Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
JENNIFER AMES: 19.
Húsið, sem hlustaði
„Voruð það þér sem þvoðuð upp kaffiþoll-
ann og mjólkurglasið, frú Wyman?“ tók full-
trúinn fram í.
„Ég? Ég að þvo það?“ Andlitið skipti lit-
um aftur. „Hvers vegna hefði ég átt að þvo
það upp. Ég er engin uppþvottakona á þessu
heimili. Þegar maður á húsið og heldur vinnu-
fólk, auk allra ættingja mannsins míns sál-
uga ...“
„Eins og mig,“ sagði Ken þurrlega þegar
hún þagnaði.
„Taktu þetta ekki til þín, góði .. . Æ, af-
sakaðu. Þetta . .. þetta glopraðist út úr mér.“
Svo sneri hún sér að fulltrúanum aftur. „Sagði
systirin að ég hefði þvegið bollann og glasið?“
„Hún sagði það ekki, frú Wyman . . . En
einhver hlýtur að hafa gert það.“
„Og hún áleit að ég hefði gért það?“ Nú
varð röddin gjallandi og í uppnámi. „Skiljið
þér ekki hvers vegna hún segir þetta, full-
trúi?“
„Hvers vegna ætti hún að segja það, frú
Wyman?“
„Hvers vegna?“ Hún hló illþyrmislega og
gjallandi. „Hvers vegna? Vegna þess að hún
hefir hatað mig síðan hún kom hingað fyrst!
Hún er ástfangin af Ken. Hún hefir viðrað
sig upp við hann á viðbjóðslegasta hátt. Hún
er vitlaus af afbrýðisemi gagnvart mér, því
... því að Ken ætlar að giftast mér,“ sagði
Shelah.
20. KAFLI.
Fulltrúinn sagðist verða að fara heim i há-
degisverðinn. Hann ætlaði að yfirheyra þau
betur. Ekkert þeirra mætti fara út fyrir sveit-
ina fyrr en réttarhöldunum væri lokið. Svo
ók hann á burt ásamt Allen lögregluþjóni.
„Kvenfólk!" dæsti hann undir eins og hann
var kominn inn í bifreiðina. „Haldið þér að
það sé nokkur átylla fyrir þessu öllu? Nógur
er moðreykurinn, en . . .“
„Ég get ekki að því gert, að mér líst vel
á hjúkrunarkonuna," muldraði lögregluþjónn-
inn. „Kannske er þetta ekki nema bull, allt
saman — en ég held að hún sé sannfærð um
það, sem hún segir.
Mellon fulltrúi urraði: „Það fannst mér
líka. Ég verð að líta á þetta bréf þegar ég er
búinn að borða. Sjá hvort það varpar ljósi
yfir nokkuð. Það er ósennilegt, að það geti
gefið nokkra skýringu, en ... það var slæmt
að þessi kaffibolli skyldi vera þveginn,“ sagði
hann svo.
„Þér haldið að frú Wyman hafi gert þetta?“
,yEf til vill. En að því er mér skilst, gat
hún ekki haft neinn hag af því, að hjúkrun-
arkonan sofnaði og gamla konan sálaðist. Hún
er eigandi að jörðinni, og þó að gamla konan
hafi ef til vill verið þreytandi, er fólki ekki
stútað fyrir þær sakir ... Ég hefði skilið bet-
ur, ef hún hefði reynt að fyrirfara hjúkrun-
arkonunni. Hún er lagleg — of lagleg til að
láta hana leika lausum hala þarna á heim-
ilinu, undir sama þaki og Ken. Afbrýðisemin
reynist alltaf sterk hvöt til að drýgja hvaða
glæp sem er, og það var enginn vandi að sjá,
að frúin var meira en lítið afbrýðisöm gagn-
vart ungu stúlkunni.“
„Og hvernig skyldi tilfinningar Ken Wy-
mans þá vera?“
Lögreglufulltrúinn rumdi. „Frú Wyman á
Gumbula, og fólk hefir lengi verið að orða
hana og Ken saman — en . . . stúlkan er sem
sagt lagleg. Jæja, þá erum við komnir. Haldið
þér ekki að það væri gott að fá glas af öli?“
Það var hljótt í stofunni eftir að lögreglu-
mennirnir fóru. Jed þrammaði enn fram og
aftur um gólfið, með hendurnar í buxnavös-
unum. Enginn sagði orð. Ken hafði lokað
gluggunum og dregið tjöldin fyrir. June hafði
aldrei séð hann svona svipharðan fyrr. Þáð
var ómögulegt að geta sér til um hvað hann
var að hugsa. Shelah sat á legiibekknum og
reyndi að brosa.
Loks hætti Jed þramminu og sagði: „Ég
verð að hypja mig í bæinn aftur. Ég hefi
viðtalstíma frá klukkan tvö. Viltu koma með
mér, June? Okkur þætti væht um, ef þú vild-
ir vera hjá okkur.“
June brosti þakklát, en áður en hún gat
svarað gall Shelah fram í. „Það er engin þörf
á að hún fari. Mér gerir ekkert til þó að hún
verði hérna áfram. Þetta er svo hlægilegt,
allt saman ...
En mér finnst það glaðlyndi af mér að bjóða
henni að verða hérna eftir að hún ... eftir
að hún hefir í raun og veru sakað mig um
morð.“
Þeim kom öllum á óvart að heyra þetta
orð — „morð“. Meira að segja fölnaði Sheláh
sjálf, og hún virtist angistarfull og eins og
hún óskaði að hún hefði látið þetta orð ósagt,
„Ég vissi ekki til að June hefði gert það,“
sagði Jed.
