Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Stnlkan, sem gekk heim til Rnsslands P'fNHVERS STAÐAR á hinum köldu eg eyðilögðu ströndum Berings- sundsins er að finna lausn einkenni- legrar gátu. Komst hin „Rússneska Lily“ alla leið til heimalands síns, eða fórst hún þegar leið að lokum hinnar örlagariku göngu hennar? Hver sem lausnin er, er hin furðu- lega tilraun Lilian Allings til að fara fótgangandi frá New York til Rúss- lands, meira en 7000 milna vegalengd, einstæð saga um mannlegt þolgæði og hugdirfsku. Það var árið 1920, að þessi stúlka kom sem innflytjandi til New York. Hún ‘ var félítil, en kom í ákveðnum tilgangi. Foreldrar hennar og bróðir voru í ættlandi hennar, Rússlandi, og aðstaða þeirra þar var mjög hæpin vegna eftirkasta byltingarinnar 1917. Þau höfðu sent hana utan til að finna, ef hægt væri, nýtt heimkynni fjarri öllum styrjöldum og ófriði. Þar sem þeim virtist Evrópa heldur ótrygg, urðu Bandaríkin fyrir valinu. Allings fjölskyldan var stétt fast- eignaeigenda, og sú stétt átti ekki upp á háborðið hjá byltingarsinnum í Rússlandi eftir valdatöku þeirra. Bróðir Lilyar hafði gjarnan viljað takast þessa för á hendur, en það var álitið réttara, að hann yrði eftir heima. Hann var starfsmaður rikis- stjórnarinnar og var því fær um að tryggja öryggi fjölskyldunnar að ein- hverju leyti. En það var ekkert því til fyrirstöðu að Lilian færi. Fjölskylda hennar var undir það búin að flýja, að fengnum skilaboðum frá henni. Skömmu eftir að hún fékk vinnu í einu hinna rússnesku veitingahúsa í New York, varð hún fyrir því óláni, að þjónn nokkur stal öllum pening- unum, sem nota átti til að greiða fyrir flótta fjölskyldunnar. En Lily var svo ókunnug og hjálparvana i stórborg- arlifinu, að hún tilkynnti ekki lög- reglunni þjófnaðinn. Hún beit aðeins á jaxlinn og kepptist við að vinna fyrir sömu upphæð á ný. Þá dundi ógæfan yfir — i líki bréfs með þýskum stimpli. Bréf þetta skýrði frá því, að nýr handtökufaraldur hefði gengið yfir Moskvu, faðir henn- ar, móðir og bróðir höfðu öll verið send í fangabúðir i Síberíu. Bréfrit- arinn hafði einhvern veginn komist undan til Þýskalands. Einni stundu eftir lestur bréfsins, hafði Lilian Alling tekið á'kvörðun sina. Hún yrði að fara til Sifberíu — tafarlaust. Aleiga hennar var sjötíu og níu doll- ara og fötin, sem hún stóð í, svo að það lá í augum uppi að hún gat ekki ferðast sjóleiðina. í vesturátt, að visu hinu megin við óravidd meginlands Ameríku var Beringssundið og hinum megin þess — Sibería. Þá leið var henni kleift að fara með litlum til- kostnaði. tíún gæti farið gangandil Lily hóf þegar undirhúning farar- innar. Fyrst tók hún 50 dollara af sparifé sinu og saumaði seðlana í jakkann sinn innanverðan. Það fé ætlaði hún ekki að snerta fyrr enn á leiðarenda, það átti að notast til að múta fangavörðunum. Fyrir nokkra dollara fékk hún sterka gönguskó, $ 1,50 varð hún að eyða í landabréf og kennslubók í ensku. Hún lærði nokkrar setningar úr bókinni til að nota á leiðinni: „Eg heiti Lilian Alling. Eg ætla gang- andi heim til Rússlands. Enga bílferð. Eg er sterkbyggð. Tefjið mig ekki, ég þarf að flýta mér. Eg er ekki að biðj- ast ölmusu. Eg hefi peninga ....