Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN <¦<-<-<-<-<-•<-<<<«<<<<¦<¦<¦;¦««<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<¦<<<¦<¦<<-<-<<<¦<¦<<<<<<<<<<<<<<<< ROBERTA LEIGH: ' Mdlomyndö - hjónobandíð." 9 * FRAMH ALDSSAGA * »-»->-»->->->->->->->->-> »-:»»»» »¦»¦»¦»->->-»»»> »¦> »¦»»»>»»>>»»»» >>>¦»¦: En hvar átti hann að hitta hana? Nicholas fann á sér, að hún mundi ganga af göflun- um — hann vissi að hún 'kunni að skeyta skapi sinu, en hann langaði ekki til að sú athöfn færi fram á skrifstofunni hans ... Og þá var ekki betra að upplifa þann eldhúsdag heima hjá foreldrum hennar, sem honum var fremur lítið um. Best að tala við hana í bóka- stofunni heima hjá sér. Hann símaði nauðugur viljugur til Carole og spurði hana hvort hún hefði tíma til að tala við hann, og fékk klígju þegar hún svar- aði smeðjublítt að hún hefði alltaf tíma til að tala við hann. Hann hafði óbeit á þessari rödd, sem hann hafði verið svo heillaður af einu sinni. Það lagðist í Carole að erindið væri ekki sem ánægjulegast, hana fór að gruna að eitt- hvað hefði komið fyrir, og að hún mundi kannske aldrei verða lafði Hamalton. Hún fór í viðhafnarlausan ljósgráan kjól, gerólíkan hinum gljásvarta ginnandi silki- kjól, sem gamla lávarðinum hafði einu sinni ofboðið að sjá. Nicholas sneri sér formálalaust að efninu þegar hún kom. „Þú munt sjálf hafa tekið eftir, að nú er orðið öðru vísi á milli okkar en áður var," sagði hann. „Og nú hefir annað gerst, sem breytir viðhorfinu enn meira og sem girðir fyrir, að nokkurn tíma geti orðið af hjóna- bandinu, sem við töluðum um forðum." Nicholas sá að andlit Carole harðnaði undir öllum farðanum og skökku augun, sem hann hafði verið svo hrifinn af einu sinni, skutu neistum. Hann hélt áfram og flýtti sér að ljúka þessu af. „Ég ætla mér að lifa með konunni minni framvegis ..." „Með einkaritara föður þíns, áttu við?" spurði hún nístandi kuldalega. „Með konunni minni, sem ég hefi lært að elska," svaraði Nicholas fastmæltur. „Ég hefi þér margt að þakka, og við höfum átt margar góðar stundir saman, og þú hefir verið mér stoð á erfiðum tíma. En ég skil núna, að aldrei hefir verið um virkilega ást að ræða milli okkar." „Jæja, svo að þá elskar einkaritarann," hélt Carole áfram. „Skelfing er það fallegt — og ég geri ráð fyrir að hún elski þig á móti. Margir einkaritarar elska húsbændur sína, einkum ef þeir eru ríkir og tignir. Ertu viss um að þú elskir mig ekki ennþá?" „Já, alveg viss," svaraði Nicholas stutt. „Jæja, þá er ekki annað að gera fyrir mig en að biðja þig um skilnaðarkossinn, Nic- holas, þó að ég eigi bágt með að skilja að ekki eru nema fáeinar vikur síðan við vorum að tala um sameiginlega framtíð okkar ... Gefðu mér síðasta kossinn!" „Til hvers væri það? spurði Nicholas ergi- legur ... En Carole lét ekki undan. Hún haf ði fánýta von um, að hún gæti lokkað Nicholas núna, eins og svo oft áður. Hún tók báðum höndum um háls hans og þrýsti þykkum vör- unum að munni hans og í sömu svifum opn- uðust dyrnar og Lyndis kom inn ... „Ég sá hattinn þinn í anddyrinu ..." var allt sem Lyndis gat sagt. Svo stóð hún þarna föl og mállaus en hljóp svo út í ofboði og sinnti ekki kalli Nicholas. Hún hugsaði aðeins um flótta og hljóp beint út á götuna. En í sömu svifum kom blístrandi sendi- sveinn á hjóli fyrir hornið. Hann reyndi að stansa en tókst ekki nógu fljótt, og hjólið lenti á Lyndis og hún kastaðist og datt á götuna. Nicholas stóð agndofa í dyrunum þegar hann sá að hann gat ekki afstýrt slysinu. Lyndis hafði hlaupið út á götuna í ofboði án þess að líta til hægri eða vinstri, gagntekin af umhugsuninni um flóttann og nú lá hún ósjálfbjarga á götunni. Hvað hafði gerst? Þetta stutta óvissuaugna- blik var hræðilegt, en nú hljóp Nicholas til og tók Lyndis í f ang sér og bar hana varlega inn í húsið. Hvað hafði komið fyrir hana? Carole hafði staðið bak við hann og horft á þetta kuldalega, og reykt í ákafa. Nei, hún ætlaði ekki að fara fyrr en hún vissi hvað hefði skeð. Devon gamli kom eins fljótt og