Fálkinn - 12.08.1955, Qupperneq 3
FÁLKINN
3
Enn er farið á grasafjall á íslandi
Forsetarnir Dwight Eisenhower og Ásgeir Ásgeirsson og Hutchinson hers-
höfðingi hlýða á þjóðsöngva Islands og Bandaríkjanna.
Bandarihjaforseti
Fyrrum þótti það fjarri öllum sanni
aS forseti Bandaríkjanna færi úr landi
meðan hann sat i embætti, nema þá
helst til rikja vestanhafs. Wooilruf
Wilson rauf ])essa venju er hann fór
á friðarfundinn i París eftir fyrri
heimsstyrjöldina, og árin sem síðari
styrjöldin var háð áttu þeir fundi með
sér oftar en einu sinni forustumenn
stórveldanna sem böruðst gegn Hitler:
Franklin D. Roosevelt, Winston
Churchill og Jósep Stalin, en enginn
þeirra funda var haldinn í Bandaríkj-
unum.
Á laugardaginn bar við sú nýlunda.
að Bandarikjaforseti gerði sér ferð
til Evrópu — í fyrsta skipti á friðar-
tímum síðan Wilson 1919 — og má
segja að erindið séjikt hjá báðum, þvi
að í rauninni er ráðstefnunni i Genf
œtlað að verða friðarfundur og er það
von allra góðra manna að hún verði
það i orðsins fullu merkingu og að
þar takist að binda enda á kalda
stríðið.
kenuir tíl fclands
í ferð sinni austur um haf kom
Bandaríkjaforseti við í Keflaýik og
bafði þar tveggja tíma viðdvöl. Er
þetta í fyrsta skipti sem Bandarikja-
forseti kemur til íslands, en Eisen-
hower hefir komið til íslands áður,
r.fl. síðasta árið sem lianji var yfir-
hershöfðingi Atlantshafsbandalagsins
oi, sat i París. Þá kom hann til Reykja-
víkur — skildi við flugvél sína í
Kefiavík og flaug til höfuðstaðarins
með „Gullfaxa“.
í þetta skipti var ekki tími til að
koma í höfuðborgina en1 forseti ís-
lands og ríkisstjórn tók á móti Banda-
ríkjaforscta. Voru mættir í Kefla.vik
af hálfu ríkisstjórnarinnar Ólafur
Thors forsætisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson dómsmálaráðherra og Ey-
steinn Jónsson fjármálaráðherra, og
frúr þeirra allra og herra forsetans,
en utanríkisráðherrann, dr. Kristinn
Guðmundsson var þessa dagana í Par-
is á ráðherrafundi Atlantshafsbanda-
lagsins. Framhald á bls. 14.
í gömhx grasalækningakveri segir
svo um fjallagrös: „Fjallagrös á helst
að taka í vætu, þurrka síðan og
hreinsa vandlega. Þau styrkja, draga
saman, mýkja vallgang, næra, hreinsa
hlóðið og drepa orma. Fjalfagrös eru
því góð á móti lungnaveiki, kvcfi og
hósta og bæta mellinguna. Af fjalla-
grasatei er gott að drekka litla pela-
skál í einu. Fjallagrös eru þar að auki
hin hollasta fæða fyrir sóttveika
menn, sem eigi þola annan mat.“
Enn er fjallagrasate notað gegn
kvefi og hósta og það víðar en hér
á landi. Grasanotkun er gömul á ís-
landi. T. d. er grasaferða getið í Jóns-
bók og Fljótsdælu. Talið er að Norð-
ur-Svíar hafi lært notkun fjallagrasa
af íslendingum á 18. öld. Eggert Ól-
afsson telur 4 grasatunnur metnar á
við eina mjöltunnu til búsilags. Grös-
in voru mikið notuð í grauta, saman
við skyr. Var grauturinn oftast mjöl-
festur, eða haft í honum bankabygg.
Grösin voru líka notuð i slátur og
jafnvel í pottkökur. Nú eru grösin
aðallega soðin i mjólk með hrísgrjón-
um og drukkið fjallagrasate.
í „íslenskum þjóðháttum“ eru Arn-
arfell, Lambahliðar, Kjalhraun,
Hveravellir og Orravatnsrústir sér-
staklega nefndar sem afbragðs grasa-
Gott búsílag.
Á Hveravöllum.
tekjustöðvar. Grasaferð gat tekið viku
eða hálfan mánuð og var þá legið við
í vaðmálstjöidum. Það þótti meðal
grasatekja ef greiður kvenmaður tók
tunnuna i göngunni milli mála, en
sums staðar var einn liestburður, þ.
e. fjórar tunnur vel þurrkaðra grasa
taíið gott eftir vikuna. Undir grösin
voru hafðir tunnupokar, eða hærupok-
ar ofnir úr faxhári. „Troðið vel í
hornin, svo að ekki verði svik fundin“
sagði prestur einn í stólræðu til
grasafólksins i sinni sveit. Stór fjalla-
grös (skæðagrös) þykja best. Grösin
verða mýkri og ljósari, breiðast betur
út og eru auðtíndari i vætu en þurrki.
Nú hefir ýmis garðmatur leyst grös-
in af hólmi. Sarnt er enn farið árlega
til grasa. T. d. fara nemendur Hús-
mæðrakennaraskóla íslands jafnan á
grasafjall, sumarið sem þeir stunda
hússtörf að Langarvatni (sbr. mynd-
ir af þeinx á grasafjalli á Hveravöll-
um) „Hanna frú, björg í bú ber úr
Höllu fjallageim", var þá eitt sinn
kveðið. 1 fjallagrösum er allmikil
kovetnanæring. Hafa þau mörgum ís-
lendingi bjargað á hungurstímabilum
einokunaraldanna. Og enn fást grös í
verslunum og lyfjabúðum.
Ingólfur Davíðsson.
Forsetafrúrnar Mamie Eisenhower (heldur á blómvendi) og Dóra
Þórhallsdóttir.
Jtugfloiinn slœkkar
Nýtt flugfélag kaupir 2 vélar.
Fyrra sunnudag lenti á Reykja-
víkurflugvelli vél, sem Karl Eiríksson
framkvæmdastjóri flugskólans „Þyts“
liafði flogið vest-an um haf, ásamt
Jolin Bisson, amerískum „ferju-
manni“. Hafði Karl keypt vélina, sem
er lítið notuð og endurflokkuð að öllu
lcyti, handa nýstofnuðu flugfélagi, sem
nefnist „Vængir“ og er heimilisfang
þess hér í Beykjavik.
Vélartegundin er Beechcraft C-18,
og liefir verið notuð fyrr hér á landi,
af Flugfélagi íslands, sem átt hefir
tvær slíkar vélar, en livorug þeirra
er nú til. Þessar vélar geta borið 9
farþega, auk tveggja flugmanna. en
Framhald á bls. 14.