Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Ráðherrar æfðir í vopnaburði.------f fyrsta skipti í sög-u Egyptalands er \ ráðherrunum nú kennt að nota vopn. Á myndinni sést utanríkisráðherrann, dr. Mahmoud Fawsi í vinnuklæðum hermanna, vera að læra að fara með byssu. þdi__'j-V VORGRÓÐUR. — Einn af fílunum í Vincennes-dýragarðinum er orðinn leiður á vetrarmatnum og sætir lagi til að ná sér í nýútsprungnar grein- ar af tré sem stendur við búrið hans. RASMUS KLUMPUR heitir þessi á myndinni. Hann er í dýragarðinum í London og hefir ákaflega gaman af að láta taka myndir af sér. Framhaldssaga eftir Harton Estes: Ur dagbók lífsins Iiefði orðið að fórna morgunsvefni fyrir þetta bellibragð. Marcella nam staðar á miðju gólfi. Rod stansaði líka, en gamli Sturtevard hikaði lengi vel, en nam svo staðar við hlið þeirra. Þetta hik olli Marcellu eins mikillar gremju og nærvera Guys. í messulokin hjálpaði herra Sturte- vard henni í frakkann. „Viltu koma og tala við þau?“ spurði hann. „Nei,“ sagði hún ofsareið yfir því að liann skyldi dirfast að koma með þessa spurningu. „Við höldum rak- leiðis heim. Komdu Rod.“ Hún stikaði út og leit ekki aftur. Rod fylgdi henni. En faðir hans varð eftir. „Við bíðum ekki eftir honum,“ sagði hún. Marcellu hafði oft komið til liug- ar á fyrstu vikum hjónabandsins, að herra Sturtevard hefði sem ungur maður verið miklu heppilegra manns- efni fyrir hana en Rodney. Nú hafði hún alveg skipt um skoðun. í sam- anburði við Rod var faðir hans þrá- kálfur og hálfgerður rifddi. Hún hafði orðið vonsvikin á tengda- föð'ur sínum. Hann var skynsamur, en þó ekki gæddur nema almennri skyn- semi. Hann þóttist vera mannþekkj- ari, en það hafði hann nú alveg af- sannað. Rod hafði ekki þurft nema finnn mínútur til að sjá, að Hazel væri ómerkileg persóna, sem væri virðingu þeirra ósamboðin. Faðir 'hans var sá auli að sjá þetta ekki. Hádegisverðurinn var snæddur í ró og næði. Þau skröfuðu saman um Bill litla og ýmislegt fleira. Meðan þau drukku kaffið, sagði Sturtevard gamli: „Marcella, gætirðu ekki verið svo- Htið vingjarnlegri við Guy og Hazel?- Mikið mundi mér þykja vænt um það.“ Þetta var hættulegt augnablik. Hún hefði helzt viljað stökkva upp á nef sér af reiði, en hún vildi ekki glata áliti því, sem tengdafaðir hennar hafði á lienni. „Það er hættulegt að vera vingjarn- leg við slíkt fólk,“ sagði 'hún loks. „Hazel er af þeirri manngerð, sem fer alls staðar eins langt og liún kemst. Eina vörnin, sem dugir gegn því, er að látast ekki vita af því, að það sé til.“ „Eg veit það, ég veit það,“ sagði hann. „Þú sagðir þetta í ágúst og gerð ir grein fyrir þvi, hvers vegna þú hefðir þessa skoðun. En ég held, að hún ætli að haga sér vel og verða Guy góð kona. Fliss heldur það. Eg vildi, að við gætum verið sammála um það.“ ,yÞið getið verið það,“ svaraði hún. „Þú og FIiss. Ekki skal ég spilla fyrir því.“ Hann felldi niður talið. Á föstudeginum i næstu viku hringdi síminn. Hún þekkti röddina, sem sagði: „Marcella, geturðu komið skila- boðum til Fliss? Hún á von á okkur í kvöld, en Guy er kvefaður. Það er ekkert alvarlegt, en þú veist, hvernig karlmenn eru. Hann heldur, að það sé lungnabólga. Vildirðu vera svo væn að koma skilabtoðanum, ef.þú gætir?“ Ekki nema það þó! Nei, liún ætlaði ekki að senda neina af vinnukonunum. Hún ætlaði að skila þessu sjálf. FIiss opnaði dyrnar fyrir henni og fagnaði lienni vel, enda höfðu þær ekki sést i nærri því hálf- an mánuð. „Nei, ég ætla ekki að koma inn. Eg er með skilaboð til því frá Hazel,“ sagði Marcella og sagði Fliss formála- laust, hver þau væru. „Mér þykir leitt, að ég skuli hafa bakað þér þetta ónæði,“ sagði Fliss. „Það var ekkert ónæði,“ sagði Mar- cella. „Þú gérð Guy og Hazel oft, er það ekki?