Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 — hækkandi stjarna Uosemary Clooney Rosemary Clooney, hin þekkta ameríska dægurlagasöngkona, hefir sett sér það mark að komast i tölu stærstu stjarnanna lijá Paramount. Hún þykir mjög venjuleg í útliti, en ef til vill tekst henni það samt, enda er nafn hennar mjög á vörum æsk- unnar um gjörvallan heim. 'úmalínunum. Snögglega hlýnaði aft- ur í veðri, fyrirbrigði sem slilc eru ekki óalgeng í hinni kenjóttu veðr- áttu þar norður frá, og þegar regnið fraus á simavírunum myndaðist ís- ing. Línumenn á Echo Lake svæðinu lögðu af stað til viðgerða. „Eg skal taka Suður-línuna að mér,“ sagði Scott Ogilvie. „Ef til vill liitti ég stúlk- una þar og get orðið lienni að liði.“ Regnið jókst, snjórinn blotnaði og færðin varð þung. Þegar Seott var ekki kominn aftur á tilteknum tíma, fóru tveir iinumenn að leita hans og röktu slóðina að Ningunsaw fljótinu. „Líklega hefir Scotty búist við, að stúlkan kæmi þá leiðina," sögðu mennirnir. Brátt komust þeir að raun um, að sorglegt slys hafði skeð. Snjóbreiða hafði hrapað fram af fljótsbakkanum og borið Scotty með sér. Við fljóts- bakkann nokkru neðar fundu þeir lík Scottys i rekaviðarhrúgu. Þeir jörð- uðu hann við hliðina á kofavegg hans og mörkuðu gröfina með trékrossi. Mönnunum við Echo Lake til mik- illar undrunar, sáu þeir rússnesku stúlkurta koma gangandi í slyddunni og ófærðinni. Einn vinnufélagi Scottys gat ekki varist gremju. „Hún hefir komist af, en ekki hann! .... Hún ætti að fá að vita livað Scotty gerði." „Særðu ekki tilfinningar hennar,“ sögðu hinir mennirnir. Þeir leiddu Lilý vingjarnlega að gröfinni, og hún virtist skilja hvað hefði skeð. Þeir skildu við hana, þar sem hún stóð niðurlút við leiðið. Síð- ar tóku mennirnir eftir einkennileg- um hlut úr málmi, sem festur hafði verið á krossinn — það var minja- gripur, sem lienni hafði verið kær. Lilý yfirgaf kofa símamannanna og hvarf inn í völdunarhús snævi þaktra fjalla. Stormar geisuðu um dalina ‘og veðurdrUnur heyrðust í lofti. Ótrú- legt lán fylgdi lienni uni þessi ógn- þrungnu landsvæði, henni tókst jafn- an að finna skjól í tómum veiðimanna- kofum. Með löngu millibili voru svo kofar, sem búið var í og á stöku stað landnámsbyggðir. Þar birtist hún sem vofa í myrkrinu, stóð stutt við og að- cins ef hún mátti til. Þegar hún loks kom til Atlin var það einkennileg sjón, sem blasti við ibúunum þar. — Smávaxin stúlka sem bar ferðapinkil og ennfrenmr út- stoppaðan svartan og hvítan hund. Einhvers staðar á hinni löngu erfiðu göngu hafði hinn tryggi Brúnó látið lífið, sennilega í baráttu fyrir lífi eiganda sins. Henni liafði einhvern veginn tekist að, flá hundinn og stoppa hann út þannig, að hann var nákvæm eftirlíking þess, sem hann hafði ver- ið í lifanda lifi. Þegar hún kom til Dawson var hún algerlega félaus, en hún fékk vinnu þar sem eldabuska. Mánuðum saman vann hún þar, en hún bjó alltaf ein og þögn hennar var órofin. Siðan keypti hún ódýran bát. Borgarbúar héldu, að hún ætlaði að búa í honum við fljótsbakkann. En þeir komust brátt að raun um að þar skjátlaðist þeim. Daginn sem hið lirikalega Yukon fljót ry.