Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Þeir elskuðu Skáldsaga eftir Anne Duffield. áður en hún hafði fengið tíma til að hugsa sig um. — Hverjir 'þá? Það var Suzette sem spurði. — John .... til dæmis. Hann .... ég er hrædd um að honum mislíki að ég tek boðinu. — Hvað kemur þú honum við? Rósalinda roðnaði aftur. Suzette hafði rétt fyrir sér. Henni kom John ekkert við, eða það sem hún gerði. Þegar allt kom til alls hirti John kannske meira um hvað Suzette gerði. Suzette lét ekki undan. — Eg skal veðja við þig að John tekur boðinu — ef hann þá verður boðinn, og það verður hann auðvitað. Viltu veðja? — Já, ef þú veðjar ekki hátt! Rósalinda reyndi að brosa. Hún stóð upp og gekk til dyra. — Það er tími til að hafa fataskipti undir miðdegisverðinn. Mundi Suzette vinna veðmálið? Þessi hugs- un vék ekki frá 'henni meðan hún var að hafa fataskipti. Hún niátti ekki vinna! Tæki John boðinu þá var það ekki af því að hann hafði sigrast á gömlu andúðinni heldur af því að hann vildi vera með Suzette. Rósalinda kreppti hnefana. Ö, John, farðu ekki .... góði, farðu ekki! NÆSTU daga var ekki um annað talað en laugardagsboðið, hvernig þær ættu að vera klæddar og hverjir mundu vera boðnir. Agatha hafði sannfrétt að Kitty væri boðin, og Kitty hafði vottað að bæði hún og maður hennar hefðu tekið boðinu. Sjálf var hún ekki vön að afþakka boð, en hún hafði verið í vafa um manninn sinn. Tremaine majór var nokkuð þröngsýnn. En hann hafði afar gaman af hestum, og prinsinn hafði sagt honum að hann ætti von á ferðamönnum, sem væru með margra arabiska reiðhesta. Majórinn gleymdi öllum fordómum og hugsaði ekki um annað en hestana. Prinsinn hafði farið út á búgarð sinn til að undirhúa samkvæmið, og John var í em- bættisferð í Alexandrínu, svo að Rósalinda og Suzette gátu ekki haft tal af þeim. Báðar voru forvitnar um hvort John kæmi, báðar hugsuðu um veðmálið en hvorug minntist á það. Það var glaða sólskin og ofurlítil gola þegar gestirnir hittust á bryggjunni, þar.. sem snekkja prinsins lá, en á henni átti fólkið að fara norðureftir ánni- Greenfjölskyldan og Rósalinda voru þær síðustu sem komu. Prins- inn stóð við landganginn og beið. Hann var í hvítum buxum og bláum stakk og Rósalindu fannst hann aldrei hafa verið tígulegri. Sjálf var hún í hvítum línkjól, með hvíta ilskó og hvítt silkiband um hárið. Frú Green leit yfir hópinn og gekk úr skugga um að þarna var aðeins „fínasta fólk- ið“ samankomið. Fullkomið samkvæmi, hugs- aði hún með sér og hlammaði sér á bekk við hliðina á Kitty. Rás viðburðanna hafði orðið alveg eins og hún hafði óskað sér. Iris leit letilega kringum sig, en véitti ekki 6. bíinfl tvelr. athygli öðrum en prinsinum. Hún var í ljóm- andi skapi og það var hættulegur glampi í rafgulu augunum. Þegar hún tók vindlinga- hylkið. Rósalindu létti, John var ekki í gesta- hópnum. Hann hafði ekki þegið boðið, eða kannske ’hafði hann ekki verið boðinn. Suz- ette var vonsvikin. John var ekki hér. Það var líkast og sólin hyrfi, glitrandi áin var ekki annað en mórauð for, og hún hataði þetta samkvæmi. En hvers vegna var hann ekki hérna? Þegar einn af ungu piltunum kom til hennar, sagði hún ólundarleg: — Hvers vegna er ekki John Midwinter hér- Er hann ekki kominn til baka frá Alexandrínu? — Midwinter? Hann er ekki boðinn! — Hvers vegna ekki? — A-a .... Hann yppti öxlum. — Mid- winter er einn af þeim stóru síðan hann tók við stöðinni eftir Fairfax ofursta. Það væri ekki sæmandi fyrir hann að fara. Ali prins vildi reyndar ekki bjóða honum heldur. Það kann að þykja torskilið, en það eru óskrifuð lög hérna. — Liggur svona í þessu? Brúnin á Suzette hækkaði. Hún 'brosti til unga mannsins og tók af sér hattinn. Vindgolan ýfði þétt svart hár- ið á henni og sólin speglaðist í augunum. — Hvílíkur dagur! sagði hún með hrifningu. Þetta samkvæmi gat orðið skemmtilegt, jafn- vel þótt John væri þar ekki. Aðalatriðið var að Rósalinda hafði ekki unnið veðmálið. Gestirnir höfðu dreifst og sest í legustól- ana á þilfarinu eða inni í salnum. Snekkjan hafði verið fljót út úr höfninni og nú var borg- in komin í fjarska. Áin breikkaði og á báða bakka sá til grösugrar flatneskju. Hér og hvar sáust lág húsahverfi inn á milli