Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN Framhaldsgrein Fyrir dst konungsins ÉG KYNNIST PÉTRI KONUNGI. Við þóttumst örugg í Capetown, en líka útilokuð frá veröldinni. Þegar Georg konungur fékk boð um að hann gæti komið til Englands sárlangaði mig til að fara líka. Og á siðustu stundu fengum við mamma boð um að við skyldum ferðbúa okkur. Gráviðrisdag í október stigum við á land i Liverpool, og nú fannst mér í fyrsta sinn i heilt ár, aS ég væri heima hjá mér. Við náðum okkur i íbúð i London og mamma innritaði mig á hjúkrunar- kvennanámskeið i Cambridge, og þar átti ég að byrja næsta vor. En vetur- inn bjó ég um gjafaböggla, vann í hermannahælinu og vann ýmislegt annað fyrir gríska Rauðakrossinn. í mars 1942 fór ég að mér nauðugri í tesamkvæmi, sem „Allied Officers Club" gekkst fyrir. Við urðum að fara þangað vegna þess að ýmsir af grísku og jugoslavnesku ráðherrun- um áttu að vera viðstaddir þar. Ég sá fram á langa og leiðinlega síðdegis- stund, og brúnin á mér lyftist ekkert þegar mér var sagt að ég ætti að kynn- ast Pétri Júgoslavakonungi þarna. Ég setti á mig hæverskasta brosið mitt til heiðurs unga konunginum. Þetta var grannur piltur, átján ára — skrambi snyrtilegur i einkennis- búningnum — og brosið hans ekki síður hæverskt en mitt, er hann hneigði sig og tók i höndina á mér. Ég tók eftir að hann var ofurlítið lægri en ég, og það brá fyrir glensi í dökkum augunum. Ég vissi ekkert hvað ég ætti helst að tala við hann um. Ég var orðin tuttugu og eins og hugsaði með mér, að það væri d- gerningur að tala nokkuð að viti við átján ára dreng. Grunur minn rættist skömmu sið- ar, er hann var beðinn um að faalda ræðu og sneri sér að mér og hvíslaði: — Flýtið þér yður að láta yður detta eitthvað í hug, handa mér til að segja! Ég hlýddi honum. En þegar hann faafði lokið þessari stuttu ræðu, bar ég vírðingu fyrir honum. Hann hafði talað rólega og áferðarfallega. Við fórum bæði að skríkja þegar byrjað var að leika á belgpipurnar. Við þorðum ekki að líta hvort á ann- að, en þessi sameiginlega kátína okkar yfir þvi sem okkur fannst hlægilegt, varð band sem tengdi okkur saman frá fyrstu stund. Viku siðar var ég i kokkteilboði hjá kunningjum móður minnar, og fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég kom inn í stofuna, var Pétur. — Halló, þarna er þá Alexandra! sagði hann og þótti auðsjánalega vænt um að sjá mig. Á nokkrum sekúndum vorum við komin i sama samtalið, sem við höfð- um byrjað í teboðinu, og allt i einu tók ég eftir að við spurðum hvort annað mjög itarlega um hvað við hefð- um haft fyrir stafni hvern einasta dag af þessum sjö. sem liðnir voru síðan. Þegar ég sagði honum að ég hefði verið á dansleik, spurði hann sam- stundis: — Með hverjum? Hann er afbrýðisamur, hugsaði ég með mér og varð glöð. Við vorum svo niðursokkin i sam- talið að við tókum ekkert eftir að gestirnir voru að tínast burt hver eftir annan, og loks vorum við orðin ein eftir með mömmu og húsbænd- unum, tveimur tíma seinna. Pétur brosi til min. — Þér farið líka í leikhús og í miðdegisverð til lafði Cholmondeley i næstu viku, er það ekki? spurði hann. Ég kinkaði kolli. Hann kyssti á höndina á mér. — Lofið mér að sitja við hliðina á yður i leikhúsinu, sagði hann og fór. ÁSTPANGIN. Næstu viku var ég alltaf að tala um Pétur. Mamma auminginn hafði ekki nokkurn frið fyrir mér. Ég sagði henni allt sem ég vissi um hann ¦— að hann hefði lika gengið i heima- vistarskóla í Englandi og haft ensku- kennara i Jugoslavíu, og hve vel hann faefði stjórnað landinu, þangað til Þjóðverjar ruddust inn i Jugoslavíu og