fúnir fætur hans leyf ðu og Nicholas bað hann um að síma til læknis í skyndi, og lagði Lyndis varlega á sófann í dagstofunni. Augu hennar voru lokuð ennþá, og kvaladrættir í andlitinu. Honum hafði enn einu sinni tekist að særa konuna sem hann elskaði. Lyndis hafði vit- anlega miskilið það sem hún sá, ekki séð ann- að en kossinn, sem Carole haf ði stolið að hon- um óviðbúnum. „Gefðu henni lyktarsalt!" sagði Carole kuldalega. „Það er auðvelt að fá taugaáfall þegar svona kemur fyrir. Það gengur sjálf- sagt ekkert annað að henni." Enginn ansaði Carole, og svo kom lækn- irinn, heimilislæknir Hamaltonfjölskyldunn- ar. Hann skoðaði Lyndis, en Nicholas horfði á þegjandi. Loks opnaði Lyndis augun, en um leið rak hún upp sársaukaóp. „Hvernig líður yður?" spurði læknirinn al- úðlega. „Mér finnst ég vera brotin í marga parta," stamaði Lyndis. „Hvað gengur að mér?" Það var angist í augum hennar og auð- sjáanlega var hún aðeins hrædd við eitt. Læknirinn hristi höfuðið, en tárin fóru að renna niður kinnarnar á Lyndis. „Hvað haldið þér um konuna mína?" spurði Nicholas í öngum sínum. „Batnar þetta?" „Já, það lagast," svaraði læknirinn. „En hún hefir misst barnið, sem hún átti von á." Nicholas lagðist á hnén við hliðina á Lyndis, en hún sneri sér undan. Sorg og vonleysi skein úr þreytulegu andlitinu. Þegar sjúkrabifreiðin haf ði sótt hana, sótti nöpur einstæðingskennd á Nicholas. Hann tók ekki eftir að Carole var þarna ennþá, og að hún kom til hans. Hann hugsaði ekki um nema eitt: að Lyndis hafði ekki viljað tala við hann, ekki viljað sjá hann. Honum fannst Lyndis hafa yfirgefið sig fyrir fullt og allt. Hin unaðslegu tengsl milli þeirra voru slitin, og líklega mundi hún aldrei koma til baka. — Nicholas heyrði enn niðinn í sjúkrabílnum fyrir eyrum sér, löngu eftir að hann var horfinn, og sá fyrir augunum mennina, sem höfðu borið Lyndis út á börum. Hann vissi að hann mundi aldrei gleyma þeirri sjón, aldrei gleyma þessum hræðilega degi. Hins vegar hafði hann alveg gleymt Carole og hann hrökk við er hann heyrði rödd hennar. „Veslings Nick," sagði hún í uppgerðum meðaumkvunartón. „Ég skil hvernig þér líður." „Gerir þú það?" svaraði hann kuldalega. „Já, það horfir illa, en þú skalt ekki óttast að þetta lagist ekki allt, og ég skal hjálpa þér. Þú gleymir von bráðar þessum sorglega at- burði, og þú skalt ekki hafa áhyggjur út af mér — ég skal líka gleyma því sem hefir gerst. Hefðirðu látið bíða að tala við mig, mundir þú hafa komist að raun um að öll þín áform viðvíkjandi Lyndis voru ekki ann- að en draumur." „Ég skil þig ekki," svaraði hann forviða. „Það er ofur auðskilið," sagði hún og nudd- aði sér upp að honum. „Ég skal gleynia því sem þú sagðir við mig, því að ég veit að þú elskar mig. Við vitum bæði að við elskum hvort annað og ég heiti þér því að ég skal bíða þín. Þú munt von bráðar hafa séð gegn- um Lyndis þina — ég þori að veðja um, að hún hefir reynt að telja þér trú um að hún væri ólétt!" Nicholas horfði með viðbjóði á Carole. Hún var svo gagntekin af haturshug, og hún sá ekki sjálf kippina í andlitinu á sér og hatrið sem skein úr augum hennar. „Ég vildi gefa mikið til að sjá þessa skiii- helgu eiginkonu þína bendlaða við oflátung- inn John Masters í slúðurdálkunum," hélt hún áfram og réð sér varla fyrir afbrýði. „Það var mitt barn," sagði Nicholas stutt og kuldalega. Carole hló gjallandi en þó hikandi. „Reyndu ekki að spaugast að mér," sagði hún. „Gantastu ekki að mér, elskan mín! Mér þykir vænt um að þú ert vaknaður af þessari martröð og ég lofa þér að gíeyma öllum leið- indunum. Ég lofa að gleyma því sem þú hefir sagt, og nú hefirðu tækifæri til að skilja við konuna þína eftir öll hneykslin, sem hún hefir vakið ... Hlustaðu á mig, Nicholas," hvísl- aði Carole og nú var röddin aftur blíð og lokkandi. „Hlustaðu á mig — ég lofa að giftast þér." Nicholas horfði á hana með andstyggð og reiði. Nú þekkti hann hana til fullnustu. „Þú ert ekki verð þess að vera í sömu stofu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.