pálm- anna. Þegar norðar dró sigldu þau milli skrúð- grænna eyja og fóru svo nærri að þau gátu greint melónurnar, sem glitruðu á í sólinni. Gestirnir, sem sjaldan eða aldrei höfðu ver- ið á þessum slóðum fyrr nutu ferðarinnar, en fæstir þeirra hugsuðu mest um útsýnið. Flest- ir voru að tala saman og höfðu dregið sig undir sólseglið og nutu hressingarinnar, sem þjónar prinsins báru á milli. Rósalinda ihafði valið sér afsíðis stað út við .borðstokkinn. Hugur hennar var langt í burtu og hún hafði ekki augun af útsýninu og glitr- andi vatninu í Níl. Allt í einu heyrði hún að einhver talaði til hennar, og að viðkomandi hafði gert það nokkrum sinnum án þess að hún tæki eftir því. Hún leit upp og sá prins- inn og þjón sem hélt á bakka. — Hjartans þakkir! Hún tók glas með appelsínusafa í. — Nú voruð þér langt í burtu, sagði prins- inn brosandi og hallaði sér út á borðstokkinn við hliðina á henni. — Nei, ekki lengra en þarna úti. Hún benti á grænan hólma. — Eg vildi gjarna eiga heima á svona stað. — Eg er hræddur um að yður mundi fljót- lega fara að leiðast þar, sagði prinsinn. — Þykir yður þessi hluti Nílar fallegur? — Já, yndislegur. Það er svo rólegt hérna. — Já. Hann horfði fast á andlitið á henni. — En það er ómögulegt að þér þráið rólega staði, á yðar aldri. — Jú. Stundum. Kannske er ég gamaldags — eða þá bara löt. — Eg held þér séuð hvorugt, en dálítið þreytt. Kairo hefir verið erfið síðustu vik- urnar, og lífið hefir víst verið talsvert eril- samt hjá yður, er það ekki? — Jú. Prinsinn spurði ekki frekar, en breytti um- talsefni og fór að tala um skipið og um stað- ina, sem þau fóru hjá. Rósalinda hallaði sér aftur í stólnum og hlustaði. Djúp rödd prinsins lýsti náttúrunni, daglegu lífi á eyjunum og fólkinu sem átti heima þar, á þann ’hátt sem sá einn getur, sem hefir samúð með því. Rósalinda gleymdi þreytunni; óróin og kvíðinn, sem ofsótti hana um þessar mundir, hvarf. Stundum leit hún upp og mætti dökku augunum fyrir ofan sig. Það var komið á milli þeirra eitthvert einlægnisamband, sem ekki hafði verið áður. Hvorugt þeirra tók eftir fólkinu og skvaldrinu í kring, þau hefðu eins vel getað verið alein á einhverjum hólmanum, sem þau sigldu fram hjá. Þau hrukku við er þau heyrðu hvella klukknahringingu. Suðan i hreyflinum þagn- aði, hásetarnir kölluðust á og snekkjan rann um að langri bryggju. — Ferðin var á enda. Prinsinn yfirgaf Rósalindu og fór fyrstur í land til að taka á möti gestunum. ÓÐAL prinsins var spölkorn frá bryggjunni og þrír bílar voru til taks að flytja fólkið þangað. Leiðin lá vestur yfir grænar grundir, þar sem fólk var að vinna. Það stóð í vatni upp fyrir ’hné. Skurðir voru um landið þvert og endilangt og sums staðar voru pallar, og þar stóðu vopnaðir varðmenn. Ósléttur vegurinn var fullur af fólki, vögn- um og skepnum. Magrir strákar ráku f járhópa á undan sér, en hænsn hlupu fram og aftur. Konur báru ávaxtakörfur á höfðinu og græn- meti og eldivið - heim úr þorpinu. Á einum stað urðu bílarnir að víkja úr vegi fyrir úlf- aldalest með bómullarböggum. Úlfaldarnir þrömmuðu áfram og viku ekki ‘ hársbreidd. Strákur gerði sér að leik að þvi að stinga göt á bómullarballanna, sem náðu niður undir jörð, og hrifsa bómullarhnoðra og stinga í vasann, og hlaupa svo burt þegar sást til þeirra. Þau fóru um mörg þorp áður en þau komu að esba prinsins, eða óðalssetri. Kringum húsið var fjöldi af kofum úr leirklíningi og í dyrunum sátu konur við vinnu. En sjálf höllin stóð skammt frá. Bílarnir runnu gegnum hátt hlið, sem varðmenn í litskrúðugum klæðum opnuðu, og námu staðar við aðaldyrnar og gestirnir voru látnir ganga inn á svalir, alsett- ar smáborðum og hægindastólum. Prinsinn hljóp út úr fremsta bílnum og bauð gestina velkomna og sagði þjónunum að vísa gest- unum á herbergi þeirra. Það duldist engum að Ali Yussuf prins var húsbóndi á sínu heim- ili. Rósalindu og Greenfjölskyldunni var vísað til fjögra samliggjandi herbergja með svölum og baðklefa. Herbergin voru í sama stíl og gestaherbergi á ensku höfðingjasetri, en í baðklefanum var austrænn íburður. — Er þetta ekki flott, mamma? sagði Suzette hrifin. — Jú. Þvoðu þér nú um hendurnar og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.