„Æ . . . hún hefir sagt svo marga fjarstæð-
una, að ég hélt að hún hefði sagt þetta líka.
En eins og ég sagði, kippi ég mér ekki upp
við það. Mig gildir alveg einu hvað hún segir,
eða hvort hún vill verða hérna áfram eða
ekki. Viö höfum ekkert á móti því, eða er
það, Ken?“ Hún leit til hans og brosti, en
brosið var af vanefnum gert.
„Ég held að June ætti að fara,“ sagði Ken
hvasst. „Starfi hennar hérna er lokið, svo
að ekki er ástæða til að hún sé hér lengur."
„Jæja, ef þú vilt að hún fari ...“ sagði
Shelah og brosti til hans aftur.
„Vitanlega vil ég að hún fari/‘ sagði hann.
Hann leit ekki á June — hann hafði ekki
litið á hana síðan Shelah hafði sagt, að þau
væru í þann veginn að gifta sig.
Þrátt fyrir allt sem yfir hana var gengið
kveinkaði June sín ... þjáðist af sársauka . ..
En hvers vegna skyldi hann óska, að hún
yrði áfram, úr því að hann ætlaði að giftast
Shelah? Shelah hafði sagt það, og hann hafði
ekki neitað því. Svo að það hlaut að vera
satt ... En hvers vegna hafði hann þrýst
henni að sér og kysst hana í morgun? Kyssti
hana eins og hugur fylgdi verknaði — eins
og sál hans væri falin í kossunum.
„Ef ég gæti fengið að vera hjá þér þangað
til þessum réttarhöldum er lokið, Jed ...?“
spurði June hikandi.
„Alveg sjálfsagt. Ertu ferðbúin?“
„Ég skal fara og taka saman dótið mitt.“
Sunrise sat enn á klukkunni og var að
höggva í hana með nefinu. „Sæl, elskan,“
sagði hann og hélt áfram að höggva. Hún tók
fram ferðakoffortið sitt, opnaði skúffur.
Henni var þungt í hug . . . hún gat grátið.
Hún hafði óskað að flýja þetta hús, en núna,
er hún átti að yfirgefa það fyrir fullt og allt,
fannst henni allt í einu svo vænt um það.
Tárin hrundu niður kinnar hennar meðan hún
var að leggja dótið sitt ofan í koffortið.
Nú heyrðist til Tony úti á svölunum.
„Hvers vegna eru að láta dótið þitt í koffortið,
systir, þú ætlar þó ekki að faraV1
June þurrkaði sér um augun og reyndi að
brosa. „Jú.“
„En — hvers vegna ætlarðu að fara?“
Hún reyndi aftur að brosa og þurrkaði af
sér tárin.
„Það er ekki meira handa mér að gera
hérna, Tony.“
„En ég vil ekki að þú farir burt. Mér þykir
svo vænt um þig. Gerðu það fyrir mig að fara
ekki!“ Drengurinn tók báðum höndum utan
um hana. „Hefir hún beðið þig um að fara?“
„Nei, frú Wyman bað mig um -að vera
kyrra.“
„En hver þá? ... Ken vill ekki að þú farir,
— það veit ég.“
„Jú, ég held að hann vilji það.“
„Nei, það er ósatt. Sagði hún þér það?“
Rödd drengsins varð reiðileg. „Það er ómögu-
legt að hann vilji að þú farir. Ertu að gráta
af því að þú heldur að hann vilji það?“
„Nei, ég .. .“ Allt í einu þrýsti hún andlit-
inu að öxlinni á drengnum. „Jú, það er víst
af því,“ hvíslaði hún.
„Ég skal tala við hann. Ég veit að hann
vill ekki að þú farir . . . Hann ... hann elsk-
ar þig, eins og þú veist.“
„Nei . . . nei . . . það getur hann ekki gert.“
„Jú, hann gerir það. Hann sagði mér að
það mætti enginn vita það nema ég og hann.
Ken lýgur áldrei!“
Jed og hún töluðu varla orð saman á leið-
inni inn í þorpið. Hann virtist hafa nóg að
gera að horfa á akbrautina. Hún spurði, lágt
og varfærnislega: „Ertu mjög vonsvikinn út
af mér, Jed?“ Þegar hann svaraði ekki sagði
hún: „Þú ert það! Æ ... mig tekur það svo
sárt. Þú álítur að ég hefði alls ekki átt að
minnast neitt á þetta? Þú heldur kannske
að það sé eintómur hugarburður?“
„Þú átt við kaffið. Ég var ekki að hugsa
um það.“
„Heldur hvað . . .?“
„Ég var að hugsa um það sem Shelah sagði
um ykkur Ken. Ég hefi haft grun um það
frá því fyrsta. Þú ert ástfangin af honum.“
Hún neri héndurnar. „Já,“ hvíslaði hún.
Hann sagði ekki meira um það. Nú komu
þau að gamla steinhúsinu í hliðargötunni.
Hann hjálpaði henni út úr bíinum og tók
koffortið hennar.
Clive, hvolpurinn, kom hlaupandi á móti
þeim og sleikti og gelti. Midge hélt sig til
baka. Hún horfði á June og koffortið, sem
Jed hélt á í hendinni.