“ „Nei, ekki get ég sagt það,“ svar- aði FIiss. Hún ætlaði að segja meira, en hætti við það og hrökk við, er hún leit framan í Marcellu. „Mér stendur á sama um það, en ég veit ekki, hvað þú meinar með þessu,“ sagði Marcella. „Þetta er að minnsta kosti ekki smekkleg fram- koma, hvort sem þú ert ennþá hrifin af Guy eða ekki. Mér finnst þetta liljóta að vera besta leiðin til að brjóta niður hjónaband þeirra, hvað svo sem þér finnst." Hún hraðaði sér heim aftur og lienni virtist liggja .það í léttu rúmi, hvort hún sæi Fliss nokkurn tíma aftur eða ekki. 8. KAFLI. BROWNIE sagði, að það væri engin þörf á að kalla á lækni. „Nema þú sért liræddur." Hún blandaði Guy drykk i glasi og sagði: „Þetta var faðir minn vanur að drekka, þegar hann varð lasinn. Skelltu þessu i þig, Guy. Vertu ekki svona mikill kjáni!“ Guy hefði drukkið hvað sem væri, til þess að losna við hana. Hún svaf á sófanum í dagstofunni ])essa nótt og þá næstu. Á sunnudags- morguninn var hann skárri og fékkst til þess að borða eitthvað. „Gerðu þér ekki háar hugmyndir út af þessu,“ sagði hún. „Framvegis færi ég þér ekki morgunvcrðinn í rúmið.“ Hún var alls ekki svo slæm hjúkr- unarkona. Aðferðir hennar minntu Guy á móður sína. Það var ekkert hik og það, sem hún gerði, hreif vel. Hún bjó um rúmið, hvenær sem henni þóknaðist, mældi hann, skannnaði hann, hæddist að honum, en spurði aldrei, hvernig honum liði. Hún sagði honum það í staðinn." „Það er verst, að þú ert ekki fær um að fara d kirkju i dag,“ sagði hún. „Eg er viss um, að Marcella verður fyrir vonbrigðum. Jæja, það verður víst svo að vera. Við förum næsta sunnudag." Hann mundi einhvern veginn kom- ast lijá því. Honum fannst sú hug- mynd Marcellu að fara í kirkju á hverjum sunnudegi aðeins til þess að storka Marcellu litihnótleg og kjána- leg. Það iá við að hann skannnaðist sín fyrir Brownie út af þessu. Ekki það, að hann ásakaði hana beinlínis. Það var eðlilegt, að hún væri sár. Hann hafði aldrei gert sér vonir um, að Marcella yrði ánægð með giftingu þeirra, en liann hafði ÁSTRALSKUR HLAUPAGIKKUR. John Landy heitir frábær hlaupari ástralskur, sem talinn er líklegur til að verða heimsmeistari í langhlaup- um. Hér sést hann vera að hlaupa fyr- ir mettilraun eina enska mílu. Því er spáð að hann verði fyrstur manna í heimi til þess að hlaupa þessa vega- lengd á fjórum mínútum. RENE CLAIR HEIÐRAÐUR. — Hinn frægi franski kvikmyndaleikstjóri Rene Clair var nýlega sæmdur „Grand Prix“ franskra kvikmyndaframleið- enda fyrir myndina „Les Belles de Nuit“. — Hér sést hann með heiðurs- táknin. vænst þess, að liún gerðþ sitt besta úr þvi og kæmi fram gagnvart Brownie eins og siðaðri konu sæmir. Og honum fannst, að það sæti ekki á Marcellu að setja sig upp á háan hest gagnvart Brownie, þegar Will gamli, Dorothy Granburn, Fliss og Lovat tóku henni vel. SÍÐAR þennan sama morgun fór Brownie út í söluskálann og keypti sunnudagsblaðið fyrir Guy og nokk- ur tímarit og myndablöð fyrir sjálfa sig. Þegar heim kom, gróf hún sig niður í blöðin. Guy fór í slopp og gekk um gólf. „Eg er valtur á fótunum,“ sagði hann. „Eg get ekki farið í vinnuna í fyrramálið. Þú ættir að liringja til Cawley og láta liann vita af þvi.“ Hún leit ekki einu sinni upp úr blöðunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.