Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN AÐ var sumar og sól og Gabriel Buud kom labbandi fram veginn, flatan og ryk- ugan. Á einni beygjunni mætti hann fallegri stúlku. — Góðan daginn! sagði stúlkan, beygði hnjáliðinn og hló framan í Gabríel. En hann sá 'hana varla. Hann var sjálfsagt að hugsa eitthvað, því að brosið á vörunum á hon- um var svo raunalegt. Stúlkan leit við og horfði lengi á eftir honum, og svo hljóp hvítur kött- ur yfir veginn. Eftir dálitla stund mætti Gabri- el bónda. Hann var með hrífu i hendinni. Bóndinn nam staðar og sagði: — Viltu kaupa hrífu? Gabriel Buud horfði á hann, en augnatillitið kom úr svo mikilli fjarlægð að það virtist aldrei ætla að komast til mannsins sem það var ætlað. Hann svaraði tilboð- inu engu, hristi bara höfuðið og hélt áfram. Bóndinn kióraði sér undir hatt- barðinu og horfði á eftir Gabriel. Hann hlýtur að búa yfir harmi, hugsaði hann með sér. Þegar hann hafði gengið nokk- urn spöl enn, hitti hann gamla kerlingu. Hún gekk kengbogin með sterkt kvistaprik í hendinni, og hún var með fallegan hvítan klút á höfðinu. Þegar hún sá Gabriel gat hún ekki neitað sér um að nema staðar og heilsa, og svo spurði hún: — Hvað viltu fá fyrir þeytarana þína? — því að hann var með 'knippi af vírþeytur- um undir hendinni- Gabriel nam staðar og brosti angurvær. Svo rétti hann kerl- ingunni þeytarana og sagði lágt að þeir kostuðu ekki neitt. Kerl- ingin glápti á hann og gleymdi alveg að þakka fyrir, því að hann hneigði sig stutt fyrir henni og gekk áfram. Þegar hann hafði gengið um stund sleit hann upp blóm á veg- arbrúnini. Hann gekk áfram lengi og horfði á blómið, og hvíti kötturinn læddist í humátt eftir honum. Undir kvöld kom hann í þorp eitt, þar sem leikaraflokkur var í sýningaferð. Leikararnir ætluðu að sýna sig um kvöldið í Alþýðu- húsinu, og höfðu sett stórar aug- lýsingar upp víðsvegar meðfram götunum. Þar stóð að þetta væri frægt fólk úr höfuðstaðnum, og nú átti að leika Hamlet með Ro- bert Stenstad í aðalhlutverkinu en Hanna Korn átti að vera Ofelia. Þangað fór Gabriel Buud. Hann nam staðar fyrir utan samkomuhúsið og dustaði rykið af gömlu dökkbiáu sparifötunum sínum. Hann dró greiðu upp úr innvasanum og greiddi gisið, ljóst hárið vandlega. Svo fór hann að miðasölunni og sagði við stúlkuna: — Eg er Gabriel Buud. Viljið þér fá miða? spurði stúlkan. Við höfum því miður að- eins fimm króna miða eftir- Miða! sagði Gabriel óþolinn. — Eg er Gábriel Buud! Stúlkan starði á hann og botn- aði ekki í neinu. — Hvað viljið þér þá? spurði hún. — Ha — hvað vil ég? Eg er Gabriel Buud. Þér hljótið að vera nýgræðingur í leikhúsmálum. En stúlkan var engu nær fyrir það, og svo strauk hún hvítum ketti, sem lá í kjöltu hennar. Gabriel varð ergilegur og sagði: — Lofið mér að tala við leik- stjórann. — Leikstjórinn er því miður í önnum, sagði stúlkan jafn róleg. — Sýningin á að fara að byrja. Þá leit Gabriel alvarlega á hana og sagði: — Eg skal segja yður nokkuð. Eftir augna'blik kemur leikstjórinn hlaupandi hingað og segir: — Stenstad er veikur. Hvað eigum við að gera? Enginn getur tekið að sér hlut- verkið fyrirvaralaust! — Þá skul- uð þér fá að sjá hver Gabriel Budd er. Um leið og hann sagði þetta kom leikstjóririn í raun og veru þjótandi og hrópaði í öngum sín- um: — Við verðum að afboða sýninguna. Stenstad er alvarlega veikur, hann hefir hita og upp- köst, og enginn getur tekið að sér hlutverkið hans. Gabriel gekk fram og hneigði sig og sagði: — Eg er Gabriel Buud. Eg skal gjarna hjálpa yð- ur- Eg veit hve leiðinlegt er að þurfa að afboða sýningu á síðustu stundu. .Leikstjórinn horfði forviða á hann. Svo sneri hann sér að stúlk- unni í miðasölunni: Hver er þetta? Hvað vill hann? Stúlkan hristi höfuðið. — Þér verðið að koma aftur seinna, sagði leikstjórinn við Gabriel. — Eg má ekki vera að sinna yður núna. En Gabriel var kominn á leið út. Hann gekk tein- réttur og djarfur og bar höfuðið hátt. Það var orðið framorðið og Gabriel fann að hann var orðinn þreyttur. Hann var kominn út fyrir þorpið og gekk upp óendan- lega langa og bratta brekku. Svo gekk hann fram á mann, sem lá og svaf á nokkrum strigapokum við veginn. Gabriel nam