Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Side 13

Fálkinn - 16.03.1956, Side 13
F Á L K1N N 13 að ég get ekki munað það allt. Ég er hrædd um að ég sé nokkuð heimsk, Lucien." Hann hló. „Nei, það er öðru nær! En það er erfitt fyrir alla að koma úr einni veröld í aðra, í einu vetfangi." „En þig langar mikið til að ég verði fín dama?“ Hann h&rfði á hana meðan hann svaraði: „Ekki fín dama, Michelle. Ég vil fyrst og fremst að þú verðir þú sjálf. En þú ert eins og gimsteinn, sem glitrar fegur þegar hann er slípaður.“ Michelle leit á hringinn sinn og steinana sem glitruðu í honum. Hún andvarpaði. Svo fór hún að hugsa um frú Grotier. „Þú mátt ekki segja henni upp starfinu, Lucien,“ sagði hún. „Úr því að þú hefir sjálf- ur beðið hana um að hjálpa mér, hefir hún ekki gert nema skyldu sína. En viltu biðja hana um að fara hægar. Ég get ekki lært allt í einu.“ Lucien var á báðum áttum. Honum hafði runnið reiðin talsvert, og nú var honum farið að detta í hug hvort Michelle hefði ekki gert of mikið úr því, sem raunverulega hafði gerst. Frúin gat að vísu verið talsvert erfið stundum, en ... en hver átti að stjórna heimilinu? Hins vegar mundi Michelle ekki finnast hún vera frjáls manneskja á sínu eigin heimili eftir þetta. Hann vóg það sem mælti með og á móti. Hann vissi að réttast væri að losna við ráðskonuna — hann gæti gert það á viðfelld- inn hátt. En það var freistandi að láta allt hald- ast í gamla horfinu um sinn, þangað til hann hefði fundið manneskju, sem gæti gengið í stað frú Grotier. Og þangað til Michelle væri orðin dálítið vanari. Þau ætluðu að verða í húsi Michaels um sinn, hvort eð var. „Þú mátt ekki vera slæmur við hana,“ sagði Michelle. Það réð úrslitunum. „Eins og þú vilt!“ sagði hann og honum létti. „Við látum hana verða áfram.“ Þegar frú Grotier sá þau koma, varð hún verulega hrædd, í fyrsta skipti í mörg ár. Hún var sannfærð um að Michelle hefði sagt honum hvað þeim hafði farið á milli, og að náðartími hennar væri nú á enda. Hún þorði ekki að hugsa til þess, sem Lucien mundi segja. Sér til undrunar heyrði hún Michelle segja, og leggja sig fram um að tala fallega og mál- lýskulaust: „Mér þykir svo leiðinlegt að þér hafið verið hraédd um mig, frú. Mig langaði til að bregða mér á flakk. Ég hugsaði ekkert út í, að fólk er óvant iöngum gönguferðum hérna, eins og maður fer í sveitinni." Frú Grotier náði sér von bráðar aftur. „Þér gerðuð okkur verulega hræddar, frú Colbert,“ sagði hún. „Það er hugsunarleysi að hræða fólk svona.“ Lucien stillti sig um að brosa. Frúin var eins og köttur, fannst honum. Hvernig sem henni var fleygt kom hún alltaf niður á lapp- irnar. En hann sagði ekkert fyrr en seinna um kvöldið, eftir að Michelle var komin upp í herbergið sitt. Þá kallaði hann á frúna inn til sín og frúin kom. Hún hafði séð á svipn- um á Joseph, að eitthvað óþægilegt mundi vera í vændum. Lucien sneri sér formálalaust að efninu. Hann sagðist skilja að frúin hefði gert allt í besta tilgangi, en uppeldi, sem aðeins gerði nemandann hræddan, væri eingöngu til ills. „Ég ætla að reyna að finna einhvern, sem skilur konuna mína,“ sagði hann. „En þang- að til ætlum við að flytja okkur dálítið lengra frá París — ég held að hún þrái sveitina — hún hefir verið í sveit alla sína ævi.“ „Staðan mín er laus hvenær sem yður þóknast, herra Lucien,“ svaraði frú Grotier stutt og kaldranalega. „Ekki þennan asa, frú Grotier. Þér vitið mjög vel, að það verður enginn hægðarleikur að finna manneskju, sem getur farið í fötin yðar, og ég veit vel hve skuldbundinn ég er yður, eftir öll þessi ár. Þér getið hugsað mál- ið betur meðan við verðum burtu. Kannske getið þér bent mér á staðgengil fyrir yður?“ „Eins og þér viljið, herra Lucien,“ sagði frúin. j j ! r?j Það sauð í henni þegar hún fór út. Áferðar- fallegu orðin hans gátu ekki blekkt hana. Nú var það aðeins tímaspurning, hvenær hann tilkynnti henni, að hann hefði ráðið aðra manneskju í staðinn hennar. Og allt var þetta þessari skinheilögu stelpu að kenna. Hún hafði virst svo alúðleg, en það var auðséð hvað hún hafði sagt við herra Lucien! önnur hvor okkar verður að vikja burt af heimilinu! hugsaði frúin með sér. Og ef ég má ráða þá skal það verða hún! Ætli mér takist ekki að hafa uppi á neinu misjöfnu um hana ... Lucien fór upp til Michelle. Hún sat við gluggann og horfði út í garðinn. Þetta var hlýtt og hljótt kvöld og hún hafði aðeins smeygt sér í þunnan morgunslopp utan yfir náttkjólinn. Dökkt hárið féll eins og ský niður á herðarnar. Þegar hann kom inn sneri hún sér frá glugg- anum og rétti fram báðar hendurnar til hans. Hann þrýsti henni að sér og þau brostu hvort til annars í stjörnubjörtu rökkrinu. „Lucien,“ hvíslaði hún, „ef þú aðeins elsk- ar mig skal ég reyna að verða eins og þú vilt hafa mig. Ég skal gera það sem ég get.“ Hann lokaði munni henni með kossi. Svo fór hann að segja henni frá húsi Mic- haels, sem þau áttu að fá. „Við fengum enga hveitibrauðsdaga,“ sagði hann. „Og þetta verða að vísu ekki hveitibrauðsdagar heldur, því að þú verður að vera svo mikið ein.“ „Eins og það geri nokkuð til, ef ég aðeins veit að þú kemur,“ hvíslaði hún. „Ekkert annað í veröldinni er mér nokkurs virði. En ef þér hættir að þykja vænt um mig, get ég ekki lifað.“ „Ég mun elska þig alla mína ævi,“ sagði hann. „Alltaf, alltaf.“ Hún andvarpaði og þrýsti sér fastar að honum. Hún var sæl þessa stundina. Þessa Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Draugagangur hjá Adamson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.