Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN David Selznic reyndist Evu illa í Hollywood. Lofaði öllu fögru en sveik allt, enda langaði Evu til að gera úr honum lapskássu. rétt samt. Hann er nærgætnasti mað- urinn sem ég faefi nokkurn tima kynnst. Við höfðum oft samkvæmi í húsinu i Beverley Hills. Þangað komu menn og konur, sem ég mundi aldrei geta staðið jafnfætis við, sem leikari. Fólk sem hafði skellt skrifstofuhurðunum við nefið á mér, varð fegið að koma sem gcslir á heimili mitt. Timinn leið. Ég hefði átt að hafa vit á að hafa mig faaega og njóta lífs- ins, en ég var metnaðargjörn og er það enn. Þessi metnaðargirnd kvaldi mig dag og nótt. Hún var eins og rödd, sem aldrei gat þagað. Og þessi rödd fór að trufla mig þegar ég talaði við manninn minn. Ég fékk tilboð um að leika í mynd, sem átti að taka í Evrópu. Mig langaði — og mig langaði ekki. Þá yrði ég að fara frá Charles og gera ráð fyrir að verða lengi í burtu. Ég hafnaði tilboðinu Charles vegna. Svo liðu margir mánuðir. Ég var með i leikjum á leikhúsum i Hollywood, en lengra komst ég ekki. Eitt kvöldið talaði ég lengi alvöru- mál við manninn minn. Ég sagði faon- um að þetta gæti ekki gengið svona lengur. Ég þoldi þetta ekki. Eg yrði að fara til New York til að reyna að komast lengra á framabrautinni. Þegar ég fór til New York fór ég um leið frá hjónabandinu. Ég get ekki sagt meira um það, þvi að það væri ekki réttlátt. Ég segi aðcins, að við Gharles Isaacs vorum fædd undir himintunglum, sem ekki áttu saman. HAMINGJUDAGAR. Broadway er takmark allra, sem vilja verða leikarar í Ameríku. Mig hafði dreymt um það i mörg ár að fá að leika hlutverk á Broadway. Ég hafði faeyrt svo margt um glysið þar. Þrátt fyrir allar myndirnar sem ég hafði séð, ímyndaði ég mér að þarna í leikhúsahverfi í New York væru marmaráhallir, myndastyttur og ev- rópeiskir leikhússtjórar í flagara- mussum. En í staðinn sá ég hræri- graut af vefnaðarvöruverslunum, bjúgnabúðum og skemmtistöðum með cent-sjálfsölum í öllum dyrum. Mér gafst tækifærið þegar umboðs- maður minn fór með mig til sjón- varpsstjóra, sem ef til vill hafði hlut- verk handa mér. Ég las handritið og féll hlutverkið vel, en leikstjórinn komst að þeirri niðurstöðu, að óg væri of reynd í þetta hlutverk. En að vörmu spori varð hann helst á þvi, að ég væri nú ekki mjög reynd samt, og svo fékk ég hlutverk sem ung frönsk stúlka, i sjónvarpsleik. Þetta var góður leikur og á hálftíma var ég allt i einu orðin manneskja, sem vert var að taka eftir. Daginn fyrir sýningu hafði ég ekkert að gera. Dag- inn eftir gat ég valið úr tilboðunum. Næsta skrefið var hlutverk í leik, sem átti að fara með í sýningarferð. Þetta var gott hlutverk og leikritið var skemmtilegt. — Það vakti mikinn fögnuð þessa mánuði, sem það var leikið. Þetta var ef til vill skemmtilegasta skeiðið, sem ég hefi lifað um ævina. Ég faafði fyrst og fremst nóg að gera, og svo liafði ég eignast góða vini i leikarahópnum. Hálf ánægjan við leikhússlarfið, félagslyndið og vel- vildin sem þvi er samfara. Við sem vorum i þessum ferðaleikflokki höfð- um verið faeppin. Við vorum óvenju- lega vel samstillt. Ergelsisins sem stundum er samfara þvi að vinna þar sem þröngt er um mann, gætti alls ekki. Við vorum öll með englavængi og geislabaug. Jólakvöld á hverjum degi. Allir voru hjálpsamir og engir öfundsjúkir. Leikritið hét „Hamingjudagar" og gekk faálft annað ár. Ég grét eins og þvottasvampur þegar ég kvaddi félaga mína. Ég er sannfærð um að samlynd- ið milli leikaranna átti mestan þátt- inn í því fave leikurinn gekk lengi. í SJÓNVARPI. Meðan við vorum að leika „Ham- ingjudaga" kom stúlka ¦— umboðs- maður frá sjónvarpi — til mín og bauð mér að gera samning. Þegar hún kom var þannig ástatt fyrir mér að ég gat blásið á hana. Og það gcrði ég lika. Ég skipti um skoðun sex mánuðum síðar. Mér varð ljóst að „Hamingjudagar" mundu ekki endast til eilifðar. Ég simaði til umboðsmannsins og sagði að ég hefði hugsað málið og vildi ekki snúa baki við sjónvarpinu. Ég hafði líka heyrt sagt, að hægt væri að græða peninga í þeirri grein, og penniga þurfti ég. Og svo undirskrif- aði ég samning, sem átti eflir að gleypa mig mcð húð og 'hári. Einn góðan veðurdag fékk ég til- boð um að leika Helenu i „Vanja frændi" eftir Tsjekov i sjónvarpi. Mér varð hugsað til allra þeirra frægu leikenda, sem höfðu leikið Tsjekov, og ég sagði berum orðum að þetta hlut- verk væri of vandasamt faanda mér. — Eva, sagði