Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN STJORNULESTUR. Frh. af bls. 5. Moskóva. Sólmyrkvinn i 7. húsi. Utanríkis- málin munu mjög á dagskrá og veitt athygli. Mun aðstaðan nokkuð sterk í þeim efnum. Aðstöður til annarra þjóða ættu að vera betri. — Satúrn og Neptún i 8. húsi. Háttsettir menn og konur munu deyja og hverfa. — Uran í 6. húsi. Bendir á urg og und- angröft, rekinn meðal verkamanna og hersins. Sprenging i tækjum viðvikj- andi hernum og uppreisnir gætu átt sér stað. Dauðsföll af þeim ástæðum. — Mars i 5. húsi. Hefir slæm áhrif á leikhús og rekstur þeirra og urgur og óánægja meðal ieikara og baratta í því sambandi. — Júpíter í 4. húsi. Þetta ætti að vera góð afstaða fyrir landbúnaðinn. Uppskera góð og mik- il. Tíðarfar stillt og hagstætt. Tokyó. Sólmyrkvinn er í 3. húsi. Samgöng- ur, póstur, sími, bækur og blöð undir áberandi áhrifum og þeim veitt veru- leg athygli. Ættu áhrifin að vera að ýmsu leyti góð og hagstæð fyrir þess- ar starfsgreinar. Mars hefir hér nokk- ur meðverkandi áhrif og veitir orku inn í þau sem styrkir framkvæmd- irnar. Þó gæti urgur ef til vill komið í Ijós meðal starfsmannanna. — Úran í 2. húsi. Ekki heppileg áhrif á fjárhaginn. Óvænt atvik i sambandi við bankarekstur og verðbréfaversl- un. Umræður miklar gætu átt sér stað i þeim efnum vegna afstöðu Merikúrs. — Satúrn og Neptún i 5. húsi. Ekki heppileg áhrif á leikhús og rekstur þeirra og leikara yfir höf- uð. Tafir og óvænt atvik í aðsigi. — Júpíter í 12. húsi. Góðgerðastofnanir, vinnuhæii, betrunarhús og spítalar undir góðum áhrifum. Washington. Sólmyrkvinn, Mars og Plútó í 10. húsi. Forsetinn, stjórnin og afstaða þeirra undir mjög athugaverðum á- hrifum. Líklegt er að breytingar gætu orðið á stjórninni. Þetta gerist ekki alveg baráttulaust. Óvænt atvik, ekki þægileg, munu koma fyrir dagsins ljós. — Júpiter, Venus, Merkúr og Úran í 9. húsi. Utanlandssiglingar og verslun ætti að vera undir góðum og margvíslegum áhrifum. Kemur stuðn- ingur í því efni úr ýmsum áttum. Satúrn og Neptún í 1. húsi. Ekki heppileg áhrif á almenning og afstöðu lians. Undangröftur og bakmakk sýnilegt og áróður rekinn og til þess notuð utanríkismálin. í s 1 a n d . 9. hús. — Sólmyrkvinn i húsi þessu ásamt Mars og Plútó. Utanlands- siglingar munu undir ábcrandi áhrif- um og þeim veitt mikil athygli. Ágreiningur nokkur gæti átt sér stað um þau mál, en þó ættu þær ásamt útlendum viðskiptum að vera undir sæmilegum áhrifum. 1. hús. :— Mars ræður húsi þessu. t— Almenningur mun undir frekar sterkum áhrifum og baráttukenndum og munu tilfinningarnar ráða þar nokkru um. 2. hús, — Júpíter ræður húsi þessu. — Fjárhagsmálin undir góðum áhrif- um. Koma þau að ýmsum ieiðum, frá þinginu, útlendum viðskiptum og siglingum o. fl. 3. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. — Ilefir yfirgnæfandi góðar afstöður. Samgöngur munu ganga sæmilega, fréttaflutningur, sími, bókaútgáfa og blaða, mun þó heldur í lakara lagi. 4. hús. — Júpiter ræður lnisi þessu. — Ætti að vera góð afstaða fyrir land- búnaðinn, bændur og búalið. Tíð bagstæð og veðurlag viðunandi. 5. hús. — Mars ræður húsi þessu — Athugaverð afstaða fyrir leikhús og leikara yfir höfuð, urgur og óánægja og barátta gæti komið til greina í sambandi við þau málefni. 6. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Ætti að vera góð afstaða fyrir verkamenn og þjónandi lýð. Atvinnu- horfur góðar. Heilbrigði góð. — 7. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Góð og friðsæl afstaða í utanríkis- málum og gagnvart öðrum ríkjum. Áberandi giftingar meðal háttsettra manna. 8. hús. — Júpíter i húsi þessu. — Ríkið ætti að erfa fjármuni við dauðs- fall eða að öðrum leiðum. 10. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. Hefir slæmar afstöður. Líklegt að örðugt verði um stjórnarmyndun og líf þeirrar stjórnar sem nú er, mjög vafasamt, því Merkúr liefir slæma af- stöðu til Satúrns og Neptúns í 11. húsi. 11. hús. — Bendir á veikindi meðal þingmanna og líklegt að stjórnin fari frá. Baktjaldamakk áberandi og und- angröftur. 