Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Qupperneq 7

Fálkinn - 17.02.1956, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 ekki ... ekki samboðin yður ... eldri bróðir minn liefir verið i tugtlui.simi, og yngri bróðir minn er ... og ég ■hefi verið sökuð um þjófnað .. Lucien andvarpaði. „Allt ])etta skiptir ekki neinu máli, Michclle," sagði hann-og tók utan um hana og dró liana að sér. „Settu ])að ekki fyrir ])ig. Þú skalt gleyma ])ví. I>ú hefir sagt að þú skulir gera allt sem ég vil.“ ,,.Tá,“ hvíslaði hún, og ]>egar hann þrýsti henni að sér sýndi hún enga niótstöðu. Hún gat ekki gert honum iþað Ijóst, að hún væri fús til að verða ástmey hans og þjóna honum svo lengi sem hann viidi, en að tiginn maður eins og hann, gæti ekki gifst stúlku, sem lítið liafði verið niður á. Eftir dálitla stund komu þau inn til húsfreyjunnar, sem beið eftir þeim. Hún leit upp og brosti, en hjartað var angurvært. „Frú,“ sagði Lucien, „á morgun verðum við að leggja snennna upp, til þess að komast til Parisar fyrir kvöldið. Þess vegna skuluð þér óska okkur til hamingju í kvöld. Michelle hefir lofað að verða konan mín.“ Gestgjafafrúin var ekki vön að láta ganga fram af sér, en nú féll henni allur ketill í eld og hún gapti og aug- un urðu eins og í þorski á þurru landi. „Ko — konan yðar, herra!“ stamaði hún. Lucien hló. „Flýttu þér nú að fara að sofa, Michelle," sagði hann. „Þú ert þreytt og við eigum langa leið fyrir höndum á morgun! Hún leit til hans og brosti svo veikt að varla var hægt að greina það, og flýtti sér svo upp stigann eftir að hafa boðið frúnni góða nótt.“ „Frú,“ sagði Lncien ákærandi, „lívað hélduð þér ...?“ Nú var maddaman farin að jafna sig. ,,Ég hélt það sem ég held enn. herra,“ sagði hún. „Þér hljótið að skilja, að reynd kona eins og ég læt ekki blekkjast jafn auðveldlega og ung óreynd, saklaus og töfrandi stúlka.“ Lucien horfði á liana og brosti. Hann hugsaði hratt. Hann sá fram á að hann gat ekki komið heim til frú Grotier með Michelle eins og lnin var núna ... það mundi gefa frúnni að- stæðu, sem hvorugum aðilanum væri lioll. Miohelle varð að vera gift hon- um þegar hann kæmi með hana á heimilið, og auk þess öðru vísi klædd en liún var. Hitt varð tíminn að lækna. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST. — Mennirnir á myndinni eru tveir en ekki einn. Annar stendur niðri í brunni og rekur upp hausinn. Það ætti að takast að mennta liana og gera hana stétthæfa ... hann nennti ekki að hugsa um alla þessa smámuni, því að nii var eldur í æðum hans og nú vildi hann vera sæll. En honum hafði dottið dálítið í hug, i sambandi við það, sem húsfreyjan sagði. „Heyrið þér, frú,“ sagði hann, „það mun vera bæði prestur og gullsmiður hér í grenndinni?" „Já,“ svaraði liúsfreyjan, en nú fór hjartað að herða á sér. „Getið þér náð i þá báða fyrir mig — en núna undir eins?“ „Eins og yður þóknast, herra.“ Meðan Lucien beið eftir þessum tveimui'j sem liann hafði gert boð eftir, og síðan talað við þá, stóð Michelle uppi í herberginu og var á báðum áttum. Herbcrgið var litið og ókunnuglegt, og það lá við að hún væri hrædd við það. Þarna var allt framandi og lagið til að hræða. Næturloftið, sem lagði inn um gluggann, var svalt, og henni var kalt í siðum grófgerðum náttkjólnum. Loks skreið hún undir sængina til að liita sér. Og þar yfirbugaði þreytan hana smám saman og hún sofnaði. Þegar hún vaknaði var komið sól- skin og fuglarnir sungu, og einhver var að drepa á dyrnar. Húsfreyjan kom sjálf inn, brosandi og vingjarn- lcg eins og móðir. Það sem siðan gerðist var eins og þokumynd í meðvitund Michelle. Hún varð að fara i nýja kjólinn og siðan kom húsfreyjan með lútsterkt svart kaffi, hveitibrauð og smér, cn slíku óhófi var hún ekki vön. Svo urðu þær samferða niður, og i betri stof- unni stóð hcmpuklæddur prestur, sem hún hneigði sig djúpt fyrir. Þarna stóð hann og gestgjafinn, og einhver þriðji maður, sem hún vissi ekki hver var. Allir brostu þeir ti! hennar. Allra augu voru vinaleg og björt. Sólin skein inn um gluggana og alls staðar í stofunni voruhlóm •—- það var líkast og frúin hefði rúið allan garðinn sinn til að skreyta stofuna. „Velkomin, barnið mitt,“ sagði presturinn og tók í höndina á henni. Hann var góðlegur maður, og ein- hvers vegna gladdist hann einlæglega yfir einhverju, sem snerti hana. En sjálf var hún ckki glöð, hún var ekki örugg ennþá ... ekki fyrr en dyrnar opnuðust og Lucien kom inn. Allir viðstaddir tóku eftir hve mjög glaðnaði yfir henni er hann -kom. Hún vissi ekki sjálf að hún ljómaði at' trausti og ást. Lucien gekk til hennar og stað- næmdist við liliðina á henni. Og svo skeði það