Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN $aumaborðið TVÆR ellilegar manneskjur sátu saman í þriðja flokks járnbrautar- vagni. ÞaS var auðséð að þetta voru hjón, sem höfðu þolað súrt og sætt saman í mörg ár. Áhyggjurnar höfSu mótað hrukkur í enni mannsins og gert konuna gráhærða, en þessa stundina voru allar áhyggjur gleymd- ar. Þau brostu hvort til annars og öðru hverju tókust þau fast í hendur. Þau höfðu farið úr höfuðstaðnum fyrir klukkutíma. HöfSu í fyrsta sinni heimsótt soninn sinn í nýju ibúðinni hans og höfðu — aðeins í þriSja eSa fjórSa skipti — hitt ungu, laglegu konuna hans. Og nú voru þau á heimleiS, eftir viku dvöl i höfuS- staðnum. „Þetta hefir verið dásamleg ferð," sagði hún og horfði út um klefa- gluggann. „Það er ánægjulegt hve hrifin þau eru Ihvort af öðru," sagði hann. Eftir dálitla þögn sagði htin: „HeyrSu ... þegar Hinrik kom í fyrsta skipti meS hana Evu heim til okkar ... varS ég hrædd." „Hrædd?" át hann eftir. „Já, ég var hrædd um aS þau ættu ekki saman. Mér fannst hún of fín til þess — förSuð og með vararoða og málaðar neglur ... Mig langaði til aS Hinrik fengi trausta og duglega konu, sem gæti séð um mat handa honum og væri ekki smeyk við að stoppa í sokka eða eiga börn. Hárið á henni var likast þvi aS líún færi lil hárgreiðslukonu á hverjum morgni, og silkisokkar hennar ..." Hann þrýsti höndina á henni. „Ungu stúlkurnar nú á dögum eru allar svona. Að minnsta kosti i höfuð- staðnum." „Jú, satt er það — ég sagSi þaS líka viS sjálfa mig, en samt var mér órótt. En nú skal ég segja þér ... undir eins og ég kom inn i íbúðina þeirra, sá ég aS Eva er allra myndar- legasta húsmóðir." „Hvernig stóð á aS þú sannfærðist um það?" spurði hann. „ÞaS var út af saumaborSinu henn- ar ömmu. Þú manst eftir því — fallega mahogníborSinu, sem ég gaf þeim þegar þau giftust. — Nú stóð það á heiðursplássinu i litla gluggaútskot- inu, og stóll stóS viS borSiS, svo að auSséS var aS Eva notar það á hverj- um degi. Þegar ég sá það sagði ég við sjálfa mig: Úr því að telpan nennir að sauma, er hún eins og hún á að vera!" Nú . kom alvörusvipur á gamla manninn aftur. „Ég held að þú hafir á réttu aS standa. Þegar þú afréðir að gefa þeim borðið, var ég hræddur um að þeim mundi ekki þykja það nógu samstætt við hin húsgögnin. Þessi sléttu hús- gögn sem eru í tísku núna, líta út eins og smiðurinn hafi ekki gefið sér tíma til að gera annað en hefla þau. En saumaborðið er gamaldags, með renndum löppum og útskurði og rósa- verk fellt ofan í borSplötuna. Ég var Jiræddur um að Hinrik og Eva mundu setja saumaborðið upp á skranloftið — svo aS mér þótti vænt um að sjá það í stofunni. „Þetta eru bestu börn," sagSi hún með sannfæringu. Og lestin rann áfram. Hinrik var að hafa fataskipti í tveggja herbergja íbúSinni sinni í höfuSstaSnum. Hann kom inn i stofu til Evu. „Æ, hjálpaðu mér til að hnýta 'háls- bindið ... Þakka þér fyrir. Þú munt vera tilbúin. Við verðum að vera komin i leikhúsiS cftir þrjú kortér, og aksturinn meS sporvagninum er langur." „Ég er alveg að verSa tilbúin, góSi," sagSi Eva. „Það var leiðinlegt að pabbi þinn og mamma skyldu ekki vilja verða hjá okkur einn dag í við- bót — þá hefðu þau getað komið i leikhúsið." „Pabbi