“ Vissulega átti hún peninga. Að undantekinni hinni dýrmætu fjárhæð, sem hún hafði saumað í föt sín; átti hún tuttugu dollara til að greiða fyrir sér á ferðalagi um vegalengd, sem nam mörgum þúsundum mílna! Morguninn eftir fór hún til New Jersey og lét skýjakljúfa New York að baki sér. Von bráðar hirti liún af veginum gilda járnstöng og faldi í fötum sínum — varnarvopn, sem liún hafði hugboð um að not kynni að verða fyrir. Henni var oft boðið að aka vega- lengd, en Lily hafnaði öllum boðum, því að hún taldi sig ekki nógu kunn- uga siðvenjum landsins um ferðalög á þjóðvegunum. BFTIR nokkrar nætur undir berum himni fór hún að venjast ferðalaginu. Lily komst brátt að raun um, að liún fékk betri mat á hændabýlunum en á veitingahúsunum, og kæmi það fyr- ir að liinar gestrisnu sveitakonur neituðu að taka við greiðslu, krafðist Lily þess að fá að hjálpa til við eld- hússstörfin. Þar, sem hjálpar var þörf, vann liún oft nokkra daga til að bæta við hinn fátæklega fararsjóð sinn. En það var aldrei hægt að fá hana til að dvelja lengi. Heimþrá hennar var svo sterk. Menn muna eftir henni í Chicago, Minneapolis og Winnipeg, hún vann fyrir sér stuttan tdma á hverjum stað í veitingahúsum. Uppskeran var að hefjast á kanadisku sléttunum, og þar vann hún á ökrunum. Næst urðu menn varir ferða hennar á síma- vörslustöð i óbyggðum norðurhluta Bresiku-Columbíu. Linumaður einn sá skyndilega sér til mikillar undrunar smávaxna, granna stúlku, klædda tötrum, með strigaskó á fótum. Línumaðurinn gerði ríkislögregl- unni í Hazelton aðvart. Yarnarlaus stúlka, sem stefndi i norður á þessum stað í byrjun vetrar, hlaut að eiga ömurlegan dauðdaga fyrir höndum. Lögreglumaðurinn lagði þegar af stað í veg fyrir hana. Lily sá þegar á einkennisbúningn- um að hér var vörður laganna á ferð. Hún greip til járnstangarinnar en fylgdist nauðug með honum til lög- reglustöðvarinnar í Hazelton. „Hvert eruð þér að fara?“ spurði lögregluþjónninn. „Bara til Síberíu." Hún sagði þetta eins og hér væri aðeins um smáferða- lag að ræða. „Bara Síberríu?“ endurtók lög- regluþjónninn undrandi. „Hvaðan?“ „Bara frá New York til Siberíu!" „Hvers vegna til Siberíu?" „Móðir mín, faðir, bróðir,“ sagði Lilý, „þau eru í Siberíu, þurfa mín með. Eg verð að fara.“ „Já, auðvitað. Einhvern tíma seinna. En ekki núna, veturinn er svo liarður. Lögregluþjónninn hélt áfram góða stund að útskýra hætturnar við ferðalag sem þetta. „Eg er mjög hraust," hrópaði hún. „í Rússlandi gekk ég oft í miklum snjó. Ó, ég verð að fara! Eg geri eng- um neitt!“ „Hvernig fáið þér að borða?