ótrúlega. Presturinn gaf þau saman og augu lians voru góðleg og hlýleg þegar hann talaði til þeirra. Hún fékk hring, og hann vaK, svo fallegur að hún tók andköf þegar hún leit á hann, hún sem aldrei hafði átt svo mikið sem brjóstnál. Tveir steinar voru i hringnum og allavega litur glampi stóð af þeim, þegar sólin féll á þá. Svo kom fólkið og óskaði Lucien og henni til hamingju — allrar þeirrar sælu, sem ástin getur gefið tveimur sálum, sagði prestur. „Maturijjn er tilbúinn," sagði hús- freyjan og þau gengu frarn í borð- stofuna og þar var ríkulega borið á borð, þó ekki væri langt liðið dags. „Ég gerði það sem ég gat, frú Col- bert,“ sagði húsfreyjan. „Ég vona að þið gelið borðað þetta.“ Frú Colbert! Michelle reyndi að hugsa. En liún skildi ekkert i þessu nafni, fyrr en hún hafði heyrt það mörgum sinnum. Hún var gift. Hún var kona Luci- ens! Hún var frú Colbert! Hún horfði á Lucien þar sem liann sat við hlið hennar. Hún leit á hring- inn á fingrinum á sér. Og luin leit aftur á Lucien. Og allt í einu tók hún báðum hönd- um fyrir andlitið og grét. Allir störðu á hana, karlmennirnir forviða en húsfrcyjan brosandi. Því að húsfreyjan skildi. Lucien tók hendur liennar varlega frá andlitinu. „Michelle!“ sagði hann órólegnr. „Michelle, ertu að gráta?“ Þeir sem sáu andlit liennar gleymdu því aldrei. „Já,“ sagði hún. „Ég er svo hamingjusöm!" Og hún þrýsti sér að honum og grét rneð höfuðið upp að öxlinni á honnm. Klukkutima siðar kvöddu þau gest- gjafann og stefndu til Parísar. Nú sat Michelle fram í, við hliðina á Lucien, og nú gerði liún sér Ijóst hve mjúklega bíllinn rann áfram, hve fljótt landið brunaði fram hjá. En allt þetta var aðeins umgerð um hann, sem í einu vetfangi hafði breytt henni úr fyrir- litinni öskubusku i prinsessu, sem inenn og konur hneigðu sig' fyrir. iÞau töluðu ekki mikið saman. Þau þurftu ekki á orðum að halda til að túlka tilfinningar sínar, og núna, eftir að allur kviði og misskilningur var horfinn, var sæla þeirra fullkomin. Húsfreyjan liafði gengið frá góðri nestiskörfu handa þeim, og þau tóku sér hvíld og borðuðu í ofurlitlu rjóðri í skóginum. Svo kveikti Lucien í píp- unni sinni og lagðist á bakið í gras- ið og horfði upp í himininn. Hann vissi að það var ýmislegt, sem hann varð að annast um og ihuga vel. Hann varð að ganga frá ýmsu áður en hann kæmi með Michelle heim til sín, ef heimkoman ætti að geta orðið þannig, að enginn særði hana. Þau niundu koma svo seint til Par- isar að cnginn timi yrði til þess að komast i búðir. Þess vegna gat hann ckki farið í gistihúsið, sem hann var vanur að dvelja í, þegar hann af ein- liverjum ástæðum komst ekki til Versailles, þar sem hann átti heima. ITann skammaðist sín alls ekki fyrir Michelle. Það var ekki vegna falskrar blygðunartilfinningar út af fötunum hennar, sem hann var að hugsa um þetta. En hann skildi að fólk mundi verða starsýnt á Michelle, og hún mundi taka eftir því. Og svo mundi fólk tala um hana eftir á, fregnin mundi berast um borgina — að Lucien Colbert hefði gifst sveitastelpu, og alltaf gat einhver orðið til þess að bera það í hana. Jæja, það var þó alltaf ein mann- eskja sem hann gat talað við, og ekki að kviða neinu fyrr en hann hefði gengið úr skugga um hvort Michael Sylvestre væri í borginni. Michael mundi geta skilið hvernig á stóð, og lofa þeim að vera i einhleypingsibúð- inni sinni í nokkra daga. „Ertu hamingjusöm, Michelle?" spurði hann upp úr þurru. Hún sneri sér að honum, þar sem hún sat og var að horfa yfir landið. „Já,“ svaraði hún ofur látlaust. Þau héldu af stað aftur eftir dálitla stund. Lucien hafði fengið ráðrúm til að gera áætlun. Vitanlega hafði hann lent í smáævintýrum áður, eins og fles.tir karlmenn, og hann vissi um verslun, sem ein af vinkonum Framhald í næsta blaði. FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR. — Húsa- meistarafjölskylda í Berlín hefir inn- limað íkorna í fjölskylduna. Þegar hann var nýfæddur valt hann úr hreiðrinu og var hirtur og tekinn í fóstur. Nú er hann orðinn heimavanur í húsinu, og vill ekki þaðan fara. LÍKA MET. — Austurríkismaðurinn Helmut Horland sat á kaðli hátt yfir jörðu frá þriðjudegi til sunnudags til að setja nýtt þolmet í að sitja lengi á kaðli. Eftir 130 tíma gat hann komið niður og hvílt á sér sitjandann, því að þá hafði hann farið fram úr fyrra heimsmetinu í þessari „fþrótt". SPEGILL Á FÆTI. — Það er alltaf gott að vita af því að maður hafi spegil við hendina, eða þá við fótinn. Það er þýskur maður, sem hefir tekið upp á að framleiða þessa nýju spegla, cn nú er eftir að vita hvort kven- fólkið kann að meta þá.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.