Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 snyrtu þig eins fljótt og iþú getur. Prinsinn sagði að teið væri tilbúið! sagði Agatha. — Stattu ekki þarna við gluggann eins og þig væri að dreyma, Rósalinda. — Garðurinn er yndislegur! Rósalinda dró sig með semingi burt frá glugganum. HÚSIÐ VIÐ NlL. Gestirnir söfnuðust saman á svölunum og nutu góðgerðanna og svala loftsins eftir sól- skinið á ánni. Fyrir neðan sá yfir rósagarð eins og mjúkan flauelsdúk með óteljandi rauð- um tilbrigðum. En bak við sáust limgerði með jasmínum og mimosarunnar á milli. Þegar drukkið hafði verið te vildu allir gestirnir skoða húsakynnin og gekk prinsinn á undan iþeim, ánægður yfir hve hrifnir þeir voru- — Þetta er nærri því of fallegt til að vera satt! hrópaði Suzette ihrifin, og allir tóku undir það. Það var líkast æfintýri að sjá svona fagran aldingarð í þessu fábreytilega umhverfi með leirkofum og stritandi sveita- fólki. Rósalindu fannst hún vera í draumi, staðurinn lagði hana í læðing. — 'Hvað er þetta? Suzette benti á stórhýsi, sem hún kom auga á inni á milli trjánna. En þetta hús virtist miklu eldra en hitt, stein- veggirnir voru gráir og veðraðir. Þetta var einnig tvílyft hús, en hlemmar og rimar fyrir öllum gluggum á efri hæð. Ali prins brosti: — Þetta er mitt hús, svar- aði hann. — Yðar hús? En er þá húsið sem við gistum í ekki yðar hús? — Auðvitað. Það er gestahús heimilisins — eða sálaamlik. — En hvað það er skrítið. Hvers vegna hafið þér tvö hús? spurði Suzette. — Það er siður hjá okkur. 1 Egyptalandi eru gestirnir alltaf í sérstöku húsi, eða þá í sérstakri álmu, ef tvö hús eru ekki til. — En hvers vegna? Suzette vildi ekki láta undan. Rósalinda óskaði að hún gæti stungið upp í hana, en það gat enginn, ef Suzette vildi fá skýringu á einhverju. — Eg skil ekki hvers vegna gestirnir verða að vera út af fyrir sig? — Það er vegna kvennanna- Enginn gestur hefir aðgang að kvennabúrinu, sagði prins- inn. — Kvennabúrinu! Rödd Suzette glumdi í kyrrðinni. — Ó, prins Ali, hafið þér kvenna- búr? Eg hélt að þess konar væri úr tísku. En hvað það er rómantískt! Einn af ungu mönnunum gaf bendingu, til að reyna að stöðva Suzette. Tremaine majór rýndi á hana gegnum gleraugað sitt, eins og hann væri að skoða sjaldgæft skorkvikindi, og yfirlætisbrosið var horfið af Kitty. Það var ekki siður að ræða við Egypta um svona mál. Það kom hörkusvipur á arnárandlit prins- Hvar er fjallvætturin? ins rétt sem snöggvast, geigvænlegur glampi í augun. Rósalinda starði á hann, það var eins og hún sæi nýjan, ókunnugan — og hættu- legan — mann fyrir framan sig. En þessi hörkusvipur hvarf jafn fljótt og hann hafði komið, prinsinn reigði höfuðið aftur og skelli- hló. — Kæra ungfrú Suzette, því miður verð ég að valda yður vonbrigðum, en það er engin rómantík læst inni í kvennadeildinni í mínu húsi. En orðið er blátt áfram notað um hí- býli kvenfólksins — herbergi móður minnar, systra og annarra kvenna. Það var eins og öllum létti, og Rósalinda hugsaði með sér: — En hvað hann tók þessu Ijúfmannlega! Suzette hafði móðgað hann, en hann var maður til að skilja að hún gerði það óafvitandi og af flónsku. Frú Green botnaði ekki í neinu, en fannst þó að Suzette mundi hafa sagt of mikið og heimskað sig. Og til að draga athyglina