Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Margrét (Meg) prinsessa Ástarævintýri Síðustu vikurnar hafa ástamál inn- an bresku konungsfjölskyldunnar verið eitt aðalumræðuefni fólks í Bretlandi og víðar um heim. I því sambandi hefir verið rifjað upp mál Játvarðar VIII. og konunnar, sem hann afsalaði sér konungdómi fyrir, en tíðindi þau, sem þá gerð- ust, eru öllum, sem komnir eru á legg, enn í fersku minni. Nú er það Margrét prinsessa, 22 ára gömul, sem hefir fellt ástarhug til 38 ára gamals fráskilins kapteins úr breska flughernum, Peters Townsend að nafni. — Hvernig byrjaði þetta ástarævintýri? Hversu alvarlegum augum er það litið innan konungs- fjölskyldunnar? Er nokkur von til þess, að Margrét fái að giftast elsk- huga sínum, einni af hetjum loftsins úr orrustunni um Bretland 1940? FYRIR níu árum kynntust Margrét prinsessa og Peter Townsend innan vébanda bresku Iiirðarinnar, en það var 'ekki fyrr en vorið 1952, að Margrét fór að gefa sig að hinum snotra e,-' skemmtilega starfsmanni við hirðina. Faðir liennar var jiá ný- lega dáinn og Margrét mun hafa leit- að athvarfs og huggunar hjá Towns- end öðrum fremur, enda er hann sagður þannig skapi farinn, að lion- um fylgi hressandi blær. Peter Townsend skildi við konu sína i desember 1952, en liún var uppvís að því að hafa verið honum ótrú. Um helgar í fyrrasumar sáust þau oft saman ríðandi í Windsor-garðinum. Var ekki sérstaklega til þess tekið þar í nágrenninu, þvi að Townsend var skoðaður sem hver annar starfs- maður hirðarinnar. Sumar fregnir herma, að prinsess- an og Townsend liafi átt stefnumót hjá vinafóiki í Belgraviá hverfinu. Margrét var sögð hafa látið aka sér þangað i Daiiriler bifreið síðdegis, sent bifrciðina burt, en Játið sækja sig aftur eftir 2 klukkustundir. Síðan kom Townsend og ók með prinsess- una upp í sveit. Konungsfjölskyldan og nánustu vin- ir munu ekki hafa tekið þetta alvar- lega, þegar þau komust á snoðir um það, sem um var að vera. Þetta var einungis talið saklaust gaman. Towns- end var langlaglegastur af fylgisvein- um prinsessunnar við hirðina og auk þess stóð af honum ljómi flughetj- unnar úr styrjöldinni. Eins og komist hefir verið að orði, þá var hann einn Peter Townselid Vegleg bankabygging á Selfossi Landsbankahúsið nýja á Selfossi. Lj ósmynd: Thomsen. prmsessunnar af þeim fáu, seiii liún var samvistum við, er hafði bein í nefinu. Auk þess liafði faðir hennar mikið dálæti á honum og hafði verið skírnarvottur yngri sonar hans. IJtið var hugsað út í hinar leyndu hættur þessa „saklausa gamans“. 1 vor var jafnvel ákveðið að flytja Townsend frá Buckingham Palace til Clarence House, aðalseturs Margrét- ar prinsessu og móður hennar. Ilafði hann þó þegar verið skráður sem aðalráðsmaður á heimili drottningar- móðurinnar. Sú útnefning hlaut þó aldrei staðfestingu. Hámarki náði þetta mál snemma í sumar, sennilega strax eftir að krýn- ingin var um garð gengin. Þá er sagt að Margrét hafi fitjað upp á giftingu við móður sína og systur. Skotið var á ráðstefnu innan fjölskyldunnar. Prinsessunni var sagt það, sem venja er að óánægðir foreldrar segi við slík- ar aðstæður: Að ástin sé hverful