ður af sér ísnum er jafnan uppi fótur og fit í Dawson. Borgar- búar hafa það sér til dægrastyttingar að veðja um hvaða dag isinn fari og oft er mikið fé lagt undir. Þegar hér var komið sögu, hafði hið mikilúðlega fljót verið dögum saman i upplausnarástandi. Svo var það síðdegis, dag nokkurn, að öll borgin komst i upphám. Yfirborð fljótsins lyftist upp með ægilegum gný og ísjakarnir ruddust áfram á fleygiferð til sjávar. Hávaðinn og óp- in voru svo mikil, að enginn tók eftir einni lítilmótlegri mannveru, þangað til maður einn hrópaði: „Nei, sjáið rússnesku stúlkuna!" Þarna sat hún i skut hins lítilfjör- iega bátkrílis með aieigu sína við hlið sér og uppstoppaðan hund á hnjánum. Með óviðjafnanlegri hugdirfsku horfð- ist Lilý i augu við hið ólgandi Yukon fljót, þegar hún sigldi í kjölfar jaka- hlaupsins niður eftir þvi. Áhorfendurnir á fljótsbakkanum störðu á eftir henni, meðan þeir eygðu kænuna _sem skoppaði á öldunum. Neðar við fljótið sáu ibúar Tanana hana, hún sat þá enn i skutnum og stýrði bátnum af ósveigjanlegri þraut- seigju. En þegar hún kom til Nome, skildi hún bátinn eftir og hvarf, er hún hafði keypt sér matvæli. Nokkru siðar skýrði Eskimói einn frá þvi, að hann hefði mæft dapur- legri smávaxinni stúlku á strandlengju Beringssundsins. Hún dró á eftir sér eittlivað, sem líktist kerru, og á því var farangur hennar. Efst á farang- urshrúgunni, bætti Eskimóinn við, var einliver hlutur sem líktist svart- flekkóttum hundi. ILér lýkur hinni furðulegu ævisögu I.ilian Alling. Það eru vissulega lík- ur til, að hún hafi getað fengið Eski- móa til að ferja sig yfir hið storma- sama Beringssund. En liafi sú tilraun verið gerð, náði hún þá ströndum Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara. í | ':I :I ■ i-í :,!#!*:. !li' Sólmyrkvi 9. ágúst 1953. Alþjóðayfirlit. Aðalmerkin erti yfirgnæfandi í á- hrifum og mun því framtak áberandi i alþjóðaviðskiptum. Heppni og hýgg- indi ættu að vera áberandi í þessu sambandi, því að Satúrn hefir að ýmsu leyti góðar afstöður. — Sólmyrkvinn er í I.jónsmerki, sem bendir á örðug- leika nokkra, er konungar og hátt- scttir inenn eiga við að stríða. Gæti það komið til greina í Frakklandi, Ítalíu og Sikiley og Norður-Rúm- eníu. Einnig í bæjunum Róm, Bath, Bristol, Portsmouth, Philadelphiu og Prag. ■— Myrkvinn er í 11. húsi lýðveldisins og gæti liaft slæm áhrif á samstarf þingmanna og stjórn- arflokkanna. — Áhrifin eru frekar sterk, þvi að tveir þriðju plánetanna eru staddar í áhrifarikum merkjum. — Sólmyrkvinn er í miðnæturstað í lín- ttnni Shanghai í Kina og vestanvert í Ástralíu. Þar mætti búast við jarð- skjálfta. Lundúnir. Sólmyrkvinn er í 8. húsi. Bendir á dánardægur háttsettra og þekktra manna. Þó gæti ríkið eignast fé að erfðum vegna þessara áhrifa. Mars og Plútó i lnisi þessu, sem bendir á sundurgröft 'eða að saknæmir verkn- aðir komi i ljós í sambandi við dauðs- föll eða því um likt. — Júpíter í 7. húsi ásamt Merkúr, Venus og Úran. Þetta ætti að vera