hann neyddist til að flýja. — Hann er ekki nema átján ára, sagði ég. — Mér finnst hann hafa verið duglegur. Mér þykir svo vænt um að hann skuli vera í Cambridge. Þá get ég faitt hann oft, eftir að ég byrja á hjúkrunarnámsskeiðinu. — Þú átt að fara til Cambridge til að vinna, sagði mamma þurrlega. Og svo kom kvöldið er við sátum saman í leikhúsinu og vorum i mið- degisverði á eftir. Við vorum svo hug- fangin hvort af öðru, að við vissum varla af öllum gestunum kringum okkur né tókum eftir hvað þeir sögðu. Það leyndi sér ekki að Pétur af Jugoslavíu stóð efstur á skránni um þá pilta, sem þóttu hæfilegir handa mér, og mamma leyfði mér að fara út með honum án þess að hafa nokk- urt „aukahjól" með mér. Enda hafði það ekki verið nauðsyn- legt hvort sem var, því að hvar sem Pétur fór var enskur spæjari nálægt honum. Ég veit ekki hvort hefir orðið meira forviða, spæjarinn eða við, þegar við fórum að leiðast og kyss- ast. Ég faeld að hann hafi orðið meira hissa, því að við vorum svo sæl að okkur stóð alveg á sama þó að hann sæi til okkar. Pétur var við nám í háskólanum í Cambridge um þessar mundir, en jafnframt naut hann ýmiss konar „diplomatisks frelsis" vegna þess að hann var konungur. Hann fór oft til London til að heimsækja konunginn, George VI. — eða Churchill eða menn úr jugoslavnesku stjórninni. En þetta vor, 1942, notaði hann oft „ChurchiH" eða „ráðuneytisfund" sem skálka- skjól til að geta heimsótt Alexöndru prinsessu af Hellas. BÓNORÐIÐ. Loks fluttum við mamma i gistihús í Cambridge bá loksins að ég gat byrj- a'ð á námsskeiðinu. Daginn eftir kom Pétur í bíl til að hittá mig. Hann spurði mig — undirleitur eins og vant var — hvort ég vildi koma með sér til London og borða hádegisverð með sér og Mariu móður sinni. Pétur hafði ekki „þekkt" móður sína sérlega mikið í uppvextinum. Eftir að faðir hans var myrtur í Marseille 1934, var hún í sífelldum ferðalögum og 1939 fór hún til Eng- Iands með tvo yngri bræður Péturs, Tomislav og Andreas. Þeir voru settir í heimavistarskóla en faún settist að í smáhúsi skammt frá Cambridge. En eftir að Pétur kom til Englands voru þau saman öllum stundum. Og nú ætlaði drottningin að skreppa til London, aðeins til að sjá mig. — Hvað heldurðu að hún vilji helst tala um? spurði ég áhyggjufull. Pétur skellihló. — Allt milli himins og jarðar, sagði faann. — Hún er fræg fyrir hvað létt henni er um að tala við fólk. Og undir eins og ég kynntist henni fann ég að ég gat talað við hana blátt áfram, um hvað sem mér datt í hug. — Henni líkaði vel við þig, sagði Pétur ánægður er við ókum til Cam- bridge aftur. — Og mér féll vel við hana, svar- aði ég um hæl. Sþæjarinn í aftursætinu dró hatt- inn niður á augu eins og hann var vanur, til að sýna að hann vildi ekki ónáða okkur. Pétur hafði aðra hönd- ina á stýrinu og hina um höndina á mér. Allt í einu sagði hann: — Ég vil ekki fara frá þér. — Og ekki ég frá þér heldur, sagði ég. Við horfðum bæði á veginn fram- undan okkur. — Ég á við að ég vil aldrei fara frá þér — ekki aðeins í dag heldur alla okkar ævi. — Það meinaði ég lika, svaraði ég rólega. Eiginlega var ég alveg hissa á hve rólega ég talaði, þvi að h.jartað hamaðist í brjóstinu á mér. — Sandra! sagði hann allt í einu með mikilli ákefð. — Við skulum gifta okkur, Sandra! — Já, sagði ég og á næsta augna- bliki tók hann báðum höndum utan um mig. — Afsakið þér, yðar hátign! heyrð- um við spæjarann segja í undirgefni- tón bak við okkur. Hann hafði beygt sig fram til að grípa stýrið. Enginn gat hugsað sér alúðlegri og hæverskari leynilögreglumann sem vitni að þessum hátíðlega