“ spurði hann. „Eg borga,“ sagði Lilý hreykin. Hún sýndi fjársjóð sinn. Hvorki meira né minna en tíu dollara! En lögreglumaðurinn hafði þegar tekið ákvörðun sína. Hann skýrði varlega fyrir henni, að hann ætlaði að senda hana til forstöðukonu Oakalla fangelsisins, ög þar myndi lnin fá nógan mat og góða aðhlynn- ingu. Þegar voraði mætti hún svo halda áfram för sinni til Síberíu. Auðmjúk í bragði fór Lily með lögreglumanninum til fangelsisins utan Vancouver borgar. Að tveim mánuðum liðnum hafði gott viður- væri og hvíld styrkt krafta hennar á ný. Þá var lienni útveguð vinna hjá góðum vinnuveitanda, í þeirri von að eitthvað drægi úr ferðahug hennar. Þar vann hún í nokkra mánuði og safnaði farareyri. Hún hélt loforð sitt og beið fram í júnímánuð. Siðan hvarf hún aftur. Tæpum mánuði siðar var hún kom- in til borgarinnar Smithers. Það var ótrúleg vegalengd! Lilý hafði farið um 30 mílur á dag. Lögregluforinginn i Smithers starði á hana fullur undr- unar og aðdáunar. „Eg er ekki hrædd,“ sagði Lilý. „Eg er búin að fara margar mílur. Eg verð að halda áfram. Hinn lögreglumað- urinn lofaði því!“ Hún sárbændi um leyfi til að halda áfram, og lögregluforinginn lét til- leiðast, en þó með skilyrðum. Hann setti það upp að Lily kæmi við í kof- um linumannanna, sem höfðu þann starfa að gæta símalína óbyggðanna og annast viðgerðir á þeim. Kofar þessir voru staðsettir meðfram lín- unni með tuttugu mílna millibili. Hinu stutta sumri eyddi liún í það ýmist að klífa brattar hæðir eða fara ofan í djúpa skuggalega dali. Menn- irnir, sem allir vissu um komu hennar, gerðu sér það að venju að fara á móti henni. Á einum þessara staða stóðu nokkrir kofar saman — þar var eins konar aðalbækistöð símamannanna. Rétt áður en Lilý kom þangað, boðaði napur kuldanæðingur komu vetrarins. Þegar rökkva tók barði hún að dyr- um eins kofans. Dyrnar opnuðust og undrandi línumaður kallaði: „Heyrðu Charlie, hún er komin!“ Annar maður kom í ljós. „Við bjuggUmst ekki að að þú kæmir svona fljótt,“ sagði hann. Lilý reyndi að brosa. „Eg verð að komast til Siberiu. Eg er bráðum komin.“ Þeir báru á borð fyrir liana heitan kvöldverð. Og meðan stormurinn næddi ýlfrandi um kofana leituðu mennirnir uppi sterklega stígvélaskó lianda Lilý, og ennfremur söfnuðu þeir köflóttum vinnuskyrtum, sniðu og saumuðu upp úr þeim flíkur, sem voru nokkurn veginn mátulegar á hana. Úr gömlum buxum útbjuggu þeir tvennar síðbuxur. Tveim dögum síðar lægði storminn, en þó var enn kalsaveður. Línumenn- irnir tóku saman hinn hlýlega skjól- fatnað, sem þeir höfðu útbúið handa henni og varð úr því stærðar böggull. Einum þeirra að nafni Jim datt snjallt ráð í hug. „Við skulum gefa henni hann Brúnó,“ sagði hann. „Hún er ekki ein ef liún liefir hund með sér, og auk þess getur hann borið farangur hennar." Þeir skiptu farangrinum d tvo böggla og lögðu þá yfir bak Brúnós. Siðan litskýrði Jim, hátíðlegur i bragði, eigandaskiptin fyrir Brúnó, sem virtist skilja hann og láta sér þetta vel lynda. „Þú mátt eiga liann,“ sagði Jim við Lilý. „Okkur fannst að það yrði öm- urlegt fyrir þig að klífa liæðir óbyggð- anna alein.“ Þá blikuðu tár i augum hennar, og í geðshræringunni þakkaði hún þeim á móðurmáli sínu. Síðan lagði hún á fjöllin og hundurinn skokkaði á und- an lienni. FREGNIN um liinn óvenjulega ferða- lang barst langt á undan henni eftir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.