staðar og sagði hæverskur: — Gott kvöld! Maðurinn sem lá þarna settist upp og starði á Gabriel. Þetta var langur slöttólfur, svartskeggjað- ur og fölur í andliti. — Gott kvöld og afsakið ónæð- ið, sagði Gabriel. — Haldið þér að það gæti komið til mála að ég fleygði mér þarna við hliðina á yður og hvíldi mig dálítið. Eg hefi gengið langt í dag. Maðurinn með skeggið færði sig til og lagðist svo út af aftur- — Ef þú elskar friðinn skal enginn neita þér um legurúm, svo sannarlega sem ég heiti Messías, sagði hann. Gabriel hallaði sér út af og lagðist fast upp að manninum til að halda betur á sér hita. Hann studdi hendinni á handlegginn á honum og spurði vingjarnlega: — Kemur þú langt að? Sá sem kallaði sig Messías uml- aði eitthvað ógreinilega. Gabriel strauk handlegginn á honum og spurði vingjarnlega: — Kemur þú langt að? Sá sem kallaði sig Messías uml- aði eitthvað ógreinilega. Gabriel strauk handlegginn á honum og þrýsti varlega að oln- bogaliðnum. — Eg kem sunnan að, hvíslaði hann. — Þú gerir það kannske líka? Sá svartskeggjaði svaraði ekki. Gabriel hélt áfram að strjúka honum handlegginn. Eg strýk honum bara um hand- legginn, hugsaði hann með sér. Ekki getur verið neitt ljótt í því. Honum þykir það kannske gott, að minnsta kosti bannar hann mér það ekki. Ef honum líkaði það ekki mundi hann skipa mér að hætta. Hann heitir Messías og er hærður um úlnliðina. Nú tek ég í höndina á honum, höndina á Messíasi--------- En þá hrinti sá svartskeggjaði handleggnum á Gabriel frá sér, og 'hann reis upp við dogg og sagði reiður: Ekki kem ég að sunnan og ekki kem ég að norðan, og jafnvel þó að ég hefði komið beint ofan af himnum þá kemur það ekki þér við. Ef þú getur ekki verið til friðs verður þú að finna þér annan stað til að sofa á. Gabriel andvarpaði og sagði ekki meira- En um nóttina komu þrjár fagr- ar stúlkur í hvítum náttkjólum til Gabriels meðan hann var að dreyma, en hann gat ekki annað en horft raunalega á þær og hrist höfuðið. Þegar hann vaknaði morgun- inn eftir var Messías farinn. Gab- riel hélt af stað. Bratta brekkan var hræðilega löng, það var farið að halla degi þegar hann kom upp á brún. Loks kom hann að stórum bæ með mörgurn útihúsum. Á dyra- pallinum lá hvítur köttur og teygði úr sér í sólskininu. Fólkið var við heyskap úti á engjum, og Gabriel settist hjá kettinum. Hann var svo mikill dýravinur, hann Gabriel, og nú fór hann að hjala við köttinn. Þú ert hvítur prins, en þú ert ekki í álögum, sagði hann. Þú ert hvítur kattaprins. Kötturinn teygði úr framlöpp- unum svo að sá í klærnar. . Einu sinni fyrir langa löngu, hélt Gabriel áfram, voru engir menn til, en allir voru kettir. Fað- ir þinn var konungur í stóru ríki. Hann átti fagra gula skikkju, og þú hétst Silfurfótur prins. Vertu ekki að þessu bulli, sagði kötturinn. Þetta er ævintýr, sagði Gab- riel- Hefirðu ekki gaman af því? Það er lygi, svaraði kötturinn. Allt sem þér 'kemur við er eintóm lygi. En það er svo fallegt, sagði Gabriel til að afsaka sig. Kötturinn stóð upp. Hann teygði úr sér vel og lengi og stökk svo niður af pallinum. Allt er lygi, hrópaði Gabriel á eftir honum. Geturðu sagt mér eitthvað sem ekki er lygi? Kötturinn silaðist letilega yfir þvert 'hlaðið og skreið undir staf- búrið. En svo skaut hann hausn- um fram aftur og sagði: Þaö voru engir leikarar i þorpinu í gcer. Þá tók Gabriel til fótanna. Burt frá bænum gegnum efsta, gisna birkiskóginn. Og þegar hann var kominn hæfilega langt burt, nam hann staðar og kallaði til baka: Þú lýgur, ’heimska búkattarkvik- indið! Svo linnti hann ekki fyrr en hann var kominn upp á nakið fjallið. Þar stóð hann um stund og horfði á iðna litla fólkið sem var að vinna niðri í dalnum. Hann var glaður og léttur í lund og svalur vindgustur lék um ljósa hárið á honum. Þá heyrði hann rödd bak við sig, sem hann kannaðist við: — Góðan daginn, Gabriel Buud! — Það kom eins og hlýr, yndislegur hlátur. Hann leit við og sá fagra konu sem brosti til hans. Það var Hanna Korn. Er .... eruð þér hérna? sagði hann vandræðalega. Nú skuluð þér ekki umflýja mig lengur, sagði Hanna Korn. FINN BJÖRNSETH: Uvtti köiiunnn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.