssti hann fast. Þau heýrðu að gengið var um dyr og nú stóð don Riöhardo inni á'gólfi og horfði á þau. — Komdu innfyrir, Richardo konungur annar í Söbrante, kallaði Webster. — Kemur yður þetta á óvænt eða kemur það ekki ? — Mér kemur það engan veginn á óvart, Jack. Eg hefi getið mér til um hvernig ástatt mundi vera, sagði don Richardo. — Er ég velkominn í Rueyfjölskylduna? — Þegi þú, kjáninn. Eg kann illa við flóns- legar spurningar. Og svo tók don Richardo fast í hönd vinar síns. — Annars þótti mér leitt að koma og trufla á svona stundu, héit hann áfram. — En ameríski konsúllinn er kominn hér í heimsókn. Geturðu tekið á móti honum? — Já, méð mestu ánægju, Dick. Og ég hugsa að ég verði ekki nema tvær mínútur að afgreiða hann. Lemuel Tolliver kom inn trítlandi á tánum og rétti íram höndina. — Kæri herra Webster .... byrjaði 'hann. En Webster tók fram í: — Heyrið þér, herra Tolliver, sagði hann. FELUMYND Iivar er eigandi kundsins? — Að ég hleypti yður inn kom aðeins til af því, að ég ætla að dvelja hér í landinu um sinn og starfa að eflingu atvinnuveganna hér. En vitanlega held ég mínum gamla ríkisborg- ararétti. Og sem amerískum borgara stendur mér ekki á sama um hvernig hagsmuna þjóð- ar minnar er gætt hér í SoBrante. Þess vegna segi ég yður það undir eins, að þér eruð ekki vel fallinn til að vera fulltrúi stjórnar minnar hér. Eg skal trúa yður fyrir því að þér eruð ekki nux vomica hjá Sobrantestjórninni. Undir eins og nýi Sobrante-sendiherrann kemur til Washington, mun hann tilkynna Bandaríkjaforseta þetta, og forsetinn verður áreiðanlega svo kurteis að hann kallar yður heim. — En herra Webster .... — V o y a ! Og herra Tolliver, sem sá að frekari um- ræður mundu verða gagnslausar, hneigði sig og hvarif — Dick, sagði Webster. — Mér finnst þú ættir að fylgja konsúlnum út. Þú ert ekki nux vomica hjá mér heldur, í augnablikinu. Þegar Dick var farinn spurði Webster Dolo- res, hvort hún gætf skýrt fyrir honum hvers vegna ættingjar hehnar í Sobrante hefðu ekki sagt henni frá að bróðir hennár væri á lífi. — Þeir hafa liklega ekki vitað meira um hann en ég, sagði hún. — Hann var barn að aldri þegar hann fór. Og hann þekkti varla ættingja sína, sem allir beygðu sig undir ok Sarrosar. Einn þeirra, Antonio, hálfþróðir föður míns, gekk meira að segja í stjórn Sarr- osar og sat í henni til dauðadags. Líklega hefir enginn vitað neitt um bróðir minn nema leyniþjónusta Sarrosar, og vitanlega vöruð- ust iþeir þar að láta fréttast að hann væri til. —En hvernig grófstu upp þetta um Neddy Jerome, sem þú „spáðir“ mér? Hún hló og sagði honum alla söguna. — Og þér var varla alvara, að ætla að framselja mig þeim þorpara með húð og hári? — Þvi ekki það? Eg elskaði þig. Eg vissi alltaf að ég mundi giftast þér. Og þessir tiu þúsund dollarar hefðu enst mér lengi í vasa- peninga. — Jæja, þið Neddy hafið nú tapað bæði. Það er cins gott að þú sendir honum skeyti og vekir hann af draumunum. — Eg símaði til hans í gær, John. Og ég var að fá svarið áðan. Neddy hefir eytt um það bil fimmtiu dollurum í skeytið, til að segja mér sem ítarlegast hvílíkur afreksmaður þú sért og hve heppin ég.sé að fá þig fyrir mann. — Dolores ■— í rauninni ertu talsverð spá- kona; Það eru ekki nema fimmtán minútur síðan ég bað þín. Ifún tók um bæði eyrun á honum og hélt höfðinu föstu á koddanum meðan hún var að kyssa hann. — Eg vissi að þú elskaðir mig, strákurinn minn. Eg vissi það undir eins og ég hitti þig í Buenaventura. Og nú er ég svo glöð að ég gæti grátið ENDIR . \ý framhaldisisasfa: Þeir elskuðu hana tveir Sagan sem hefst í næsta tölublaði er eftir Anne Duffield, aem þessi árin er í úrvalsliði þeirra kvenrithöfunda, sem keppa um vinsældir sögules- enda. Og sagan gerist í Egyptalandi, því landi ver- aldar sem einna mest hefir verið talað um undan- farið og persónurnar eru annars vegar egypskur prins og ættfólk hans en hins vegar Englendingar, sumpart búsettir í Cairo sumpart gestkomandi þar, sér til skemmtunar. Sagan gerist í umhverfi þessa ríka fólks, sem flest lifir letilífi í höfuðstað Egyptalands og sam- skiptum þess við íbúa landsins. Höfundur lýsir af þekkingu og nákvæmni mismuninum á háttum og hugarfari austrænnar þjóðar og vestrænnar og sýnir hyers vegna „austur er austur og vestur er vestur og aldrei mætast þau“, eins og Kipling ságði. ........ Egypski prinsinn AIi er virðulegur fulltrúi þjóðar sinnar og enski stjórnarfulltrúinn er það líka. Þeir eru konungarnir í leiknum en drottningin er ung ensk stúlka, Rósalinda Fairfax sem missir föður sinn og stendur ein uppi í Cairo. Og kringum þessi þrjú er hópur af mislitu fé, uppskafningskerling með tvær daðurdrósir, dóttur sína og tengdadóttur, öfundsjúkar kjaftakerlingar og svo fólk sem hvorki er gott né illt en einhversstaðar mitt á milli. Þessum mislita skara teflir höfundurinn fram af mikilli leikni og á þann hátt að lesandinn bíður jafnan með óþreyju eftir næsta leik. Og fram undir cndalok sögunnar verður ekki á milli séð hvernig fara muni, svo að Iesandinn bíður lengi eftir að svarað verði spurningunni: Hvor þeirra fæn Rósalindu — Ali prins eða John Midwinter? Eða fá þeir hana hvorugur?

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.