12. hús. — Engin pláneta í húsi jiessu og því munu áhrif þess lítt áberandi. Ritað 4. ágúst 1953. BANKINN Á SELFOSSI. Framhald af bls. 3. arið 1949. Þykir bankabygging þessi ein hentugasta bygging sinnar teg- undar hér á landi og hafa l>ar margir lagt gjörva hönd að verki. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris, 30,(i m. á lengd, en 11 m. á breidd. Rúmmál þess er 4030 teningsmetrar. . VERÐLAUNAÞRAUT: »Kínvershadsgradvölin« VerÖlaun kr. 500.00 og kr. 200.00 33. 34. Hér komum við með áframhaldandi númer af Kínversku dægradvölinni sem eru ekki af lakari endanum. Takið nú til óspilltra málanna við ráðninguna. Það er alveg óhætt fyrir þá eldri, að reyna líka. Þið skuluð, svona rétt til gamans, líta á klukkuna, þegar þið byrjið og skrifa niður hvað þið eruð lengi með hvora mynd. Hver veit nema kunningi þinn, eða kunn- ingjakona komi í heimsókn, svo þú get- ir sagt: „Þetta réð -ég á 5 mínútum, getur þú gert betur?" Og svo er ég viss um að kunninginn fer beint út i búð og kaupir sér eina dægradvöl, það er að segja ef hann hefir ekki þegar verið búinn að ná sér í eina. Og svo að lokum, munið að taka með ykkur einn kassa af dægradvölinni í sumar- fríið eða útileguna, það fer ekki mikið fyrir honum í vasanum eða bakpokan- um og ánægjan er örugg. AfmæHsspá fyrir vikuna 18.—25. júlí. Laugardagur 18. júlí. — Fjárhagur- inn fer batnandi eftir nokkra örðug- leika. Aðalhætta ársins er sú, að þú takir þýðingarmikla ákvörðun um framtíðina i fljótræði. Hugsaðu um fjárhagshlið allra mála, áður en þú tekur ákvörðun, þá mun þér vel farnast. Sunnudagur 19. júlí. — Ár erfiðlcika er framundan, en vandamálin fá.góða lausn. Gakktu hugrakkur til starfs, þótt þú þurfir mörgu að breyta í lifnaðarháttum. Hugrekki og dugnað- ur á vetri komanda veita rikulegan ávöxt að sumri. Mánudagur 20. júlí. — Gott gengi fylgir þér næsta ár. Farðu þó gæti- lega með fé þitt. Líkur eru til þess að þú takir þýðingarmikla ákvörðun i ástamálum. Líkur eru til þess að þú skiptir um starf eða íbúð. Aukin ábyrgð fylgir þeim skiptum og lík- lega bætt kjör. Þriðjudagur 21. júlí. — Atburða- rásin mun færa þér betri stöðu og betri laun, og heimilislíf þitt mun batna til muna á næsta ári. Annars er það mjög undir viljastyrk iþínum og atorku komið, hve vel þér mun takast að beisla möguleika komandi árs. Miðvikudagur 22. júlí. — Rómantík- in veitir nýju ljósi inn i lif þitt. Ekki er víst, að uppfyiiing vona þinna i þeim efnum sé alveg á næstu grösum. Þu munt komast í mjög skemmtileg bréfaviðskipti og tengjast nýjum vin- áttuböndum. Ógiftir menn ættu að lmgsa til kvonfangs á þessu ári, og þeir giftu styrkja aðstöðu sína í sam- kvæmislífinu. Fimmtudagur 23. júlí. — Fjárhagur- inn verður þungur þetta árið, en vel- gengni verður á öðrum sviðum. Með dirfsku gætirðu bjargað efnahagnum við. í hönd fer hagstætt ár til áætl- ana og spákaupmennsku. Föstudagur 24. júlí. — Árið getur orðið erfitt, en síðar mun þér sækj- ast betur. Ræktu starf þitt vel og forð- astu að iáta tilfinningarnar lilaupa með þig i gönur. í ástamálum máttu ekki lineigjast til svartsýni. Haltu vöku þinni i þeim málum sem öðrum, en mundu það, að „sveltur siljandi kráka, en fljúgandi fær“. MARGRÉT PRINSESSA. Framhald af bls. 3. sig hliðholla því, að þau fengju að eigast. Þeir, sem málinu eru kunnugir, telja, að ráðendur í Buckingliam Palace hefðu getað stöðvað eða kom- ið í veg fyrir öll blaðaskrif um mál- ið, ef þeir hefðu óskað, með því að gera blaðaeigendum orð. Ekkert slíkt hefir verið gert. Ástæðan er taiin vera sú, að fjölskyidan vilji gjarna kom- ast á snoðir um vilja þjóðarinnar, ef svo færi sem oftast í þessurií málum, að ástin magnaðist, en kulnaði ekki, þegar reynt er að stía elskendum í sundur. * T Lskumyn.d.ir MINKAPELS. — Þessi minka- pels mun víst flestum draumur sem ekki rætist. Skinnin eru lituð með nýjum hætti, þannig að þau fá hinn svokallaða silfurbláa lit, sem nú er mjög áberandi i loðfeldatiskunni. Víðar ermarnar og hin mikla vídd flikarinnar gefa henni mikinn glæsi- leik — og hækka jafnframt verðið að miklum mun. Matrósakraginn er enn við iýði, eins og sjá má á þeissum sumarfrakka. Mörg afbrigði þessa kraga koma fyr- ir í tískunni um þessar mundir, bæði á blússum, kjólum og kápum. Drekki&t^ COLA Spur\ DMKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.