varS að fara heim til aS hugsa um verslunina," sagSi Hinrik, sem nú var kominn i smokingjakkann. „En ég held aS þeim hafi þótt gaman aS heimsækja okkur." „Þau eru svo alúðleg," sagði Eva. Hún gekk að saumaborðinu, opnaði þaS og skoðaSi sjálfa sig í stóra spegl- inum, sem var innan á lokinu. „Nú er ég að verða tilbúin, ég þarf aðeins aS tnála mig." Hún leit yfir allar ilm- vatnsflöskurnar, dósirnar og glösin, sem voru á saumaborSinu. „ÞaS var svei mér góS hugmynd, Hinrik, að breyta saumaborðinu i snyrtiborS. MeS því móti var hægt aS hafa gagn af þvi." * Rithöndin stendur ekki í neinu sam- bandi viS skapferli eða gáfur. Sumir bestu listamenn heimsins höfðu af- káralega rithönd og margir frægir vísindamenn skrifa þannig, að líkast er aS þúf utittlingur, skitugur um lapp- irnar, hafi tritlað yfir pappirsörkina. Jafnvel Shakespeare skrifaði mjög ljóta hönd. Loftsteinar lenda oft á tunglinu, ekki síður en á jörðinni. En sá er munurinn að á tunglinu lenda þeir að jafnaSi óskemmdir. Þetta stafar af því aS enginn lofthjúpur er kringum tungliS, svo að steinarnir brenna ekki upp, eins og þegar þeir hitna við mótstöðuna frá andrúmsloftinu kring- um jörðina. Heimspekingurinn Roger Bacon lét svo um mælt árið 1267, að einhvern tíma mundi rafmagnsstraumur verSa notaSur til aS flytja fréttir. Hann var fyrsti maSurinn, sem vitaS er um að hafi látið sér detta þetta í hug. En fyrir bragðið fékk hann 20 ára fang- elsi fyrir galdra. **/ /+/ t+t '-& í frönsku veiðimannafélagi er ein greinin í lögunum svona: „Verði ein- hverjum félags'manni sú slysni á aS skjóta annan, er hann skyldugur til aS giftast ekkjunni hans." Enskt vikublaS fékk nýlega þessa fyrirspurn frá einum lesanda sinum: „HvaS skyldi koma til þess, aS stúlk- urnar loka alltaf augunum þegar ég kyssi þær?" BlaSiS svaraði svona: „Ef þér sendið okkur mynd af yður, skulum við reyna að fræða ySur á því." est /+/ f+t n* Ofstæki getur stundum haft alvar- legar afleiðingar í för með sér. Seytján ára amerískur unglingur skaut sig — af þvi aS stúlkan hans vildi ekki hætta að rcykja! * Tískumtjnáh * Ungu hjónin fara í sumarfrí. — Frúnni hefir dottið í hug að gaman væri að maður hennar væri í rönd- óttum sumarjakka úr sama bómullar- efninu og pilsið hennar. Marinblár kjóll með skásniðnum lista í hálsinn, bundnum í hnút að framan. Ermarnar eru stuttar og niittið þröngt. Þetta er nýjasta. tíska frá Dior. Hann er alls ekki fallegur þessi frakki frá Dior en hann er hlýr og góður. Hann er tvíhnepptur og fellur slétt að hálsinum. Hefir hvorki kraga né horn. Fallegur lítill hattur frá Achille í París búinn til úr tveimur gráum lit- um af bómullarsatíni. Hatturinn er búinn til úr 4 hæðum eða þrepum. Jónas gamli í Tvídægru, sem varð bráðkvaddur í sumar, hafði alltaf átt í illdcilum og mikiS hafði hann drukkið. Það var eitt af fyrstu em- bættisverkum nýja prestsins í sókn- inni að jarða hann, og í líkræðunni talaði hann svo fallega um Jónas, að ekkjan fann sig knúða til að fara til prestsins á eftir og þakka honum fyrir. — Þetta var svo fallegt, sagði hún, — aS svei mér ef ég var ekki farin að verSa hrædd um, að þér væruð að jarða annan mann!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.