atburði. Hann lét biða að óska okkur til ham- ingju þangað til trúlofunin hafði verið tilkynnt opinberlega. En það var ekki gert fyrr en átján mánuðum siðar. En þá vissum við ekki, að við yrð- um að bíða svo lengi. Við ókum áfram i eins konar draumi, og þegar við komum til Cambridge kom það á dag- inn að við höfðum verið fjórum sinn- um lengur á leiðinni en venja er til. Þegar við komum að gistihúsinu sagði Pétur: — Ég verð að fara frá þér núna, Sandra. Ég verð að fara heim til hennar móður minnar og segja henni tiðindin. Þú verður að fara inn og tala við hana mömmu þina. En ég kem og tala við þig eftir morgunverð á morgun. Ég fór út úr bílnum og ætlaði inn. Hann kallaði á eftir mér. — Sandra. Ertu alveg vissi Um aldur og ævi! Ég hljóp til hans. — Já um aldur og ævi, sagði ég og ég meinti það af heilum hug. Allt í einu setti að mér grát og ég flýtti mér inn til móður minnar. Eg æddi inn í svefnherbergið, þar sem hún sat og beið eftir mér. Það liðu einar fimm mínútur þangað til ég hafði jafnað mig svo að ég gat sagt henni fréttirnir. — Pétur hefir spurt mig hvort ég vilji giftast honum, mamma, og ég hefi svarað jáh — 0, Poozhee! sagði hún glöð. —¦ Þetta er gleðifregn! En á næsta augnabliki spurði hún kviðin: — Ertu viss um að honum sé alvara, væna mín? Hann er svo ungur og laus í rásinni. Ég hló. — Já, honum er alvara, sagði ég. — En faann kemur hingað eftir morgunverð í fyrramálið, og þá geturðu spurt hann sjálfan, ef þig langar til. Pétur sagði mér síðar frá samfund- unum við móður mína, daginn effir: — Ég kom hlaupandi upp stigann, og þegar ég ætlaði að beygja inn í ganginn kom móðir þín á móti mér og áður en ég komst svo nærri henni að ég gæti kysst hana á höndina kall- aði hún: — Góðan daginn, Pétur! Er yður hjartans mál að giftast henni dóttur minni? Pétur hló hátt við þessa tilhugsun og hélt áfram: — Það hlýtur að faafa heyrst til faennar um alla hæðina, og það var eins og mér væri gefið utan undir. — Já, frú, sagði ég. — Ég legg við drengskap minn að hugur minn er ærlegur, og nú er ég kominn hingað til að biðja um hönd dóttur yðar. Og þá blíðkaðist hún og kyssti mig. En nú varð ég allt í einu áhyggju- full. — Það munu ekki neinir verða til þess að mótmæla þessu, Pétur? — Nei, væna min, enginn verður til þess, sagði hann og hló glaðlega. En við fengum von bráðar að reyna, að þarna var einmitt við öfluga and- stöðu að eiga. AUÐUGUR KONUNGUR. Daginn eftir að Pétur konungur bað min faéldum við upp á trúlofun- ina ásamt móður minni í litlu veit- ingahúsi i Cambridge. Það var skemmtileg veisla. En allt í einu sneri Pétur sér að mömmu og varð hátíðlegur: — Móðir mín óskar að þér og Sandra borðið miðdegisverð með sér i kvöld, svo að hún geti tekið á móti Söndru sem heitmey minni, sagði hann alvar- legur. Mamma kinkaði kolli. Það var ekki bara „Pétur", sem ég átti að giftast. Ég átti að giftast kon- ungi líka. Eg átti að verða drottning Jugoslavíu. Það sljákkaði í mér þegar ég fór að hugsa um allt siðavafstrið, sem fylgdi hjónabandinu. Þennan dag síðdegis fengum við Pétur að ganga út ein. Ef hann fór ekki út fyrir Cambridge þurfti faann ekki að hafa leynilögreglumanninn með sér. Eg leitaði að vindlingum i hurðar- hólfinu á bílnum hans, en þá rak ég fingurna i skammbyssu. — Heyrðu, yæna mín, farðu varlega, sagði hann eins og ekkert væri. — Hún er hlaðin. Ég sleppti vopninu eins og ég hefði brennt mig. — Góði Pétur, hafðu þetta óféti ekki með þér, sagði ég. — Það gæti orðið slys að því. — Það gæti orðið verra slys af því að hafa hana ekki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.