umboðsmaðurinn. — Hugsið málið betur og lesið leikinn aftur. Um kvöldið fjSr Anton Tsjekov með mér i bólið. Morguninn eftir drakk ég kaffibolla og sagði við sjálfa mig: — Eva, bvað ertu hrædd við? Þú lætur varla Tsjekov kæfa þig! Þetta er bara leik- ur um tvo menn sem berjast um konu, og annar þeirra fær hana. Frá þvi sjónarmiði var „Vanja frændi" ekki eins geigvænlegur og áður. Ég tók hlutverkið að mér og varð að æfa stanslaust i tíu daga uns leikritið var tilbúið til útsendingar. Það kvöld sat allur flokkurinn úr „Hamingjudögum" við sjónvarpstæk- ið heima hjá mér til að horfa á mig, og yfirleitt var fólkið ánægt. Þess varð eigi langt að biða að ég fengi mínar eigin sendingar i sjón- varpinu — „Eva Gabors Show". Ég átti viðtöl við frægt fólk i sjónvarpi — fylkisstjóra, rithöfunda, tónlistar- menn og iþróttagarpa. Ég hafði mikið fyrir iþessum þáttum og þeir sem ég talaði við voru ekki alltaf jafn með- færilegir. Einu sinni hafði ég ná i alkunnan leikara. Við sátum hlið við hlið í sófa. Það fór ljómandi vel á með okkur í fyrstu, þangað til ég tók eftir að hann var að depla augunum til mín og mjaka sér nær mér i sófanum. Við vorum frammi fyrir myndavélinni og þó að ég faari talsverða leikni í því að visa nærgöngulum mönnum á bug, hefi ég aldrei upplifað þetta áður i sjónvarpi. Sófinn varð æ minni og minni, og allt í einu tók hann utan um mig og brosti smeðjulega. Ég reyndi að vera róleg og mjaka mér undan kol- krabbanum, svo að lítið bar á. En loks gat ég. ekki leynt þessu lengur, en ýtti honum út i sófahornið og lét sem þetta væri allt græskulaust. Hann gerði nýja tilraun, en nú var ég viðbúin og hvenær sem hann færði sig nær gaf ég honum olnbogaskot í bringukollinn. Stundum bauð ég ungum og óþekkt- um söngmönnum og söngkonum að koma og syngja í þættinum mínum. Meðan á þvi stóð hallaði cg mér aitur i stólnum og hlustaði, og reyndi að láta líta svo út sem ég hefði vit á sönglist. Oft hugsaði ég með sjálfri mér: — Þetta er hlægilegt. Eins og ég sé rétta manneskjan til að kynna þetta fólk. Áhorfcndurnir hljóta að sjá í gegnum mig. Og sumir gerðu það lika. „Eva Gabor Show" stóð hálft ann- að ár. Það var erfitt verk, því að ég varð að sjá um allári undirbúning sjálf. En ég lærði mikið á því. Framhald í næsta blaði. Sven Bohlin i Stokkhólmi hefir grætt of fjár á síðasta ári og situr þó i fangelsi. Hann er aðalumboðs- maður fyrir firma austur í Asiu og heldur viðskiptunum gangandi, þó að hann sé i fangaklefanum, því að slíkt er ekki bannað í Sviþjóð, svo framar- lega sem viðskiptin varða ekki við lög. Gamla frú Móses er 95 ára og kunn- asti listmálari Bandaríkjanna. Hún er kunnug Eisenhower forseta og þau hafa oft talað saman um málverkin sín. Fyrir nokkru var þess gctið i blaði, að nú ætlaði Eisenhower að fara að mála á nýjan leik, i tómstund- um sínum, en þá skrifaði gamla kou- an honum bréf: „Fyrir alla muni, gerðu það ekki, Eisenhower! Og allra sist undir beru lofti, því að þá get- urðu fengið kvef. Látlu mig um þetta eitt ár enn — ég skal mála fyrir okk- ur bæði." Michael fyrrum Rúmcnakonungur rekur búgarð i Englandi og er allra mesti búmaður. Á grænmetissýningu i haust fékk hann A'erðlaun fyrir baunir, og lofsverð ummæli fyrir gul- rófurnar sínar. Argentínska leikkonan Thikla Thamar, sem undanfarið hefir verið í Evrópu, hefir sagt frá þvi í blaða- viðtölum,. að sjö ár hafi henni verið bannað að koma fram á leiksviðum i Argentínu. Ástæðan til bannsins var sú, að hún notaði hárgreiðslu, sem liktist um of hárgreiðslunni sem Evita Peron forsetafrú notaði. MORÐINGI FYRIRMYNDIN. — Enski leikarinn Donald Sinden, sem á að leika morðingja í kvikmyndinni „Sjón- arvottur", hefir búið sig undir leik- inn með því að kynna sér sögu morð- ingjans Heath, sem var hengdur 1947. — Hér sést Sinden eftir að „sminkar- inn" hefir gengið frá honum. NYR MAÐUR VIÐ STYRIÐ. — Það varð sósíalistaforinginn Guy Mollet, sem tók við stjórninni í Frakklandi eftir hina löngu stjórnarkrcppu, sem varð eftir að Edgar Faure missti hylli þingsins. Stjórn Mollets er 22. ráð- neytið í Frakklandi, síðan eftir stríðs- lokin. Nú er eftir að vita hve stöðug þessi nýia stjórn verður í sessinum. FRA SUÐUR-EVROPU. — Engum hitnaði við að koma til Italíu í febrú- ar, því að þar var nístandi kuldi. Snjór á götunum í Róm og svell á síkjunum í Venezia. A myndinni sést dómkirkj- an St. Maria della Salute, í Venezia.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.