frá dótturinni sagði hún smeðjulega: — Er móðir yðar á lífi, priris? — Já, svaraði hann kurteislega en stutt. — Það var gott að heyra. Það væri gaman að fá að heilsa henni- — Eg er hræddur um að það sé ekki hægt, svaraði prinsinn — móðir mín er ekki vel frísk og getur ekki tekið á móti gestum. — Það var leiðinlegt. En má ég ekki líta inn til hennar rétt sem snöggvast, ég.skal ekki þreyta hana. — Því miður! Ali prins var kurteis en neit- unin svo ákveðin, að frú Green hætti sér ekki lengra út í þá sálma. 'Hann sneri sér að hinu fólkinu og var nú aftur sami alúðlegi gest- gjafinn: — Eigum við að snúa við? Kannske ykkur langi að sjá appelsínulundinn? Trén eru nú í blóma í annað sinn. Gestirnir tóku vel í það og prinsinn fór með þau í áttina frá húsinu sínu. Rósalinda stóð við gluggann og starði út í mjúkt náttmyrkrið. Frá svölunum fyrir neðan heyrðust raddir karlmannanna. Þeir voru að fá sér siðasta glasið og reykja síðasta vindling- inn. Kvenfólkið 'hafði farið til herbergja sinna. Þetta hafði verið ljómandi kvöld. Fyrst kokkteill á svölunum um sólarlagið, svo af- bragðs miðdegisverður í stóra salnum, og svo hressingar á svölunum, með undirleik hljóm- sveitar einhvers staðar úti í garðinum. Ali prins hafði verið frábær gestgjafi, eins og hún hafði vitað fyrirfram. Rósalindu fannst sér falla betur og betur við hann, en hún hafði séð hann frá nýrri hlið í dag. Sú hlið var ef til vill hræðandi, en ekki hrindandi. Hún hafði séð glampa í stál undir fiauelinu, mátt og myndugleika, sem fór honum vel- Ali Yussuf prins er stoltur maður og hann hefir ástæðu til að vera það, hugsaði hún með sér. En það var dálítið annað, sem henni hafði orðið ljóst í dag. Prinsinn var austurlanda- höfðingi og það var djúp staðfest milli hans og vina hans frá vesturlöndum. Hann var æðsti maður gamallar og göfugrar ættar, sem hélt svo fast við forna siði að það var eðlilegt að konurnar neituðu að taka á móti enskum gestum. Þó að prinsinn hefði sjálfur orðið fyr- ir margvíslegum enskum áhrifum, mundi hann aldrei brjóta sínar eigin erfðavenjur. Rósa- lind dáði hann og virti fyrir þetta. Hann varð að vísu fjarlægari henni fyrir bragðið, en enniþá hugþekkari og meira töfrandi. 1 næsta herbergi var önnur kona við glugg- ann og starði út í myrkrið og hlustaði á radd- irnar að neðan og reyndi að greina eina ákveðna úr. Iris hafði séð nýjar hliðar á prins- inum í dag, eins og Rósalinda. Hið austræna og ókunna heillaði hana. Kvennabúr? Kannske sagði hann ósatt er hann fullyrti, að þess hátt- ar væri ekki til bak við rimlagluggana þarna í hinu húsinu? Það fór hrollur um hana en glampinp í augum hennar var válegur, þegar hún fór frá glugganúm. MAHOMED OSMAN. Sólbjartur morgunn, heitur en með léttum andvara, tók á móti Rósalindu þegar hún kom niður á svalirnar daginn eftir. Hún var í reið- fötum. Nú átti að fará í hesthús prinsins og reyna gæðinga hans fyrir hádegið. — Góðan daginn! Mikill dýrðardagur er þetta! sagði hún glaðlega- — Góðan daginn, Rósalinda, svöruðu nokkr- ir af yngstu mönnunum. Kitty, maður hennar og aðrir af þeim eldri, kinkuðu kolli en ekki eins hlýlega. Rósalinda hafði tekið eftir þessu óftar en einu sinni síðustu vikurnar. Þó að Adamson snerist hugur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.