Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Arfleiðsluskráin. — og svo vil ég minna ykkur á mjög áríðandi guðsþakkargjafir, sem eiga að ganga tii viðgerðar á kirkju- þakinu .... — Viltu að hún mamma rétti þér eitthvað? — Hann er að skrifa hunda-sögur. Dularfulli SÖNN FYRSTI stýrimaður á skipinu Vest- ris árið 1828 hét Röbert Bruce, og var afkomandi einnar frægustu frelsishetju Skotlands. Skipið var á leið til St. Johns i N'ew Bruns- wick, þegar þessi saga gerðist. Um hádegi dag einn var hann uppi á þil- fari ásamt skipstjórahum, og voru iþeir að ihuga sólarganginn. Siðan fóru þeir báðir til klefa sinna til að reikna út stefnu skipsins. Stýrimaðurinn glámdi lengi við út- reikning sinn, en fór síðan til klefa skipstjórans. „Mér þykir fyrir því herra,“ sagði liann. „Mér er ómögu- legt að fá útreikninginn réttan.“ Maðurinn, sem sat við skrifborðið, sneri sér hægt við, og Bruce brá mjög í brún. Það var ekki andlit skipstjór- ans, sem hann sá, heldur var það andlit ókunnugs manns, sem var ekki líkur neinum af skipshöfninni. Bruce mætti starandi augnaráði mannsins með óttablandinni þögn, síðan hljóp hann út úr klefanum. Uppi á þilfari liitti hann skipstjór- ann. „Herra skipstjóri, það er ókunn- ur maður í káetu yðar,“ hrópaði liann. „Ókunnur maður? Það hlýtur að vera annað hvort þjónninn eða annar stýrimaður. Enginn annar fer inn i káetu mína í heimildarleysi?" „Nei herra,“ fullyrti Bruce. „And- lit þessa manns hefi ég aldrei séð áður.“ „Farið niður og skoðið liann bet- ur,“ sagði skipstjórinn. „Eg er engin skræfa," svaraði Bruce, „en þrátt fyrir það vildi ég ógjarnan fara einn niður aftur.“ Þegar þeir komu inn i klefann aft- ur, var hann mannlaus. Mannsins var leitað um allt skipið, en án árangurs. Bruce hélt samt fast við frásögn siína. „Eg vildi leggja árs- launin niin i veð fyrir þvi, að ég sá manninn þann arna sitja og skrifa eitthvað á spjaldið yðar!“ sagði hann einbeitnislega. „Þá ætti að standa eittlivað á spjaldinu,“ sagði skipstjórinn og andartaki siðar var spjaldið í hönd- sjMurinn SAGA. um lians. Og það stóð eitthvað skrifað á það! „Þetta lilýtur að vera rithönd yðar, Bruce,“ sagði skipstjórinn. Á spjald- inu stóð skrifað, skýrum stöfum: Stýrið í norðvestur. „Heyrið þér, eruð þér að reyna að gabba mig? Skrifið þessi orð fyrir mig.“ Rithönd Bruce var borin saman við rithöndina á spj'aldinu en reynd- ist gerólík. Sama var að segja um rit- handir allra annarra á skipinu. Loks tók skipstjórinn ákvörðun sína. „Eg er guðhræddur maður,“ sagði hann. „Þessi dularfullu skilaboð liljóta að merkja eitthvað, einhver hulin öfl forsjónarinnar hljóta að vera lrér að verki. Við skulum taka stefnu i norðvestur og sjá hvað setur.“ Skömniu síðar sáu þeir ísjaka fram undan. Þegar Vestris kom nær lion- um, gaf að líta annað skip, sem var strandað og frosið fast við ísinn, og öldurnar gengu yfir þilfar þess. Vestris fór að skipinu og þeim af s'kip- brotsmönnunum, sem enn voru á lífi, var bjargað. Meðan á björguninni stóð, tók Bruce sérstaklega eftir ein- um skipbrotsmannanna. Hann var lifandi eftirmynd mannsins, sem hann hafði séð í káetu skipstjórans. Að björguninni lokinni sagði Bruce skipstjóranum frá uppgötvun sinni. Síðan töluðu þeir við skipstjóra hins strandaða skips. „Já, ég veit hvað þið eigið við,“ sagði liann. „Þessi maður spáði því að okkur yrði bjarg- að þennan sama dag.“ Sjómaðurinn var kallaður tH við- tals niður í skipstjóraklefann, og skýrði hann þá frá því að fám klukku- stundum fyrir björgunina hefði sig dreymt að liann væri um borð í öðru skipi og það væri á leiðinni til að bjarga skipbrotsmönnunum. Skipstjórinn ó Vestris tók spjaldið og fékk sjómanninum það. „Skrifið þessi orð,“ skipaði hann. Sjómaðurinn skrifaði: „Stýrið i norðvestur“. Og rithönd lians var sú sama og verið hafði á spjaldinu. * Vitið þér...? að til 1927 varðaði það lífláti í Kína að fara fram úr lögleyfðum ökuhraða bíla? Bílstjóragarmurinn, sem gerði sig sekan um að aka með meiri hraða en 15 mílur (24 km.) hraða, sem var há- markið, missti ekki aðeins hausinn, heldur var hann líka hafður til sýnis öðruin til aðvörunar. Hvort þessi ströngu ákvæði liafa haft tilætluð álirif veit maður ekki, en hitt er víst að sami bílstjórinn hefir ekki orðið sekur um brot nema einu sinni. að til eru vörubílar, sem hægt er að aka undir vatnsyfirborði? Vagnar þessir eru notaðir við landgögnu í liernaði. Vagnstjórinn er útbúinn með sérstakri súrefnis- grímu, en loftpápa liggur frá and- rúmsloftinu niður í vélina, sem þarf ó lofti að halda og blandast bensin- inu. Útblásturspípur liggja upp á yfirborðið. að SAS-flugfélagið gefur út d- dýrustu flugfarseðla í heimi? Þessir seðlar gilda á leiðinni Kaup- mannahöfn—Málmey, þ. e. yfir Eyrarsund. Fargjaldið á þessari stuttu leið kostar aðeins 13 krónur, en þar sem fargjöld eru aðeins 10% fyrir fanþega undir 2ja ára aldri, neniur það 1,30 kr. á umræddri leið. Hvergi mun vera hægt að kaupa ódýrari flugfarseðil í víðri veröld. DREKKIÐ EBILS

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.