Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN Alvarlegur árekstur á heimiJi Harpendens jarls. $umnvíetkhústb: ,Á meðan sóltn sUín /j „Sumarleikhúsið" hefir þegar haft nokkrar sýningar á gamanleiknum „Meðan sólin skín" efjir breska leik- ritahöfundinn Terence Rattigan. Eng- inn vafi cr á jþvi, að leikritið mun eiga langa sviðgöngu fyrir höndum, því að það er bæði skemmtilegt og vel leikið og til þess fallið að létta áhyggjum af leikhúsgestum eina kvöld- slund að minnsta kosti. „Meðan sólin skin" var frumsýnt i London á aðfangadag jóla árið 1943 og leikið þar þrjú ár í röð, alls 1154 sinnum. Bretum var efni leikritsins kærkomin upplyfting frá hinum margvíslegu þrengingum, og síðar var þvi snúið upp í kvikmynd. Enda þótt efnisþráðiirinn sé einkum nrið- aður við stríðsárin, þá nýtur hann sin vel ennþá, jafnvel hér í Iðnó. Leikritið flytur þann boðskap, að ekki tjói að æðrast, þótt eitthvað bjáti á, en efnið sjálft er óþarfi að rekja. Gísli Halldórsson er leikstjóri og leikur jafnframt eitt aðalhlutverkið, jarlinn af Harpenden, forríkan og ein- hleypan mann, sem hefir ekki orðið meira en óbreyttur sjóliði, þrátt fyrir aðalstignina. Leikurinn gerist á heim- ili hans. Guðmundur Pálsson fer með hhitverk einkaþjóns hans, en Helga Bachmann leikur Elisabeth Randall — stúikuna, sem hann ætlar að ganga að eiga. Aðra unga stúlku, sem Harp- anden jarl (eða Bobby) hefir átt vin- leikrit eftir hann verið sýnd hér á sviði, svo sem „Djúpið blátt", sem Þjóðleikhúsið sýndi í vetur, og flutt í útvarp, og auk þess hafa verið sýnd- ar kvikmyndir af þeim. Þekktust eru leikritin „Winslow-drengurinn" og „Browning-þýðingin", sem hafa farið sigurför um heiminn bæði á leiksviði og kvikmyndatjaldi. * Jarlinn af Harpenden (Gísli Halldórsson), Mulvaney liðsforingi (Jón Sig- urbjörnsson) og Colbert liðsforingi (Baldvin Halldórsson) kasta teningum. Hertoginn af Ayr og Stirling (Róbert Arnfinnsson) fylgist með af áhuga. Hólmfríður S. Björnsdóttir Njarðar- götu 61 verður 70 ára 20. júlí. ROBERT SCHUMANN. Um þessar mundir eru hundrað ár liðin, frá því að hið heimsfræga þýska tónskáld, Robcrt Schumann, dó í Bonn. Hann var einn þekktasti fulltrúi hinna siðari rómantísku tón- skálda. Tony Bombden er 22 ára stúdent i Toronto og hefir unnið það sér til frægðar að verða bjórdrykkjumeist- ari háskólans, sem hann er í. Sam- keppnin stóð í 5% klukkustund og tókst Tony að belgja i sig 11 litrum af öli á þeim tíma. ,,Éghefði vel getað drukkið 6 lítrum meira, en hún unn- usta min vill ekki að það sjái áfengi á mér," sagði Tony a eftir. Jón Sigurbjörnsson í hlutverki Mul- vaneys liðsforingja. gott við — Mabel Crum — leikur Sigríður Hagalín. Amerískan og franskan liðsforingja ber að garði hjá jarlinum á óvenjulcgan hátt, og hafa þeir mikil áhrif á kvennamál hans, svo að hver áreksturinn rekur annan. Jón Sigurbjörnsson lcikur ame- ríska liðsforingjann, Mulvaney, en Baldvin Halldórsson fer með hlutvcrk þess franska, sem heitir Colberl. Ró- bert Arnfinnsson leikur hertogann af Ayr of Sterling, mjög skrýtinn og skemmtilegan náunga. Leikendurnir gera hlutverkunum góð skil og hafa hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína, þótt leik- ritið hafi litið hókmenntalegt gildi. Skúli Bjarkan hefir snúið lcikritinu á islensku. Terence Rattgan mun tvímælalaust vera einn þeirra leikritahöfunda, sem íslcndingar þekkja best. Bæði hafa Tilhynnina til taupenda ídlto Vegna sumarleyfa % prentsmiðjunni kemur næsta tölu- blaö Fálkans ekki út fyrr en fimmtudaginn 9. ágúst. Afgreiðsla blaðsins verður lokuð frá 21. júlí til 8. ágúst. Vikublaðið FÁLKINN. S«$$á>Sí>«^SÍ*£«^«S^«$í«!^>^«©«©^S>^^ Eisenhowcr rekur fyrirmyndarbú i Gettysburg og á fjölda af verðlauna- kúm. Fyrir jólin gekk nefnd bænda á fund forseta og afhenti honum að gjöf nýja dráttarvél. Nú vildi forset- inn sýna bændunum að hann ætti grcindar kýr, og lét bílstjórann blása i bílliornið, sem vældi lengi og ámát- lega. Kýrnar, 38 talsins, sem voru á beit skammt frá, litu allar upp og löbbuðu bcina leið til forsetans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.