yfir höfuð góð af- staða til utanríkismálanna og benda á batnandi samkomulag við önnur ríki. — Satúrn og Neptún í 10. húsi. Þetta er óheppileg afstaða fyrir stjórnina og háttsettir menn gætu orðið fyrir aðkasti. Þó eru heildaráhrifin þrótt- mikil og framkvæmdaþrek mikið. Berlín. Að ýmsu leyti lík áhrif og í Eng- landi. Eru sum álirifin mun sterkari en þar. — 8. hús er í áberandi áhrif- um og bendir á atbugaverð áhrif á háttsetta menn og gætu þeir orðið fyr- ir aðkasti. Háttsettur maður gæti lát- ist. — Satúrn og Neptún i 9. liúsi. Slæm áhrif á utanlandssiglingar og við- skipti og tafir nokkrar gætu átt sér stað í þeim greinum, einnig undan- gröftur rekinn og verkföll gætu komið til greina í þeim starfsgreinum. — Vcnus, Mars og ÍJran í 7. húsi. Bendir á góða afstöðu til utanrikisviðskipta og afstöðu til annarra þjóða, því að Venus er sterk í áhrifum í þessu húsi. — Júpiter í 0. húsi. Hefir ná- lega allar afstöður góðar, því ætti afstaða verkamanna að vera friðsæl og heillarik, einnig aðstaða liersins góð og heilsufar ætti að vera gott. Framhald á bls. 14. Siberíu? Komst hún nokkurn tima alla leið til fjöiskyldu sinnar? Og hafi hún komist það, hvort var það þá til að lifa eða deyja? Svörin við þessum spurningum eru læst inni i-hinum sjálfgerðu virkjum norðurheimskautsins. En hafi nokkru sinni dáð hetjuskapar og trygglyndis verðskuldað uppfyllingu óskanna, þá var það hin ótrúlega krossganga Lilian Allings frá frelsinu til fanga- búðanna. * R. Á. þýddi. — kröfuharóur eiginmaöur $ean Simmons Það má vafalaust fullyrða, að breska leikkonan Jean Simmons hafi náð mestri frægð og mestum vinsældum allra breskra kvikmyndadísa eftir strið. Hún er fædd 31. jan. 1929 og hefir leikið í mörgum myndum síðan hún var 10 ára gömul. Fyrst vakti luin verulega athygli á sér hér á landi fyrir afburða góðan leik í myndinni „Glæsileg framtið". Aðrar myndir hennar eru t. d. „Bláa lónið“ og „Hamlet“. í Bretlandi var henni sýndur svo mikill sómi af kvikmynda- félagi .1. Arthurs Rank, að ekki hefir öðrum breskum leikkonum verið hampað meira. Og svo giftist hún Stewart Granger, sem þótti um þær mundir sjálfsagður í öll lietjuhlut- verk hjá Rank. Granger er fertugur að aldri. Þau hjónin hafa nú dvalist i Hoilywood um alllangt skeið. Hjónaband þeirra hefir þó ekki ver- ið upp á það besta. Jean Simmons þykir vera orðin þreytuleg og ar- mædd, en mun það sannast mála, að það sé ekki á allra færi að búa með Stewart Granger, sem er óvenjulegur loftkastalamaður, sem heldur að hann sé höfðingi að miðaldasniði. Þegar þau hjónin koniu til Hollywood festi hann kaup á stærðarhöll, þar sem allt varð að vera fullkomið. Svo átti kon- an að ganga um hallargólfin skraut- búin með málaðar varir og nýgreitt hár. En nú hefir liann komist að þvi, að Jean litla hefir aðrar hugmyndir um lífið en hann. Aðspurð hefir Jeán sagt, að ekki sé allt með felldu í sambúð þeirra, en öll nýgift hjón þurfi jafnan að ætla sér tíma til aðlögunar. Egils ávaxtadrykkir 1111 11 1 ■■■ 1 n'

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.