á þessum árunj. Hún kynni að breyta úm skoðun og niundi þá sjá eftir fljót- ræðinu. Hún var minnt á skyldur sin- ar og sennilega hefir hún verið að- vöruð um það, að því kynni að verða tekið illa, að hún gengi að eiga frá- skildan mann, jafnvel þótt hann hefði verið sakláusi aðilinn. Slikt hæfði ekki strangasta konunglega velsæmi. Breskir ráðherrar staðhæfa, að málið liafi aldrei borið á góma innan rikisstjórnarinnar. Forsætisráðherrar samveldislandanna, sem liefðu þá átt að fá vitneskju um málið, neita því einnig að hafa fengið opinbera til- kynningu um það. Hitt virðist liggja ljóst fyrir, að málinu hefir verið hreyft við Winston Churchill og Sir Alan Lascelles, aðaleinkaritara drottn- ingarinnar. Það er líka augljóst mál, að ákvörðun hefir verið tekin um það að stia þeim Margréti og Townscnd sundur til þess að reyna, hvort tím- inn og fjarlægðin breyttu ekki til- finningum þeirra hyors til annars. Prinsessan fór lil Rhodesiu með m<jð- ur sinni, en á meðan var kapteinninn útnefndur sendifulltrúi í Brussel. Hann er sagður hafa beðið um út- nefninguna sjálfur. Margrét kom aftur frá Suður-Afríku seint í júlí, tveim dögum eftir brott- för Peters Townsend frá London. Þá var það, að 90,8% af 70.000 lesendum Daily Mirros, sem tóku þátt í skoð- anakönnun um afstöðu i málinu, töldu Framhald á bls. 14. Útibú Landsbanka íslands á Sel- fossi flutti i nýja og veglega bygg- ingu s.I. laugardag og i tilefni þess var allmörgum gestum boðið að skoða hin nýju húsakynni. Meðal gesta var viðskiptamálaráðherra. Við þetta tækifæri tók fyrstur til máls Magnús Jónsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands. Rakti hann sögu bankaútibúsins á Selfossi, sem var stofnseU haustið 1918. Árn- aði hann héraðsbúum, viðskiptamönn- Narriman Sadck. um og starfsmönnum bankans allra heilla. Því næst flutti Einar Pálsson bankaútibússtjóri ræðu og lýsti gangi mála við byggingu hússins og húsinu sjálfu. Þá skoðuðu gestir bygginguna. Að því loknu tók viðskiptamálaráðherra til máls og síðan margir aðrir, m. a. þingmen.n Suðurlandsundirlendisins, Jón Árnason bankastjóri og ýmsir liéraðsbúar. Byggingaframkvæmdir bófust sum- Framhald á bls. 14. Narriman, fyrrverandi drottning Egypta, stendur ekki alveg á sama uni Zaki Hashem, fyrrverandi unn- usta sinn, að því er nýjustu fregnir lierma. Farúk yrði liklega að láta sér það lynda, að-hún trúlofaðist Iionum áftur, þó að sárt muni honum þykja að sæta þeirri niðurlægingu. Zaki Hashem hefir oft sést heima hjá Sadek-fjölskyldunni undanfarið. Narriman býr hjá móður sinni og ekki cins ríkulega og meðan hún var „fremsta kona Egyptalands“. Enginn vafi er á því, að gifting Narriman og Zaki Iiashem mundi mælast vel fvrir í Egyptalandi, og er þess nú beðið með óþreyju, iivort þau geri alvöru úr hinum endurnýjuðu kynn- um. Narriman er aðeins tvítug að aldri. Hún er í holdugra lagi, og um þcssar mundir stundar hún daglega íþróttir Og megrunaræfingar til þess að bæta útlit sitt. Myndin er úr anddyri hússins, sem er glæsilegt að frágangi, eins og byggingin öll. Ljósmynd: Thomsen. Giftist \arriiiian Nadek affnr ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.